Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 * Tilvera DV # V Vítamín í miklu úrvali fríska fólk: Bætir og kætir Eflaust ágætt „Ég þekki lítiö til bætiefna. Þaö er efiaust ágætt aö fólk noti slík efni ef þaö telur þau gera sér gott og notar þau ekki í staö matar, “ segir Helga Haraldsdóttir háskólanemi. Grænmetið og bætiefnin „Ég hef trú á því aö útivera og neysla á hollum mat, þar á meöal grænmeti, leggi manni til þau bæti- efni sem þarf, “ segir Jón Kristjáns- son heilbrigöisráöherra. Áður meira af E-vítamíni „Rannsóknir á hári forfeöra og - mæöra sýna til dæmis aö viö feng- um mun meira af E-vítamíni hér áöur fyrr í fæöunni, “ segir Sigríöur Hall- dórsdóttir, prófssor viö Háskólann á Akureyrí. Bætir, hresssir og kætir. Svo var sagt um Ópalið forðum daga, en ekki síður gildir þessi sannleikur um þær ýmsu vítamíntegundir sem i boði eru. Ef þeirra er rétt neytt geta þær frísk- að hvern mann - og gert hann léttari á löppinni. Og jafnvel líka í lund. Við slógum á þráðinn til nokkurra íslend- inga og spurðum hvaða tegunda af vítamínum þeir neyttu. Lýsiö gerir mér gott Ég er heldur lyfjafælinn maður og það er innbyggt í mig að taka sem minnst af þeim. Ég tek hins vegar lýsi á hverjum morgni, og hef trú á því að það geri manni gott, var alinn upp í þeirri trú að verða stór og sterkur af lýsi,“ segir Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra. Hann kveðst og taka gjarnan eina fjölvítamín og eina B- vítamín á degi hverjum. Þó sé ekki regla á því. „Ég hef trú á þvi að útivera og neysla á hollum mat, þar á meðal grænmeti, leggi manni til þau bæti- efni sem þarf. Ég þarf að vera mjög slappur til þess að taka verkjatöflur, til dæmis við höfuðverk. Þó hefur það komið fyrir, en það er í algjöru lág- rnarki," segir Jón og bætir við að neysla óhefðbundinna eftia sé sér al- gjörlega framandi. Líður betur eftir áreynslu „Sundið og gönguferðir, útivera og hreyfing er það sem ég hef trú á til þess að byggja upp heilsuna bæði andlega og líkamlega. Þetta finnst mér ég hafa fengið staðfestingu á af eigin reynslu. Manni líður miklu bet- ur eftir áreynslu og hreyfíngu, sund og gott bað. Þetta er ódýr lúxus sem við íslendingar njótum. Aðgangur okkar að þessum flnu sundlaugum sem alls staðar er að finna eru forrétt- indi sem okkur falla í skaut. Öllum sérfræðingum ber saman um gildi hreyfmgar fyrir heilsuna og þetta er hlutur sem hver og einn getur reynt á sinum eigin skrokki," segir Jón Krist- jánsson. Þrjár þorskaperlur „Ég reyni að muna að taka þrjár perlur af þorskalýsi daglega. Bæti við C-vítamíni ef ég held að ég sé að kvef- ast. Einstaka sinnum kaupi ég mér glas af íjölvítamíntöflum en man svo aldrei eftir að taka þær. Það getur verið að minnisvítamín sé það sem ég þarf mest á að halda,“ segir Helga Haraldsdóttir háskólanemi. “Ég þekki lítið til bætiefna. Hef Ef maöur trúir „Annars hef ég helst þá trú aö notk- un fæöubótarefna sé sálfræöileg; aö ef maöur trúir því aö þau geri manni gott þá sé sú raunin. Annars miklu síöur, “ segir Júlíus Hafstein, umsjónarmaöur Djúpu laugarinnar á Skjá einum. Nóg í boði Lyfjabúöir bjóöa upp á milljón tegundir af vítamínum afýmsum toga. Vandi er úr aö velja ef vel á aö vera, þaö er aö veröa fyrir vikiö enn hressari og hraustari. kannski þess vegna aldrei almenni- lega áttað mig á tilgangi þeirra. Það er eflaust ágætt að fólk noti slík efni ef það telur þau gera sér gott og not- ar þau ekki í stað matar. Ég hef nefni- lega tröllatrú á hollum mat og held að fiskur, fjörmjólk, ávextir og grænmeti geri að minnsta kosti sama gagn og þessi efni,“ segir Helga, sem annars kveðst hafa staðið í þeirri meiningu að það væru aðallega lyftingamenn sem notuðu bætiefni. „Satt að segja man ég ekki eftir að hafa keypt mér neitt sem flokkast get- ur undir þetta sem kallað er bætiefni. Þetta orð fmnst mér alveg geta átt við kókómalt, sykur, salt eða annað sem maður bætir í mat og bætir mat,“ seg- ir Helga enn fremur. Hvítlaukur og engiferrót í stríði umgangspesta, svo sem flensu, kvefi eða hálsbólgu, segir Helga að það séu te, hvítlaukur og engiferrót sem hún hafi við hendina. Við höfuðverk taki hún hins vegar panódíl. „Ég fer mjög óreglulega í sund og það þó að ég búi rétt við góða sundlaug. Ég er þó sannfærð um að sund sé allra meina bót og tek því stundum tarnir og syndi daglega." íslensku dugnaðargenin „Ég tók það upp frá prófessornum minum, sem mér virtist hafa óþrjót- andi orku, að taka Gericomplex á morgnana. Eitt er vist að ég hef mikla framkvæmdaorku og starfsgleði. Auð- vitað getur verið að hún komi með ís- lensku dugnaðargenunum sem í okk- ur búa frá dugmiklum bændum og forfeðrum, sem lifðu af hremmingar með harðfylgi, dugnaði og útsjónar- semi,“ segir Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við heilbrigðisdeild Háskól- ans á Akureyri. „Syni okkar, sem er fjögurra ára, gef ég alltaf lýsi eins og ég gaf systr- um hans þegar þær voru yngri. Ég hef mikla trú á lýsinu þótt ég veiti mér sjálf þann munað að taka i stað- inn Omega-3 Forte öðru hvoru og þá viðeigandi vítamín og steinefni með,“ segir Sigríður. Hún kveðst að öðru leyti hafa takmarkaða trú á vítamín- um einum og sér. Aftur á móti hafi hún tröllatrú á heilbrigðum lífsstíl, mikilli hreyfingu, hollu mataræði, bjartsýni, lífsgleði „...og að rækta kærleikann í sjálfum sér og með öðr- um, ásamt því að tileinka sér visst æðruleysi. Rannsóknarniðurstöður og eigin reynsla styrkja mig í þessari trú.“ Lífsfjörið eykst meö hreyfingu „Lífstjörið eykst með hreyfingu, það er klárt mál. Ég trimma líka í World Class og nýt þess að horfa á Hlíðarfjall og Súlurnar á meðan. En viðstöðuaflið í líkamanum getur líka komið frá fjalltæra loftinu á Akureyri sem er engu likt. Nú, bænin eykur öllum þrótt og trú á góðan Guð eflir ónæmiskerfið, það hafa rannsóknir margsýnt. Ef fólk lifír góðum lífsstíl þá geta vítamín verið ágætis viðbót. Rannsóknir á hári forfeðra og -mæðra sýna til dæmis að við fengum mun meira af E-vítamíni hér áður fyrr í fæðunni. Nútíma meðhöndlun á komi eyðir E-vítamíninu að mestu úr því. Ég tel því að það sé gott að taka öðru hvoru E-vítamín. Það er fituleys- anlegt og þvi þarf ekki að taka það stöðugt en það er m.a. nauðsynlegt fyrir þróttmikið kynlíf, þá göfugu íþrótt hjónabandsins." segir Sigríður. Fjölefnablandan virkar vel „Ég tek vítamín afar sjaldan en stundum tek ég svona fjölefnablöndu eins og Vítamíneral. Það eru bætiefni sem mér finnst alltaf virka vel. Ætli það sé ekki svona einu sinni í mánuði sem ég fæ mér þannig bætiefni. Ann- ars hef ég helst þá trú að notkun svona efna sé sálfræðfleg; að ef mað- ur trúir þvi að þau geri manni gott þá sé sú raunin. Annars miklu síður. Sjálfur trúi ég á að þessi blanda virki vel og því rýk ég í gang við nokkrar töflur," segir Júlíus Hafstein, annar tveggja umsjónarmanna Djúpu laug- arinnar á Skjá einum. Júlíus kveðst vera alinn upp við lýsi á hverjum morgni. „Mamma hellti því alltaf í mig á morgnana. Ég gat bragðað á því þá en í dag finnst mér þetta vera ógeðslegt. Og þá er ég að tala um eftirbragðið sem situr í hálsinum allan daginn. Að vísu kom mamma með þá tillögu um daginn að ég skolaði lýsinu niður með greip en ég hef ekki gert það enn. Finnst ég ekki þurfa á þvi að halda, enda er ég yfirleitt nokkuð heilsuhraustur.“ Hreyfing gerir fólki gott Enn fremur kveðst Júlíus alveg hafa sleppt því að taka þau fæðubót- arefni sem svo margir hafa neytt - og þau orðið beinlínis hluti af neyslu- venjum og lífsstíl allmargra. Þar megi meöal annars nefna ýmsar tegundir megrunarlyfja. „Ég hef miklu frekar trú á því að almenn hreyfing geri fólki gott og með því geti það haldið sér í nokkuð góðu formi," segir Júli- us. f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.