Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 ' Sport DV 4 Áhorfendur setja alltaf sterkan svip á keppnir á borö viö heimsmeistara- keppnina og þessi brasilíska yngismær er þar engin undantekning. Og þó aö ýmislegt viröist vera aö sleppa í augsýn sem menn sjá kannski ekki dags daglega á almannafæri er greinilega ekkert veriö aö kippa sér upp við þaö. Reuters Rudi Völler um væntingar sínar til Þjóöverja fyrir HM: Taldi vörnina vera vandamálið - Þjóðverjar hafa aðeins fengið á sig eitt mark í keppninni Það er mikil heíð fyrir knatt- spyrnu í Þýskalandi. Og það sannast á gengi Þjóðverja á HM að menn geta farið langt á heíðinni því enginn átti von á því, eftir allt sem á undan var gengið, að menn myndu horfa á þetta lið spila úrslitaleikinn á HM. Margir afskrifuðu þýska liðið strax í byrjun, enda ekki að ástæðu- lausu því liðið var í töluverðu basli í undankeppninni. Það sýndi meðal annars 5-1 tapið gegn Englendingum á heimavelli enda gefur slíkt tap ekki tilefni til mikillar bjartsýni. Og þó að Þjóðverjar hafl komist í umspil þar sem þeir unnu Úkraínu nokkuð sannfærandi þótti mönnum það ekki gefa tilefni til bjartsýni. Og ofan á þetta allt saman komu meiðslin, sérstaklega í vörn liðsins. „Nánast öll vörnin hvarf úr liðinu og ég varð því að standa í dálítilli til- raunastarfsemi. Ég tók áhættu en það hefur gengið vel og leikmennirn- ir sem ég hef valið hafa gert það sem ég hef ætlast til af þeim,“ segir Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja. Völler missti Jens Novotny og Christian Wöms í meiðsli strax á undirbúningstímabilinu og tO við- bótar átti Marko Rehmer í meiðslum og var nokkuð frá sinu besta. En þrátt fyrir þetta hefur þýska liðið að- eins fengið á sig eitt mark í keppn- inni. Og það er ekki á neinn hallað þó sagt sé að mestan þátt í því eigi markvörðurinn Oliver Kahn, sem er tvímælalaust einn af bestu mark- vörðum heims og hefur leikið frá- bærlega í þessari keppni. Varnarmennirnir frábærir En þeir varnarmenn sem Þjóðverj- ar hafa teflt fram hafa einnig staðið sig meö prýði. Þar ber fyrst að telja Christoph Metzelder, sem hefur ver- ið í hyrjunarliðinu í öllum leikjum Þjóðverja í keppninni og á svo sann- arlega framtíðina fyrir sér, en hann er aðeins 21 árs gamall. Thomas Linke hefur leikið nánast gallalaust alla keppnina og er mjög vanmetinn leikmaður og Carsten Ramelov tók við leiðtogahlutverki varnarinnar í keppninni af Jens Novotny. Þessir þrír hafa myndað hina hefðbundnu varnarlínu en ekki má heldur gleyma þeim miðjumönnum sem hafa varnarskyldum að gegna. Þetta eru Thorsten Frings hægra megin, Dietmar Hamann á miðjunni og Christian Ziege vinstra megin. Völler hefur reyndar tvisvar skipt yfir í fjögurra manna vörn með góð- um árangri. Fyrst í leiknum gegn Kamerún í riðlakeppninni þegar Ramelow fékk rauða spjaldið og það varð til þess að Kamerún fékk varla færi eftir það, og síðan i síðari hálf- leiknum gegn Suður-Kóreu þegar þeir tefldu djarft og spiluðu með þrjá menn frammi. „Maður verður að vera sveigjanlegur eins og fótboltinn er í dag,“ segir Völler. Varist frá fremsta manni Margir ráku upp stór augu þegar Þjóðverjar byrjuðu keppnina með látum og rótburstuðu Sádi-Arabíu 8-0. Sú skýring hefur verið gefin að í undirbúningsleikjunum hafi Þjóð- verjar skorað töluvert af mörkum en ekki verið nógu agaðir í varnarleikn- um. Þeir hafi þó leikið sóknarleik í þessum fyrsta leik en eftir það hafi þeir hugsað meira um að fá ekki á sig mörk. Þarna er kannski kominn lykill- inn að þessu góða gengi Þjóðverj- anna. Allir eru að sinna varnar- skyldum sínum, jafnvel fremstu mennirnir, og það gerir liðið í heild mjög þétt. Svo þétt, að mótherjar þeirra hafa aðeins einu sinni fundið leiðina í gegnum þá. Spennandi verð- ur að sjá hvemig Brasilíumönnum á eftir að ganga á þeirri leið. -HI Hinn ungi Christoph Metzelder hefur komið sterkur inn í þýsku vörnina. Hér á hann í höggi við Suður-Kóreumanninn Cha Du-ri. Reuters jii k< vj > Mætum í réttu litunum á leikinn í kvöld!! 3.990 Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 www. mitre. com Guðjón Guðmundsson og Hreinn Sigurðsson við Berghylinn í Korpu í gær. Áin hefur gefið níu laxa. DV-myndir G.Bender Leirvogsá: Núll á fyrsta degi Laxveiðin virðist ekkert vera að lagast, laxarnir eru fáir á þurrt enn þá. Fyrsta daginn í Leirvogsá í fyrra veiddust 13 lax- ar en núna veiddist enginn fisk- ur. Þetta eru ótrúlegar sveiflur í veiðiskapnum og lýsir vel ástandinu í veiðinni þessa dag- ana. í Stóru-Laxá i Hreppum hef- ur verið það sama uppi á teningnum. Veiðimenn sem voru á svæði eitt og tvö í Stóru-Laxá í Hrepp- um fyrir nokkrum dögum veiddu bara bleikjur. „Ég sá laxa í Brúarhylnum en þaö er ekki mikið af fiski í Leir- vogsá núna,“ sagði Skúli Skarp- héðinsson, veiðivörður við Leir- vogsá, er blaðamaður hitti hann við Leirvogsá i gærmorgun. Meðal þeirra sem voru að Rólegt á Korpubökkum „Við erum ekki búnir aö veiða neitt enn þá, en við sáum laxa hérna í Berghylnum áðan, einn eða tvo laxa,“ sögðu þeir félagar Guðjón Guðmundsson og Hreinn Sigurðsson er við hittum þá við Korpu i gærmorgun. „Það verður reynt áfram,“ sagði Hreinn Sigurðsson sem kastaði flugunni fimlega við Berghylinn. Korpa hefur gefið 9 laxa, lax- Hreinn Sigurðsson kastar flugunni inn er greinilega mættur, þó 1 Berghylnum í Korpu í gær. veiða í Leirvogsá í gær var Al- freð Þorsteinsson borgarfulltrúi. Vatnið er ekki mikið í Leir- vogsá núna, laxarnir sem eru komnir eru fáir enn þá. En þetta er rétt að byrja og Leirvogsá er laxveiðiá sem stendur undir nafni. auðvitað mættu vera fleiri fisk- ar og i Elliðaánum hafa veiðst 15 laxar. Veiðimenn voru að kasta flug- unni á Breiðunni í Elliðaánum en fiskurinn tók ekki. Áin hefur gefið 15 laxa. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.