Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Side 26
26
MIÐVKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002
Ánægja með
dómgæsluna
Dómgæslan hefur verið harðlega
gagnrýnd í keppninni en í leiknum
í gær sáu menn ekki ástæðu tO
þess. Urs Meier frá Sviss dæmdi
þennan leik nánast óaðfinnanlega
og er talið að hann hafi hugsanlega
veitt dómurum þessarar keppni
smá uppreisn æru.
Þessi frammistaða þykir lika
ýta undir þaö að einungis dómar-
ar sem hafi mikla reynslu af stór-
keppnum dæmi á HM. Hana hefur
Meier úr meistaradeOdinni. -HI
Urs Meier dæmdi leik Þjóðverja og
Suöur-Kóreumanna mjög vel.
keppni i hveriu ordi
Rafpostur: dvsport@dv.is
„Verðskuldað"
Rudi VöOer, þjálfari Þjóðverja,
var að sjálfsögðu sáttur eftir leik-
inn. „Við byrjuðum vel, vorum
þéttir aftast og áttum aOtaf mögu-
leika á að skapa okkur færi. Við
unnum verðskuldaö."
Rudi VöUer hrósaði sérstaklega
Michael BaUack. „Hann vissi að
annað gult spjald myndi setja hann
í leikbann en braut þó af sér þegar
það var nauðsynlegt og setti þar
með hagsmuni liðsins framyfir sína
eigin. ÖU þjóöin mun hyUa hann.“
Þessi árangur er mikUl sigur fyr-
ir VöUer en enginn átti von á að
Þjóðverjar næðu svona langt. -HI
Rudi Völler faömar Oliver Kahn aö
leik loknum. Reuters
l^REAjAPAN
25. júni virðist vera örlagadagur fyr-
ir kóresku þjóðina. Og það er ekki
bara vegna tapleiksins í gær heldur
einnig vegna þess að það var á þess-
um degi árið 1950 að Kóreustríðið
braust út.
Þjóöverjar sýndu mjög íþrótta-
mannslega framkomu eftir leikinn.
Þeir gengu að áhangendum Kóreu-
manna, sem margir hverjir gátu ekki
haldið aftur af tánmum, og klöppuðu
fyrir þeim. Þegar liðsmenn Suður-
Kóreu voru búnir að jafna sig á
ósigrinum gerðu þeir svo slíkt hið
sama. Michael Ballack virtist þó
óhuggandi, enda missir hann af úr-
slitaleiknum vegna leikbanns.
Ef Brasilíumenn vinna Tyrki í
seinni undanúrslitaleiknum í dag
munu Þjóðverjar og Brasiiiumenn
mætast á HM í fyrsta sinn í 72 ára
sögu keppninnar.
Þjóöverjar hafa sex sinnum áður
leikið í úrslitaleik HM. Þeir unnu tit-
ilinn 1954, 1974 og 1990 en töpuðu úr-
slitaleikjunum 1966, 1982 og 1986.
Engin önnur þjóð hefur svo oft kom-
ist í úrslitaleik HM. Þetta er reyndar
f fyrsta skiptið sem Þjóðverjar fara í
úrslitaleikinn eftir að Þýskaland
sameinaðist.
Gestgjöfum hefur yflrleitt gengið
ágætlega á HM og enn hefur enginn
gestgjafi fallið úr leik á fyrsta stigi
keppninnar. Margar þjóðir hafa náð
bestum árangri sem gestgjafar og
nægir þar m.a. að nefna Mexíkó.
Keppnin hefur verið haldin tvisvar
þar og í bæði skiptin, 1970 og 1986,
komst liðið í 8-liða úrslit, sem þeim
hefur aldrei tekist annars staðar.
Fyrir leik Brasiliumanna og
Tyrkja í dag höfðu Brasilíumenn
ekki tapað í undanúrslitum á HM í 64
ár þegar þeir höfðu á annað borð
komist þangaö. Það geröist síðast ár-
ið 1938 þegar þeir töpuðu fyrir Ítalíu
í undanúrslitum, en Italir urðu síðan
heimsmeistarar það ár.
Yflrvöld menntamála i Suður-Kóreu
ætla að gefa út nýja kennslubók með
sérstaka áherslu á heimsmeistara-
keppnina í þeim tilgangi að auka
áhuga nemenda á heimsmálunum.
Þetta sé aðferð til að opna augu nem-
enda fyrir því sem er að gerast ann-
ars staðar í heiminum og líka til að
opna landið fyrir umheiminum.
David Beckham hefur látið hafa eft-
ir sér að reynsla sem enska liðið öðl-
aðist á HM muni koma liöinu til góða
á EM árið 2004. Beckham gengur jafh-
vel svo langt að segja að Englending-
ar geti unnið þá keppni. „Það eru
gríðarlegir hæfileikar og sigurvilji í
hópnum og við getum einnig horft
hýru auga til HM í Þýskalandi 2006,“
segir Beckham.
ítalska liöió Perugia hefur gert til-
boð í Japanann Junichi Imamoto.
Imamoto hefur verið á mála hjá
Arsenal en hefur fengið að fara þaðan
og hefur verið haft eftir umboðs-
manni Imamotos aö hann sé nú að
íhuga tilboðið. Hann hefur einnig
veriö orðaður við Fulham, Feyenoord
og Atalanta.
Nýjar rannsóknir hafa sýnt að leik-
menn eigi meiri hættu á að meiðast
nú en áður vegna þess hve marga
leiki þeir spila. Formaður læknaráðs
FIFA segir að nú sé mun algengara
að leikmaður meiðist án þess að ann-
ar leikmaöur snerti hann. Hann segir
það algengt að knattspymumenn séu
að leika 80-90 leiki á ári, sem sé allt of
mikiö. -HI
Veisluhöld í
báðum löndum
Að sögn lögregluyfirvalda í
Suður-Kóreu er talið að um sjö
milljónir manna þar í landi hafi
horft á leikinn af risaskjá. Þetta
er um 15% þjóðarinnar. Talið er
að um hehningur þjóðarinnar
hafi horft á leikinn í sjónvarpi.
Þó að Kóreumenn hafi tapað
leiknum var haldið upp á gott
gengi, enda geta þegnar landsins
varla verið annað en ánægðir
með þann frábæra árangur sem
landslið þeirra hefur náð.
Þaö hefur þó sennilega verið
fagnað öllu meira í Þýskalandi. í
Berlín þusti fólk út á götur eftir
að sigurinn var í höfn. Flugeld-
um var skotið upp og bílflautur
óspart þeyttar. Búið var að
stöðva alla umferð við aðalversl-
unartorgið í Berlín þar sem um
300 manns veifuðu þýskum fán-
um og hrópuðu: „Þýskaland snýr
aftur!“
Stuðningsmenn eru flestir á
því að velgengni þýska liðsins sé
fyrst og fremst einum manni aö
þakka, markverðinum Oliver
Kahn. Hvað sem því líður þá
geta Þjóðverjar verið mjög
ánægðir með frammistöðu sinna
manna en enginn átti von á þvi
að þeir kæmust svona langt.
-HI
'
Michael Ballack fagnar hér innilega sigurmarki sínu gegn Þjóöverjum. Tilfinningar hans voru þó blendnar - hann
fékk sitt annað gula spjald í keppninni og verður í leikbanni í úrslitaleiknum á sunnudag. Reuters
Enn
Þjoðverjum
- komust í úrslit á HM í sjöunda sinn eftir baráttusigur á Suöur-Kóreu
Þjóðverjar komust í úrslitaleik HM
í sjöunda skiptið í gær þegar þeir
báru sigurorð af Suður-Kóreu, 1-0, í
miklum baráttuleik í Seoui og sýndu
þar með að seiglan er enn til staðar í
liðinu. Það var Michael Ballack sem
skoraði sigurmark Þjóðverja stund-
arfjórðungi fyrir leikslok en það
sorglega fyrir hann er að hann mun
missa af úrslitaleiknum á sunnudag
vegna leikbanns en hann fékk sitt
annað gula spjald í keppninni fjórum
mínútum áður en hann skoraði.
Suður-Kóreumenn byrjuðu betur,
vörðust vel og fengu gullið færi til að
komast yfir á áttundu minútu en Oli-
ver Kahn varði þá glæsilega frá Lees
Chun-Soo. Fátt markvert gerðist ann-
ars í fyrri hálfleik en Þjóðverjar náðu
þó smátt og smátt tökum á leiknum
og virtust líklegir til að skora.
Þjóðverjar höfðu yfirhöndina í
seinni hálfleik þó að Kóreumenn
væru alltaf líklegir þegar þeir fengu
boltann. En stundarfjórðungi fyrir
leikslok gleymdu þeir sér í vörninni,
Oliver Neuville sendi fyrir markið og
tveir kóreskir varnarmenn horfðu á
Bailack skora í annarri tilraun eftir
að fyrra skot hans var varið.
Kóreumenn fengu reyndar mjög
gott færi til að jafna leikinn undir
lokin eftir frábæra sókn en skot Park
Ji-Sung fór hátt yfir markið.
Oliver Kahn, markvörður og fyrir-
liði Þ:jóðverja, átti stórleik í leiknum
eins og svo oft áður í þessari keppni.
Hann var ánægður í leikslok. „Við
horfðum á leikina með Suður-Kóreu
og sáum aö þeir voru orönir þreyttari
með hverjum leik. Við höfúm hins
vegar verið að bæta við okkur smátt
og smátt. Nú erum við komnir í úr-
slitaleikinn og auðvitað viljum við
vinna hann fyrst við erum komnir
þangað. Og miðað við hvernig hlutirn-
ir hafa þróast held ég að við munum
leika gegn Tyrkjum í úrslitaleiknum."
Gus Hiddink, þjálfari Kóreu, sagði
að reynslan hafi gert útslagið í leikn-
um. „Auðvitað erum við vonsviknir
með að komast ekki í úrslitaleikinn
en almennt má segja að Þjóðverjarn-
ir hafi haft reynsluna með sér i þess-
um leik. Við reyndum að sækja á þá
í seinni hálfleik en bárum of mikla
virðingu fyrir þeim í þeim fyrri. Við
getum hins vegar verið stoltir af
strákunum og afrekum þeirra í
keppninni." -HI