Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 Fréttir DV Halamiðum Örn KE kom með fullfermi af loðnu til Bolungarvíkur í gær og var í morgun á fullu skriði á leið á Halamið þar sem bátamir voru að moka upp fiskinum. Sveinbjörn Orri Jóhannsson stýrimaður sagði í morgun að þeir hefðu verið sólar- hring aö fylla og sigldu inn til Bol- ungarvíkur með 1.050 tonn af fal- legri loðnu sem fór til bræðslu. Ekki er enn vitað um verðið. Á miðunum voru nokkrir norskir bátar að veiðum en ekki var svo að sjá neina umferð íslenskra báta á miðin. Þeir á Erninum byrjuðu leit að loðnunni fyrir viku. -JBP Þrír piltar dæmdir: Skipulögöu rán á pitsusendli Þrir piltar hafa fengið fangelsisrefs- ingar fyrir að hafa skipulagt rán á pitsu- sendli í Vallarhúsum í Grafarvogi í apr- íl síðastliðnum. Þeir sammæltust um að panta frá fyrirtækinu Pizza-pizza og láta senda sér í íbúð í Vallarhús sem þeir vissu að stóð auð. Pitsa var pöntuð ásamt kókílösku. Þremenningamir höfðu ákveðið að taka peninga af pitsu- sendlinum er hann kæmi. Fyrir lá að piltamir ætluðu sér að ná fram ætlun sinni með því að taka verð- mætin af sendlinum nauðugum. Hann kom í Vallarhús eins og ráð hafði verið fyrir gert. Piltamir höfðu þá hulið and- lit sín með trefli eða sett upp kraga eða húfu. Þegar pitsusendiilinn varð þess áskynja að enginn svaraði í íbúðinni gengu þremenningamir að honum og skipuðu honum að afhenda peninga eða peningabuddu. Einn árásarmannanna bar hjólabretti sem hann hafði tekið við húsið. Sendillinn gerði eins og honum var sagt, rétti fram buddu með tæpum 7.800 krónum og lagði frá sér pitsuna og kókið. Ákærðu hlupu síðan á brott með pen- ingana, sem þeir skiptu i þrennt, einnig pitsuna og kókið. Dómarinn í málinu tekur fram að þremenningamir hafl hulið andlit sín og einn þeirra haldið á hlut sem nota mátti sem barefli og skip- að sendlinum að láta peningana af hendi. „Var þetta ekki aðeins fallið til þess að vekja um það ótta hjá sendlin- um að ofbeldi yrði beitt þegar í stað ef hann léti ekki að vilja þeirra, heldur vakti það beinlínis fyrir ákærðu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Einn ákærðu var einnig sakfelldur fyr- ir að stela 578 lítrum af bensini og notað til þess kreditkort VífUfelis frá Olís. Hann er dæmdur til að greiða 204 þúsund krón- ur í bætur fyrir bensinið. Pilturinn, sem nýlega varð 18 ára, er dæmdur i 4 mán- aða fangelsi en 64 daga gæsluvarðhald dregst frá. Hinir tveir, sem vom með hon- um í ráninu, fá 6 mánaða fangelsi en framkvæmd refsingarinnar er frestað haldi piltamir skilorð í 3 ár. -Ótt Fréttablaðið: Nýtt útgáfufélag Nýtt félag hefur gert samning um út- gáfu og rekstur Fréttablaðsins að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar segir að félagið sé undir forystu Gunn- ars Smára Egilssonar og hóps fjárfesta. Hið nýja félag muni á næstu dögum leita samninga við samstarfsaðila, birgja og starfsmenn og tryggja fjár- magn að verkefninu. Ákveðið hafi ver- ið að gera hlé á útgáfu Fréttablaðsins á meðan. 1 tilkynningunni segir enn fremur að ekki verið gefið upp hverjir hinir nýju fjárfestar séu að svo stöddu. Þá sé kaupverð trúnaðarmál. -JSS Unglæknar áttu fund með fulltrúum Landspítala og LÍ: I stöðugu sambandi vegna öryggismála - segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra Annir á sjúkrahúsi Það eru jafnt þrengsli og miklar annir á sjúkrahúsum landsmanna og dæmi þess að læknar vinni allt aö 80 stunda vinnuviku. „Við erum í stöðugu sambandi við forsvarsmenn Landspítala vegna ör- yggismála og vinnuálag er einn þátt- urinn af því,“ sagði Jón Krist- jánsson heilbrigð- isráðherra um stöðu þá sem kom- in er upp í málefn- um unglækna sem starfa á sjúkra- húsum. Ráðherra hefur borist bréf frá Vinnueftirliti rík- isins og landlæknisembættinu þar sem sagt er brýnt að hvíldartímaá- kvæði þau sem almennt gildi á vinnu- markaði nái einnig til unglækna og lækna í framhaldsnámi. Þetta sé brýnt bæði vegna öryggishagsmuna almennings og vinnuverndar. í bréf- inu er bent á að ónóg hvild vegna langs vinnudags auki líkur á slysum í vinnu og leik og spilli fjölskyldulífi starfskraftsins. Félag ungra lækna á'tti fund með fulltrúum stjórnar Landspítala Há- skólasjúkrahúss og Læknafélags ís- lands í gær þar sem staða sú er upp er komin var rædd. í kjölfar fundarins verður farið yfir málið og það kynnt samninganefnd rikisins. Unglæknar mótmæla þeirri túlkun ríkisins að í kjarasamningum frá því í vor gildi vinnutíma- og vinnuverndarákvæði ekki um þá. DV ræddi í gær við unglækni sem vinnur um 80 stunda vinnuviku á bráðamótttöku Landspít- ala Háskólasjúkrahúss. „Það er ljóst að sólarhringsvaktir eru ekki ástand sem menn vilja hafa,“ sagði heilbrigðisráðherra við DV í morgun. Hann kvaðst þó ekki vilja kveða upp úr með það hvað teldist eðlilegur vinnutími. „Ég fer yfir þær ábendingar sem til mín hafa borist frá Vinnueftirlitinu Arctic Open-golfmótið var sett i gær- kvöldi í 17. sinn og fer að vanda fram á Jaðarsvelli við Akureyri. Þátttakendur eru á milli 160 og 170 en mótið líður nokkuð fyrir það að um helgina fer einnig fram íslandsmótið í holukeppni á Hvaleyrarvelli og því vantar þó nokkra af sterkari íslensku kylfmgunum sem hugðust verða með á móti nætursólar- innar. Að venju er margt erlendra kepp- enda eða nærri 50, flestir frá Bandaríkj- unum og nokkrir mjög góðir spilarar. og landlæknisembættinu með viðkom- andi aðilum. Að öðru leyti hefur mál- ið ekki komið formlega á mitt borð,“ sagði ráðherra. -JSS „Þetta byrjaði frábærlega, veðrið var eins og eftir pöntun, eins og það getur best orðið,“ sagði Kolbeinn Sigubjöms- son mótsstjóri i samtali við DV. Hann vildi lítið segja um hverjir væru sigur- stranglegastir á mótinu en sagðist hafa augastað á nokkmm einstaklingum. Keppt verður í tveimur nýjum flokkum á mótinu að þessu sinni, kvennaflokki og öldungaflokki. Mótið sjálft fer af stað kl. 16 í dag og stendur fram á laugar- dagsmorgun. -ÓK Arctic Open: Veðrið eins og best verður Megn fýla berst frá fiskverksmiðju í Innri-Njarðvík: Tugir kvartana á hverjum degi - heilbrigðiseftirlitið hugar að aðgerðum „Við höfum gefið fyrirtækinu tækifæri til að laga sín mál en ef þeir geta það ekki mun Heilbrigð- iseftirlitið hikstalaust grípa til að- gerða til að vernda hagsmuni íbú- anna. Það er einfaldlega skylda okk- ar,“ sagði Magnús H. Guðjónsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðis- eftirliti Suðurnesja, þegar DV spurði hann hvort aðgeröir af þeirra hálfu væri að vænta gegn verksmiðju fyrirtækisins Lauga- fiskur ehf., sem staðsett er i Innri- Njarðvík og sérhæfir sig í þurrkun fiskhausa. Mikið hefur verið kvartað und- an ólykt sem komiö hefur frá verk- smiðju fyrirtækisins undanfarin ár og eru íbúar í nágrenninu óá- nægðir með að ekkert skuli vera gert í málinu. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja staðfestir að undir- kriftaiistar hafi verið gerðir. Að sögn íbúa er ástandið verst þegar sól og norðanátt er því þá beinist fnykurinn yfir byggðina. Að sögn Magnúsar eru kvartan- ir daglegt brauð þegar vel viðrar. „I gær bárust 10 kvartanir til okk- ar en dæmi eru um að 20-30 kvart- anir hafi borist á einum degi. Við höfum reynt að fá fyrirtækið til að setja upp búnað sem virkar sem skyldi en ástandið helst alltaf óbreytt," segir Magnús. Laugafiskur ehf. Mikill fnykur ligguryfír byggö þegar vel viörar og krefjast íbúar aögerða. Hvaða undirskriftalistar? Lúðvík Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Laugafisks, segist ekki hafa fengið neina undirskrifta- lista upp á borð til sín og segir jafn- framt að þessi verksmiðja búi vel að hreinsunarmálum. „Við erum með fullkomnasta hreinsibúnað sem völ er á hérlendis en auðvitað geta orð- ið mannleg mistök. Við höfum jafn- framt eytt miklum fjármunum og afli í að bæta útblásturinn frá verk- smiðjunni." Lúðvík sagði að vissulega hefði hann setið fundi með bæði Heil- brigðiseftirliti og Áma Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um þeirra samskipti. „Það mál er ein- faldlega í höndum lögfræðinga," sagði Lúðvík. -Vig Örn Báröur í Nesprestakall Séra Öm Bárður Jónsson var valinn í embætti prests í Nesprestkalli 1 Reykjavík á fundi valnefhdar í vik- unni. Verður hann skipaður í embætti til fimm ára. Neftid- in var einróma í niðurstöðu sinni. Luc Besson myndar á íslandi Kvikmyndafyrirtækið Pegasus mun koma að gerð tveggja leikinna franskra kvikmynda sem að hluta til verða kvik- myndaðar hér á landi. Önnur er kappakstursmynd sem gerð er á vegum hins þekkta leikstjóra Luc Besson. Hin myndin er hluti af sjónvarpsseríu. Morgunblaðið greindi frá. Jórvík fær flugrekendaskírteini Flugfélagið Jórvik hefur hafið starf- semi á ný en flug á vegum félagsins hef- ur legið niðri frá 1. júní. Félagið hefur nú aftur fengið útgefið flugrekendaskir- teini samkvæmt kröfum evrópskra JAR-Ops-reglna eftir athugun Flugmála- stjómar og er starfsemin komin í gang. Morgunblaðið greindi frá. Nýr lungnasjúkdómur Nýr lungnasjúkdómur, sem nefndur hefur verið kúfisksótt, hefur verið gi-eindur með umfangsmiklum rann- sóknum á starfsmönnum kúfiskvinnslu Hraðfrystihúss Þórshafnar. Starfsfólk hefur ekki fundið fyrir einkennum eftir að miklar breytingar vora gerðar á vinnuaðstæðum, meðal annars með stóraukinni loftræstingu og öndunar- grímum. RÚV greindi frá. Gagnagrunnur um húsgögn Bandarísku hjónin Reese og Marilyn Palley hyggjast smíða gagnagrunn um is- lenska húsgagnalist 20. aldarinnar en þau eru stödd hér á landi af því tilefhi. Þau lýsa eftir myndum af íslenskum húsgögn- um og upplýsingum um þau. Reikna þau með að vinnan við gagnagrunninn muni taka eitt ár. Morgunblaðið greindi frá. Club Diablo sviptur leyfi Borgarráð hefur á grundvelli áfengis- laga svipt handhafa áfengisleyfis fyrir veitingastaðinn Club Diablo í Austur- stræti tímabundnu leyfi til áfengisveit- inga dagana 28.-30. júni. Er þetta gert vegna ítrekaðra brota í reksfri. Morgun- blaðið skýrði frá. -HK Göngudeildin opin í grein DV mn Vífilsstaði var rang- lega hermt að göngudeild í lungnasjúk- dómum og ofnæmissjúkdómum væri lokað á sumrin. Hið rétta er að göngu- deildinnni verður ekki lokað í sumar heldur er hún enn starfrækt á sínum gamla stað á fyrstu hæð Vifilsstaðaspít- ala. Hún verður hins vegar flutt um miðjan ágúst á gang A-3 á Landspítala í Fossvogi. Er beðist velvirðingar á mis- tökunum. f ókus »Á MORGUN Mottuhlaup og módelstörf í Fókus á morgun er viðtal við Nönnu Guðbergsdóttur sem hefur starfað sem fyrirsæta í Þýska- landi um margra ára skeið. Nanna segir frá dvöl sinni ytra og því að hún er snúin heim, búin að opna kaffihús og á von á bami innan tíðar. Við fýlgjumst með Mottuhlaupinu sem nokkrir karlmenn á Seltjamamesi hafa hlaupið á hverju ári í tíu ár og ræð- um við ungan íslenskan rappara í Nor- egi. Þá kíkjum við á nýjustu tískuna hjá karlmönnum og í Lífmu eftir vinnu finnurðu allt það helsta sem er að gerast um helgina og meira til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.