Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Page 28
#
www.intersport.is
VINTERSPORT
m spokí
Viðbótarlífeyrissparnaður á
■ Allianz(ííi)p
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ - Loforð er loforð y
BÍLDSHÖFÐA SMÁRALIND
s. 510 8020 s. 510 8030
Flóttamennirnir:
Sóttu um hæli
í Færeyjum
Albönsku flóttamennimir firnm,
sem voru sendir af landi burt með
ferjunni Norrænu fyrir helgi, hafa
“■fc nú beðið um pólitískt hæli í Færeyj-
um, að því er færeyska útvarpið
greindi frá í gær.
Færeyska lögreglan beið eftir
mönnunum á hafnarbakkanum í
Þórshöfn þegar Norræna kom þar
að landi á fóstudagsmorgun og
hneppti þá þegar í varðhald. Þar
sem málefni útlendinga eru í hönd-
um danskra stjómvalda í Kaup-
mannahöfn verða mennimir vænt-
anlega sendir þangað í dag og hafð-
ir þar í gæslu á meðan tekin er af-
staða til beiðni þeii-ra um pólitískt
hæli i Danaveldi.
Albanamir komu til Seyðisfjarð-
ar með Norrænu á fimmtudag og
óskuðu eftir pólitísku hæli hér á
^ u landi. íslensk yfirvöld höfnuðu hins
vegar ósk þeirra og sendu þá til
baka með skipinu. Einn flóttamann-
anna henti sér fyrir borð þegar Nor-
ræna var á leið út Seyðisfjörð en
áhöfn ferjunnar tókst að bjarga hon-
um. -gb
Kona slasaðist
í Esjunni
Kona féll í hlíðum Esjunnar og
slasaðist á hendi og brjóstkassa rétt
3«öeftir hádegi á laugardaginn. Til-
kynnt varð um slysið til neyðarlin-
unnar rúmlega klukkutíma síðar og
var þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-
LÍF, gert viðvart. Þyrlunni gekk erf-
iðlega að athafna sig í fyrstu vegna
ókyrrðar í lofti. Neyðarsveit
slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
var kölluð út og hún færði konuna
neðar i fjallið þar sem þyrlan gat at-
hafnað sig. Konan var flutt á
Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi
og er hún á batavegi.
Tiðindalítið
í miðbænum
Skemmtanalif Reykvíkinga gekk
að mestu snurðulaust fyrir sig um
helgina. Lögreglan í Reykjavík
sagði vaktina hafa verið mjög ró-
lega og aöeins fáein minni háttar
vandamál komið upp. Þá voru þrír
ökumenn teknir, grunaðir um ölv-
un við akstur, auk þess sem ein
minni háttar líkamsárás var til-
kynnt lögreglunni.
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot. sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
i hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
SELFOSSI
s.482 1000
MANUDAGUR 10. JUNI 2002
Sími: 533 5040
www.allianz.is
Vísindamenn ÍE boða merka uppgötvun:
Nákvæmt kort
af erfðamengi
Vísindamenn Islenskrar erfða-
greiningar hafa lýst fyrsta nákvæma
kortinu af erfðamengi mannsins og
tilurð þess. Kortið er taliö það ná-
kvæmasta sem gert hefur verið um
erfðamengi mannsins, sem eru gen og
litningar líkamans. Vísindatímaritið
Nature Genetics fjallar um málið í
júlíhefti sínu.
Kári Stefánsson, forstjóri íslenskr-
ar erfðagreiningar, var að vonum
ánægður með árangur sinna manna í
gærkvöld þegar DV ræddi við hann.
„Þetta er myndarlegur áfangi í
rannsóknum í mannerfðafræði og við
erum mjög stolt af því að geta nú gert
þetta kort aðgengUegt vísindamönn-
um um allan heim,“ sagði Kári Stef-
ánsson. Hann segir að kortið staðfesti
hvers megnugir vísindamenn fyrir-
tækisins séu.
„Þetta erfðakort er næsta skref til
að kortleggja nákvæmlega þann erfða-
fræðilega breytileika sem gerir menn-
ina svo margvíslega og með því hafa
menn öðlast nýja og merkilega þekk-
ingu á því hvemig erfðaupplýsingam-
ar berast frá einni kynslóð til þeirrar
næstu. Þetta er mjög mikilvægt til að
geta fundið þá erfðavísa og stökk-
breytingar sem hafa áhrif á sjúkdóma,
annaðhvort með því að gera ákveðna
einstaklinga líklegri en aðra til að fá
sjúkdóma, eða með því að veita vöm
gegn sjúkdómum," sagði Kári. Hann
segir að með útgáfú erfðamengiskorts-
ins sé verið að undirstrika forskot
okkar í rannsóknum á erfðafræði al-
gengra sjúkdóma. Markmiðið sé að
finna sjúkdómsþætti og þróa nýja
kynslóð lyfja og greiningarprófa.
Talið er að tíðindin muni hressa
við gengi fyrirtækisins sem verið hef-
ur lágt að undanfómu. Gengi deCODE
genetics á verðbréfamörkuðum í
Bandarikjunum féll I 3,70 dali fyrir
helgi. -JBP
Sjá nánar á bls. 2
íslensk stjórnvöld hefta komu meðlima Falun Gong til landsins:
Þetta er fullkomlega löglegt
- segir Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri
Stjómvöld á íslandi hafa ákveð-
ið að reyna að hefta för meðlima
kínversku hreyfingarinnar Falun
Gong hingað til lands í tengslum
við heimsókn forseta Kina til ís-
lands 13. júní. Vegabréfaeftirlit
hefur veriö tekið upp á Keflavikur-
flugvelli og þeir sem bera kínversk
eða taívönsk vegabréf verða teknir
sérstaklega til skoðunar. Þetta er
gert af ótta við að meðlimir Falun
Gong reyni að komast hingaö til
lands gagngert til aö mótmæla þeg-
ar forseti Kína kemur til landsins í
opinbera heimsókn næsta fimmtu-
dag.
í yfirlýsingu, sem kom frá höfuð-
stöðvum Falun Gong í New York,
segir að með þessu séu íslensk
stjómvöld að vinna með þeim Kín-
veijum sem brjóta mannréttindi og
kúga fijálsa hugsun meðal þegna í
landinu.
„Þetta em fullkomlega löglegar
aðgerðir. Það eru mjög rúmar
heimildir fyrir því að veita fólki
ekki leyfi til að koma inn í landið
og jafnvel vísa því úr landi, þó svo
að það sé þegar komið inn í land-
ið,“ segir Bjöm Friðfmnsson, ráðu-
neytisstjóri dómsmálaráðuneytis-
ins, um lagalegar forsendur fyrir
aðgerðum stjómvalda. „Nýju út-
lendingalögin hafa ekki enn tekið
gildi en heimildin er til staðar í
lögum frá 1965. Þetta er aðeins
flóknara þegar um er að ræða fólk
sem kemur frá Shengen-svæðinu
en aðgerðimar em samt sem áður
löglegar," segir Bjöm.
Nánar um sögu Falun Gong á
bls. 4. -áb
Akurevri:
Akureyi
Sprenging í
spennistöð
Eldur kviknaði í spennistöð við
Hvannavelli á Akureyri á laugar-
dagskvöld og urðu íbúar í fjórum
húsum á Eyrinni að yfirgefa híbýli
sín um tíma vegna hættuástands.
Sigurður Sigurðsson, varðstjóri hjá
Slökkviliði Akureyrar, segir að
reykurinn hafi verið baneitraður og
því hafi menn ekki tekið neina
áhættu. „Ég kom fyrstur á staðinn
og var nýkominn þegar sprenging
varð. Við vildum ekki leggja til at-
lögu fyrr en búið væri að taka raf-
magnið af öllu en þegar því var lok-
ið vorum við eldsnöggir að slökkva
eldinn," segir Sigurður. Óheppilegt
er, að sögn varðstjórans, að spenni-
stöð sé svo nálægt íbúðabyggð.
Rafmagn fór af hluta Akureyrar í
kjölfar brunans og varð töluvert
tjón í spennistöðinni. -BÞ
Ferðamaður í
sjálfheldu
Ekkert lát á blíöunni
Mikil blíða var um allt land um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu íslans í gærkvöld verður ekkert lát á
hlýindunum. Búast má við góðviðri nokkra daga í viðbót á öllu landinu. Mestu hlýindin voru á Vestfjöröum, Vesturlandi
og Norðurlandi í gær og mældi Veðurstofan 22 stiga hita á fjölmörgum veðurathugunarstöðvum. Þessir ferðalangar
nutu veöurblíðunnar á útikaffihúsi á Akureyri í gær.
27 ára gamall sænskur ferðamaður
lenti í sjálfheldu í gærkvöld við foss-
inn Glym í Botnsdal. Maðurinn var
hálfnaður niður bjargið þegar hann
lenti í sjálfheldu á syllu. Faðir hans
var með í för og tókst að gera viðvart.
Lögreglan í Borgarnesi kom fljót-
lega á staðinn og björgunarsveitir
voru látnar vita og þær settar í bið-
stöðu meðan lögreglan talaði við
manninn. Dauðaslys hafa orðið á
þessu svæði þannig að lögregla hafði
allan varann á. Maðurinn komst að
lokum upp af sjálfsdáðum. Hann var
mjög þrekaður og skelkaður en
ómeiddur. -vig
Víkurvegur
opinn umferð
að nýju
Víkurvegur var opnaður að nýju í
gærkvöld, eftir að hafa verið lokað-
ur í viku vegna byggingar mislægra
gatnamóta. Mikið umferðaröng-
þveiti hefur myndast daglega á
álagstímum umferðarinnar, og þá
sérstaklega á morgnana, þegar fólk
er á leið til vinnu, þar sem eina leið-
in inn og út úr Grafarvogi hefur
verið yfir Gullinbrú. En nú er fram-
kvæmdum lokið og ætti því öll um-
ferð að falla í ljúfa löð að nýju, enda
komnar helmingi fleiri leiðir inn og
út úr þessu 20 þúsund manna hverfi
sem Grafarvogurinn er. -vig
Talaðu við okkur um
yíílasv
MITCHELL
40% AFSLATTUR
Sportvörugerðin hf.
Skipholti 5, s. 562 8383
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/