Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 DV Fréttir Vinstri grænir vilja hærri skattleysismörk til að bæta hag tekjulágra: Svakalegt kerfi - segir Steingrímur J. - formaður SUS vill 10% tekjuskatt í einu þrepi Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir erfitt að verja að skatt- leysismörk hangi ekki einu sinni í verðlagi. Þá sé um að ræða beina kaupmáttar- skerðingu og sýni þróunin að ójöfnuður hafi aukist. „Þetta sýnir kaldrifjaðar áherslur þessarar hægri stjórnar í skattamálunum. Menn lækka prósentur og létta á hátekjufólki og fyrir vikið verður ríkið af peningum sem ann- ars hefði verið hægt að nota til að lyfta skattleysismörkunum," segir Steingrímur. Skattleysismörkin hafa setið eftir á síðasta áratug að mati Félags eldri borgara. Félagið hefur reiknað út að samkvæmt verðlagi ættu mörkin að vera rúm 82.000 krónur en samkvæmt launa- vísitölu rúm 105.000 miðað við 54.000 króna mörkin árið 1990. Steingrímur segist tals- maður þess að hækka skatt- leysismörkin og taka upp fjöl- þrepaskattakerfi þannig að þeir tekjulægstu greiði ekkert en næsti hópur e.t.v. 15-20% í skatt. Síðan gæti þetta stigvaxið í allt að 50% af tekjum hjá þeim tekjuhæstu og tekur Steingrímur mið af stefnu ýmissa Norðurlandaþjóða í þessum efnum. „Það er svakalegt að bótaþegar skuli þurfa að greiða skatt af því smáræði sem þeim er úthlutað," segir Stein- grímur. Eitt skattþrep fyrir alla Ungir sjálfstæðismenn eru á allt öðru máli og vilja að skattkerfið sé einfalt og gagnsætt og gangi eitt yfir alla burtséð frá tekjum. Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir það baráttumál að lækka tekjuskattspró- sentuna niður í allt að 10% í stað þess að hækka skattleysismörkin. Hug- myndir SUS miði að einu skattþrepi fyrir alla og telja ungir sjálfstæðis- menn að slík ráðstöfun myndi hafa örvandi áhrif á hagkerfið. Hins vegar sé ljóst að aukið aðhald þurfi í ríkis- rekstri til að slikt markmið náist. Hvað varðar tekjulægsta hópinn segir Ingvi Hrafn að aukinn hagvöxt- ur samfara skattabreytingunum myndi koma öllum til góða og þar á meðal þeim sem minnst mega sín. Einnig sé unnið að mikilvægum breytingum á lífeyrissjóðakerfinu sem nýtast muni eldri borgurum i framtíðinni. Ekki náðist í Geir Haarde fjár- málaráðherra vegna málsins. -BÞ Steingrímur J. Sigfússon. Katla hristist áfram: Óvenjumikil skjálftavirkni „Skjálftavirknin í Mýrdalsjökli hefur verið óvenjumikil að undan- fórnu,“ segir Erik Sturkell, jarðfræð- ingur á Veðurstofu íslands. Hann segir að á mánudag hafi mælst 21 skjálfti og virkni hafi haldið áfram í miðri Kötluöskjunni og undir Goða- bungu. Erik segir að venjan hafi ver- ið sú undanfarin ár að ekki hafi orð- ið vart við mikið af skjálftum fyrr en síðsumars og á haustin vegna létting- ar jökuifargsins í sumarbráönun. í vetur og það sem af er sumri hafi skjálftar hins vegar verið nær stöðugt í gangi. Hann segir jarðvís- indamenn þó ekki merkja neitt sér- stakt sem bendi til þess að stórtíð- inda sé að vænta í Kötlu. Frá því á miðnætti í fyrrinótt og fram undir nónbil i gær komu fram fjórir skjálftar, sá stærsti upp á 2 á Richterkvarða. Skömmu fyrir mið- nætti á fimmtudag mældust þrír skjálftar með stuttu millibili upp á 2,2 og 2,6 á Richter. Þann dag voru skráðir sjö minni skjálftar i jöklinum til viðbótar. Margir skjálftanna hafa verið í Kötluöskjunni, en þeir stærstu hafa verið vestan í Goða- bungu og við jökulröndina við Fimm- vörðuháls. Flestir skjálftanna mælast á um eins kílómetra dýpi. -HKr. L»v-MTiNU ruuKUUK ntmASON Sklpt um gler í stærsta glugga Suöurlands Þessa dagana er veriö aö skipta um gler í helmingl gluggans sem er suöurhliö byggingar Fjölbrautaskóla Suöurlands. Sá hluti sem skipt er um gler í er eldri hluti byggingarinnar, 16 ára gamall. Gleriö í skólanum er þrefalt. Á milli tveggja innri laganna er plastfilma sem hefur veriö aö gefa sig í þeim hluta sem nú er veriö aö skipta um. Þaö hefur valdið vandræöum, móöu á milli glerja og leka sums staöar. Alls er skipt um 118 rúöur. Hver um sig veguryfir ÍOO kíló svo notaöur er krani viö aö taka þær ónýtu úr og koma þeim nýju I. Ný aðferð notuð við malbikun á íslandi: Mun hagsýnni og umferðarvænni leið Gatnamálastofa Reykjavíkur hef- ur undanfarið nýtt sér í auknum mæli nýja tækni í malbikunar- framkvæmdum og er talið að sú að- ferð sé mun hagsýnni og umferðar- vænni en áður. í stað þess að fræsa upp götur og leggja síðan 4 cm þykkt malbik ofan í það sem fræst er, þá er malbikið hitað svo það verði lausara í sér. Síðan er það rif- ið upp og jafhað út áður en það, þ.e. sama malbik, er lagt á ný. Ofan á það er síðan lagt 2 cm þykkt lag af nýju malbiki. Sævar Jónsson, framkvæmda- stjóri Loftorku, sem sér um malbik- unarframkvæmdir fyrir bæði Vegagerðina og sveitarfélögin, seg- ir að þessi aðferð sé nokkuð frá- brugðin hefðbundinni malbikun á Islandi. „Þetta er gert í samvinnu við stórt, sænskt verktakafyrirtæki að nafni NCC. Þetta er sjöunda sumarið sem við erum í samstarfi við fyrirtækið en það hefur aldrei verið meira en nú í ár,“ segir Sæv- ar og bætir við að það sé sænska fyrirtækið sem skaffar vélarnar sem notaðar eru. „Þetta er gríðar- stór gasvél sem notuð er til að hita malbikið og síöan tækið sem rífur malbikið af yfirborðinu og jafhar Vélin frá Svíþjóö Hér sjást malbikunarframkvæmdir á Hringbraut í vikunni og var nýja aö- feröin notuö í þessu tilviki. það út í hjólfor. Þessi vél kemur og fer eftir þörf frá Svíþjóð en notkun á þessari aðferð er klárlega að aukast," segir Sævar. Að sögn Sævars er Vegagerðin og borgaryfirvöld afar sátt við ár- angurinn sem kominn er enda er þessi aðferð mun ódýrari en hin. „Það er ekki bara það að hægt sé að leggja mun fleiri fermetra með þessari aðferð heldur en hinni fyr- ir sama pening heldur kemur þetta í veg fyrir að götur verði fræstar. Þ.a.l. losnar fólk við allt sem fylgir því, t.a.m. hvassar brúnir," segir Sævar. -vlg Úrskurður kærunefndar kostar sitt: Milljónabætur til Hrafnhildar Úrskurður kærunefndar jafnréttismála verður kostnað- arsamur fyrir Leikfélag Akur- eyrar þar sem fordæmi eru fyr- ir 6 mánaða launum í bætur gagnvart þeim sem brotið er á. Hrafnhildur Hafberg var að mati kærunefndar hæfari um- sækjandi en Þorsteinn Bach- mann sem leikhúsráö LA réð sem leikhússtjóra í vor. Hún hyggst leita réttar sins en seg- ist ekki hafa ákveðið kröfu- gerðir sinar í kjölfar úrskurðar- ins. Leikhúsráð hefur þá tvo kosti að semja við Hrafnhildi eða skjóta málinu fyrir dóm. Samkvæmt heimildum DV gæti Hrafnhildur krafist á þriðju milljónar króna í bætur. Hrafnhildur segist ákaflega hamingjusöm vegna úrskurðar- ins. Hún hafi búist við að verða talin jafnhæf en það hafi komið þægilega á óvart að hún skyldi úrskurðuð hæfari en Þorsteinn. Málið hafi á vissan hátt verið Frá Akureyri. sérstætt vegna stöðu formanns leikhúsráðs, Valgerðar Bjarnadótt- ur, sem jafnframt er framkvæmda- stýra Jafnréttisstofu. Hrafnhildur segist hafa látið eigin réttlætis- kennd ráða og niðurstaðan sé per- sónulegur sigiu- fyrir sig og jafnrétt- ismál í landinu. Ekki alls fyrir löngu samdi Akur- eyrarbær við Valgerði um milljóna- bætur vegna brota á jafnréttislögum sem bærinn var talinn hafa framið gagnvart henni. Brotin náðu til þess tíma er Valgerður gegndi stöðu deildarstjóra hjá bænum. DV-MYND GYLR GUÐJÖNSSON Sá stærri valt Malarfiutningabíil fór út af fjölförn- um þjóðvegi í gærdag. Vesturlandsvegur: Malarbíli valt Um þrjúleytið í gær lentu í árekstri malarflutningabíll og fólks- bíll á Vesturlandsvegi, skammt sunnan Suðurlandsvegar. Ekki var ljóst hvað olli óhappinu en malar- flutningabillinn valt upp fyrir Vest- urlandsveginn. Ekki urðu alvarleg slys á fólki. Að sögn lögreglunnar varð sams konar óhapp er vörubíll og fólksbíll rákust saman á braut- inni fyrir tveimur dögum og valt vörubíllinn. -GG Slagsmál í Kópavogi: Tvennum sög- um fer af hver átti upptökin Ungur maður var handtekinn við pitsustað í Kópavogi aðfaranótt fimmtudags eftir að hringt hafði verið i lögreglu og beðið um aðstoð. Maðurinn, sem var með rörbút í höndum þegar lögreglan kom á vett- vang, gaf þær skýringar að honum hefði „tekist að afvopna“ þá sem réðust á hann. Þess vegna hefði hann verið með rörbútinn. Lögregl- an setti manninn í fangageymslur og hefur hann grunaðan um ölvun á almannafæri, eignaspjöll við pitsu- staðtnn, hótanir og brot gegn vald- stjórninni, það er ólæti við lögreglu- menn. Maðurinn segist hafa sjálfur hringt og beðið um aðstoð lögreglu og telur að starfsfólk staðarins hafi ráðist á sig og verið búið að flýja inn og læsa á eftir sér þegar lög- reglubíll kom. Samkvæmt upplýsingum DV liggja hins vegar fyrir gögn um að starfsfólk pitsustaðarins hafi orðiö fyrra til að hringja og biðja um að- stoð. Hinn handtekni kveðst telja að þeir sem réðust á hann væri starfs- fólk pitsustaðarins. Þetta er ekki í samræmi við það sem lögregla telur sig hafa fengið fram og segir að mál- ið sé í rannsókn. -Ótt ísafjörður: Líkamsárás í loðnuskipi íslendingur var fluttur til Reykja- víkur með sjúkraflugi í gærmorgun alvarlega slasaður eftir að hafa lent í blóöugum átökum um borð í norska loðnuskipinu Kings Bay í ísafjarðarhöfn nóttina áður. Einn skipverji var fluttur á lögreglustöð til yfirheyrslu. Skipið var kyrrsett vegna rann- sóknar málsins. Yfirheyrslur vegna málsins stóðu yfir hjá Lögreglunni á ísafirði í gærkvöld og var ljóst að þær myndu standa yfir fram að miðnótt. Á meðan þeim var ólokið treysti lögreglan sér ekki til að segja til um hve lengi skipið yrði kyrr- sett. -sbs Keflavík: Eldur í undirfötum Slökkvilið í Keflavík var kallað út rétt um klukkan átta í gærkvöldi vegna elds í tískuvöruverslunni Gallery Förðun við Hafnargötu. Þar á bæ eru meðal annars seld undirföt. Óljóst var þegar blaðið fór í prentun hverjar skemmdir voru, enda stóð slökkvistarf þá enn sem hæst. -sbs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.