Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2002, Blaðsíða 7
Hvað eiga Kardimommubærinn og Rammstein sameiginlegt? Harla fátt hefði maður haldið. Stefán Karl Stefánsson leikari fór Krýsuvíkur- leiðina til að láta gamlan draum rætast um að komast í hljómsveit. Hann keypti sér trommusett og vakti upp hljómsveit af hugmynd. Haalvarlegt gleðiband Það er hefð hjá Þjóðleikhúsinu að hafa heimalagað band á árshátíðinni. Þegar leið að að árshátíðinni var kominn upp krísa þar sem ekkert band var til í slag- inn. Þá rifjaðist upp fyrir Stefáni Karli að einhver hefði einhvem tíma verið að gantast með þetta mál. Það varð ekki aft- ur snúið, Islendingar var stofnuð. I sveit- inni er valinkunnt lið leikara, Þórunn Lárusdóttir blæs f trompet, Pálmi Gests- son blés rykið af saxófóninum, Hjörtur Howser var fenginn til að hamast á flygl- inum, Kristján Edelstein plokkar streng- ina, Halldór Snær Bjamason strýkur bassanum, Gestur Pálmason slær á slag- verkið, Jóhann Sigurðarson ljær bandinu rödd sína og Stefán Karl Stefánsson skellti sér út í búð og keypti 200 þúsund króna trommusett til að vera með. Vð settumst niður á Súfistanum í Hafnar- firði, fengum okkur kaffi hússins og báð- um Stefán að útskýra fyrir okkur hvað hann væri eiginlega að spá. Þokkalega boðleg á ballmarkað- INN „Það vantaði band og við stofnuðum það. Svo einfalt er þetta. Reyndar átti sveitin bara að spila á árshátíðinni en einhver skemmtileg umræða myndaðist í kringum þetta og áður en við vissum af þá var búið að ákveða að halda dansleik," segir Stefán Karl sem er betur þekktur fyrir leik sinn en að beija á húðir. Sveitin hafði æft stíft og komist að því að hún var þokkalega boðleg sem ballsveit. Sveitin er ekki gerð út sem einhver grínsveit heldur eru þetta alvarlegir listamenn sem ætla að halda flotta dansleiki. Sveit- in ætlar að halda stórdansleik í Iðnó á laugardagskvöldið og endurvekja gömlu dansleikjastemninguna sem var þegar Iðnó var vinsæll dansstaður. „Þetta verður alvöru dansleikur,“ segir Stefán og leggur áherslu á orðið alvöru. „Við ætlum að sjá til þess að allir skemmti sér vel, t.d: verður limbókeppni og sá sem mætir í ljótustu jakkafötunum fær ný jakkaföt. Svo verður haldin við- reynsludanskeppni þar sem fólki er upp- álagt að reyna við hvað annað í dansi.“ Kardimommubærinn að Ramm- STEIN Lögð er áhersla á fjölbreytni í lagavali. „Það verður eittvað fyrir alla. Við erum með fjölbreytt prógramm svo engum ætti að leiðast. Við spilum allt frá Kar- dimommubænum að Rammstein ef þvf er að skipta,“ segir Stefán. Hann segir að sveitin sé ekki með ÍTumsamið efni sem stendur en það sé í smíðum og aldrei að vita nema út komi partídiskur frá sveit- inni næsta vetur. „Þetta hentar okkur vel þar sem við erum leikarar og öll í sumarfríi. Þetta er aðallega gert til að hafa gaman af og það eru engar kvaðir á okk- ur. Ef fólki líkar þetta ekki þá hættum við bara.“ Stefán Frímann Magnússon „Eg er Stefán Frímann Magnússon, umbi og trommari,“ segir Stefán. Hróður sveitarinnar hefur borist víða og hefúr hún verið bókuð á Síldarævintýrið á Siglufirði þar sem Laddi verður henni innan handar. „Þetta er vinavæn hljóm- sveit. Margir vinir ætla að mæta saman á dansleikinn og yinnuhópar ætla að gera sér dagamun. Fólk ætti að redda sér miða á herlegheitin sem fyrst þar sem það verð- ur pottþétt stappað út úr dyrum. Iðnó sel- ur miða á laugardaginn milli tvö og fjög- ur, forðist troðning og mætið með miða.“ segir Stefán að lokum en þjónustustúlka tók upp á þvf að reka okkur út úr her- berginu sem við sátum í. Það hafði ein- hver pantað það. HVAÐ SEGIR FRÆGA FÓLKIÐ: Stefán Hitmarsson úr Sálinni: Ég mæli með ís- lendingum, Vér mótmælum ekki.“ Hreimur úr Landi og sonum: „Sjúkheitl! Alveg öndvegis hljómsveit.“ Páll Óskar, Dr. Love: „Hösslball ársins, betra en nokkur þjóðhátfð!!“ Ragga Gísla Stuðmaður - samtalið átti sér stað klukkan 08.13: „Hey, hvað er að ske, er ballið byrj- að?“ Unnur Steinsson fyrirsæta: „fslendingar eru fal- legt fólk en fyrir utan Pálma er Þórunn sætust.“ Barn á götunni: „Djöfull að vera ekki orðinn 20 ára.“ Enn ein rappplatan Það er allt að gerast f rappinu um þessar mundir hér á landi. Hin ágæta safhplata, Rímnamín, kom út á dögunum og það eru varla haldnir tónleikar án þess að íslenskir hip hopparar komi fram. Nú virðist enn ætla að bætast f flóruna þvf að von er á sólóplötu frá Bent í Rottweiler í haust. Plötuna vinnur hann ásamt 7berg en þeir félagar eiga einmitt prýðisgott lag á Rímnamíni. Áhugasamir ættu að merka við 11. september á dagatalinu þvf þá er áætlað að platan komi út... Götulistamenn velkomnir Mikið er að gerast á laugardög- um í miðborginni eins og komið hefur fram hér í Fókus og vfðar. Síðasta laugardag var bærinn full- ur af fólki og auglýst hefur verið eftir götulistamönnum til að koma fram í bænum til að auka á stemninguna. Nokkrir voru sjá- anlegir síðast en rétt er að árétta að fólki er heimilt að planta sér niðrí bæ og spila fyrir klink ef það aðeins spilar órafmagnað. Ágætis tækifæri fyrir rétta fólkið. Beta fékk prufu I síðasta Fókuss var greint frá því að Hagkaup hefðu auglýst eft- ir módelum í landsfrægan bæk- ling sinn. Við fengum Betu rokk til að sækja um módelstarf enda stúlkan atvinnulaus í augnablik- inu. Betan gerði sér frekar litlar vonir um starfið en nú gæti verið að rofa til - því að gær var hún boðuð í prufumyndatöku hjá Hagkaupum. Áður en Fókus fór f prentun var vitað að hún átti að mæta í klukkustundarförðun og svo átti myndatakan að standa í hálftíma. Beta var hress með að vera komin svona langt og hlakk- aði bara til þegar Fókus heyrði í henni í gær. Við ættum að geta upplýst ykkur um næstu skref í málinu í næstu viku. w Sendu Fókus söcju frá þjóðhátíð og þú gsetir farið Höfundar 3ja bestu saganna fá 2 miða á hátíðina. 50 þátttakendur verða dregnir út og fá nestispakka frá SS og Coke sem bíður þeirra á Þjóðhátíð í Eyjum. Vinningssögurnar verða birtar í Fókus og á Fókus.is 26. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.