Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Blaðsíða 46
50 Helgarblctð H>"V LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 Sportlegir aksturseiginleikar og meira rými Kostir: Aksturseiginleikar, fjöörun, rými í aftursœtum Gallar: Vantar inniloftsstillingu, framsœti í minna lagi Ford Fiesta kom fyrst á markað 1976 en nýjasta út- gáfa hennar er nú komin til landsins. Framan af verð- ur hún aðeins fáanleg fjögurra dyra en þriggja dyra bíll kemur væntanlega ekki fyrr en á næsta ári. Ford von- ast eftir að Fiesta eigi aftur eftir að ná fyrri vinsældum því að gamli bíllinn var orðinn frekar úreltur og salan þvi minnkað um 10% í Evrópu í fyrra. Nýi billinn sæk- ir útlit sitt til hins vinsæla Ford Focus, eins best heppnaða bils síðasta áratugar, og því ekki leiðum að likjast. Stærri í sniðum Mikil vinna var lögð í innanrými bílsins og þá sér- staklega þannig að það hentaði öllum stærðum af bíl- stjórum. Búið er að lengja gírstöng um 95 mm og öku- mannssæti er fjölstillanlegt. Það verður þó að segjast eins og er að seta i framsætum er frekar stutt og lítill stuðningur við bak. Fiestan er með ný hljómtæki sem eru fest með öflugum boltum til að minnka hættu á þjófnaði. Gallinn við þau er auðvitað sá að þeir sem vilja meiri græjur lenda í vandræðum með að koma þeim fyrir. Ford lagði líka áherslu á að bíllinn myndi rúma fimm fullorðna með farangur, enda fótapláss í JmuuESTunE Nýttu þér Formúluna og veldu sömu dekk og meistararnir BRÆÐURNIR IORMSSON Lágmúla 8 • Slmi S30 2800 aftursætum heilum 60 mm lengra en áður. Hurðir eru stórar svo að auðvelt sé að koma inn barnabílstólum og þess háttar. Fimmti farþeginn má þó ekki vera mjög mikill um sig til að komast með en bíllinn fær samt plús fyrir gott pláss i aftursætum sem eru þægilegri en framsætin. Farangursrýmið er 285 lítrar í venjulegri stöðu sem er nokkuð gott og búið er að færa afturfjöðr- un i lárétta stöðu þannig að það er breitt og nýtist vel. Bíllinn er vel búinn, jafnvel í grunnútgáfu, og geisla- spilari og fjórir öryggispúðar staðalbúnaður. Fjaropn- un er á skotti sem er til þæginda og einnig hægt að opna með fjarstýringu en bæta hefði mátt við hand- virkri opnun á hlerann. Eitt vekur furðu í búnaði bíls- ins, það að engin stilling er í miðstöð fyrir inniloft. Hvort síurnar í bílnum eru orðnar svona góðar veit ég ekki en lyktin af rotnandi baggarúllum aftan i traktor fannst vel í reynsluakstrinum uppi í sveit. Góður akstursbíll Þessi 1,4 lítra vél er nokkuð spræk og þægileg í vinnslu. Hana vantar aðeins afl á hærri snúningi en ætti að duga flestum nokkuð vel. Aukin stærð kemur bílnum einnig til góða í akstri og yfírbyggingin er mun stífari en áður. Bíllinn er því nokkuð sportlegur hvað varðar aksturseiginleika, þ.e. hann svarar vel í stýri og liggur ágætlega. Fjöðrunin er vel heppnuð, leggur bíl- inn vel í beygjumar og á möl étur hún upp nánast all- ar holur. Giramir em þægilegir í skiptingum og bremsumar, sem eru með hjálparátaki, virka vel við allar aðstæður. Aðeins eitt skyggði þó á ánægjuna í akstri; það var leiðindavindýlfur frá hliðargluggum, en tekið skal fram að það kom aðeins fram á mikilli ferð. Ford vonast til þess að bíllinn taki forystuna í sínum flokki þegar kemur að árekstraröryggi. Allt að sex ör- yggispúðar era í boði og telja hönnuðir Ford fjórar stjömur vera tryggðar, jafnvel þó að þriðja þriggja punkta beltið vanti aftur í. Mesta salan verður liklega í þessari útgáfu með Duratec-vélinni hér á landi en samkeppnin í þessum flokki er erfið og margir um hit- una, nýr VW Polo til að mynda og bílar eins og Toyota Yaris, Renault Clio og Peugéot 206. -NG ©1,4 lítra vélin ætti að duga flestum enda hefur hún þokkalega vinnslu. FORD FIESTA Vélbúnaður: Vél: 1,4 lítra, 4ra strokka bensínvél. Rúmtak: 1388 rúmsentímetrar. Ventlar: 16 Þjöppun: 11:1 Gírkassi: 5 qíra beinskiptur UNDIRVAGN: Fiöðrun framan: Sjálfstæð MacPherson Fjöðrun aftan: Snúninqsfjöðrun Bremsur: Diskar/skálar, ABS, EBD DEKKJASTÆRÐ: 175/65 R14 Ytri tölur: Lenqd/breidd/hæð: 3915/1680/1460 mm Hjólahaf/veghæð: 2485/140 mm. Beyqjuradíus: 10,3 metrar. INNRI TÖLUR: Farþeqar m. ökumanni: 5 Fjöldi höfuðpúða/örvqqispúða: 5/4 Faranqursrými: 285-950 lítrar. HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 6,4 lítrar Eldsneytisqeymir: 45 lítrar Ábvrqð/ryðvörn: 3/6 ár Verð: 1.450.000 kr. Snúninqsvæqi/sn.: 124 Nm/3500. Hröðun 0-100 km: 13,2 sek. Hámarkshraði: 168 km/klst. Eiqin þynqd: 1045 kq. Umboð: Brimborq STAÐALBÚNAÐUR: Rafdrifnar rúður að framan, fjarstýrðar samlæsingar, 4 ör- yggispúðar, hæðarstillanlegt ökumannssæti, geislaspilari og útvarp, leðurklætt stýrishjól, litað gler, fjaropnun á skotti, SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: 80/5700 Snúninqsvæqi/sn.: 124 Nm/3500. Hröðun 0-100 km: 13,2 sek. Hámarkshraði: 168 km/klst. Eiqin bvnqd: 1045 kq. QAfturhlerinn opnast mjög vel upp og plássiö í skottinu er einnig gott til hliöanna. Qljósin eru óvenjustór og ásamt brettabogunum bera þau keim af útliti Ford Focus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.