Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Side 19
19
MIÐVDCUDAGUR 26. JÚNÍ 2002
I>V Tilvera '
Vínyll spilar á
Gauknum
Hljómsveitin Vínyll hefur legið
undir feldi i fjöldamörg ár. Eins og
kunnugt er þótti sveitin ein af þeim
efnilegri hér á landi fyrir nokkrum
árum og var það því mörgum sárt
að sjá á eftir meðlimum hennar í
önnur verkefni. Nú eru strákamir
komnir saman að nýju með nýtt lag
í útvarpsspilun og von er á plötu í
haust. Breytingar hafa orðið á
uppstiilingu hljómsveitarinnar því
báðir Arnar-amir eru famir í
Leaves en í þeirra stað eru komnir
EgiII Tómasson og Addi sækó sem
báðir voru í Soðinni fiðlu.
Bræðumir Kiddi og Gulli Júníus-
synir eru sem fyrr í bandinu ásamt
Þórhalli Bergmann hljómborðs-
leikara. I kvöld spilar Vínyll svo á
Stefnumóti á Gauki á Stöng.
Tónleikamir hefjast klukkan 21 og
kostar litlar 500 krónur inn. Um
upphitun sér Kofued sem er eins
manns hljómsveit, Aggi úr Klink
mætir einn á svæðið með
kassagítarinn.
•Leikhús
■ Sellófon avnt í Hafnarfiar6arloik-
hásinn
Á gamansaman hátt er skyggnst inn t líf
Elínar sem er tveggja barna móðir í
ábyrgöarstöðu hjá tölvufyrirtaeki á milli
þess sem hún tekur til sinna ráða til
þess að viöhalda neistanum f hjóna-
bandinu. Þetta er frumraun Bjarkar Jak-
obsdóttur sem handritshöfundar en
hún er jafnframt eini leikarinn í sýning-
unni. Ágústa Skúladóttir er leikstjóri
verksins. Verkið er sýnt í Hafnarfjarðar-
leikhúsinu t kvöld kl. 21.
•Síðustu forvöð
■ Mng Batotn leiriiet
Nú stendur yfir sýningin Nordic
Network, á skúlptúrverkum ungra nor-
rænna leirlistamanna í Gallerí Reykja-
vík, Skólavörðusttg 16. Nordic Network
samanstendur af átta ungum norræn-
um leirlistamönnum. Þau eru Anders
Ruhwald (DK), Carolyn Linda Jeans
(ÍSL), Helga Birgisdóttir (ÍSL), Heidi
Graungaard (DK/N), Heidi Sachmann
(DK), Ina Sander Nielsen (DK), Ingela
Jonasson (S) og Ruth Moen (N).Gallert
Reykjavtk er opið virka daga frá kl.
12.00 til 18.00. Laugardaga 11.00 til
16.00. Sýningunni lýkur t dag.
•Sýningar
■ Ljósmyndir Biargar Sveinedóttur
Sýning Bjargar Sveinsdóttur á
Ijósmyndum hennar af hljómsveitinni
Sigur Rós stendur yfir á Kaffitári,
Laugavegi 91. Björg hefur fylgt
sveitinni eftir undanfarin ár og gefur
sýningin ágæta innsýn t líf og störf
þeirra. Sýningin er opin út
ágústmánuð.
■ Ljósmyndir Egilg Prunnórs Egill
Prunner sýnir Ijósmyndir í Gallerti Sæv-
ars Karls við Bankastræti. Sýningin þer
yfirskriftina London - Parts - Reykjavík
og segir Egill að með henni sé veriö aö
halda upp á afrakstur fimm ára tímabils
þar sem hann hefur unnið við myndgerö
í Evrópu. Allar myndirnar eru teknar í
einni af þessum þremur borgum Evr-
ópu. Alls ttu í Parts, tvær í London og
ein t Reykjavtk til þess að fullkomna
hringinn. Myndefnið er fólk, aðstæður
og umhverfi. Þessi tegund Ijósmyndun-
ar myndi flokkast undir „Lifestyle pho-
tography" eða „Fashion documentary".
Krossgata
Lárétt: 1 lág, 4 skinn, 7
höfuð, 8 skordýr, 10 hóta,
12 lipur, 13 glöggur, 14
snjókom, 15 arða, 16 treg,
18 brauka, 21 dæla, 22
skaði, 23 arð.
Lóðrétt: 1 tannstæði, 2
keyrðu, 3 frami, 4 brtun,
5 nöldur, 6 sefa, 9 tré, 11
krydd, 16 úrskurð, 17
hljóði, 19 poka, 20 deila.
Lausn neðst á síðunni.
Skák
skemmtilegan og frumlegan hátt og
vinningurinn lætur ekki á sér
standa nokkrum leikjum síðar.
Skemmtilega að verki staðið!
Hvítt: Jón Þór Bergþórsson
Svart: Guðmundur Kjartansson
Vængtafl. Alþjóöleg liðakeppni
Búnaðarbankans, Garðabæ, 19.6.
2002
1. Rf3 d5 2. c4 dxc4 3. Ra3 c5 4.
Rxc4 f6 5. g3 e5 6. d3 Rc6 7. Bg2
Rge7 8. 0-0 Rf5 9. Bd2 Be6 10.
Hcl Be7 11. a4 0-0 12. b3 Dd7 13.
Khl Hab8 14. Bc3 Rfd4 15. Rgl
b5 16. Rd2 bxa4 17. bxa4 Rb4 18.
Bxb4 Hxb4 19. a5 Rb3 20. Rxb3
Bxb3 21. Dd2 c4 22. Dc3 Db5 23.
Hal cxd3 24. exd3 Hd8 25. Be4
Bd5 26. Dc7 Hd7 27. Dc2 Stöðu-
myndin! 27. -Dxd3 28. Dc8+ Hd8
29. f3 Hxc8 30. Bxd3 Hb3 31.
Hfdl Bb7 32. Bc4+ Hxc4 33. Hd7
KÍ7 0-1
‘SSe oz ‘Ieui 61 ‘jdæ i\
‘urop 91 ‘jnSau u ‘anjjse 6 ‘boj 9 ‘3ef g ‘ddeutjtugjq þ ‘untupjjjoj g ‘njjg z ‘uio3 j -.jjgjggq
'3gjd £2 ‘uiaui zz ‘edumd iz ‘bjuib gj
‘uiæjp 9j ‘uSo fii ‘jSeq h ‘jAqs gj ‘uiij zi ‘euSo 01 ‘jneui 8 ‘ejjojj l ‘Jgfq P ‘JojS j uigjpi
Svartur á leik!
Unglingalandslið íslands bar sig-
ur úr býtum á Búnaðarbankamót-
inu í Garðabæ. Liðiö annaðhvort
vann viðureignir sínar stórt eða
tapaði með minnsta mun og það
gerði gæfumuninn, þeir stóðu uppi
sem sigurvegarar. Hér vinnur Guð-
mundur Kjartansson peð á mjög
Dagfarí
Gæslan til
Seyðisfjarðar?
Flutningur stofnana og opin-
berra fyrirtækja út á land hefur
verið eitt af markmiðum ríkis-
stjórnar Davíðs Oddssonar.
Landmælingar íslands fóru upp
á Akranes og Byggðastofnun
norður á Sauðárkrók, svo ein-
hver dæmi séu tekin. í umræð-
unni er m.a. að flytja Tilkynn-
ingaskyldu íslenskra flskiskipa
norður á Siglufjörð en hún er f
dag rekin af slysavarnafélaginu
Landsbjörg samkvæmt sérstök-
um samningi við samgönguráðu-
neytið. Árni Johnsen, fyrrver-
andi þingmaður og formaður
samgöngunefndar Alþingis,
sagði á sínum tíma að málið
hefði ekki komið til kasta nefnd-
arinnar en þetta sé eitt af því
sem talað hefur verið lengi um
að skoða af alvöru og hagræða í
kerfinu. Þegar starfsemi Loft-
skeytastöðvarinnar á Siglufirði
var lögð niður var talað um að
bæta Siglfirðingum það með ein-
hverjum hætti. Segja má að rík-
isstjórnin þurfi að standa við
einhver af þeim loforðum sem
hún hefur verið að gefa, m.a.
um fjarvinnsluverkefni út á
land, sem flest hafa gufað út i
vindinn. Hvernig væri að flytja
Landhelgisgæsluna til Seyðis-
fjarðar, væri það ekki flott hjá
ríkisstjórninni þegar ár er til
kosninga?
Ég fékk tækifæri til þess um
daginn að ferðast „gullna hring-
inn“ með hópi sænskra, norskra
HHHHBHfilL!’
og finnskra söngmanna. Allur
hópurinn, eða um 300 manns,
söng ísland farsælda frón í Al-
mannagjá á fornum helgistað og
fannst frændum vorum það mjög
merkilegt að fá að ganga um og
syngja á fundarstað elsta þings í
heimi. Þetta hefði aldrei getað
gerst í þeirra ranni. Við íslend-
ingar erum að sjálfsögðu
hreyknir af landinu og megum
vera það og vonandi rennur
aldrei upp sú stund að ekki
megi ganga um Almannagjá, eða .
syngja þar.
Geir A.
Guösteinsson
blaöamaöur
DV-MYND: GVA
Hvílst í langferð
Þessir tveir félagar fylgdust aö í langferö hestamanna og voru fegnir hvíldinni þegar áö var. Hesturinn fær sér
smánæringu meöan hundurinn horfir á.
Myndasögur