Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Blaðsíða 29
LAUCARDAGUR 13. JÚLf 2002
H elcjO rblaö DV
29
það trúir þvi enginn þegar ég segi að ég sé dauðfeim-
inn.“
Ferðu kannski í einhvern karakter?
„Þegar ég er að spila þá fer ég í karakter, það er al-
veg á hreinu. Þá breytist ég í einhvem töffara, verð
ofboðslega svalur og er með einhverja stæla.“
Þú lendir aldrei í neinni hlutverkaspennu þ.e. hver
þú átt að vera hverju sinni?
„Ég er orðinn svo vanur að fást við þetta. Þessi
karakter er bara hluti af mínu lífi.“
En hver ertu þá?
„Ég er bara Helgi,“ svarar hann feimnislega og
greinilega undrandi á spumingunni.
Kynlíf, dóp og rokk og ról
Sex, drugs and rock and roll. Er eitthvað til i þessu?
„Það hlýtur að vera. Maður les alla vega um það í
blöðunum,“ segir Helgi og bendir á tónlistartímarit
sem liggur á borðinu okkar.
En hver er þín reynsla? spyr ég mátulega ýtinn.
„Já og nei. Ég hef lifaö kynlifi eins og flestir og
prófað vímuefni en ég hef aldrei dottið ofan í neina
neyslu. Ég prófaði þetta á hippaárunum en þegar
maður eldist gengur þetta ekki. Mér finnst gaman að
drekka vín þegar ég er í góðum félagsskap. Ég hef
heyrt margar dópsögur af mér og hljómsveitinni. Ég
man að við áttum einu sinni að spila á Gauknum árið
1994 og á þessum tíma var ég með magasár. Ég hafði
nokkrum sinnum komið fram á sviði þrátt fyrir að
vera með mikla verki og því ákvað ég að láta slag
standa og klára giggið þrátt fyrir sársaukann. Síðan
byrjuðum við að spila og ég finn um leið að ég klára
ekki þessa tónleika. Mér sortnaði fyrir augum og fékk.
mér sæti fyrir framan trommusettið en hélt samt
áfram að syngja. Eftir smá stund fann ég að þetta
gengi ekki og náði mér í vatnsglas og sturta því yfir
mig um leið og ég strunsa í gegnum áhorfendaskar-
ann. Ég fer beinustu leið upp á loft og þar líður yfir
mig í einhverju bakherbergi. Svo kemur sjúkrabíll og
sækir mig og ég kemst undir læknishendur. Það mun-
aði ekki miklu að ég hefði dáið en ég var búinn að
missa mikið blóð. En um leið byrjuðu sögurnar að
fara á kreik: „Helgi Björnsson tekur of stóran skammt
á tónleikum." Allar fréttastofur virtust hafa griðar-
legan áhuga á málinu þannig að ég veitti viðtal, liggj-
andi í rúminu mínu á sjúkrahúsinu og sagði frá því
sem gerðist í raun og veru. En þetta er svona dæmi
um sögumar sem ég hef heyrt og þær eiga ekki viö
nein rök að styðjast.
Ég veit alveg að ég var og er nett flippaður á svið-
inu og kannski í einhverjum fríkuðum stellingum.
Snemma varð þessi sviðspersóna til sem ég sýni á
tónleikum og ákveðnar sögur komust á kreik um að
ég væri á bólakafi í dópi en ég var bara að lifa mig
inn i tónlistina. Og ég hef eiginlega ekkert gert til að
slá sögurnar niður. Ég hef ýtt undir þær frekar en
hitt. Þetta er hluti af rokkímyndinni, þessi dulúð.“
Ertu þá að leika þér að hlutverki rokkstjörnunnar?
„Já, oft er ég að því. Eins og Svavar Gests sagði ein-
hvern tímann þegar hann var að spila á einhverjum
stað úti á landi: „Strákar, ekki láta nokkum mann sjá
ykkur fyrir ball, ef það gerist er ljóminn farinn."
Þetta var alveg rétt hjá honum. Það er miklu
skemmtilegra þegar hljómsveitin er að koma úr borg-
inni og bæjarbúar bíða spenntir. Síðan kemur bandið
fram um kvöldið, böðuð sviðsljósum og allir ærast,
bæði hljómsveitin og áhorfendur. Það sama myndi
ekki gerast ef þú færir út í búð og þar stæði Raggi
Bjarna við kjötborðið og boraði í nefið. Hann myndi
einhvern veginn missa ljómann. Þetta vissi Svavar
Gests fyrir öllum þessum árum síðan.“
Ég trúi á hjónabaiidið oklíar
Þú ert búinn að búa með sömu konunni í mörg ár
og á dpgunum kvæntist þú henni loksins. Hefur
aldrei verið erfitt að standast allar þær freistingar
sem óneitanlega hljóta að fylgja rokklífeminu?
„Jú, jú. Auðvitað hefur þetta oft verið erfitt en ég
á líka enga venjulega konu og einhvern veginn hef-
ur strengurinn á milli okkar aldrei slitnað. í raun
hefur þetta gengið furðuvel miðað við allar fjarvist-
imar sem kannski voru af hinu góða.“
Hvenær kynntust þið?
„Við kynntumst árið 1977. Við féllum bæði fyrir
hvort öðru og ég held að þetta hafi verið ást við
fyrstu sýn. Ég man að hún var að kenna á ísafirði
þennan vetur og eins og kemur fram i texta sem ég
samdi fyrir löngu þá dönsuðum við tangó eina
haustnótt og sváfum síðan saman eins og lög gera
ráð fyrir á íslandi. Þannig að þetta byrjaði með stór-
um smelli."
Hvað heillaði þig við hana?
„Hún var falleg, framandi, spennandi og það var
einhver undarleg angan sem heillaði vitin. Einhvem
tímann var mér sagt að það væri undirstaða þess að
maður gæti heillast af manneskju og ég hætti ekki
að hafa gaman af því að hjúfra mig í hálsakotið á
henni og finna lyktina af henni. Og þessi kona held-
ur alltaf áfram að heilla mig eftir öO þessi ár.“
Var einhver sérstök ástæða fyrir því að þiö giftuð
ykkur núna?
„Þetta hefur komið til tals í gegnum árin og okk-
ur hefur langað til þess lengi. Þegar við voram að
„Ég man að hún var að kenna á ísafirði þennan vetur og eins og kemur fram í texta sem ég samdi fyrir löngu
þá dönsuðum við tangó eina haustnótt og sváfum síðan saman eins og lög gera ráð fyrir á íslandi.“
kynnast fyrir 25 árum síðan þótti bara hallærislegt
að giftast. Ég lifði i þessum hippaanda og mér fannst
miklu meira spennandi aö fara á einhverja eyju við
Miðjarðarhafið og fá sér eina jónu á nektarströnd.
Þú veist, liggja endilangur einhvers staðar undir
bemm himni og horfa á stjörnumar, pælandi í til-
gangi lífsins. Þetta stóð manni mun nær en að steypa
sér í einhvern materíalisma, gifta sig, stofna heimili
og aOt sem því fylgir. Mér fannst á þessum tíma að
ég væri ekki einungis að giftast þessari stúlku held-
ur líka að giftast ákveðnum gildum sem ég var á
móti.“
Ertu búinn að giftast þeim núna?
„Að mörgu leyti. í gegnum árin hef ég nálgast
þessi gildi, alla vega betri partinn af þeim og núna
er ég óðum að verða miðaldra maður og reynslan
hefur kennt mér margt. Ég veit aOa vega hverju ég
er að hafna þegar ég fer inn í kjarnann. Ég er búinn
að sjá að anarkí gengur ekki. Það er nauðsynlegt að
hafa einhverja festu og hjónabandið er grunnurinn
að henni.“
Þú hefur öðlast trú á hjónabandið?
„Ég trúi á hjónaband mitt og Vilborgar."
Stend alltaf á tíniamótuni
„Mér finnst eins og lífið sé rétt að byija. Það er það
skemmtOegasta við þessa giftingu. Mér finnst eins og
við séum byrja upp á nýtt þó það hafi í sjálfu sér ver-
ið óþarfi. Við trúlofuðum okkur í febrúar þegar Vil-
borg útskifaðist úr háskólanum, siðan giftum við okk-
ur í sumar og fórum í brúðkaupsferö. Nú er eins og
við séum að hefja nýtt líf, kannski eignumst við fleiri
böm, leitum okkur að nýrri íbúð eða þannig. Mér
finnst gaman að vera í þessari stöðu. Það eru svo
margir valkostir. Ég gæti þess vegna farið og lært
arkitektúr sem ég hef aOtaf vOjað gera eða farið og
gert eitthvað aOt annað. Kerfið setur manni oft ein-
hverjar skorður og oft eru menn settir í eitthvert
hlutverk sem þeir komast ekki úr. Ég og VOborg höf-
um aOtaf vOjað brjóta hlutina aðeins upp, ekki gera
hlutina eins og allir aðrir og það gefur manni tæki-
færi tO að vera frjáls.
Mér finnst stundum að ég sé í sömu stöðu og 25 ára
gamaO maður. Ég er auðvitað búinn að koma mér að-
eins betur fyrir en ég þarf aö berjast fyrir öOu sem ég
ætla að taka mér fyrir hendur. Ef ég vU fara að leika
þá þarf ég að berjast fyrir því aö ná mér í hlutverk og
ef ég vU fara að spOa þarf ég aö bretta upp ermar og
fara í harkið."
Stendurðu á tímamótum í lífi þínu?
„Ég veit það ekki. Eða kannski jú, ég var náttúrlega
að gifta mig. Annars finnst mér ég aUtaf standa á
tímamótum," segir Helgi Björnsson, skemmtikraftur
og eiginmaður, og hlær. -JKÁ