Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 !OV 21 Tilvera' Chris O’Donnell 32 ára Afmælisbam dags- ins er leikarinn Chris O’Donnell. Hann fædd- ist í Winnetka í Hlino- is. Chris var yngstur sjö systkina og tók sín fýrst skref í heimi kvikmyndanna þegar hann lék í auglýsingu fyrir McDon- ald’s-hamborgara. Síðan hefur hann leikið í myndum eins The Bachelor, Cookie’s Fortune, Batman & Robin, Batman Forever, The Three Musket- eers og Scent of a Woman svo eitthvað sé nefnt. O’Donnell er giftur barna- skólakennaranun Caroline Fentress og þau eiga tvö böm. Gildir fyrír fimmtudaginn 27. Júní Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: J kUndarleg staða kemur f~#upp í vinahópnum og sýnist sem mál geti * orðið ansi flókin þó að tílefnið virðist ekki mikið. Fiskarnir (19. fehr.-?0. marsl: Þú gerðir réttast í því að blanda þér ekki í deilur annarra heldur sinna eigin málum. Enginn viíl þiggja ráð frá þér í dag. Hruturinn (21. mars-19. april): kÞú ert ekki einn á báti *i vandamáli sem þú stendur frammi fyrir. _ Vinir þínir eru fullir velvilja og þú þarft aðeins að leyfa þeim að komast að. Nautjð (20. aprfl-20. maí): / Gerðu þér grein fyrir þvi að ekki snýst allt um þig eða það sem þú ert að fást við. Það er þreytandi að hlusta á fólk sem tal- ar eingöngu um sjálft sig. Tvíburarnir (?1. iúnri: Þú tekur til hendinni á /^^■heimilinu og sýnist _ / / ekki vanþörf á því. Svo virðist sem eitthvað mikið standi til í fjölskyldunni. Happatölur þínar eru 7,18 og 25. Krabbinn (22. iúní-22. iúií): Þú stendur í stórræð- kum á viðskiptasviðinu. ' Svo virðist sem fast- eignakaup eða eitthvað slikt sé á döfinni. Þú ert í essinu þínu. UÓnlð (23. iúlí- 22. áeúst): i Láttu smámuni ekki ' draga úr þér kjarkirm varðandi ákvörðun sem þú þarft að taka varðandi framtíð þína. Þú getur það sem þú vilt. Mevlan (23. áeúst-22. sept.l: Þú stendur á krossgöt- um í vissum skilningi. ^^^tÞað er upplagt að , r reyna eitthvað nýtt í stað þess að hjakka sifellt í sama farinu. Vogin (23. sept-23. okt.l: S Gerðu þér grein fyrir þvi að allir eiga við sín \ f vandamál að striða, r f ekki bara þú. Þér hættir til að loka þig af i eigin heimi. SporódreKlnn (24, npv,); iGerðu ráð fyrir að þú verðir fyrir truflunum síðari hluta dags. Þér ’ finnst lífsbaráttan hörð en hagur þinn fer batnandi. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.); verður til að þig á löngu og þér finnst og allt hafi verið betra þá. Mundu að þú lifir í nú- tíðinni en ekki fordðinni. Steingeltln (22. des.-19. ian.): Það borgar sig að gera öðrum hlutdeild í hugsunum sinum. Þeir geta áreiðanlega gefið góð ráð varðandi erfitt mál sem er að angra þig. Lamdiiö og feí&sögtiirmemmiiirmifr - 4„ fítlluifi Norðurland eystra: Náttúrufegurð og afslöppun - segir Ámi Steinar Jóhannsson Dimmuborgir. Norðurland: Akureyri í útlöndum Akiu'eyri er líklega vinsælasti viðkomustaður ferðafólks á flakki um landið. Margt heillar; bæjar- bragurinn, sundlaugin margróm- aða og margir segja að sig grípi ævinlega sú tilfinning að þeir séu komnir til útlanda í höfuðstað Noröurlands. Þar veldur til dæm- is gróðursældin í bænum, en einnig fjölbreyttir afþreyingar- möguleikar af ýmsum toga. Mý- vatnssvæðið dregur einnig marga ferðamenn að, enda náttúrufar þar einstakt í flestu tilliti. Hraun- myndanir þar eru sérstakar svo sem i Dimmuborgum - og þá er fuglalíf við vatnið afar fjölbreytt. Þá hefur Húsavík á síðustu árum komist æ betur inn á kortið sem ferðamannastaður. Þar veldur" helst sú umfangsmikla hvalaskoð- unarútgerð sem þaðan er stunduð. Fyrir marga er þaö ævintýri að sigla út á Skjálfanda og sjá þessar ofurskepnur hafsins. Hér er að- eins fátt eitt nefnt af ferðamanna- stöðum á Norðurlandi eystra: margir heimsækja Hrísey og Dal- vík og byggðimar þar um kring. Þá er hér ónefndur þjóðgarðurinn f Jökulsárgljúfrum í Kelduhverfi, sem er einstætt sköpunarverk í náttúrunni. „Ef við fylgjum strandlínu kjör- dæmisins og fórum hringinn réttsælis byrjum við í Ólafsfirði. Þar finnst mér gaman að fara um og ekki síður þegar leiðin liggur upp í Ólafsfjarðarmúla. Þaö er gaman að horfa þaðan út í Hvanndalabjörg," segir Akureyring- urinn Ámi Steinar Jóhannsson al- þingismaður. Hann nefnir einnig fjöl- marga aðra athyglisverða staði við ut- anverðan Eyjafjörð, svo sem Möðru- velli og Skipalón sem margir þekkja úr Nonnabókunum. Drottningin norð- ur í höfum, Grímsey, sé einnig afar skemmtilegur viðkomustaður, ekki sist snemma sumars þegar fuglalíf sé í algleymingi. Áður en Ámi Steinar var kjörinn á þing - og raunar eftir það líka - hefur hann gjarnan haft þann starfa að taka á móti hópum ferðamanna sem koma norður til Akureyrar og sýna þeim bæinn og næsta nágrenni. „Ósjaldan hafa þetta verið hópar sveitarstjómar- manna og þeim finnst gaman að skoða ýmsar verklegar framkvæmdir. Öðr- um finnst mjög gaman að fara út í Svarfaðardal eða fram í Eyjafjörð, í þau blómlegu landbúnaðarhérað. All- ur meginþorri ferðamanna sem hér er á sveimi er þó, að ég held, að sækjast eftir því sama: afslöppun og náttúm- fegurð og afslöppun. Þá hljóta margir að staðnæmast við gróðursældina hér í bænum sem er svo skammt sunnan við heimskautsbaug." Og austan Vaðlaheiðar, það er í Þingeyjarsýslum, er fjölmargt sem Ámi Steinar segir skemmtOegt að skoða. Mývatnssvæðið er heiilandi heimur og Húsavík sé höfuðborg hvalaskoðunar. Það sé ævintýri að fara úr á Skjálfandaflóa og sjá þar stórskepnur undir- djúpanna bylta sér. Þegar austar sé svo haldið komi fólk í Ás- byrgi og þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfr- um, þar sem er meðal annars hinn magnaði Dettifoss. Þá sé Melrakka- sléttan eftir, en um hana sé skemmti- legast að ferðast á vorin - þegar nátt- úran öU sé að taka við sér og vakna úr vetrardvala. “Norðlendingar eru ólíkir. Sjálfur er ég uppalinn á Dalvík og mér finnst meira kapp vera í fólki þar og í öðmm sjávarbyggðum en tO dæmis því fólki sem býr inn tO landsins. Takturinn og lífsviöhorfið í sveitunum er annað þar en úti við ströndina.“ -sbs DVA1YND -SBS Norölendingurinn “Þá hljóta margir aö staönæmast viö gróöursældina hér í bæn- um sem er svo skammt sunnan við heimskautsbaug, “ segir Árni Steinar Jóhannsson. Chicago Beau kominn til landsins Blússöngvarinn og munnhörpu- leikarinn Chicago Beau er nú kom- inn tO landsins og mun að þessu shrni halda tón- leika á lands- byggðinni. Hann kom hér síðast í janúar 2001 og hélt eftirminni- lega tónleika á Gauki á Stöng sem kvikmyndaðir voru og sýndir á Skjá einum. Beau hefur síðustu áratugi leikiö um allan heim, flutt fyrirlestra um afró-amer- íska menningu og staðið fyrir útgáfu tímarita og geisladiska. Hann hefur starfað með mörgum goðsögnum úr heimi blússins og djassins og þykir með eindæmum líflegm- skemmti- kraftur og á það tO að kynda verulega upp í áheyrendum. Með Beau hér á landi verða Guðmundur Pétursson gitarleOíari sem ferðast hefur erlendis með Beau og Jóhann HjörleO'sson trommuieikari. Meðal annarra hljóð- færaleikara sem koma fram í þessari heimsókn verða Haraldur Þorsteins- son bassaleikari, Þórfr Baldursson orgeOeikari og Þorleifúr Guðjónsson bassaleikari. Beau mun leOta 27. júní á N1 bar í Keflavík, 29. júní á Blue north hátíðinni á Ólafsfirði, 30. júní í Hamraborg á Berufirði, 1. júlí í Val- höU á Eskifirði og 2. júlí í BlúskjaUar- anum á Norðfirði kl. 20.30. -HK Verður þú heppinn hiM áskrifandi? Fimmtudaqinn 27.júní mun EINN heppinn DV-áskrifandi vinna ► Packard Bell - Easy one fartölvu. Að auki munu tveir heppnir áskrifendur vinna ► pizzaveislu fyrir 8 manns á Pizza Hut. BRÆÐURNIR ORM.SRON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormaaon.ls r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.