Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 Tilvera r>V V3í> m®S nm mcí> Mulholland Drive Mulholland Drive er aö upp- runa sakmálamynd en ólikt í flestum sakamálamyndum er ekki boðið upp á neina lausn, forð- ast það meira að segja af öllum mætti. Það gerir meðal annars myndina að þvi sem hún er, stórkostlega upplifun á atburðum sem helst eiga heima í draumum. Segja má að David Lynch haldi sig á mottunni fram undir miðja mynd en þá sleppir hann fram af sér beislinu svo um munar. Amores perros ★★★★ Myndin leiðir saman fólk sem á ekkert sameiginlegt en af tilviljun hef- ur það ómæld áhrif hvað á annars líf, hún er löng en aldrei leiðinleg því hún kemur stöðugt á óvart. Mitt í öll- um „stórmyndum sumarsins, sem all- ir hafa verið að bíða eftir,“ kemur Amores Perros eins og sjaldgæfur réttur fyrir kvikmyndasælkera. -SG Panic Room ★★★i Panic Room mikill tryllir. Hvert at- riðið af öðru skapar mikla spennu og snilld Davids Finchers felst í þvi að gera mikið úr litlu. Ekkert er um aukasöguþráð sem tekur athyglina frá því sem er að gerast. Panic Room er einfóld að því leytinu, hrein og bein sakamálamynd ef hægt er að nota þá líkingu. Og það er nánast ekki neinn galla að finna á myndinni fyrir utan að hún er of löng. -HK You Can Count on Me ★★★★ Gefandi kvikmynd með sögu sem er framreidd á áhugaverðan hátt utan um persónur sem eiga í ýmsum vand- ræðum og falla ekki inn í fábrotið smábæjarlíflð þar sem atburðimir gerast. Myndin hefur góða stígandi og persónur eru lifandi og sterkar. Það sem siðan er hjarta myndarinnar er samband á miili systkinanna sem hef- ur fengið aukinn styrk í æsku þegar foreldrar þeirra fórust í bílslysi. -HK Spiderman ★★★ Spiderman er hröð, fyndin og spennandi og þegar Peter þýtur milli húsa sveiflumst við með honum í níð- sterkum vefjunum þannig að maður fær aðeins i hnén. Það er sáraeinfalt að hrífast með stráknum í rauða og bláa búningnum og maður ætti bara að láta það eftir sér. Tobey Maguire gerir ekkert rangt í hlutverki Peters kóngulóarmanns. -SG Bíófrumsýningar: Eilífðarstúdent, tímaflakk og njósnir Van Wilder Kal Penn og Ryan Reynolds í hlut- verkum stráka sem vilja helst vera alla ævi í skóla. Sá sem fær það verkefni er reyndur njósnari, Gaylord Oaks (Hopkins), og er verkefnið erflðara en honum datt í fyrstu í hug þar sem tviburabróðirinn er viilingur sem hefur ekki alltaf fetað hinn þrönga veg réttvísinnar. Ástæö- an fyrir því að dauði tvíburinn þarf að lifa er að hann var kominn á slóð rússnesk mafíunnar sem lumar á einni kjamorkusprengju sem marga langar í. Leikstjóri er sá frægi Joel Schumacher sem á að baki margar vinsælar myndir. Hann er mistækur leikstjóri hvað varðar gæði en þegar honum tekst vel upp standa fáir hon- um á sporði. Van Wilder Van Wilder, sem heitir fullu nafni National Lampoon’s Van Hásumarið í Bandaríkjunum er stór frumsýningartími og mætti halda að mikil bíóaðsókn þar í landi stafaði af því að fólk væri að flýja mikla hita og fengi kærkomna kælingu í loftkældum kvikmyndasölum. Hér á landi er það öðruvísi farið. Hér flýr enginn hita og ef mjög gott veður er þá kemur það niður á kvikmyndahúsunum. Nýjustu stóru sumarsmellirnir sem nú er ver- iö að frumsýna í Bandaríkjunum leita hingað, þó ekki sé um slíka frumsýn- ingu um þessa helgi. Þijár kvikmynd- ir eru frumsýndar á morgun. Bad Company er njósnamynd sem státar af Anthony Hopkins og Chris Rock í að- alhlutverkum. Van Wilder kemur frá National Lampoon hópnum og er að sjálfsögðu í farsastíl og Black Knight er gamanmynd þar sem Martin Lawrence fer í tímaferðlag. Bad Company Það hefur sjálfsagt þurft mikið hug- myndaflug að finna flöt á að láta Chris Rock og Anthony Hopkins leika saman, en þeir fara með aðalhlutverk- ið í Bad Company. Um er að ræða njósnamynd sem hefst Prag þar sem tvífarabróðir Chris Rock lætur lífið í einni njósnaaðgerðinni. CIA ákveður að hafa uppi á hinum tvíburanum svo að hann geti lokið njósnaaðgerðinni. Wilder, en undir National Lampoons-titlum hafa lit- ið dagsins ljós nokkrar frábærar gamanmyndir og einnig nokkrar sem hafa misheppnast. Van Wilder er sú fjórtánda í röðinni. Ævintýrið byrj- aði með Animal House sem í dag er klassískur gamanfarsi. í Van Wilder er eins og oft áður fjallað á gáskafullan hátt um bandarísk ungmenni og tilvistar- kreppu þeirra. Van Wilder (Ryan Reynolds) er letingi af guðs náð sem langar ekki að takast á við al- vöru lífsins strax. Hann er búinn að eyða sex árum í menntaskóla og hefur ekki í hyggju að útskrifast á næstunni, hann elskar nefnilega hið áhyggjulausa og skemmtana- mikla líf menntskælinga. Það verða Van Wilder því mikil von- brigði þegar faðir hans neitar að borga sjöunda skólaárið og setur honum þannig tvo afarkosti. Ann- aðhvort verður Wilder að útskrif- ast eða safna sjálfur fyrir skóla- gjöldunum og sjá þannig til þess að partíið haldi áfram. Black Knight Frakkar gerðu vinsæla gaman- mynd, Les Visiteurs, sem fjallaði um miðaldamenn sem lenda óvart í nú- tímanum. Kaninn hefur nú snúið Black Knight Martin Lawrence leikur starfsmann í skemmtigaröi sem fær högg á höfuöiö og vaknar á miðöldum. Á myndinni hér til hliðar er hann ásamt mótleikkonu sinni Marsha Tomason. Bad Company Ólíkir leikarar, Chris Rock og Anthony Hopkins, eru í góöum gír. þessu við og fjallar Black Knight um nútímamann sem ferðast óvænt til miðalda. Martin Lawrence leikur starfsmann í miðalda-skemmti- garði sem fær högg á höfuðið. Þegar hann vaknar aftur til meðvitundar er hann staddur á fjórtándu öld í Englandi. Honum er óvænt tekið sem sendi- boða frá Nor-mandi og um leið einum af sam- særismönnum í ráða- bruggi um að myrða kónginn. Lawrence er einn þeirra svörtu gam- anleikara sem virðast oft frekar vera að impró- visera heldur en að fara eftir hand- riti og fær hann næg tækifæri til þess. Það er þó alvara í hlutunum þegar hann verður ástfanginn af prinsessunni. Húmor- inn í myndinni felst meðal annars í því að Lawrence sér opnast viðskipta- möguleika og meðal annars leggur hann á ráð- in um að opna skyndibitastað. Meðleikarar Lawrence eru meðal annars Tom Wilkinson og Marsha Tomason. -HK 7T t'. PH@m@ fPc^S¥» 2B. ICiK!fe BER Vídalín v. Ingólfstorg í SVÖRTUM FÖTUM Players Kópavogi LA06. 29. JÖKl ÍRAFÁR Félagsheimilinu Blönduósi Á MÓTI SÓL Sjallanum Akureyrí ENGLAR N1- Bar Reykjanesbæ M00NB00TS Vídalín v. Ingólfstorg í SVÖRTUM FÖTUM Egilsbúö Neskaupsstað ÍSLANDS EINA VON (HÁLFT [ HVORU) Players Kópavogi FRAMUMDAN Mánar augl. síÖBr Vídalín v. ingóifstorg Mánar augl. síöar SPÚTNIK STUOVIEMM LAUG. 6. JÖLI ÍRAFÁR LAMD&SYMIR 0G á RISABALLI í Nánar augl. síðar SPÚTNIK Vídalín v. Ingolfstorg Players Kópavogi Vindheimamelum Sjallanum Akureyrí í SVÖRTUM FÖTUM Flugskylínu Borgarn. Vídalín v. Ingólfstorg Players Kópavogi www.promo.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.