Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 DV Utlönd 13 George W. Bush forseti sagði Show Low vera stórslysasvæði: Logarnir 800 metra frá bæjarmörkunum „Ásýnd bæjarins hefur verið breytt að eilífu,“ sagði einn ibúi Show Low sem hafði þegar misst hús sitt í skógareldunum sem geisa i nágrenni bæjarins og vofir yfir að gleypi í sig bæinn allan. „Þetta gerir út af við okkur. Landslagið okkar er orðið tunglkennt, hver vill fara í út- reiðartúr á tunglinu?" spurði hún án þess að búast við haldbærum svörum. íbúar Show Low halda flestir til í Eager í Arizona, í um 100 km fjar- lægð frá allri hættu. George W. Bush Bandaríkjaforseti kom við í Arizona á leið sinni til Kanada og lýsti því yfir að Show Low væri vettvangur stórslyss sem þýðir að ríkisbuddan verður opnuð fyrir endurbyggingu á svæðinu, hvert svo sem tjónið verður. ' Bærinn er vitaskuld nánast alveg yfirgefinn. Aðeins nokkrir íbúar eru eftir auk fáeinna fréttamanna og slökkviliðsmanna og sjálfboða- REUTERSMYND Með illu skal lllt út reka Kona breiöir út eld í útjaöri Show Low í Arizona til aö mynda varnarlínu svo aö skógareldar sem náigast bæinn hafi ekkert til að læsa sig í þegar á staðinn er komiö. liða sem berjast við halda eldtung- unum í hæfilegri fjarlægð. I gær tókst þeim að halda logunum frá bænum þrátt fyrir að þeir væru komnir ansi nálægt, um 800 metra þegar verst lét. Talið er að 30 þúsund manns hafi þurft að yfirgefa heimili sín og að 329 hús hafi þegar orðið hinum ýmsu skógareldum i vesturríkjum Bandarikjanna að bráð. Susan Keys, talsmaður þjóðgarða- samtaka Bandaríkjanna, sagði að baráttan hefði verið mjög erfið og að helsta hættan skapaðist af fljúg- andi glæðum sem byggju til smá- elda hér og þar. Þó svo að Show Low hafi verið bjargað á síðustu stundu í gær þarf ekki nema örlitla breytingu á vind- hraða eða átt en veðurspá bendir til að eldamir muni áfram loga glatt í þurrkunum sem hafa verið, og eru fram undan. Talið er að helmings- líkur séu á bærinn bjargist. , REUTERSMYND Iranar þlggja aðstoð frá Bandaríkjunum írönsk fjölskylda reynir aö láta fara vel um sig í tjaldi í þorpinu Abdare þar sem jaröskjálfti olli miklu tjóni í vikubyrjun. Mohammad Khatami íransforseti tilkynnti í gær aö íranar heföu ákveöiö aö þiggja aöstoö frá Bandaríkjunum vegna skjálftanna sem uröu 229 manns að bana og geröu þúsundir heimilislausar. Yfirvöld í Marokkó halda vöku sinni: Þrír liðsmenn al-Qaeda til við- bótar handteknir og settir inn Yfirvöld í Marokkó hafa handtekið þrjá landa sína til viðbótar sem grun- aðir eru um að hafa ætlað að sprengja upp bandarísk og bresk herskip fyrir al-Qaeda, hryðjuverkasveitir Osama bin Ladens. Þremenningamir, þar á meðal lög- regluþjónn og starfsmaður dómskerf- isins, voru handsamaðir um helgina. Þeir era nú í gæsluvarðhaldi í fang- elsi í Casablanca. Þar eru fyrir þrír Sádi-Arabar og fjórir Marokkómenn sem grunaðir eru um hlutdeild í sam- særinu. „Við handtókum þrjá menn tO við- bótar sem grunaðir eru um tengsl við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin," sagði rannsóknarlögreglumaður í samtali við fréttamann Reuters. Hann sagði að hópurinn hefði haft uppi áform um að ráðast á herskip á Tommy Franks Hershöföingi bandarísku baráttu- sveitanna gegn hryöjuverkamönnum í Afganistan kom til Jemens í gær. Gíbraltarsundi og um að fremja hryðjuverk í borginni Marrakesh. Háttsettur vestrænn leyniþjónustu- maður segir að öryggissveitir Marokkós hafi að undanfómu fylgst með liðsmönnum al-Qaeda. Stjórnvöld í Washington kenna al- Qaeda um hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin síðastliðið haust. Bandariski hershöfðinginn Tommy Franks, sem fer fyrir bandaríska her- liðinu í Afganistan, kom til Jemens i gær til viðræðna við stjórnvöld um samvinnu í baráttunni við hryðju- verkamenn. Franks mun meðal annars hitta for- seta Jemens, Ali Abdullah Saleh. Jem- enar hafa undanfama mánuði reynt að hrista af sér það orð að vera griða- staður íslamskra harðlínumanna. Fjórir öruggir frá Renault CAR Bílatímaritið „What Car?“ hefur útnefnt Renault wm sem öruggasta bílaframleiðandann annað árið * « * 'pi í röð. Árlega ver Renault yfir 8 milljörðum króna 2 0 0 2 í rannsóknir og þróun og framkvæmir árlega um 400 árekstra- og slysapróf í tölvuhermi. Við bjóðum þér hagstætt verð á öllum Renault tegundum, svo þú getir verið á öruggari bfl I sumar! Bílasamningur miðast við 30% útborgun og 48 mánaða samning með 30% lokaafborgun af nývirði. Allar tölur eru með vsk. Verðfrá: 16.344 á mánuði Rekstrarleiga: 28.992 Verölistaverð: 1.390.000 Mégane Verðfrá: 4 ffc C Cf C Rekstrarleiga: 32.729 B O ■ ^JP Verðlistaverö: 1.580.000 á mánuði Verðfrá: 23.326 Rekstrarleiga: 39.825 Verðlistaverð: 1.990.000 á mánuði LAQUNA II Verðfrá: 23.791 á mánuði Rekstrarleiga: 40.404 Verðlistaverð: 2.030.000 Grjótháls 1 • Sími 575 1200 • Söludeild 575 1220 • www.bl.is Opnunartími: Virka daga 9-18 Allar upplýsingar eru birtar með fyrirví um innsláttarvillur og myndabrengl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.