Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2002, Blaðsíða 10
Á hverju ári koma fram hljómsveitir sem gagnrýnendur og fjöl- miðlamenn hefja til skýjanna og hampa sem framtíð rokksins. í fyrra voru það Strokes og White Stripes. í ár eru það Svíarnir í Hi- ves, Kanarnir í Black Rebel Motorcycle Ciub og svo áströlsk hljóm- sveit sem enginn hafði heyrt um fyrr - The Vines. Efnilegir andfætlingar Aðdáendur bresku teknópönksveitarinnar The Prodigy þurfa enn að bíða eftir nýrri stórri plötu. Liam Howlett lýsti þvfyfir nýlega að hún komi ekkí fyrr en f fyrsta lagi í mars 2003. Ástæðan er sú að af því efni sem sveitin hefur tekið upp urttfáhfarið eru bara-5 lög sem hann er ánægður með. „Ég er mikill fullkomnunarsinni og þetta verður að vera í lagisagði hann. Liam segir að platan verði ólík síðustu plötu Fat of The Land sem kom út ‘97, söngurinn verði meira áberandi. Hann segir að nýja smá- skífulagið (með snilldarmyndbandinu) Baby’s Got Temper verði sennilega ekki á plötunni þvíað það tíkist meira Fat of The Land en nýju ptötunni. Á meðal þeirra tónlistarmanna sem Liam hefur dálæti á þess dagana eru Queens of the Sto- ne Age, Primal Scream og þýska frumkvöðlasveitin Can. Idlewild KEMUR STERK INN Á NÝJU PLÖTUNNI Skoska hljómsveitin Idlewild var að gefa út plötu í vik- unni. Hún heitir The Remote Part og er að fá vægast sagt frábæra dóma þessa dagana. Síðasta platan þeirra, 100 Bro- ken Windows, kom út fyrir tveimur árum og þótti ágæt en nýja platan, sem er kraftmikil rokkplata, þykir ekkert minna en snilld. Hún fær t.d. 4 1/2 stjörnu af 5 mögulegum á dot- music vcfsíðunni og NME sem gefa henni 9/10 tala um eina af plötum ársins. Idlewild, sem er skipuð þeim Roddy Womble söngvara, Rod Jones gftarleik- ara, Bob Fairfoull bassaleikara og Colin Newton trommara, var stofnuð í Edinborg ‘95. Meðlimirnir áttu það sameig- inlegt að vera aðdáendur Son- ic Youth og Black Flag. The Remote Part er fjórða stóra platan þeirra en tvær fyrstu, Captain og Hope Is Important, kom út‘98. The Vines er eitt heitasta nafnið f rokkinu nú um stundir. texti:Trausti Júlíusson Soft Boys með nýja plötu Hljómplatan Under- water Moonlight með Soft Boys hefur lengi veríð talin eitt af meist- araverkum bandarískrar rokksögu. Sveitin, sem var skipuð þeim Robyn Hitchcock, Kimberly Rew, Matthew Seligman og Morris Windsor, hætti árið 1980 eftir aðeins tvær plötur en hún hefur haft ómæld áhrif á seinni kynslóðir bandari'skra rokktónlistarmanna (allt frá REM til YoLaTengo ogGuided By Voices) oger goð- sögn í heimi háskólarokksins. Nú hafa þeir tekið upp nýja plötu, Nextdoorland, sem kemur út hjá Matador 24. septem- ber en Matador endurútgaf einmitt Underwater Moonlight með glás af aukalögum í fyrra. Nýja platan er að sögn Ro- byns mjög ólík gömlu plötunum, enda breytast menn og for- sendur á 22 árum. Plötunni verður fylgt eftir með tónleika- ferð f október. Bruce Springsteen SNÝR AFTUR MEÐ E- STREET BANDIÐ Fyrsta stúdíóplata Ðruce Springsteen með hinu róm aða E-Street-bandi í 15 ár, The Rising, kemur út 30. júlí. Á plötunni, sem var tekin upp í Atlanta fyrr á árinu, eru 15 lög, 14 ný og svo útgáfu E Street Band á laginu My City of Ruins sem Bruce frumflutti síðasta haust á minningarat- höfn tileinkaðri fórnarlömbum voðaverkanna II. september. Til þess að fylgja útgáfunni eftir munu Bruce og E-Street- bandið spila á 46 tónleikum í jafnmörgum borgum í Banda- ríkjunum og Evrópu á árinu. Fyrstu tónleikarnir verða f New Jersey 7. ágúst. E-Street bandið var ein kraftmesta tónleika- sveit heims ílokáttunda áratugarins og byrjun þess níunda. Það var með því sem Bruce gerði margar af sínum bestu plötum, t.d. Darkness on The Edge of Town, The River og Born in The USA. Prodigy frestar í popppressunni em þeir ýmist kallaðir hinir „áströlsku Strokes", „besta hljómsveitin síðan Nirvana" eða því slegið tram að þeir „sameini kraft Nirvana og lagasmíðahæfileika Bítlanna". Og aðrir popparar keppast við að hæla þeim (James Dean Bradford úr Manic Street Preachers segir þá t.d. gjörsamlega ótrúlega frábæra, „absolutely fucking amazing"). Kíkjum á The Vines. Hugmyndin fæddist á McDonalds í dag er The Vines skipuð þeim Craig Nicholls söngvara, gít- arleikara og aðallagasmið, Patrick Matthews bassaleikara, Ryan Griffiths kassagítarleikara og Hamish Rosser trommuleikara. Hljómsveitin varð til í Sydney fyrir sjö árum þegar upprunalegu meðlimimir þrír, Craig, Patrick og fyrsti trommuleikarinn Dave Olliffe, voru enn í menntaskóla og allir að vinna á McDonalds. Nafnið er fengið frá annarri hljómsveit, The Vynes, sem var starfandi á sjöunda áratugn- um og sem faðir Craig var söngvari og gítarleikari í. Vines byrjaði á því að spila Nirvana-lög í partíum hjá vinum sínum. Eins og fleiri unglingar þjáðist Craig af lífsleiða á þessum árum og var í hálfgerðri tilvistarkreppu. Það má segja að hann hafi fyrst farið að finna sig þegar hljómsveitinni fór að vaxa ás- megin. Ævintýrin gerast enn Vines vöktu fyrst athygli þegar vinur bróður trommuleik- arans tók viðtal við þá fyrir út- varpsþáttinn FBI í Sydney. I fram- haldinu gerðu þeir samning við ástralska umboðsskrifstofú sem heitir Winterman &. Goldstein og þróunarútgáfusamning við Engineroom-fyrirtækið. Fyrir rúmu ári fóru þeir í tónleikaferða- lag um Ástralíu þar sem þeir hit- uðu upp fyrir hljómsveitirnar You Am I og Eskimo Joe og þeir tóku upp demó sem var sérstaklega hrátt og villt. Það komst í hend- umar á háttsettum aðilum í plötu- iðnaðinum og skömmu síðar voru þeir búnir að skrifa undir samning við Capitol/EMI og voru komnir til Los Ángeles til þess að taka upp sína fyrstu plötu undir stjóm Robs Schnapf sem m.a. hefur unnið með Beck og Foo Fighters. Platan Highly Evolved kom svo út 8. júlí sl. Svona gerast ævintýrin enn í poppheiminum. Erfið fæðing og ýktar viðtökur Upptökumar í LA gengu á köflum nokkuð brösulega. Trommuleikarinn Dave Olliffe, sem þjáist af geðhvarfasýki, þoldi álagið illa og honum samdi engan veginn við upptöku- stjórann og eftir að 7 lög voru komin á band fór hann í fússi til Ástralíu. Það voru Pete Thomas trommuleikari, Elvis Costello & The Attractions og Joey Waronker, sem er í hljómsveit Beck, sem kláruðu plötuna, en Dave er ýmist sagður hættur í sveitinni eða í fríi. Þegar hlé var skyndilega gert á upptökunum af óviðráðanlegum orsókum neitaði Craig að fara með hinum til Ástralíu og lokaði sig inni á hótelher- bergi í þær 8 vikur sem hléið varði. Fyrsta smákífa Vines, ep- platan Factory, var valin smáskífa vikunnart NME í nóvem- ber 2001 og önnur smáskífan Highly Evolved sem kom út í apríl sl. sömuleiðis. Þegar sveitin spilaði á sínum fyrstu tón- leikum í Bretlandi í vor þá varð allt vitlaust og breskir fjöl- miðlar hafa síðan keppst við að hrósa henni, bæði tónlistarblöð eins og NME og Q og svo dagblöð eins og Daily Telegraph og Guardian. Þessa dagana og fram í ágúst eru Vines á tónleika- ferðalagi í Bandaríkjunum og eru að fá góðar viðtökur þó að þarlendir fjölmiðlar fari heldur varlegar í sakirnar og spari lof- ið miðað við breska kollega þeirra. Flottar lagasmíðar En hvemig plata er svo Highly Evolved? Jú, nokkuð fjölbreytt og flott plata. Sum lögin, eins og Outtathaway, In The Jungle og Higly Evolved em kraftmikil rokklög sem minna nokkuð á Nir- vana í upphafi ferilsins, önnur minna meira á brit-pop sveitir eins og Blur og Suede og enn önnur minna jafnvel á Bítlana eða eitthvað enn annað. Þetta er kannski ekki endilega ffamtíð rokksins en lögin eru öll yfir með- allagi, Craig er kröftugur og flott- ur söngvari og á heildina litið er þetta hiklaust skemmtileg rokk- plata. plö^udómar A' X X Flytjandi: Wyclef Jean Platan: i'dautjueriule Útgef.indi: Sonv, SÁifc*-• Lengd: 69: H iívh k k k k Flytjandi: Kippi Kaninus Platan: rluggun Útgefandi: Kitchen Motors/Edda Lengd: 59:13 mín hva& fvrir skemmtileaar niðurstaða hvern? staðreyndir Masquerade er þriðja sólóplata Fu- gees-meðlimsins og ofur-pródúsersins Wyclef Jean. Eins og áöur eru flest lög- in frumsamin af Wyclef og hans helsta samstarfsmannl, Jerry .Wonder" Duplessig, en í bland eru tökulög, i Knoekln’ on Heavens Ðoor, What's NqW Pussycat og Oh What a Night. Tónlist Wyclefs Jeans er nokkuð fjöl- breytt. Hann sækir í hip-hop, r&b, rokk, popp og reaggie. Hip-hoppiö og reaggieð er fyrirferðarmest. Á meðal gesta eru harðhausarnir í MOP, hinn ódauðlegi Tom Jones og hin flauels- mjúkraddaða Clauúette úr City High sem syngur í smáskífuleginu Two Wrongs. Wyclef Jean er fæddur á Haiti og ólst þar upp til 9 ára aldurs þegar hann flutti til Brooklyn þar sem hann bjó í fá- tækrablokkum. Hann vann m.a. fýrir sér sem ólöglegur leigubílstjóri á menntaskólaárunum. Harin hefur lýst því yfir að á næstu plötu leiti hann é æskuslóðirnar. Á henni verður kreótatðnlist i anda Karibahafseyj- anna. Wyclef Jean má eiga það að hann fer sínar eigin leiðir og gerir það sem hon- um sýnist tónlistariega, Masquerade er að mínu mati hans best heppnaða sólóplata hingaö til. Það er slatti af fírv um lögum hér, t.d. ballaöan Datfdy um föður hans sem er nýfaliinn frá, PJ‘s, Two Wrongs og reaggielögin 4 sem loka plötunni. trausti júlíusson Kippi Kaninus er listamannsnafn Guð- mundar Vignis Karlssonar sem vakti mikla athygli fyrir lyrstu plötuna sína ,i síödegiskaffinu sígild hljómlist" sem hann fullvann og framleiddi sjálfur og seldi 1 12 tónum. Huggun er hans fyrsta plata sem fær einhverja dreif- ingu að ráöi. Á henni eru bæði lög af fýrri plötunni og nýtt efni. Tónlist Kippa Kaninus er raftónlist án söngs og ætti að falla f kramið hjá þeim sem hafa veriö að hlusta á múm, Trabant og afurðir Morr-útgáfunnar. Það er mjög mikil gróska 1 þessari teg- und tónlistar á Islandi í dag en Kippi er að öðrum ólöstuðum efnilegasti nýlið- inn sem maöur hefur heyrt í á árinu. Kippi Kaninus þykir uppátækjasamur og skemmtilegur á tónleikum. Hann er þessa dagana að hita upp fyrir múm á tónleikaferð þeirra um Bandarikin og Kanada. Það verður spennandi að sjá hvernig viötökur hann fær á jafnmæt- um tónleikastöðum og Knitting Fact- ory í New York en þar veröa tónleikar 26. júlí nk. Eins og fyrri platan er þetta óvenjufjöl- breytt og heilsteypt verk. Kippi er í takt viö sumt af því sem evrópskir raftón- listarmenn hafa fengist við undanfarið en hann kemur líka með sitt innlegg. Hljóðheimurinn er fjölbreyttur og undir skröltandi töktunum leynast Ijúfar melódíur, áhrifamiklar stemmningar og lúmskur húmor. traustl júlíusson f ó k u s 10 19 . júlí 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.