Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Side 21
21 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002________________________________________________________ X>*V Tilvera Tobey Maguire 27 ára Aflnælisbam dagsins er Tobey Maguire sem er að gera garðinn fræg- an sem Köngulóarmað- urinn í samnefndri kvikmynd. Hann er eng- inn nýgræðingur í leik- arastéttinni, hóf að leika í sjónvarpi og kvikmyndum flmmtán ára gamall. Það kom nokkuð á óvart að hann skyldi fá þetta eftir- sótta hlutverk þar sem þekktustu hlutverk hans eru í dramatiskum kvikmyndum á borð við Cider House Rules, Wonder Boys og The Ice Storm. Maguire hvorki reykir né drekkur, stundar jóga og er grænmetisæta. Gildir fyrir föstudaginn 28. júní Vatnsberinn (20. ian.-18. febr,): LHugur þinn er mjög ' fijór um þessar mund- ir. Þér gengur vel að koma skoðunum þín- um á framfæri og á þig er virki- lega hlustað. Rskamil (19. fehr.-20. marsl: | Það verða einhver ■vandræði fyrri hluta dags vegna loforðs sem þér var gefið. Síðari lutinn verður mun betri að öllu leyti. Hrúturinn (21. mars-19. april): l Mikið verður um að Ivera hjá einhverjum þér nákomnum. Þú hjálpar mest til með því að sýiía þolinmæði og æsa þig ekki upp í öllum látunum. Nautlð (20. april-20. maí): Það er ekki hægt að tala um að stórslys verði í dag en röð óhappa einkennir dag- inn í dag. Reyndu að forðast öll vandræði. Tvíburarnir (21. maí-21. iún»: Þér hentar mun betur r,að vinna einn en með öðrum í dag. Hætt er við að ef þú reynir að gefa emhverjum ráð í dag taki hann það óstinnt upp. Krabbinn (22. iúní-22. iúiii: Þú ert einum of auð- ktrúa og hefur tilhneig- f ingu til að treysta þeim sem eru ekki traustsms*verðir. Happatölur þín- ar eru 4, 13 og 29. Liónið (23. iúli- 22. áeúst); l Þú ert óþarflega við- r kvæmur fyrir gagn- rýni sem þú verður ; fyrir. Þú ættir að reyna að sláka pínulítið á. Pen- ingamálin standa vel. Mevlan (23. áeúst-22, sept.): Þú ert ekki sérlega þolinmóður við þá sem ^^V'É.þér leiðast og ólíkur * r sjálfúm þér að ýmsu leyti. Þú færð sérstaka ánægju út úr vinnunni. Vogin(23. sept-23. okt.): Þú þarft að hugsa þig tvisvar um áður en þú tekur ákvörðun. Gefðu þér tíma fyrir það sem þúliefur áhuga á. Sporðdreklnn (24. okt.-2i, nðv.t: Þú ert óvanalega snöggur upp á lagið. ■Það er ekki líklegt til þess að afla þér vin- iTvíhahópi eða í samstarfi. Bogmaðurinn (22. nðv.-2i. des.l: |Þú veröur beðinn um fað láta skoðun þína í i ljós. Þetta snýst um i eitthvað innan heimil- t er á stormasömu timabili í ástarsamböndum. Steingeitin (22. des.-i9. ian,): Miklar framfarir og breytingar verða á lífi þínu. Þú ferð í ferða- lag sem heppnast ein- staklega vel. Biogítgiitym Enginn er eyland Háskóiabíó/Sam-bíóin - About a Boy: ^ ^ jr Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Austurland: Sjávarplássin eru heillandi - segir Maríanna Jóhannsdóttir „Þegar ég fæ gesti finnst mér gam- an að bjóða þeim i sjávarplássin hér niðri á fjörðum. Kannski finnst mér þetta heillandi þar sem ég er upp- runnin í sjávarplássi, en mér finnst skemmtilegt að fara með krakkana niður á bryggjur að dorga,“ segir Mar- íanna Jóhannsdóttir, fréttamaður á Egilsstöðum. Nefnir hún í þessu sam- bandi Mjóafjörð, Seyðisfjörð og Borg- arfjörð eystra. Fyrstnefnda staðinn segir hún vera afar heillandi - og ekki siður Borgarfjörð. Þar geti fólk séð fjölbreytt úrval steina hjá Álfasteini, gönguleiðir á staðnum séu margar og opnuð hefur verið Kjarvalsstofa til minningar um þann mikla listamann sem uppalinn var í þessu afskekkta sjávarplássi. Maríanna segir að umræða um virkjanir og stóriðju hafi haft sín áhrif á ferðamennskuna fyrir austan. Margir geri sér nú ferð upp á hálendi Austurlands til að upplifa náttúruna og einnig til að glöggva sig á staðhátt- um tfl að geta með góðu móti tekið af- stöðu til hvort þeir styðja virkjunar- framkvæmdir eðá ekki. „Við í minni fjölskyldu fengum til okkar gesti frá Danmörku í fyrra. Við fórum með þá upp á hálendið tfl að svipast um eftir hreindýrum og sáum þau inni við LaugarfeU," segir Maríanna - og segir að í raun sé það mikil upplifun fyrir ferðcunenn að kynnast auðnum há- lendisins ekki síður en HaUorms- staðaskógi. Það sé mjög gaman að fara Dimmugljúfur Náttúruperla á Austfjöröum. DV-MYND: -SBS Austlendingurinn „Gaman aö bjóöa gestum í sjávarplássin hér niöri á fjöröum, “ segir Maríanna Jóhannsdóttir. svonefndan Fljótsdalshring og hafa þá viðkomu tU dæmis í Atlavík, skoða Guttormslund í skóginum og líta inn á Skriðuklaustri, þar sem er Gunnars- stofhun með ýmsum fjöl- breyttum sýningum. „Það er á steftiu- skránni að ferðast um Lónsöræfin og vonandi kemst ég þangað bráðlega," segir Mar- íanna sem kveðst annars hafa farið um flesta staði á Austurlandi á þeim tuttugu árum sem hún hefur búið þar. Austlendinga segir hún vera glað- lynda og þolinmóða og taka vel á móti ferðamönnum. Það kunni þeir efalítið vel að meta en ekki síður að víða í fjórðungnum eru fjölbreytt og athygl- isverð söfn, sundlaugar og góðir gisti- staðir - nokkuð sem ferðamenn sæk- ist eftir á ferðum sínum um landið. -sbs Austurland: Stærsti skógur landsins Úr norðri er innangengt á Aust- urland af tveimur stöðum. Sé farið um hringveginn er það á Biskups- hálsi á Möðrudalsöræfum - og síðan á Brekknaheiði mUli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Austurland er víðlent og fjölbreytni í náttúrufari mikU. Á HaUormsstað er stærsti skógur landsins, Fljótsdalshérað er rómað fyrir fegurð, falleg lítU kauptún eru niðri á fjörðunum og hálendi Aust- urlands dregur æ fleiri tU sín vegna virkjunarumræðunnar. Einnig hafa aðdráttarafl fjölmörg söfn í hérað- inu, svo sem sjóminjasafn, stríðsminjasafn og fleira. FjöUin í fjórðungnum eru ægiíogur með sín- um sérstæðu skásettu línum; jarð- lagahaUanum sem er áberandi á Austurlandi. Fjölmargir feröamögu- leikar bjóðast á Austurlandi. Þar má nefna gönguferðir um Lónsöræfi sem nú er orðið æ vinsæUa að ganga um. Þá nýtur svæðið sunnan jökla vinsælda, í Jökulsárlóni hefur spæjarinn 007 sést á sveimi. Þó ekki 1 þjóðgarðinum í Skaftafelli sem stendur undir hæsta tindi landsins og er á markalínu Suður- og Austur- About a Boy eða Saga um strák er nýjasta kvikmyndin gerð eftir skáld- sögu Nicks Hornbys en áður hafa ratað úr bókum hans i bíó Fever Pitch, um mann sem lendir í vand- ræðum því hann getur ekki gert upp á mflli kærustunnar sinnar og fót- boltaliðsins sem hann heldur með, og High Fidelity, um mann sem á líka í erfiðleikum með ástina - bara á svolít- ið annan hátt. Nýjasta bók Hombys, Saga um strák, fjáUar um WUl Freeman, karl- mann á fertugsaldri sem Hugh Grant leikur í biómynd Chris og Paul Weitz eftir bókinni. WUl er svo heppinn að fyrir mörgum árum skrUaöi pabbi hans jólalag sem er jafnvinsælt og Jingle BeUs og WUl lifir ágætislífi af stefgjöldum. Hann gerir sem sagt ekki nokkum skapaðan hlut nema borða, spUa bUljard, láta klippa sig, kaupa geisladiska og hlusta á tónlist, að ógleymdu aðaláhugamálinu, reyna við konur. Þetta aUt tekur reyndar dá- góðan tima og hann furðar sig á því að fólk skuli hafa tíma tU að vera í fuUri vinnu. WiU er sjálfselskur og grunnhygginn kjáni sem lýgur upp á sig bami tfl að eiga greiðari aðgang að einstæðum mæðrum sem hann heldur að séu auðveldari bráð en aðr- ar konur - þær eru einmana og þurf- andi og taka því sem að þeim er rétt. Kenning hans stenst ekki alveg en það er vegna ásóknar hans í þessi nýju veiðUönd að hann kynnist hinum 12 ára Marcusi (Nicholas Hoult) og líf hans tekur varanlegum breytingum. Hugh Grant hefur liðið fyrir sjarma sinn undanfarin ár, toppinn sem hann strýkur svo strákslega frá enninu, vandræðalegt brosið og stamandi ást- arorðin sem faUa af vörum hans. Þessi sjarmi hefur verið vörumerki hans allt frá kvikmyndinni Fjórum brúðkaupum... og er orðinn ansi þreytandi. Því er frábært að sjá Grant sanna aftur hvað hann er finn gaman- leikari sem hinn stuttklippti, óþroskaði eUífðarunglingur WUl. Saga um strák væri þó ekki svipur hjá sjón ef hinn ungi Nicholas Hoult væri ekki svona dásamlegur. Hann er óvenjuleg bamastjama að þvi leyti að hann er ekkert sérstaklega krúttlegur og er því meira sannfærandi en margir jafnaldra félagar hans. Hann virðist eldri en hann er vegna verulega erf- iðra heimflisástæðna (ekkert ofbeldi eða svoleiðis, bara ofur elskuleg og þunglynd móðir). Hann stígur ekki feUspor í túlkun sinni á Marcusi og við skfljum ofur vel hvers vegna hinn miður bamgóði WUl tekur ástfóstri við hann - það er einfaldlega vegna þess að Marcus þarf svo á ástfóstri að halda. Toni CoUette leikur mömmuna sem trúir á ást og grænmetisát og vfll að Marcus sé hann sjátfur (eða hún sjálf) þó að hann sé þá svo aUt öðru- visi en aUir aðrir að Marcus lærir talsvert meira um einelti en stærð- fræði í skólanum. CoUette er fín, mátuleg blanda af ofríki og ástúð. Rachel Weisz er í litlu hlutverki ann- arrar einstæðrar móður og hún er svo yndisfríö og hefur svo sterka nærveru að mann undrar ekki þótt menn vUji breyta lífi sínu tU þess eins að hljóta náð fyrir augum hennar. Það hefði verið einfalt að sykur- húða þetta handrit um ómögulegan leiðindapúka sem opnar kulið hjarta sitt fyrir einlægum litlum dreng. En Weitz-bræðumir leikstýra Sögu af strák lipurlega og gefa okkur góðan tíma tU að kynnast aðalpersónunum vel, t.d. með oft dýrlegum sögu- mannseintölum aðalpersónanna. Þeir passa sig bæði á væmni og aulahúmor þannig að úr verður fyndin en líka svolitið klók kvikmynd um þá ein- fóldu staðreynd að við verðum betri manneskjur ef við leyfum okkur að þykja vænt um aðrar manneskjur. Eins og Bubbi segir þá er gott að elska og farið endUega með góðum vini í bíó! Leikstjórar: Chris og Paul Weitz. Handrit: Peter Hedges, Chris og Paul Weitz, byggt á skáldsögu Nicks Hornbys. Kvlkmynda- taka: Remi Adefarasin. Tónlist: Damon Gough. Aöaileikarar: Hugh Grant, Toni Collette, Rachel Weisz, Nicholas Hoult.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.