Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Blaðsíða 40
44 Helqarblacf 33 V LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 Sakamál Umsjón Páll Asgeir Ásgeirsson Klaufabárður myrti konu Fí/r/'r kemur að tili/iljanir qrípa inn íatburða- rás á svo ótrúlegan hátt að væru þær settar inn ískáldsögu mundi höfundurinn þgkja hafa skotið langt gfir markið og saga hans ótrúverð og illa samin. En það sem kom fgrir rithöfund, að vísu heldur lítilsigldan, hefði þótt óprenthæft ískáldskap eftir hann en samt var engu líkara en að brenglað hug- mgndaflug hans hefði leitt hann íógöngur og fórnarlamb gfir íeilífðina. RITHÖFUNDURINN, SEM HÉR UM RÆÐIR, býr í Ástralíu og hefur fengið eina smásögu eftir sig birta í tímariti í heimalandinu og einnig var hún seld í önnur rit í fleiri löndum. Höfundurinn tók sér lista- mannsnafniö Alice Adams, sem er kvenmannsnafn, en í þjóðskránni heitir hann Michael Shand Walker. Hann er nú vel þekktur um gjörvalla Ástralíu, ekki sem rithöfundur heldur sem einstakur aulabárður sem myrti konu þegar hann vanhagaði um lík af karl- manni. En áður hafði hann skipulagt vel heppnaða glæpi og svikastarfsemi og var laginn að plata út tryggingafé. Rithöfundurinn var með allan hugann við að græða mikið á skömmum tíma og snerist líf hans að miklu leyti um það. Þegar hann var fertugur að aldri skipu- lagði hann glæpinn sem kom honum í koll og fang- elsi. Michael þjáðist af sjúkdómi sem lagðist í innra eyrað og olli jafnvægistruflunum. Hann gekk að nokkru leyti fyrir róandi lyfjum. Hjónaband hans var í rúst og konan hlaupin frá honum með tvö börn þeirra, því hún þoldi ekki óheiðarleika hans og hátt- erni. Sjúkleikinn ágerðist og lengi dróst hjá honum að leita til sérfræðings. En þegar hann var loks búinn að panta tima hjá lækni í Sidney, en Michael bjó í Queensland, framdi hann morð og var kominn undir lás og slá þegar hann átti að mæta hjá honum. Meöan hann beið eftir að komst i rannsókn og með- ferð lifði hann á félagslegum bótum og bjó í hrörlegu gistiheimili i úthverfi Sidney. En hann sá fram á betri tið og var aö undirbúa fjáröflunarleið sem átti að gera hann ríkan. Michael var ókunnugur í borg- inni og ráfaði um göturnar til að stytta sér stundir. Hann var gripinn ofsóknaræði eftir að vera rændur tvisvar. Þá keypti hann sér skammbyssu til að verja sig fyrir óvönduðum bófum. Hann skrapp til Queens- land til að heimsækja bömin sín en eiginkonan fyrr- verandi sá svo um að hann hitti þau varla. Ekki skán- aði geðheilsan við það. En hann hafði fleira fyrir stafni og fór til lögfræð- ings síns og lét breyta erfðaskránni. Konan var strik- uð út og frændi sem bjó í Skotlandi var gerður að fjár- haldsmanni búsins. Að vísu var ekki af miklu að taka eins og á stóð en það stóð til bóta. Hann skildi einnig eftir innsiglað bréf sem stílað var á skoska frændann. í þvi voru leiðbeiningar um meðferð dánarbúsins. Undirstrikað var sérstaklega að likið yrði brennt hið fyrsta því rithöfundurinn sagðist óttast skelfilega mikið að vakna upp í kistu sinni eftir greftrun. Morðinginn fór kynjavillt Svo var það þegar fór að hausta á suöurhveli í maí- mánuði að Michael vafði skammbyssuna sína inn I handklæði og stakk pakkanum 1 skjalatösku og labb- aði sér út í leit að leigubil. Wendi Bell ók leigubíl og var að verða sextug þeg- ar hún mætti örlögum sínum. Hún var vel liðin af starfsfélögum sínum og þegar hún átti ekki eftir nema nokkra mánuði til að komast á eftirlaun hliðr- uöu þeir til fyrir henni og létu hana fara fremst í í stað karls biðraðir með bíl sinn til að auka tekjur hennar þvi hún var að safna sama áöur en hún færi að þiggja lé- legan lífeyri. Einnig söfnuðu starfsfélagarnir í dálít- inn sjóð sem þeir ætluðu að gefa Wendi á sextugsaf- mælinu. Hún var nýbúin að lýsa áhyggjum sínum af því að kannski kæmist hún ekki lifandi frá Sidney því al- gengt var að ráðist væri á leigubílstjóra og þeir rænd- ir. En hún ráðgerði að flytja úr borginni og í bæ þar sem hún gæti stundað sína uppáhaldsiðju, að sigla. Þegar Michael kom að leigubílastöðinni ætlaði hann að taka bíl þar sem bílstjórinn væri karl á hans afdri. En þá kom Wendi fram fyrir og hann neyddist til að fara upp í hennar bil til að vekja ekki óþarfa at- hygli. Sú tilviljun varð afdrifarík. Mánuði áður hafi Michael líftryggt sig fyrir 800.000 pund. Áætlun hans var að láta líta út fyrir að hann væri dauður og hann ætlaði síðan að hirða líftrygg- inguna úr eigin dánarbúi. Þess vegna átti frændi í Skotlandi að vera fjárhaldsmaður búsins. Rithöfund- urinn gerði nákvæma lýsingu á aðgerðinni, sem fannst síðar. Hann ætlaði að myrða mann og koma því þannig fyrir að skilríki sýndu að líkið var af Michael Shand Walker og þá yrði líftryggingin greidd. Hann ætlaði að taka leigubíl og velja bílstjórann þannig að hann væri á svipuðum aldri og hann sjálf- ur og líkur að vexti. Bílstjórinn átti að aka að tiltekn- um kirkjugarði og þar átti að taka hann af lífi. Lík- inu ætlaði Michael að aka heim á gistiheimilið og geyma það þar í saltvatni þar til frekari ráðstafanir væru gerðar. Líkið átti að gera illþekkjanlegt og af- mynda andlitið rækilega og taka skyldi tillit til að Michael var með ör eftir botlangaskurð en fórnar- lambið líkast til ekki. Likið átti að klæða í fot af morðingjanum og setja armband um úlnlið þar sem nafn og sjúkdómur Michaels voru skráð. Síðar átti að koma leigubílnum fyrir og fara með líkið um borð í ferju og kasta þvi fyrir borð og helst á þann veg að það færi í skrúfuna og þar í spað. Þá ætlaði hugmyndaríki rithöfundurinn að fara aftur heim til Queensland og bíða eftir að frændinn kæmi frá Skotlandi til að fá líftrygginguna útborgaða. Með fylgdi innkaupamiði þar sem tekið var fram hvað þyrfti að kaupa til að aðgerðín heppnaðist. Kona í stað karls Þegar Michael var kominn inn í leigubílinn, sem þéttholda kona ók í stað fertugs karlmanns, kom fát á tilvonandi morðingja og auðmann. Hann bað hana að aka að kirkjugarðinum þar sem hann æltaði að myrða bílstjórann. Á leiðinni hóf hann samræöur við konuna og komst að því að hún væri einhleyp og ætti engan að. Það voru hennar mistök að skýra frá því sem viðskiptavininum kom náttúrlega ekkert við. í fyrstu bað hann Wendi að aka að verslun þar sem hann ætlaði að kaupa hljómflutningstæki. Síðar sagöi hann lögreglunni að hann heföi ætlaö að greiða bíl- inn með bankakorti en Wendi hafði engan posa í bíl sínum og vildi peninga og ekkert múður. Þeim sinn- aðist og endaði snerran með því að konan tók stefnu á næstu lögreglustöð. Hún ók hratt og tók fram úr mörgum bílum. Síðan snögghemlaði hún og kastaöist þá farþeginn og taska hans til og skammbyssan hrökk úr henni, að hans sögn. Skot hljóp úr byssunni og í bak Wendiar og stansaði í hjartanu. Hún dó sam- stundis. En billinn hélt áfram og reyndi farþeginn að stýra honum en það tókst ekki betur en svo að hann lenti utan í kyrrstæðum bU og þar með var ökuferðinni lokið. Frásögn morðingjans var ekki trúverðug og þegar uppvíst varð að samtal bUstjóra og farþega var tU á hljóðbandi í leigubUastöðinni koma annað í ljós. Wendi ók manninum fram og tU baka og sýndi gjald- mælirinn að sá akstur stóð yfir drykklanga stund. Þá heimtaöi farþeginn að sér yrði ekiö að kirkjugarðin- um. Þá fór eitthvað á mUli þeirra sem varð tU þess að konan opnaði stöðugt fjarsamband við bUastöðina. Þar heyrðist þegar farþeginn sagði að hún hefði kall- að þetta sjálf yfír sig og að hann hefði ekki ætiað að þetta færi svona. Þá hrópaði Wendi á hjálp og var greinUega mjög óttaslegin. Michael Walker reyndi fyrir sér sem rithöfundur en endaði með því að verða sjálfur frásagnarefni. BUstjórar sem urðu á vegi leigubUsins þessar min- útur báru að honum hefði verið ekið mjög skrykkjótt á leiðinni á næstu lögreglustöð. Þá skaut Michael bU- stjórann tveim skotum. Úr aftursætinu reyndi hann að koma holdmikUli konunni úr ökumannssætinu en hún var með fótinn á bensíngjöfinni og endaði öku- ferðin á vegg lögreglustöðvarinnar. Morðinginn var undir áhrifum lyfja og ruglaður þegar hann var yfirheyrður og þóttist ekki muna eft- ir neinu. Síðan viðurkenndi hann að hafa miðað byss- unni á konuna og tekið í gikkinn en sagðist ekki gera sér grein fyrir hvers vegna. Enn síðar viðurkenndi hann að hafa skotið Wendi að yfirlögðu ráði. Hann var margsaga um atburðinn og reyndi að halda þvi fram að plöggin sem geymdu allar hans ráðagerðir væru aðeins uppkast að nýrri sakamálasögu. En margar vísbendingar bentu tU annars. Klefafélaga sínum sagði Michael að hann hefði ákveðið að ryðja konunni úr vegi þegar hún sagði honum að hún byggi ein og ætti sér enga fjölskyldu. Þá fannst honum tryggara aö „taka hana úr sambandi". Tveim mánuðum fyrir réttarhöldin slapp Michael úr gæsluvarðhaldinu i bU sem sótti óhreinan þvott. Hann hvarf sjónum manna í tvær vikur og fannst þá nærri heimaslóðum sínum í Queensland. Fyrrverandi eiginkona morðingjans bar í réttarhöldunum að hann hefði áður svik- ið út tryggingafé og hún hefði tekið þátt í svikunum. Eitt sinn ætiaði hann láta líta svo út að hún hefði farist i flugslysi en meiningin var að taka litla vél á leigu og drepa flug- manninn og kveikja í flugvélinni og ná út trygg- ingafénu. Hún sagöi mann sinn vera snarklikkaðan að láta sér detta önnur eins vitieysa í hug. Árið 1993 vann Michael i stórverslun sem örygg- isvörður. Þá sviku þau hjónin út allgóðar fjárhæðir. Frúin klæddist karlmannsfotum og fór í verslunina þar sem maðurinn var á næturvakt og sló hann í höfuðið með borvél. Hann fékk 24 þúsund pund i bætur frá tryggingafélagi vinnuveitanda og 17 þús- und pund frá verkalýðsfélagi sínu fyrir þjáningar og heilsutjón. Árið eftir kveikti hann í húsi þeirra hjóna og var aðferðin sú að bleyta tuskur í matarolíu og leggja á eldavélarplötur og forða sér sem lengst í burtu áður en eldur varð laus. Þetta gekk allt eftir áætlun og fengu hjónin 160 þúsund pund í tryggingabætur. Fyrir þessi svik var bætt fimm ára fangelsisdómi í viðbót við nítján árin sem hann hlaut fyrir morðið á Wendi Bell. Vegna bágrar andlegrar heilsu er bú- ist við að fangelsisvist Michaels verði stytt en samt mun hann aldrei verða látinn laus fyrr en í fyrsta lagi árið 2011. Starfsfélagar Wendijar heiðruðu minninu hennar með því að aka bílum sínum á eftir kistunni á leið í kirkjugarðinn og er það lengsta röð leigubíla sem sést hefur á götum Ástralíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.