Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Side 15
15
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002
DV
Þetta helst
HEILDARVIÐSKIPTI 4.464 m.kr.
Hlutabréf 579,129 mkr.
Húsbréf 1800 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
v Delta 128,477 m.kr.
ðssur 104,205 m.kr.
Bakkavör Group 79,204 m.kr.
MESTA HÆKKUN
O Bakkavör 3,5%
0 Skeljungur 1,5%
© Flugleiðir 1,2%
MESTA LÆKKUN
© Marel -3,3%
O Eimskipafélag íslands -3,1%
© Össur -1,8%
ÚRVALSVÍSITALAN 1,279
- Breyting © 1,03%
Eimskip
byggir í
Færeyjum
Allir starfsmenn Eimskips í
Færeyjum tóku nýlega fyrstu
skóflustunguna að nýrri skrifstofu
og vöruhúsi sem á að rísa á
Skansabryggjunni í Þórshöfn.
Þetta er í fyrsta skipti sem flutn-
ingafyrirtæki í Færeyjum byggir
eigin skrifstofu og vöruhús á hafn-
arsvæðinu í Þórshöfh.
I tilefni af þessu var haldin mót-
taka úti á svæðinu í blíðskapar-
veðri. Allir starfsmenn voru boðn-
ir, auk u.þ.b. 40 annarra gesta. í
upphafi flutti Linda B. Gunnlaugs-
dóttir, forstöðumaður Eimskips í
Færeyjum, ræðu. í kjölfarið voru
þrír samningar undirritaðir, þ.e.
við byggingarverktakann, Mt.
Höjgaard, bæjarráð Þórshafnar og
hafnaryfirvöld. Að þvi loknu tóku
allir starfsmenn Eimskips ásamt
tveimur meðlimum stjómarinnar,
Högna Mohr og Páli Patursson,
alls 31 maður, fyrstu skóflustung-
una. Þetta vakti mikla kátinu og
var skemmtilegur atburður. Hver
maður fékk í hönd skóflu sem þeir
gátu tekið með sér heim að athöfh
lokinni.
Byggingarframkvæmdir eru
hafnar og samkvæmt áætlunum
er reiknað með að flytja inn í nýja
húsið í desember á þessu ári.
Húsnæðið veröur samtals 1.500
fermetrar. Þar af verður skrif-
stofuhúsnæðið um 300 fermetrar
sem ér mikil breyting frá núver-
andi skrifstofuhúsnæði. Nýja hús-
næðið mun bæta aðkomu fyrir
viðskiptavini og aðstöðu starfs-
manna Eimskips í Færeyjum.
Vöruhúsið verður svipað að
grunnfleti og það eldra en 4 metr-
um hærra sem gefur möguleika á
auknu geymslurými. Byggingin
verður nýtískuleg og búin öllum
þeim tækjum sem.nauðsynleg eru
fyrir Eimskip til að veita við-
skiptavinum sínum enn betri og
fjölbreyttari þjónustu en verið hef-
ur, eins og segir í frétt frá Eim-
skip.
Ekta fiskur ebf.
J $.4661016 J
Útvatnaður saltftskur,
án beina, til að sjóða.
Sérútvatnaður saltfiskur,
a, til að stetkja.
Saltfisksteikur (Lomos)
fyrir veitingabús.
án beina, til
Viðskipti
Umsjón: Viöskiptablaöið
Alcan
í tilkynningu frá félaginu segir aö horfur fyrir þetta ár séu góöar þótt álverö
hafi enn lækkaö frá því í fyrra.
Besta afkoma
Alcans
frá upphafi
Hagnaður ISAL eftir skatta árið
2001 var 2,6 milljarðar króna.
Velta fyrirtækisins nam 26,6 millj-
öðrum króna og skattgreiðslur
ISAL vegna ársins 2001 voru rúm-
ar 900 milljónir króna. Fram-
leiðslumet var slegið enn eitt árið
þar sem 168.276 tonn af áli voru
framleidd í kerskálunum á sl. ári.
Útflutningsverðmæti framleiðsl-
unnar nam um 13,5% af heildar-
verðmæti útfluttra vara frá ís-
landi árið 2001.
Við síðustu stækkun verksmiðj-
unnar, árið 1997, var árleg fram-
leiðslugeta álversins áætluð
162.000 tonn. Framleiðsla síðasta
árs var hins vegar 4% hærri, enda
hefur með sértækum aðgerðum
tekist að auka framleiðsluna veru-
lega og stefnt er að enn meiri
framleiðslu á þessu ári.
Afkoma ársins 2001 er ein sú
besta i sögu fýrirtækisins þrátt
fyrir að álverð hafi verið lágt.
Meðalverð ársins var 1456 USD/pr
tonn af áli á heimsmarkaði, 111
dollurum lægra en árið 2000. Skýr-
ingar á góðri afkomu felast því
fyrst og fremst í góðum tæknileg-
um rekstri verksmiðjunnar og
aukinni framleiðslu. Gengisþróun
hafði einnig jákvæð áhrif á rekstr-
arreikning, þó minni en gengis-
sveiflur gefa tilefni til að ætla þar
sem stór hluti rekstrarkostnaðar
ISAL er greiddur í erlendri mynd;
aðallega dollurum og evrum.
í tilkynningu frá félaginu segir
að horfur fyrir þetta ár séu góðar,
þótt álverð hafi enn lækkað frá
því í fyrra. Reiknað er með að
verðið fari að hækka að nýju á
seinni hluta þessa árs og spum
eftir áli aukist með bættu efna-
hagsástandi víða um heim.
Á aðalfundi ISAL, sem haldinn
var 5. júní, var ákveðið að breyta
lögformlegu nafni fyrirtækisins. í
kjölfarið var nafnið „Islenska álfé-
lagið hf.“ lagt niður og „Alcan á
íslandi hf.“ tekið upp í staðinn.
Verksmiðjan sjálf verður þó
áfram kölluð ISAL. Nafnabreyt-
ingin endurspeglar breytt eignar-
hald fyrirtækisins en í október
árið 2000 var algroup, þá móðurfé-
lag ISAL, sameinað fyrirtækinu
Alcan undir nafni þess síðar-
nefnda. Alcan á íslandi hf. rekur
sjöunda stærsta álverið innan
samsteypunnar. Framleiðslugetan
er um 170 þúsund tonn og starfs-
mennimir em um 500.
Á aðalfundinum urðu einnig
breytingar á stjóm ISAL. Cynthia
Carroll, yfirmaður hráálsdeildar
Alcan, tók sæti Emery LeBlanc,
fyrrverandi yfirmanns hrááls-
deildarinnar, sem hefur látið af
störfum vegna aldurs. Cynthia er
fyrsta konan sem tekur sæti í
stjóm ISAL.
Heiti Potturinn: 6. flokkur, 25. júní 2002 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS 57 f" vænle%iisl til vinnings
Einfaldur kr. 4.940.000,- 35377B k 35377E 35377F 35377G 35377H Tromp kr. 24.700.000.- r. 24.700.000,- kr. 4.940.000,- kr. 4.940.000,- kr. 4.940.000,- kr. 4.940.000,-
Trompmiði er auökenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaöar. Birt með fyrirvara um prentvillur.
HYUnDfll
MEISTARALEG
ÚTFÆRSLA
HM Elite pakki fylgir völdum Hyundai
bílum: Geislaspilari, álfelgur, filmur í rúðum,
vindskeið og gúmmímottur.
Bflasamningur miðast við 30% útborgun og 48 mánaða samning
með 30% lokaafborgun af nývirði. Allar tölur eru með vsk.
Hyundai Accent 3d verðfrá:
13.668
á mánuði
Rekstrarleiga: 24.672
Verðlistaverð: 1.160.000
Hyundai Matrix verðfrá:
19.369
á mánuði
Rekstrarleiga: 33.840
Verðlistaverð: 1.650.000
Hyundai Elantra 4d verðfrá:
19.369
á mánuði
Rekstrarleiga: 33.840
Verðlistaverð: 1.650.000
30"
wracan.
Hyundai Terracan verðfrá:
31.474
Rekstrarleiga: 52.274
Verðlistaverð: 2.690.000
á mánuði
Gijótháls 1 • Sími 575 1200 • Söludeild 575 1220 • www.bl.is
Opnunartími: Virka daga 9-18
Allar uppfýsingar eru birtar með fyrirvara
um innsláttarvillur og myndabrengl.