Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2002, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2002, Side 6
„Ég er búinn að vera úti í New York í tvo mánuði, fór til Parísar í tvær vikur til að taka þátt í Christian Dior-sýningunni og svo var ég í London um síðustu helgi,“ segir Jakob, eða Kobbi eins og hann er kallað- ur, þegar hann er búinn að koma sér fyrir með blaða- manni. Þetta er í fyrsta skipti sem Kobbi reynir fyrir sér erlendis en hérna heima hefur hann verið í aug- lýsingum fyrir Frelsi og Hans Petersen svo eitthvað sé nefnt. Hann er einn af þeim sem fólk kannast við úr fjölda auglýsinga hér á landi og hefur nú tekið eitt skref áfram. Jakob Þór S. Jak- obsson er farinn að reyna fyrir sér í fyrirsætustörfum úti í hinum stóra heimi og byrjunin lofar bara góðu. Jakob gerir þó lítið úr árangrinum enn sem komið er og vill ekki vera með neinar yfir- lýsingar um eigið ágæti. Fókus hitti þennan unga og hæverska dreng þegar hann kom til landsins í vikunni. SAT FYRIR í DAZED & CONFUSED Kobbi lætur vel af dvölinni ytra þó hann hafi ekki enn fengið neina peninga fyrir vinnuna. Það er þó ekki óeðlilegt því sjálfsagt þykir að fólk eyði nokkrum tíma í að koma sér á framfæri. Á þessum tveim mán- uðum sat Kobbi fyrir hjá fimm tímaritum sem öll eru frekar hátt skrifuð í tískuheiminum. Þetta voru tfma- ritin Surface, sem kemur út f Bandaríkjunum, Max- im Fashion, sem kemur út í Bretlandi, ítalska útgáf- an af Elle, nýtt blað sem heitir Zink og svo stórblaðið Dazed &. Confused. „Við vorum fjögur í þessari Dazed-töku og það voru tekin þrjú skot af mér,“ segir Kobbi hógvær eins og jafnan þó þarna gæti verið um stórt tækifæri að ræða. „Þetta kemur bara í ljós í ágúst þegar blaðið kemur út,“ segir hann og er enn með fæturna á jörðinni. Myndirðu ekki segja að þetta hafi gengið vel hjá þér þama úti? „Ja, þeir segja að þetta hafi gengið vel, já. Það er bara alltaf svo mikið talað í þessum heimi að ég bíð bara eftir flugmiðanum." Þú ert svona rosalega hógvær og jarðbundinn? „Já, ég reyni það.“ Frábært að fá að vera í New York Það hefur ýmislegt breyst hjá Kobba ffá því síðasta vetur. Þá stundaði hann nám í MH en hafði ekki mik- ið hugsað út f þennan bransa. Hann var á skrá hjá Eskimó-módels og hafði eins og áður segir verið í M e,ð. f æ t.u r n.o a jorðinni Hluti af þessu að vera blankur Er þetta eitthvað eiris og maður ímyndar sér úr bíá- myndum og öðru? „Nei, varla. Það er kannski helst í París þar sem þetta er eins og maður hafði ímyndað sér, svona eins og úr Zoolander eða einhverju slíku,“ segir Kobbi og nokkrum auglýsingum. Nú er staðan aftur á móti sú að hann er búinn að slá náminu á frest og er með samning við módelskrifstofúr í New York og París auk móðurskrifstofúnnar hér heima sem sendi hann út í vor. Kobbi segir þetta samt snúast um að koma sjálf- um sér á framfæri, mikill tími fari í að ferðast með lest- um á milli staða til að fara í prufur og svo framvegis. Er gaman að vera módel þama úti? „Já, ég meina ég fékk að vera í New York í tvo mánuði í sumar. Það var alveg ffábært," segir hann hress í bragði. „Ég bjó í íbúð í Brooklyn á vegum skrifstofunnar með fúllt af öðru fólki sem maður kynnist. Á kvöldin sest maður niður þegar maður er búinn að elda með fólki frá Brasilíu, Svíþjóð og alls staðar að úr heimin- um. Þetta víkkar óneitanlega sjóndeildarhringinn." glottir. Hann segir þó talsverðan mun að því leyti að þama úti sé talsvert meiri skemmtistaðamenning í kringum þennan bransa. Þar segir hann dálitla „celeb“-menningu viðgangast. Það fólk sem hann um- gekkst hafi þó verið á svipuðu reki og hann. „Flestir eru bara blankir og rólegir yfir þessu. Það er líka hluti af þessu, að vera alltaf blankur." Fókusmyndir Hari/Teitur Hvað tekur svo við næst hjá þér? „Ég var beðinn um að koma affur út til New York í haust og ætla að gera það. Þá vonast ég til að fá að vera á einhverjum af sýningunum í september. Ég geri mér mjög litlar væntingar í þessu enda er maður alltaf að heyra af einhverju sem verður svo ekki. Ég er samt alveg tilbúinn að gefa þessu smátíma." Lslondiiigar burða SS pyLsur^ írafár + Jón Gnarr + Flugeldasýning 19. júlf 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.