Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2002, Blaðsíða 2
oru hvor? Gömlu kallarnir fjölmenntu á Stones-tónleikana á Nasa á fimmtu- dágskvöldið í sfðustu viku. Þar voru meðal annars Sigurður G. Guðjóns- son Norðurljósamaður, Ótafur Helgi Kjartansson, sýslumaður og aðdá- andi númer l á íslandi, Ragnheiður Hanson tónleikahaldari, Freyr og Óli Patli frá Rás 2, Björgvin Hatldórsson stórsöngvari, Guðmundur Jónsson Sálarmaður, snillingurinn Rúnar Júl- fusson, Poltock-bræður, Óttar Felix Hauksson poppari, Tómas Tómasson Hard Rock-maður og Steinar Berg ísleifsson, svo ein- hverjir séu nefndir. Þá var nokkuð af yngra fólki á staðnum eins og Sigurður Kári SUS-ari, Gfsli Mart- einn varaborgarfulltrúi, Rúnar Freyr Gfslason leikari, Þorsteinn Stephensen og Kári Sturiuson tón- leikahaldarar, Krummi f Mínus, Vfn- yl-bræður og Móa systir þeirra með Eyþóri Arnalds, Gunnar Bjarni f Jet Black Joe, Árni Þór Vigfússon og Erpur Eyvindarson. Talsvert var af fólki á Prikinu um helgina. Þau Robbi Chronic og Mæja voru auðvitað mætt, Dj Sóley, Dj Kári, Bent úr Rottweiler og Hemmi feiti Ifka en einnig sáust þeir Kristján Ragnar og Árni Þór ásamt viðskiptafélagan- um Eyþóri Arnalds, Kiddi og Gulli úr Vfnyl og Balli frá Undirtónum. Á Hverfisbarnum var Valur úr Butt- ercup með Silla hljóðmanni og segir sagan að drengirnir hafi verið um- vafnir glæsilegum meyjum þessa helgina, Heimir Guðjónsson FH-ingur mætti með fþróttafréttamanninum sí- hressa, Herði Magnússyni, og Heimir Bergmann Herba-maður var hress. Júlli Kemp var f rétta gfrnum, Gústi Bjarna af FM957, Gummi frá B&L og bflasalinn sfungi, Guffi rifjaði upp gömlu Travolta-sporin. Laugardagskvöldið var nokkuð gott á Astro og fór Svali hamförum í búrinu með Madonnu-Astro-lagið í botni. Ásdfs frá Tali var mætt, Guðmundur Breiðfjörð markaðsmaður og þeir ívar Guðmundsson af Bylgjunni og Pálmi Guðmunds- son frá Norðurljósum voru meðal þeirra sem létu sjá sig. Tíska • Gæði • Betra verð Á Gauknum var að vanda fullt af hressu og frægu fólki. Valur úr Buttercup, Sveinn Waage, Jónsi í svörtum fötum, Andrea Gylfa og Bergur f Buff voru nokkur af þeim andlit- um sem sjá mátti. Þá var Sigfús Sig- urðsson hand- boltakappi með kveðjupartí á staðnum og þar duttu auðvitað inn okkar helstu kempur, Hanni og Birgitta f írafári voru auðvitað á svæðinu, Jói Hjöll úr Sálinni, Einar úr Dúndurfréttum og þeir Raggi og Bald- vin Sóldaggar- menn. Það ættu flestir að vera farnir að kannast við félagsskapinn Lort sem sigraði á Stuttmyndadögum árið 2000. Síðasta árið hafa meðlimir Lortsins verið áberandi á götum borgarinnar enda hafa margir þeirra skartað myndarlegu yfirvararskeggi. Tilgangurinn hefur til þessa ekki verið opinber en leyndarmálið verður af- hjúpað í kvöld í allsherjar kvikmynda- og myndlistarveislu. Rusl 0 boðstolum „Þetta er sumarhátíð myndlistar- og kvikmyndadeildar Lortsins, nokkurs konar uppskeruhátíð sem stendur yfir í kvöld og á morgun,“ segja þeir Haf- steinn Gunnar Sigurðsson, Ragnar Isleifur Bragason og Bjami massi sem ásamt stórum hópi félaga sinna standa fyrir kvikmyndar- og mynd- listarsýningu í miðbænum. Klukkan 18 í dag verður myndlistarsýningin Trommusóló R3a opnuð að Ránar- götu 3a en það húsnæði hefur verið eins konar félagsheimili Lortsins undanfarin ár. Klukkan 20 verður svo stuttmyndin Grön: Mottan talar for- sýnd í Vesturporti og er gert ráð fyrir að gestir gangi þama á milli. Á morg- un opnar myndlistarsýningin klukk- an 16 og stuttmyndin verður sýnd aft- ur klukkan 20. „Bílskúrsbíó" Lortur er orðið sex ára gamalt fyrir- bæri sem upphaflega var stofnað í kringum stuttmyndagerð nokkurra fé- laga úr Vesturbænum. Fyrsta myndin undir nafni Lorts var gerð árið 1996 og árið 2000 sigraði Lorturinn á Stutt- myndadögum með eftirminnilegri mynd sem fjallaði um líf karaoke- söngvara í Kaupmannahöfn. Mynd- listardeild Lortsins var stofnuð sama ár og hafa nokkrar sýningar verið haldnar síðan þá. Um hvað fjaUar svo nýja myndin? „Þetta er dagur í lífi ungra manna sem allir eiga það sameiginlegt að bera yfirvararskegg,“ segir Hafsteinn og vill lítið meira gefa upp. „Þetta er auð- vitað um breyskleika karlmennskunn- ar í nútímasamfélagi og miðbæjar- vandann," segir hann þegar gengið er á hann en harðneitar að segja meira. Stuttmyndin var aðallega tekin upp í mars og apríl árið 2001 og er lengsta mynd Lortsins til þessa, 40 mínútur. Sex aðalpersónur eru í myndinni en fjölmargir aðrir koma við sögu. „Raunsæisleg hversdagsdrama" er lýsingin sem fæst á henni ffá drengj- unum en í upphafi var ekki lagt upp með að gera mynd. Aðspurðir segja þeir hugmyndina hafa komið upp í af- mæli Bjama á síðasta ári og var þá ákveðið að vinahópurinn myndi taka Hirð massans heitir myndin sem tekin var af öllum þeim sem koma að stutt- myndinni og myndlistarsýningunni í kvöld auk nokkurra vina og vandamanna. Myndina tók Jónki Blakan, einn liðsmanna Lorts en meðal annarra á myndinni eru Bjarni massi, Davíð Örn Halldórsson Hamar, Hultboy Ástríkur President Evil, Leifur Loðmfjörð, Lóa Moriarty, Mummi Aron Freyr Steinn Thorberg, Pét- ur frá Breiðholti, Tinna rauðhærða og Lafur, eins og þau kjósa að kalla sig. sig saman og safna yfirvararskeggi. „Við hugsuðum svo hvað við gætum gert og ákváðum að gera mynd. Þetta er eiginlega hálfgert „bílskúrsbíó“,“ segir Hafsteinn. Fleiri verkefni fyrirhuguð Hvemig var myndin fjármögnuð? „Við sóttum um í nýja stuttmynda- og heimildarmyndasjóðnum og þar sögðust þau ekki vera hrifin af svona „pakkhætti". Þetta er greinilega al- gert rusl sem við höfum á boðstólum,“ segja þeir í kaldhæðni. „Það er því bara rassvasinn sem borgar þetta, þetta er rassvasaframleiðsla." Onnur verkefni eru þegar farin í gang hjá kvikmyndadeild Lortsins því á næsta ári verður ráðist í að klára myndina Same Story, Hafsteinn er á leið til Indlands í þrjá mánuði þar sem vinur hans er að fara að leika trúð og verður gerð mynd um það auk þess sem Lorturinn er í meðframleiðslu á Bad Boy Charlie: Síðasti dansinn, heim- ildarmynd um stripparann Charlie sem Haukur Karlsson gerir. „Allir sem sýna á Ránargötunni eru útskrifaðir listamenn og hafa sýnt þama áður,“ segir Bjami massi um myndlistarsýninguna sem opnuð verð- ur í dag. „Þama verður hefðbundnum apparötum hent út um gluggann og list sett í staðinn, málverk, ljósmynd- ir, skúlptúrar og innsetningar svo eitthvað sé nefnt. Húsið verður undir- lagt af list.“ Sýningin stendur eins lengi fram á kvöldið og stemning er fyrir, veitingar verða á boðstólum og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis. Þeir félagar segja því tilvalið fyrir gesti og gangandi að líta inn. ^ „Ég fór á heimsmeistaramót kaffibarþjóna í Ósló með íslenska landsliðinu í síðasta mánuði. Við vorum alls átta í hópnum með þjálfara og lentum í 8. sæti af 40 þjóðum sem er ágætt, mið- að við að þama voru miklar kaffiþjóðir eins og Brasilía og fleiri. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég fer á svona mót en við vorum öll sammála um að við værum til í að fara aftur enda var þetta mjög skemmtileg lífsreynsla. Það er því um að gera að standa sig vel í undankeppninni hér á landi næsta vor.“ Ingibjörg Guðmundsdóctir, landsliðskaffibarþjónn og starfsmaður Konditori Copenhagen Það besta ningað til Forsíðumyndina TÓKU HARl/TEITUR AF Jakobi Þór S. Jakobssyni Quarashi: Selur og selur í Japan Kobbi módel: Sat fyrir f Dazed G Confused Þjóðhatfð nólgast: flllt sem þu þarft og þarft ekki Stefón Karl leikari: Buinn að stofna hljómsveit The Vines: Efnilegir andfætlingar LBH Crew: Væmin gjöf fra guði Höfundar efnis Ágúst Bogason agust@fokus.is Finnur Vilhjálmsson fin@fokus.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@fokus.is Snæfríður Ingadóttir snaeja@fokus.is FOKUS@FOKUS.IS WWW.FOKUS.IS 2 fókus 19. júlí 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.