Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Side 20
20 íslendingaþættir Umsjón: Gunnþóra Gunnarsdóttir 99 gra_______________ Sverrir Þorsteinsson, Klúku, Egilsstööum. Anna Steinunn Jónsdóttir, Þangbakka 8, Reykjavík. Hún er gift Halldóri Guö- mundssyni, pípulagninga- meistara. 75 ára__________________ Þorkell Máni Þorkelsson, Ránargötu 44, Reykjavík. Þórður G. Guðiaugsson, Akralandi 1, Reykjavík. 89 ára 70 árg______________ Elnar Aðalsteinsson, Arahólum 4, Reykjavík. Gunnar Lúðvíksson, Seljahlíö llg, Akureyri. 50 árg__________________________ Ellen Helgadóttir, Grænuhlíö 11, Reykjavík. Helðrún Kristjánsdóttir, Svansvík, ísafiröi. Magnús Þór Magnússon, Baröaströnd 20, Seltjarnarnesi. Margrét Ármannsdóttir, Vesturbergi 183, Reykjavik. Ragnar Sigurgeirsson, Laugateigi 6, Reykjavík. Soffia Árnadóttir, Túngötu 11, Ólafsfiröi. Þórður A. Henriksson, Langholtsvegi 106, Reykjavík. 50 ára_________________________ Ásgeir Henning Bjarnason, Ægisbyggð 8, Ólafsfiröi. Guðjón Sigbjörnsson, Rfumóa 16, Njarövík. Helga Soffia Hólm, Engjavegi_6, ísafirði. Margrét Árnadóttir Auðuns, Fjölnisvegi 14, Reykjavík. Marinó Óskar Gíslason, Bugöulæk 14, Reykjavík. Marteinn Jónsson, Auðbrekku 8, Kópavogi. Nanna Ólafsdóttir, Logafold 131, Reykjavík. Ragnar Eyþórsson, Suöurgötu 62b, Akranesi. Sigurður Pálmason, Garöavegi 29, Hvammstanga. Sveinn Björgvin Larsson, Hliöarhjalla 65, Kópavogi. Tova Rorentina Óskarsdóttir, Silfurbraut 38, Höfn. 40 Jrg_________________________ Agnar Jónasson, Neskinn 7, Stykkishólmi. Brynja Dadda Sverrisdóttir, Bjarmahlíö 6, Hafnarfirði. Edda Svanhildur Holmberg, Hraunteigi 5, Reykjavík. Guðmunda J. Hermannsdóttir, Laufásvegi 11, Stykkishólmi. Halldór B. Brynjarsson, Hvammabraut 6, Hafnarfiröi. Júlíus Þór Sigurþórsson, Engihjalla 21, Kópavogi. Pétur Helgi Guðjónsson, Suöurgötu 15, Sandgeröi. Sólveig Bessa Magnúsdóttir, Innri-Hjarðardal, Flateyri. Smáauglýsingar 550 5000 Jaröarfarir Ásta Laufey Björnsdóttir, frá Ánanaust- um verður jarösungin frá Dómkirkjunni í dag, 27. júní kl. 13.30. Jóhannes Haraldsson, Mýrarvegi 111, Akureyri, veröurjarösunginn frá Akureyr- arkirkju 28. júní kl. 13.30. Lárus Arnórsson, Hlíðarhúsum 3, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudag- inn 28. júní kl. 13.30. Jóhann Guðmundsson, offsetprentari, Breiövangi 3, Hafnarfirði veröurjarö- sunginn frá Víöistaöakirkju í dag, 27. júní kl. 13.30. Útför Halldórs Sveinbjarnar Kristjáns- sonar, bónda aö Heynesi, sem lést 22.6. sl., fer fram frá Innra-Hólmskirkju laugard. 29.6. kl. 14.00. FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 DV Fimmtugur Kjartan Gunnar Kjartansson blaðamaður við DV Kjartan Gunnar Kjartansson, blaða- maður við DV, Bauganesi 39, Reykja- vík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Kjartan fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Skuggahverfmu. Hann var í Miðbæjarskólanum, lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskólanum í Von- arstræti, prófum frá framhaldsdeild gagnfræðadeilda við Lindarskólann, stúdentsprófi frá MR 1973 og BA-prófi í heimspeki og sagnfræði frá HÍ. Kjartan starfaði við verslun fóður síns, Kjartansbúð við Efstasund, á sumrin og með skóla, var háseti á sumrin á sanddæluskipunum ms Sandey og ms Perlunni hjá Björgun hf. 1972-80, starfaði við Dykemar Sykehus í Asker í Noregi 1977-78, var versiunarmaður við Kjartansbúð 1979-85, kennari við Héraðsskólann í Reykjanesi 1985-87 og hefur verið blaðamaður við DV frá 1987 þar sem hann hefur lengst af séð um afmælis- og ættfræðiskrif blaðsins. Kjartan æfði knattspymu með KR frá níu ára aldri og keppti í A-liðum fimmta, fjórða og þriðja flokks. Hann hefur unnið að félagsmálum á vegum KR og er einn af höfundum hundrað ára afmælisrits félagsins, var einn af stofhendum Torfusamtakanna, sat i stjórn Heimdallar, var formaður stjómmálanefhdar Heimdallar, var ritstjóri Stefhis, tímarits SUS, sat í stúdentaráði HÍ fyrir Vöku, félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta, var formaður stjómmálanefiidar Vöku, starfaði í Félagi frjálshyggjumanna, sat í Um- hverfismálaráði Reykjavíkurborgar, sat í stjóm Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi, situr í stjóm Prýðifélagsins Skjaldar, hverfafélags Skerjafjarðar sunnan flugbrautar og er varaformaður félagsins. Fjölskylda Kjartan kvæntist 15.8. 1986 Mörtu Guðjónsdóttur, f. 28.7.1959. Hún er rit- stjóri Kaþólska kirkjublaðsins og kennir við Landakotsskóla. Foreldrar hennar em Guðjón Andrésson, f. 29.3. 1933, bifreiðastjóri og ökukennari í Reykjavík, og k.h., Áma Steinunn Rögnvaldsdóttir, f. 5.5.1932, húsmóðir. Dóttir Kjartans frá því áður er Perla Ósk Kjartansdóttir, f. 6.4. 1979, nemi. Böm Kjartans og Mörtu eru Vil- hjálmur Andri Kjartansson, f. 20.9. 1982, nemi; Steinunn Anna Kjartans- dóttir, f. 1.3.1984, nemi. Systkini Kjartans era Vilhjálmur Þór, f. 28.12. 1943, verkfræðingur og lektor við HÍ, kvæntur Guðrúnu Hannesdóttur, forstöðumanni Starfs- þjálfunar fatlaðra; Magnús Rúnar, f. 7.6. 1946, leigubílstjóri í Reykjavík, kvæntur Jóhönnu Björk Jónsdóttur, þroskaþjálfa og hópstjóra; Anna, f. 4.11. 1949, staðgengill forstöðumanns þjónustuvers Landsbankans, ekkja eftir Sigurö 0. Pétursson, sérfræðing við útlánaeftirlit Landsbankans; Ingi- björg Ósk, f. 17.2.1957, leikskólakenn- ari og umsjónarmaður heilsdagsskóla við Landakotsskóla, gift Garðari Mýr- dal, eðlisfræðingi og forstöðumanni geislaeðlisfræðideildar Landspítala; Birgir, f. 16.3. 1962, vélvirki og starfs- maður Reykjavíkurborgar; Sveinn Sigurður, f. 6.7. 1967, framkvæmda- stjóri en kona hans er Stella Sæ- mundsdóttir kaupmaður. Foreldrar Kjartans: Kjartan Magn- ússon, f. 15.7.1917, d. 3.12. 1998, kaup- maður í Reykjavík, og k.h., Guðrún H. Vilhjálmsdóttir, f. 3.11. 1922, kennari og húsmóðir. Ætt Kjartan var bróðir Jóhannes- ar, föður Skúla, kaupmanns í Tékkkristal. Systir Kjartans var Rósbjörg, móðir Guðrúnar Beck, fyrrv. formanns Hvatar, og Þórólfs Beck knattspyrnu- manns. Kjartan var sonur Magnúsar, sjómanns á Hell- issandi og í Reykjavík, Sigurðs- sonar, sjómanns í Seiglu í Ólafsvík, Sigurðssonar, b. á Fróðá, Sigurðssonar. Móðir Magnúsar var Þóra Kristbjörg Magnúsdóttir, b. í Klettakoti, Einarssonar og Sigríðar Brandsdótt- ur. Móöir Sigríðar var Sigríður Jóns- dóttir, stúdents á Prestbakka, bróður Hannesar, pr. í Glamnbæ. Móðir Kjartans kaupmanns var Guðrún Jóhannesardóttir, b. í Vind- ási í Eyrarsveit, Bjamasonar, frá Norðursetu í Keflavík undir Jökli, Bjamasonar. Móðir Jóhannesar var Steinunn Jóhannesdóttir, frá Kinn í Staðarsveit, Sigurðssonar, og Ingi- bjargar Þórarinsdóttur. Móðir Guð- rúnar var Rósbjörg Hallgrímsdóttir, b. í Miðhúsum í Breiðuvík, Hallgrims- sonar, og Þorbjargar Þorkelsdóttur. Hálfbróðir Guðrúnar Vilhjálms- dóttur, samfeðra, var Óskar, fyrsti garðyrkjustjóri Reykjavikurborgar. Guðrún er dóttir Vilhjálms, húsa- smiðameistara i Reykjavík, hálfbróð- ur Gróu, móður Helga Sigurðssonar, verkfræðings og fyrsta hitaveitustjóra Reykjavíkur. Hálfbróðir Vilhjálms var Teitur á Ferjubakka, afi Teits Jón- assonar forstjóra og langafi Trausta Jónssonar veðurfræðings. Faðir Vil- hjálms var Ami, b. í Ausu, bróðu Jóns, fóður Gróu og Teits. Ámi var einnig bróðir Sigríðar, ömmu Guð- jóns Teitssonar, forstjóra Ríkisskipa. Ámi var sonur Jóns, b. í Ausu, Páls- sonar, b. í Ártúni, bróður Tómasar í Auðsholti, langafa Hannesar ritstjóra og Þorsteins hagstofustjóra Þorsteins- sona og Tómasar Guðmundssonar skálds. Móðir Viihjálms var Ingibjörg Teitsdóttir, ættfóður Teitsættar, bróð- ur Jóns í Efstabæ, langafa Magnúsar skálds og Leifs prófessors Ásgeirs- sona, og langafi Péturs Ottesen alþm. og Jóns Helgasonar ritstjóra. Móðir Guðrúnar var Þórey, systir ísleifs, fóður Jóns, organista og söng- stjóra, og Klemensar, fóður Guðjóns, læknis í Keflavík, foður Hallgríms læknis. Þórey var dóttir Jóns, b. í Jór- vik í Álftaveri, Jónssonar, b. í Jórvík, Einarssonar. Móðir Þóreyjar var Guð- ríður Klemensdóttir, b. á Suður-Fossi, Jónssonar. Kjartan er að heiman. Fimmtug_______________________________________________________ Lillý Valgeröur Oddsdóttir ritari Lillý Valgerður Oddsdóttir, ritari, Flókagötu 54, Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Lillý fæddist i Reykjavík og ólst þar upp. Hún stundaði nám við MT, KÍ og síðar við VÍ og starfar nú í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjölskylda Eiginmaður Lillýjar Valgerðar er Ingimar Jóhannsson, fiskifræð- ingur, f. 3. maí 1947, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Hann er sonur Jóhanns Friðrikssonar, for- stjóra í Reykjavík, sem er látinn, og Oddnýjar Ingimarsdóttur kaup- konu. Böm Lillýjar Valgerðar og Ingi- mars eru Vala, f. 28. janúar 1974, stjómmálafræðingur, í sambúð með Bjama Þ. Bjamasyni, verkfræðingi. Oddný, f. 30. apríl 1976, BA í þýsku og viðskiptafræðinemi. Oddur, f. 13. mai 1978, læknanemi, í sambúð með Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur, læknanema. Davíð Ólafur, f. 21. nóv- ember 1980, hagfræðinemi. Systkini Lillýjar Valgerðar eru Haraldur Oddsson, f. 15. apríl 1951, d. 24. janúar 1972; Runólfur Odds- son, framkvæmdastjóri f. 29. júní 1956, hans kona er María Holbickova, kaupmaður og þau eiga soninn Harald, f. 15.4. 1997; Vala Agnes Odds- dóttir, f. 24. apríl 1965, tækniteiknari og á hún tvo syni, Geir A.J. Legan, f. 24.3. 1989 og Odd Ólaf Georgsson f.21.11.1996. Ólafur Odds- son, f. 13. maí 1943, menntaskóla- kennari í Reykjavík, kvæntur Hall- dóru Ingvadóttur framkvæmda- stjóra og eiga þau þrjár dætur, Guð- rúnu Pálínu, f. 15. mars 1977, og Helgu Guðrúnu, f. 19. apr- il 1979, auk þess sem stjúpdóttir Ólafs er Anna Kristín Pétursdóttir, f. 18. apríl 1969; Davíð Odds- son, f. 17. janúar 1948, for- sætisráðherra, kvæntur Ástríði Thorarensen hjúkrunarfræðingi og eiga þau einn son, Þor- stein, f. 12. nóvember 1971. Foreldrar LiUýjar Valgerðar: Oddur Ólafsson, f. 11. maí 1914, d. 4. janúar 1977, læknir í Reykjavík, og Ólöf Runólfsdóttir, f. 14. mars 1931, húsmóðir. Fimmtugur Ragnar Birgisson aðstoðarforstjóri Norðurljósa Ragnar Birgisson, aðstoöarforstjóri Norðurljósa, Kríunesi 14 í Garðabæ, er fimmtugur i dag. Starfsferill Ragnar fæddist í Reykjavík 27. júní 1952 og ólst upp í höfuöstaðnum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1972, prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Is- lands 1976 og prófi í rekstrarhagfræði (MBA) frá London Business School 1979. Hann starfaði hjá Framkvæmda- stofnun ríkisins 1975-1976. Var fram- kvæmdastjóri Sana á Akureyri 1977, forstjóri Sanitas hf. 1979-1989, fram- kvæmdastjóri og meðeigandi að Opal hf. 1989-1996, framkvæmdastjóri Skif- unnar hf. 1996-2000 og aðstoðarfor- stjóri Norðurljósa hf. frá árinu 2000. Ragnar sat í stjóm Félags íslenskra iðnrekenda 1988-1993. Hann var í aö- alstjórn Verslunarráðs Islands 1992-1996 og á sama tíma einnig í sam- bandsstjóm Vinnuveitendasambands íslands. Hann var í endurvinnslu- nefnd iðnaðarráðuneytisins 1988-1989 og formaður einkavæðingarnefhdar Verslunarráðs íslands 1994. Þá var hann i stjóm Sambands hljómplötu- framleiðenda (SHF) frá 1997 og for- maður síðan 2000, einnig í stjóm Sam- bands flytjenda og hljómplötufram- leiðenda (SFH) frá 1997 og formaður frá 2001. Auk þess hefur hann verið í stjóm Innheimtumiðstöðvar gjalda (IHM) frá 2001. Fjölskylda Ragnar kvæntist 23.8.1975 Guðrúnu Eddu Pálsdóttur, flugfreyju, f. 20.1. 1953. Þau skildu. Foreldrar hennar eru PáU G. Jónsson, fyrrverandi for- stjóri, f. 1933 og Oddný Kristinsdóttir, húsmóðir, f. 1933. Ragnar kvæntist aftur 8. ágúst 1998 Önnu Margréti Halldórsdóttur, f. 29.10.1966. Foreldrar hennar eru Hall- dór Hjálmarsson, arkitekt, f. 14.5.1927 og Steiney Ketilsdóttir, snyrtifræðing- ur f. 26.6. 1931, d. 4.10. 1995. Sonur Ragnars og Guðrúnar Eddu er Páll G. Ragnarsson, sölumaður, f. 27.9. 1976. Hann er kvæntur Huldu Kristinu Sigmarsdóttur, húsmóður, f. 21.12. 1977. Þau eiga soninn Hauk Daða f. 25.2. 2001. Böm Ragnars og Önnu Margrétar eru Valdís Blöndal, f. 26.6. 1992, Halldór Örn Blöndal, f. 7.5. 1994 og Birgir Steinn Blöndal, f. 11.10. 2000. Systkini Ragnars eru Nina Kristin Birgisdóttir, flugfreyja, f. 10.4. 1949, gift Pétri Lúðvígssyni, lækni, f. 1945, þau eiga 2 böm; Gunnar Birgisson, verkfræðingur, f. 11.2. 1954, kvæntur Fríðu Hermannsdóttur, f. 1955. Þau eiga 3 böm. Foreldrar Ragnars: Birgir Frí- mannsson, verkfræðingur, f. 14.4. 1926, d. 24.1. 2001 og Valdís Blöndal, leiðsögumaður f. 17.2.1924. Ætt Birgir, faðir Ragnars, var sonur Frímanns Ólafssonar, forstjóra Hamp- iðjunnar, f. 31.10. 1900, d. 8.1. 1956 og Jónínu Guðmundsdóttur, húsfreyju, f. 3.11. 1902, d. 22.5. 1978. Frímann var sonur Ólafs Ólafsson- ar í Hrísakoti, Helgafellssveit, síðar í Stykkishólmi og síðast í Reykjavík f. 14.1.1854, d. 4.6.1932 og Málfriðar Jón- asdóttur, bústýra, f. 22.7. 1864, d. 20.8. 1921. Jónína var dóttir Guðmundar Þór- ólfssonar, trésmiðs í Stykkishólmi, f. 18.1. 1867, d. 17.11. 1921 og Þorgerðar Guðrúnar Sigurðardóttur, húsfreyju, f. 2.11. 1879, d. 14.12. 1964. Valdís, móðir Ragnars, var dóttir Ragnars Halldórs Blöndal Hannesson- ar, forstjóra stórverslunar Ragnars Blöndal hf. í Austurstræti 10 í Reykja- vík, f. 3.5. 1901, d. 29.6. 1943 og konu hans, Dse Blöndal Luchterhand, hús- freyju, f. 17.8.1903, d. 17.8.1987. Ragnar Halldór Blöndal var sonur Hannesar Gunnlaugssonar, Blöndal Stephensen, skálds og verslunar- manns á Akureyri, Isafirði og í Hjörs- ey, síðar ritstjóra í Winnipeg og bankaritara í Reykjavík, f. 25.10.1863, d. 9.9.1932 og Sofiíu Blöndal Jónatans- dóttur, húsfreyju, f. 2.7. 1872, d. 23.4. 1943. Ilse var dóttir Marie og Paul Luchterhand, sem búsett vora í Þýskalandi. Ragnar Birgisson og fjölskylda hans verða að heiman á afmælisdag- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.