Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Side 1
Formaður stjórnar SPRON um yfirtökutilboð fimm stofnfjárfesta í sjóðnum: Þeir eru að reyna að ná sjóðnum á spottprís DV-MYND HARI Fimm stofnfjárfestar hafa boöiö í skjóli Búnaöarbankans kaup á stofnfé SPRON Boöinu fylgir þaö skilyröi aö SPRON veröi ekki breytt í hlutafélag. Myndin er frá fundi fimmmenninganna í gær en hér sjást þrír þeirra, tatiö frá vinstri: Ingimar Jóhannsson, Pétur H. Blöndal og Gunnlaugur M. Sigmundsson. Fimm stofnfjáreigendur í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis kynntú í gær tilboð í hluti stofnfjáreigenda á fjórfalt hærra verði en stjórn SPRON hefur boð varðandi breytingu á stofnfé í hlutabréf. Jón G. Tómasson stjómar- formaður segir athyglisvert að Búnað- arbankinn sem ríkisbanki sé að nota fimmmenningana til hreinnar yfirtöku á SPRON. Fyrirhugað var að taka afstöðu til ætlunar stjómar að breyta SPRON í hlutafélag á fundi nk. fóstudag. Jón G. Tómasson, stjómarformaður SPRON, segir að ekki sé ljóst hvað ger- ist á þeim fundi en það velti að vem- legu leyti á afstöðu Fjármálaeftirlitsins til yfirtökutilboðs fimmmenningana. „Það kæmi mér vissulega á óvart ef þetta verður samþykkt í Ejármálaeftir- litinu. Þetta er í klárri andstöðu við þær lagabreytingar sem samþykktar hafa verið og lög sem í gildi eru um sparisjóði og rétt stofnfjáreigenda til að „hirða til sín“ með þessum hætti hluta af eigin fé sparisjóðsins. Það stofnfé hefur myndast af rekstri spari- sjóðsins og stofnfjáreigendur hafa feng- ið mjög góða ávöxtun af því stofnfé sem þeir hafa lagt fram. Þeir hafa auk verðbóta fengið 12-15% vexti sem þýð- ir i heiid 16-18% á hverju ári. Við hlutafélagavæðingu eiga stofnfiáreig- endur slðan rétt á að leysa til sín stofn- fjárhluti Búnaðarbankinn er með þessu að reyna að eignast sparisjóðinn fyrir tæpa tvo miUjarða, eða langt undir markaðsverði. Bókfært eigið fé Spari- sjóðs Reykjavíkur er 3,2 milljarðar og nýlega metið markaðsverð er ríflega 5 milljarðar króna. Þeir eru því að reyna að ná Sparisjóðnum á „spottprís" eða um þriðjungi af verðgildi hans og eru að nota þessa fimm einstaklinga til þess.“ - Ef þessi yfirtaka verður að veru- leika, mun hún hafa keðjuverkandi áhrif á aðra sparsjóði? „Það blasir við. Og eins og Pétur H. Blöndal sagði í viðtölum 1 gær þá eru það ekki bara sparisjóðimir. Það verð- ur hægt að rúlla upp kaupfélögum, mjólkursamlögum og ýmsu öðru. Það vekur líka virkilega athygli að það skuli vera banki sem er í meirihluta- eigu ríkisins sem stendur svona að málum." Segjast vernda hagsmuni í rökstuðningi fimmmenninga til Fjármálaeftirlitsins vegna tilboðsins í SPRON segir m.a. að ástæða kaupanna sé fyrst og fremst að vemda núverandi hagsmuni stofnfjáreigenda i SPRON sem að þeirra mati verði fyrir borð bomir gangi áætlanir stjómar SPRON um hlutafjárvæðingu sjóðsins eftir. Búnaðarbankinn hefur samþykkt að fjármagna hin fyrirhuguðu kaup fimm- menninganna. Auk Péturs H. Blöndals standa að þessu tilboði þeir Sveinn Valfells, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Ingimar Jóhannsson, og Gunnar A. Jóhanns- son. Allir eru stofnfjáreigendur í SPRON. Hafa þeir gert samning við Búnaðarbanka íslands hf., þar sem gert er ráð fyrir að framangreindir ein- staklingar geri öllum stofnfjáreigend- um SPRON bindandi kauptilboð í eign- arhlut þeirra í SPRON. Tilboðsverðið í endurmetið stofnfé SPRON miðast við gengið 4,0. Kauptilboðið er gert með þeim fyrir- vara að fundur stofnfjáreigenda SPRON, sem fyrirhugað er að halda þann 28. júní nk., hafni því að breyta SPRON í hlutafélag, sbr. auglýsta dag- skrártillögu. Einnig er skilyrði að ekki verði röskun á högum starfsmanna SPRON. Að viðskiptavinir SPRON geti áfram gengið að óbreyttri fiármála- þjónustu undir nafni SPRON. PáU Gunnar Pálsson, framkvæmda- stjóri Ejármálaeftirlitsins, vildi ekki tjá sig um lögmæti þessa gjömings né hvenær eftirlitið skilaði sinni umsögn. -HIÍr./BÞ Arafat boðar til forsetakosninga í janúar2003 Palestinska heimastjómin til- kynnti í morgun að Palestínumenn myndu fá tækifæri til að kjósa sér nýjan forseta í janúar á næsta ári. Heimastjórnin er undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjaforseta um að losa sig við Yasser Arafat úr for- setaembættinu. Saeb Erekat, ráðherra í heima- stjóminni, sagði að Arafat hefði gef- ið fyrirmæli um að forseta- og þing- kosningar yrðu haldnar einhvem tíma dagana 10. til 20. janúar 2003. Þá var því heitið að innan tveggja eða þriggja mánaða yrði hrundið í framkvæmd umbótum á öryggis- sveitum Palestínumanna, fjármál- um og réttarkerfinu. ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 12 í DAG ÞJOÐVERJAR I URSLIT A HM í SJÖUNDA SINN: Enn seigt í Þjóðverjum MARG/ESASTOFNINN ER MJÖG LÍTILL: Margæsir með gervi- www.intersport.is VINTERSPORT 100% SPOKT BÍLDSHÖFÐA SMÁRALIND SELFOSSI s. 510 8020 s. 510 8030 s. 482 1000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.