Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Side 10
10
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002
Landið
DV
Fjallagrasaneysla hefur aukist
- en of mikið umstang til að útflutningur geti borgað sig
DV-MYND JULIA IMSUND
Hollgrösin þurrkuö
Heimir breiöir fjallagrösin á plast úti á túni til aö þurrka þau. Hann segist
sjálfur boröa grös daglega í ýmsan mat. Hann malar sprekþurr grösin í duft í
eins konar kaffikvörn og þá henta þau vel margs konar matargerö.
attarmöt - garðveblur - afmadí - bn$caupt¥«>iur - úu«mko?nur * jkímmttnir • tónleikir * lýningar - kynnipgar o,fi. c.fi. o,8.
...og ýmsir fylgihlutir
• Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja á eftírminnilegan
viðburð. Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn
- það marg borgar sig.
• Tjöld af öllum stærðum frá 20-700 m2. /J
• Leigjum einnig borð og stóla f tjöldin. _
...mcá skátum á h«imavclli
5550 9800 - fax 550 9801 - bis@scout.is
3 jaldaltíga skáta
www.scout.is
UPPB0Ð
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Útgarði 1,
Húsavík, sem hér segir á eftir-
farandi eignum:
Austurvegur 1, Pórshöfn, þingl. eig.
Jóhann Ólafur Lárusson, gerðarbeið-
endur íbúðalánasjóður og Sýslumað-
urinn á Húsavík, mánudaginn 1. júlí
2002 kl. 10.00.
Árgata 6, Húsavík, þingl. eig. Ólína
María Steinþórsdóttir og Guðmundur
Guðmundsson, gerðarbeiðandi íbúða-
lánasjóður, mánudaginn 1. júlí 2002
kl. 10.00.
Fjarðarvegur 9, Þórshöfn, þingl. eig.
Óðinn Jakob Haraldsson, gerðarbeið-
andi Lífeyrissjóður sjómanna, mánu-
daginn 1. júlí 2002 kl. 10.00.
Fossvellir 23, Húsavík, þingl. eig.
Magni Ámason og Viðskiptanetið hf.,
gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður,
mánudaginn 1. júlí 2002 kl. 10.00.
Garðarsbraut 15 B, íbúð á 2. hæð í
austurenda, Hús., þingl. eig. Þórhallur
Harðarson, gerðarbeiðendur Hans
Birgir Högnason, Helga Sveinsdóttir
og Ósvald Hilmar Indriðason, mánu-
daginn 1. júlí 2002 kl. 10.00.
Helluhraun 9, Skútustaðahreppi,
þingl. eig. Helluholt ehf. og Sniðill hf.,
gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður,
mánudaginn 1. júlí 2002 kl. 10.00.
Hluti (1 ha) úr Geitafelli, Aðaldæla-
hreppi, þingl. eig. Gunnlaugur Snorra-
son, gerðarbeiðandi AM PRAXIS sf.,
mánudaginn 1. júlí 2002 kl. 10.00.
Hluti í Sólbrekku 10, efri hæð, Húsa-
vík, þingl. eig. Sveinn Freysson, gerð-
arbeiðandi Sjóvá-Almennar trygging-
ar hf., mánudaginn 1. júlí 2002 kl.
10.00.
Laugarbrekka 10, Húsavík, þingl. eig.
Jóhann Hermannsson, gerðarbeiðandi
Lífeyrissjóður verslunarmanna, mánu-
daginn 1. júlí 2002 kl. 10.00.
Mararbraut 23, Húsavík, þingl. eig.
Sigurður Þór Bragason, gerðarbeið-
endur íbúðalánasjóður og Sparisjóður
Suður-Þingeyinga, mánudaginn 1. júlí
2002 kb 10.00.___________________
Smáragrund, Reykdælahreppi, þingl.
eig. Unnsteinn Pétursson, gerðarbeið-
andi Stilling hf., mánudaginn 1. júlí
2002 kl. 10.00.
Syðra-Fjall I, Aðaldælahreppi, þingl.
eig. Hrefna Kristín Hannesdóttir og
Arnar Andrésson, gerðarbeiðandi
Lánasjóður landbúnaðarins, mánu-
daginn 1. júlí 2002 kl. 10.00.
SÝSLUMAÐURINN Á HÚSAVÍK
Fjallagrasaneysla hefur mikið
aukist hér á landi á síðari árum og
á Heimir Þór Gíslason á Höfn stór-
an þátt í því. Heimir og eiginkona
hans, Sigríður Helgadóttir, hafa í
mörg ár stundað fjallagrasatínslu á
sumrin, mest á Jökuldalsheiði í
landi Háreksstaða. Að jafnaði hafa
þau hjón tínt 2-3 tonn af grösum
yflr sumarið og til að gefa hug-
mynd um umfang þess þá er það
nokkru meira en kemst fyrir i 20
feta gámi. Mikil vinna er við að
þurrka og hreinsa grösin áður en
þau verða söluvara.
Heimir hefur selt fjallagrös til
Þýskalands og Bandaríkjanna en
segir að nú séu reglugerðirnar og
kröfurnar orðnar svo umfangs-
miklar að það borgi sig ekki að
standa í þessu með það magn sem
hann geti haft. Mest af fjallagrös-
unum sem seld eru innanlands
fara í Flatkökugerðina á Selfossi.
Heimir er efins um að þau hjón-
in komist á grasafjall í sumar
vegna anna en þó ekki alveg úti-
lokað. Til gamans fékk DV upp-
skrift af vinsælu og heilsusamlegu
fjallagrasa-heilhveitibrauði sem
Sigríður bakar. í það fara 9 bollar
heilhveiti, 3 bollar hveiti, 1 bolli
söxuð og þvegin fjallagrös, 1 bolli
sólblómafræ (lagt í bleyti smá-
stund). 1 boUi hveitiklíð. 12 tsk.
lyftiduft, 11/2 1 undanrenna, 3
msk. sykur, 2 msk. salt. Allt hrært
saman. Passar í þrjú frekar stór
mót. Bakað við 200° C í ca 1 klst.
-JI
DVJvlYND ÖRN ÞÓRARINSSON
Tilbúið fyrir hestamannamótiö
Allt var á fullu á þlaninu viö Miögarö á dögunum þegar fyrri malþikunin fór
fram. Ljúka þurfti verkinu í tíma fyrir landsmót hestamanna.
Mikilli framkvæmd að
Ijúka í Varmahlíð
í fyrrahaust var hafist handa við
jarðvegsskipti við FélagsheimUið Mið-
garð og Varmahliðarskóla í Skagafirði
en planið við þessar stóru byggingar er
sameiginlegt. Var þá unnið í verkinu
fram undir jól en þá var stoppað og haf-
ist handa aftur í maí. Þessari fram-
kvæmd lauk nú á dögunum með því að
svæðið var malbikað en annað mal-
bikslag verður sett á seinna í sumar.
Að sögn HaUgríms Ingólfssonar, tækni-
fræðings hjá sveitarfélaginu Skaga-
firði, er þama um framkvæmd að ræða
sem hafði staðið til að ráðast í um tíma
en dregist. Þegar hins vegar kom í ljós
að Landsmót hestamanna yrði haldið í
héraðinu var ákveðið á síðasta ári að
hefjast handa en mikið verður um sam-
komuhald í Vcumahlíð í tengslum við
Landsmótið sem hefst 2. júlí.
Að sögn HaUgríms var um verulega
jarðvegsflutninga að ræða, lagt var slit-
lag á um 5.300 fermetra en auk plansins
við áðumeíhd hús var ein gata endur-
byggð. Verktaki við þessa framkvæmd
var Fjörður sf. Heildarkostnaður sveit-
arfélaganna við verkið er 16,5 miUjónir
króna en Akrahreppur tekur þátt í
kostnaðinum í hlutfaUi við eignarhlut
sinn í skólahúsinu. -ÖÞ
Ráðherra tók bryggju í notkun
„Það er mér sönn
ánægja að lýsa þessa
bryggju hér með tekna í
notkun og ég veit að
hún mun nýtast vel við
þá merkilegu landkynn-
ingu sem hér fer fram.
Ég get látið þess getið
um leið að þetta er
fyrsta hafharmannvirk-
ið sem ég vígi sem sam-
gönguráðherra og ég er
ánægður að hafa getað
lagt þessu máU lið,“
sagði Sturla Böðvarsson
þegar hann tók nýja trébryggju við Vest-
urfarasetrið á Hofsósi formlega í notkun
á dögunum. Trébryggjan var byggð seint
á síðasta ári og er 33 metrar að lengd og
3 metrar á breidd. Hún stendur beint
fram af Vesturfarasetrinu en þar var
einmitt bryggja í gamla daga þegar hús-
ið gegndi öðm hlutverki.
Bryggjan setur afar
skemmtilegan svip á um-
hverfið viö Sandinn og
Höfiiina á staðnum. Hún
gefur möguleika á að
nota svæðið sem leik-
mynd fyrir útisýningar.
Þá geta skemmtiferða-
skip lagst að henni en
eyjasiglingar gerast
stöðugt vinsæUi afþrey-
ing, ekki sist þegar er-
lendir ferðamenn eiga í
hlut en fiöldi þeirra sem
koma til Hofsóss vex ár frá ári. Það var
hátíðlegt á Hofsósi við þetta tækifæri,
fjöldi innlendra og erlendra gesta var þar
í tilefhi af því að Ólafur Ragnar Gríms-
son forseti vígði nýjasta mannvirki Vest-
urfarasetursins fyir um daginn. -ÖÞ
Tllbúinn meö skærin
Valgeir Þorvaldsson og Sturla
Böövarsson samgönguráö-
herra, tilbúinn meö skærin
viö oþnun þryggjunnar.
DV-MYND VAIDIMAR HREIÐARSSON
Væntingar Vestfiröinga
Bræöurnir Kristþjörn og Unnsteinn Sig-
urjónssynir eru meö puttann á púlsin-
um hvaö varöar væntingar Vestfirðinga
um framtíð byggöarinnar.
Með puttann á púlsinum:
Aukin bjartsýni
eftir áfallið 1.
september
Kristbjöm Sigurjónsson á og rekur
byggingavöruverslunina Núp á Skeið-
inu á ísafirði. Unnsteinn bróðir hans
starfar með honum í versluninni.
„Við erum með puttann á púlsinum ef
svo má segja, við vitum nokkurn veg-
inn hvað fólk er að hugsa, hvort það
rikir bjartsýni eða svartsýni um fram-
tið byggðarinnar," sagði Kristbjöm í
viðtali við DV.
„Verslun með byggingarvörur hér
vestra hrundi tU dæmis nánast eftir
setningu kvótalaganna 1. september
sl. Við verðum varir við aukna bjart-
sýni núna. Það er eins og fólk hafi tek-
ið þá ákvörðun að hér æUi það að búa
þrátt fyrir aUt og að nú sé kominn
tími tU að sinna viðhaldi fasteigna.
Þar að auki hefur veður verið gott
undanfarið og það hefur aUtaf sín
áhrif,“ sagði Kristbjöm. -VH
Unglingavinnan
mætt á staðinn
Unglingavinnan er byrjuð víða
um landið og á dögunum rakst
fréttaritari í Skagafirði á þessa
krakka skammt frá Sauðárkróki
þar sem þau voru að tína rusl með-
fram þjóðveginum. Að sjálfsögðu
voru öU nauðsynleg verkfæri tU
staðar, hjólbörur ruslapoki og hrífa
- og góöa skapið enda þótt sumarið
væri ekki almennUega komið og aU-
ir kappklæddir. En það mun standa
tU bóta. -ÖÞ
DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON
Hrein bæjarprýði
Þessi hrossagaukur var eins og
vegvísir í Bláskógabyggð, áður
Biskupstungum. Hvort sá stutti hef-
ur vitað hvert hann átti að beina
vegfarendum eða stóð á skUtinu tU
að sýna sig og sjá aðra er óljóst.
Hvað um það var hann hrein bæjar-
prýði á meðan. -NH
orðinn að veruleika
I tilefni af80 ára afmœli Brœöranna Ormsson hafa þýsku
AEG verksmiðjurnar hafið framleiðslu á nýrri AEG þvottavél
fýrir hinn kröfuharða íslenska markað
Þessi fvllkomna þvottavél ernú
á sérstöku afmcelistilboði
kr. 80.000
1922
2002
BRÆÐURNIR
ðpOKMSSON
| ánmnlfl ft • fíími 9AHfl
Umboósmenn um land allt
Lágmúla 8 • Sími 530 2800