Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Side 15
15 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 DV HEILDARVIÐSKIPTI 3300 m.kr. Hlutabréf 500 mkr. Húsbréf 1300 mkr. MEST VIÐSKIPTI Grandi 120 mkr. Samherji 107 mkr. Sjóvá-Almennar 56 mkr. MESTA HÆKKUN 10 Skýrr 15,6% o Þróunarfélag fslands 12,5% j © Flugleiðir 6,1% MESTA LÆKKUN o Síldarvinnslan 1,8% © Bakkavör Group 1,1% © Kaupþing 0,8% ÚRVALSVÍSITALAN 1283 - Breyting 0,34% Altech og Origo gera samstarfs- samning um þróun gæða- kerfis fyrir álver Origo ehf., dótturfyrirtæki Tölvu- Mynda hf„ og Altech JHM hf. hafa skrifað undir samstarfssamning um þróun nýs gæðaeftirlitskerfis fyrir álver. Origo mun sjá um greiningu, hönnun og forritun á hugbúnaði fyrir nýja gæðakerfið sem ber heit- ið Altrack og byggist á mælingu, skráningu og rekjanleika rafskauta og skautgaffla í álverum. í frétt frá Origo og Altech kemur fram að stór hluti kostnaðar við framleiðslu áls er notkun rafskauta úr kolefni en til að framleiða eitt tonn af áli þarf um hálft tonn af kolefni. Þá er verulegur kostnaður fólginn í viðgerðum á skautgöölum en álver getur notað um tíu til tutt- ugu þúsund skautgaffla, allt eftir stærð og fjölda framleiðslukera. Hið nýja gæðaeftirlitskerfi Altech virk- ar í megindráttum þannig að raf- skautin og skautgafflamir er merkt með gatamerki og sjálfvirkar stöðv- ar mæla ástand þeirra á mismun- andi stigum framleiðslunnar. Kerfið kemur í veg fyrir að gölluð rafskaut séu sett í framleiðsluker álvera sem orsaka rekstrartruflanir og mengun við ótímabær skautaskipti. Með aukinni sjálfvirkni og ná- kvæmni í samanburði á mismun- andi hráefnum kolaskautanna næst meiri hagkvæmni í rekstri álvera. Álver á stærð við ÍSAL, sem fram- leiðir árlega 160.000 tonn af áli, þarf að nota um 80.000 tonn af kolaskaut- um sem kosta um 3 milljarða króna. Með 5% spamaði í hráefniskaupum í skautin, sem hafa sömu gæði, er um að ræða 150 milljóna króna spamað árlega. Hið nýja Altrack- gæðaeftirlitskerfi getur því sparað umtalsverða fjármuni fyrir við- skiptavini Altech sem hefur nú þeg- ar samið um sölu kerfisins til nokk- urra álvera erlendis. Ekta fiskur ehf. J S.4601016J Utvatnaður saltjhkur; án beina, til að sjóða. Sérútvatnaður saltfiskur, án beina, til að steikja. Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðid Verðbréf Seölabankinn Seðlabankinn spáir því að framleiðsluslaki verði í ár og að hann aukist á næsta ári. Að mati greiningardeildarinnar er flest sem bendir til þess að verðbólgumarkmið bankans náist um áramótin. Erfitt aö færa rök fyrir háu aðhaldsstigi Seðlabankans Greiningardeild Búnaðarbank- ans telur erfltt að færa rök fyrir háu aðhaldsstigi Seðlabankans. Seðlabankinn hefur lækkað stýri- vexti fimm sinnum frá því í mars Efla þarf frjáls- ræði í efnahags- málum heimsins í tilefni af fundi átta stærstu iðn- rikja heims, sem haldinn verður dagana 26.-27. júní i Kanada, segja nóbelsverðlaunahafamir Milton Friedman og Gary Becker að svokölluðu G8-ríkjunum sé alvara í því að berjast gegn fátækt og hryðjuverkum í heiminum. Einnig segja þeir að stærstu ríkin þurfi að efla frjálsræði í efnahagsmálum heimsins. Þó segir Walker að frjáls- ræði í efnahagsmálum hafi aukist í heiminum og hafi það leitt til auk- innar velmegunar, minnkunar fá- tæktar og verulegrar minnkunar ójafnaðar. Ársskýrsla 2002, sem Fraser- stofnunin í Kanada gaf út i gær, styður orð þeirra. Samstarfsaðili stofnunarinnar hérlendis er Hag- fræðistofnun Háskóla íslands og sér hún um kynninguna á íslandi. Þess má geta að Walker er aðalfyrirlesari á ráðstefnu Hagfræðistofnunar um skattasamkeppni sem haldin var síðastliðið haust. Starfsmenn LÍ kaupa hlutabréf Samhliða almennu útboði á hlutabréfum í Landsbanka íslands hf. bauð bankinn sjálfur starfs- fólki að kaupa bréf í eigu hans á sama gengi og í útboðinu. í frétt frá bankanum segir að tilgangur þessa hafi verið sá að gera starfs- fólki kleift að kaupa hlutabréf í bankanum á þeim merku tíma- mótum sem sala á hlutabréfum ríkisins i Landsbanka Islands hf. er. Alls keypti 151 starfsmaður hlutabréf í Landsbankanum sam- tals að verðmæti tæplega 94 millj- ónir króna. Innherjatilkynningar hafa verið sendar Verðbréfaþingi íslands. 2001, um samtals 2,9%, og eru vextirnir nú í 8,5%. Áður hefur komið fram að Seðlabankinn telur líklegt að stýrivextir i jafnvægis- stöðu séu á bilinu 5,5% til 6,5%. Með jafnvægisstöðu er átt við að framleiðsluslaki/spenna sé engin og að verðbólga sé í samræmi við verðbólgumarkmið bankans, sem er 2,5%. Greiningardeildin telur að 5,5% stýrivextir í jafnvægisstöðu séu ótrúlega lágir vextir, sérstaklega í ljósi þess að stýrivextir á íslandi hafa lægst verið í 5,2% undir lok síðustu niðursveiflu (1995). Grein- ingardeildin telur affarasælast að miða við jafnvægisvextina 6,5%. Seðlabankinn spáir því að fram- leiðsluslaki verði i ár og að hann aukist á næsta ári. Að mati grein- ingardeildarinnar er flest sem bendir til þess að verðbólgumark- mið bankans náist um áramótin. Stýrivextir eru í dag 2% yfir jafn- vægisstöðu og við þessar aðstæð- ur eru erfitt að færa rök fyrir svo háu aðhaldsstigi. I raun segir greiningardeildin að vextir ættu að vera undir jafnvægisstöðu og að Seðlabankinn ætti að lækka vexti sína um 2 til 3%. Þar sem áhrif vaxtabreytinga eru almennt talin koma fram hálfu til einu og hálfu ári eftir að vextir eru hreyföir er eðlilegt að spyrja hvað haldi aftur af frekari vaxtalækk- unum. Greiningardeildin telur rétt að Seðlabankinn haldi áfram á þeirri braut að lækka vexti i smáum en hröðum skrefum. Með því að lækka vexti í smáum skrefum get- ur bankinn fylgst með áhrifum á gengi krónunnar og brugðist við ef að út af bregður. Hins vegar bendir hagstæð gengisþróun síð- ustu mánaða til þess að bankinn geti aukið töluvert hraða vaxta- lækkananna. fyrir tæpa 3 milljarða Innlendir aðilar keyptu erlend verðbréf fyrir um 2.658 milijónir króna umfram það sem þeir seldu í maí. I Morgunkorni íslands- banka segir að þetta er nokkuð meira útstreymi íjármagns til fjár- festinga í erlendum verðbréfum en í sama mánuði í fyrra en þá voru nettókaup fyrir um 95 millj- ónir. Að mati Greiningar íslands- banka virðist sem innlendir fjár- festar vilji nýta tækifærið nú þeg- ar verð á bandarískum hlutabréf- um er lágt og krónan tiltölulega sterk í samanburði við stöðu hennar í upphafi árs. Sömu þróun má sjá þegar skoðað er það sem af er þessu ári og það borið saman við sama tíma í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hafa innlendir aðilar keypt erlend verðbréf fyrir 7,8 milljarða króna umfram það sem þeir hafa selt af slíkum bréfum. Þetta eru nokkuð meiri nettókaup en á sama tíma- bili í fyrra en þá námu þau 5,8 milljöðrum. Þetta er þó talsvert minna en rann af fjármagni úr landi til kaupa á erlendum verð- bréfum fyrstu fimm mánuði árs- ins 2000. Þá námu nettókaupin 23,5 milljörðum króna. Greining ÍSB gerir ráð fyrir því að á næstu mánuðum verði áfram hreint út- streymi fjármagns til erlendra verðbréfakaupa. Viðskipti með verðbréf Innlendir aðilar keyptu erlend verð- bréf fyrir um 2.658 milljónir króna umfram það sem þeir seldu í maí. Verður þú heppinn áskrifandi? Fimmtudaqinn 27.júní mun EINN heppinn DV-áskrifandi vinna ► Packard Bell - Easy one fartölvu. Að auki munu tveir heppnir áskrifendur vinna ► pizzaveislu fijrir 8 mcmns á Pizza Hut. BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is m íáskrift 3. - borgar sig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.