Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Blaðsíða 4
4
Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002
DV
1,8 milljarða framkvæmdir á Reykjanesbraut um Hafnarfjörð:
Mislæg gatnamót
komin í biðstöðu
- nýr meirihluti ræðir við Vegagerðina um heildstæða lausn
Ný mislæg gatnamót á Reykjanesbraut
Hönnun mannvirkisins er aö mestu lokiö en ekki er útséö hvort þetta veröur endanlegt útlit.
Mislæg gatnamót á Reykjanes-
braut í Hafnarfirði sem Línuhönn-
un er að ljúka hönnunarvinnu á eru
nú komin í biðstöðu. Ástæðan er sú
að nýr meirihluti Samfylkingarinn-
ar i Hafnarfírði hefur aðrar áhersl-
ur á uppbyggingu Reykjanesbrautar
í gegnum Hafnarfjörð en fyrri
meirihluti. Hafa staðiö yfir óform-
legar viðræður bæjaryfirvalda við
Vegagerðina vegna þessa.
Lúðvík Geirsson segir að ekki
eigi að þurfa aö koma til frestunar á
framkvæmdum vegna áherslubreyt-
inga. Þvert á móti segist hann frek-
ar leggja áherslu á að framkvæmd-
um verði flýtt.
„Við lýstum því yfir með skýr-
um hætti fyrir kosningar að við
værum á móti hindrunarlausri
hraðbraut um Reykjanesbrautina.
Við vildum hins vegar tryggja þar
gott umferðarflæði og öryggi. í
ljósi þess höfum við átt óformlegar
viðræður við Vegagerðina um end-
urskoðun á þeim áætlunum sem
legið hafa fyrir. Við viljum tryggja
að meö sem skjótustum hætti verði
hægt að koma á eðlilegu og öruggu
umferðarflæði um götuna alla leið,
en ekki bara um hluta af leiðinni.
Það er á öllu svæðinu frá
Kaplakrika og suður fyrir kirkju-
garð. Þær viðræður eru nú í frek-
ari undirbúningi og munu skýrast
alveg á næstunni."
Lúðvík segir að fyrirliggjandi
hugmyndir Línuhönnunar um
mislæg gatnamót séu nú allar til
skoðunar. Bæjaryfirvöld vilji láta
skoða þar aðrar útfærslur. „Það á
þó ekki að þurfa að tefja fram-
kvæmd þessa máls nema síður sé.
Við erum að skoða leið til að flýta
framkvæmdum til að nýta það fjár-
magn sem fyrir liggur vegna fram-
kvæmda á þessu svæði til að
tryggja örugga umferð á öllu svæð-
inu,“ segir Lúðvík.
Samkvæmt teikningu Línuhönn-
unar er fyrirhugað að endurgera
um 2,2 km kafla á Reykjanesbraut
frá Sólvangi og suður fyrir kirkju-
garð. Á kaflanum frá Sólvangi að
Læknum er fyrirhugað að lækka
brautina um nærri 6 metra.
Reykjanesbrautin verði því í raun
grafin undir fyrirhuguð gatnamót.
Þarna verður um að ræða tvenn
mislæg gatnamót, þ.e. við Lækjar-
götu og Kaldárselsveg. Þá á að
byggja tvær göngubrýr og tvenn
undirgöng fyrir gangandi vegfar-
endur. Einnig á að endurgera
Lækjargötu frá gatnamótum við
Hringbraut. Þar verður ný tenging
Ásbrautar gerð frá Goðatorgi að
Kcddárselsvegi og kafli af Kald-
árselsvegi endurgerður.
Heildarkostnaður vegna fram-
kvæmdanna var áætlaður um 1,8
milljarðar króna og falla um 90%
hans á Vegagerðina en 10% á Hafn-
arfjarðarbæ.
-HKr.
Siguröur Ragnarsson verkefnisstjóri
Línuhönnun hefur haft meö höndum hönnun mislægra gatnamöta á Reykja-
nesbraut í Hafnarfiröi. Hugsanlegt er aö því mannvirki veröi þreytt til sam-
ræmis viö breyttar áherslur meö nýjum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjaröar.
Landsmót 2002 að Vindheimamelum í Skagafirði:
Búist við fjögur til fimm
þúsund erlendum gestum
DV*1YND GVA
Gæöingar sýndir fjöldanum
Allt fastagistirými í Skagafiröi er löngu uppbókaö vegna Landsmóts
hestamanna sem hefst í næstu viku.
Búist er við miklum fjölda útlend-
inga á Landsmót 2002 að Vind-
heimamelum í Skagafirði sem hefst
2. júlí næstkomandi. Að sögn Guð-
bjargar Guðmundsdóttur, ferða-
málafulltrúa í Skagafirði, er gert
ráð fyrir allt að 4-5000 erlendum
gestum á mótið. Land-
mótshaldarar eru til-
búnir að taka á móti
allt að 10.000-12.000
gestum. En eins og
fyrri daginn hafa veð-
urguðimir alltaf sín
áhrif á aðsókn á
landsmót.
Guðbjörg sagði að
fyrirspurnir frá út-
löndum um mótið
hefðu einkum borist
fyrr í vetrn-. Erlendir gestir hefðu
þegar verið famir að bóka sig í
hestaferðir, útsýnisferðir og fleira
af þeim toga fyrir nokkmm misser-
um. Þá væm tvö ár siðan flestir
gististaðir í Skagafirði hefðu verið
uppbókaðir.
Útlendingamir sem mæta á
landsmót 2002 eru nánast
hvaðanæva úr heiminum. Stórir
hópar koma frá Þýskalandi en
einnig af Norðurlöndunum, svo og
öðrum Evrópulöndum. Að þessu
sinni koma fleiri Englendingar en
áður hefur verið. Ástæðan er m.a.
sú að Anna Bretaprinsessa verður
heiðursgestur á mótinu. Ekki er vit-
að hve margir koma frá Bandaríkj-
unum. Þeim Bandaríkjamönnum
hefur farið fjölgandi sem hafa sótt
landsmót á undanfomum árum en
engar tölur liggja fyrir
um fjölda þeirra nú.
Guðbjörg sagði, að allt
fastagistirými í Skaga-
firði væri löngu uppbók-
að. Síðan hefði bæst við
töluverður listi yfir hús-
næði sem einstaklingar
væm að bjóða til leigu,
svo sem herbergi í
heimahúsum. Listi yfir
það húsnæði er birtur
inni á vef landsmótsins,
en að sögn Guðbjargar hefur leiga á
því tekið kipp síðustu vikurnar. Því
má bæta við hér að Hestasport hef-
ur enn til ráðstöfunar nokkur svefn-
pokapláss í Miðgarði, að því er fram
kom í viðtali blaðsins við Magnús
Sigmundsson i gær.
Öflug upplýsingamiðlun verður
starfrækt á mótinu. Upplýsingamið-
stöð verður rekin í Varmahlíð og
einnig verður útibú frá henni á
Vindheimamelum. Áætlanaferðir
verða milli Vindheimamela og
Sauðárkróks alla daga mótsins.
FBA Norðurleið mun sjá um þær
ferðir sem verða líklega fjórar tals-
ins yfir daginn. Fólk getur því auð-
veldlega smellt sér á Krókinn, skoð-
að sig um og bmgðið sér í sund, svo
eitthvað sé nefnt.
Á svæðinu verður fjöldi sölu- og
kynningarbása fyrir ýmis málefni.
„Við erum að vonast til að ná upp
svolítilli markaðsstemningu á bak
viö svæöið þar sem sölutjöldin
verða,“ sagði Guðbjörg. „Þama
veröur barnagæsla, leikvellir,
sparkvöllur og leiktæki. Það em því
allar forsendur til þess að skapast
geti afar fjölbreytt mannlif á Lands-
mótii 2002.“ -JSS
LANDSMÓT
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólariag í kvöld 24.03 23.59
Sólarupprás á morgun 02.59 02.45
Síödegisflóó 19.39 24.12
Árdegisflóö á morgun 07.59 12.32
Hægviðri í dag, 3 til 8 metrar á
sekúndu og léttskýjað sunnan- og
vestanlands. Þokuloft eða súld á
Noröur- og Austurlandi. Vestlægari
átt, 5 til 8 metrar á sekúndu
vestanlands i kvöld, en austan til í
nótt. Hlýjast sunnanlands.
Veörið á
Léttskýjað víðast hvar
Hætt viö þokulofti úti við sjóinn við
vesturströndina en annars léttskýjað
víöast hvar. Hlýjast inn til landsins.
Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
Hiti 10° Hiti 8° Hiti 8°
til 23° til 21° til 21°
Vindur. 5-8">/» Vindun 3-5»"/. Vindun 3-3™/*
-»
Hætt viö þokuloftl útl vlö sjólnn vlö vesturströndl na en annars léttskýjaö víöast hvar. Hlýjast Inn tll landslns. Hægviöri, skýjaö meö köflum og dálítll súld, einkum vlö ströndina. Hægvlöri, skýjaö meö köflum og dá- Irtll súld, elnkum vlö ströndina.
A-'r/Tr.i c-'
m/s
Logn 0-0,2
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinningsgola 5,5-7,9
Kaldl 8,0-10,7
Stlnnlngskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassviöri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveöur 28,5-32,6
Fárviöri >= 32,7
AKUREYRI skýjað 5
BERGSSTAÐIR skýjaö 6
BOLUNGARVÍK
EGILSSTAÐIR þokumóða 7
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 12
KEFLAVÍK léttskýjaö 9
RAUFARHÖFN rigning 5
REYKJAVÍK léttskýjaö 9
STÓRHÖFÐI léttskýjaö 9
BERGEN rigning 12
HELSINKI alskýjaö 13
KAUPMANNAHÖFN skýjaö 14
ÓSLÓ skýjaö 11
STOKKHÓLMUR 15
ÞÓRSHÖFN skúr 9
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 12
ALGARVE heiöskírt 17
AMSTERDAM þokumóöa 15
BARCELONA heiðskírt 22
BERLÍN hálfskýjaö 17
CHICAGO heiöskírt 23
DUBUN skýjaö 11
HAUFAX léttskýjaö 15
FRANKFURT léttskýjaö 17
HAMBORG skýjaö 14
JAN MAYEN skýjað 7
LONDON heiöskírt 12
LÚXEMBORG léttskýjaö 17
MALLORCA hálfskýjaö 22
MONTREAL skýjaö 19
NARSSARSSUAQ alskýjaö 7
NEW YORK mistur 24
ORLANDO heiöskírt 22
PARÍS léttskýjaö 16
VÍN heiöskírt 17
WASHINGTON hálfskýjaö 25
WINNIPEG heiðskírt 16
r.'íviH'..