Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2002, Blaðsíða 12
■I Fyrir nokkrum mánuðum fóru 3 krakkar til Bandaríkjanna til að spila tónlist og boða fagnaðarerindi meðal heimamanna. Þeir kalla sig L.B.H. Krew og spila rafræna hip hop-tónlist þar sem jákvæður boð- skapur er hafður að leiðarljósi. Þeir stefna á að fara aftur út að spila sem fyrst þrátt fyrir að hafa orðið fyrir barðinu á fasískum stjórn- málamönnum, brjáluðum hjólhýsadurgum og þjóðernissinnuðum Bandaríkjamönnum. Væmin gjöf frá guði „George Bush er bara að gera nákvæmlega það sama og Hitler gerði á sfnum tíma. - Þegar við vomm stödd í Kent- ucky mættum við einu sinni svona 50 krökkum sem voru all- ir með riffil á bakinu því þeir voru á leiðinni á skotæfingu. Herþjálfun er sem sagt orðin hluti af hefðbundinni skóla- göngu þarna úti og það styttist í að þetta verði skylda um öll Bandaríkin. Bush er bara að búa til sína eigin Hitlers-æsku,“ segir Marlon Pollock sem hefur ásamt ffænku sinniTaniu Pollock verið á ferð um Bandaríkin síðustu mánuði. Þar hafa þau spilað á nokkrum tónleikum með vini sínum Ivari Erni undir nafninu L.B.H. Krew þar sem þau boða frið og leika Gandhi. Áreitt af hjólhýsapakki „L.B.H. stendur fyrir Love, Balance og Harmony en við emm samt ekkert að predika yfir fólki. Þetta er bara eitthvað sem okkur finnst skipta máli og við reynum þess vegna að senda frá okkur jákvæðan boðskap í staðinn fyrir að hugsa nei- kvætt eins og aílt of margir gera. Viðgemm tónlist ffá sálinni og hjartanu," segir Tania og Marlon bætir við: „Við viljum að fólk geri eins og Gandhi sagði og reyni að leysa sín vandamál innan ffá en ekki með hemaði og ofþeldi. Það er líka langauð- veldasta lausnin og þetta er eitthvað sem við erum sjálf að reyna að gera og benda öðm fólki á.“ Krakkarnir segja hins vegar að fólk hafi tekið misjafnlega vel í boðskap þeirra og veru í Bandaríkjunum almennt. Þar- lend ungmenni tóku þeim samt víðast hvar opnum örmum en ekki voru allir jafnhrifnir. „Þama í Kentucky vomm við í einhverju White-trash-red- neck gettói sem hét Germantown. Þar var þjóðemisstoltið ekkert eðlilega mikið og bandaríski fáninn var hangandi utan á hverju einasta húsi og hverjum einasta bíl. Svo gekk fólk um í bolum með myndum af World Trade Center, grátandi emi og slagorðum eins og I’ll Never Forget og The Power of Pride,“ segir Ivar Öm. „Einu sinni vorum við á einhverjum bar þama og töluðum saman á íslensku. Fólk var ekkert að meika það og einhver gaur stóð upp, horfði á okkur og sagði: „Damn, I can’t handel this shit,“ og labbaði út.“ Væmin cjöf frá guði „Krakkamir tóku okkur hins vegar oftast mjög vel og þeir voru duglegir að kaupa diskana okkar en á því lifðum við á meðan við vorum þama úti. Sumum fannst þetta samt bara væmið á meðan aðrir sögðu að við værum gjöf frá guði. Fólk tók þessu bara misjafnlega eins og öllu öðru en við vorum mjög ánægð með móttökumar," segir Ivar Öm. L.B.H Krew lék alls á 27 tónleikum á 3 mánuðum víða um Bandaríkin, aðallega í New York og Kentucky. „Þetta byrjaði á því að við Marlon vorum að spila í Englandi á London’s Intemational Song and Poetry Festival. Þar var einhver sveittur gaur ffá Bandaríkjunum sem varð eitthvað skotinn í mér og vildi endilega fá okkur til að spila á klúbb sem hann var að opna í New York. Svo þekktum við fólk sem var að fára að ferðast um Kentucky og víðar þannig að við ákváðum bara að fara út og sjá hvað gerðist," segir Tania. Síðan hljómsveitin kom heim í byrjun júlí hafa þau verið að semja meira af tónlist, verið að vinna að gerð DVD-disks auk þess sem verið er að setja upp heimasíðu fyrir hljómsveit- ina. „Við ætlum vonandi að gefa eitthvað út fljótlega en svo för- um við örugglega aftur út að spila. Það er ekkert komið á hreint með dagsetningar og svoleiðis en það er fólk að vinna f þessu fyrir okkur núna. Það er aðallega verið að koma okkur inn á einhver festivöl í Evrópu fyrir næsta sumar en þetta á allt eft- ir að koma betur í ljós,“ segja krakkamir. L.B.H. Krew mun svo spila á tónleikum hér á landi ásamt fleiri hljómsveitum 4. ágúst á Kaffibamum. Það verður heljar- innar kennslustund í andlegum málefnum eins og venjulega þegar hljómsveitin stígur á svið og því skylda fyrir spíritista og annað ffiðelskandi fólk að mæta á svæðið. Þau verða svo á Breakbeat þann 8. ágúst á Sportkaffi. ! ! ! I ! i i Á sumrin flykkjast þúsundir ungmenna út á vinnumarkaðinn til að leysa af lúin gamalmenni. Störfin eru misjöfn eins og þau eru mörg og allur gangur á því hversu hart krökkunum er þrælað út. Algengt er að fólk sitji heilu og hálfu dagana við skrifborð og spjalli í símann eða hangi í tölvunni. Fókus bendir á nokkrar fínar vefsíður fyrir þau sem sitja lokuð inni á skrifstofum og hafa ekkert að gera. Dreptu tímann í vinnunni LeikurT.is Fullt af leikjum sem hægt er að tína sér í. Varla vinsælt af vinnuveit- endum en þeir geta ekki fylgst með allan tímann. Femin.is Nóg af ffóðleik um allt sem viðkem- ur konum. Frábærir spjallþræðir þar sem gott er að skýla sér bak við nafhleyndina f umræðum um fóst- ureyðingar og fleira í þeim dúr. ORKUMJOLK Svalandi drykkur! Orkumjólkin er sérþróuð með það fyrir augum að vera svalandi og hressandi orkugjafi milli mála : eða með bitanum. www.ms.is nms‘ Hugi.is Samfélag á Netinu er kjöroið þeirra og það á bara bærilega við. WinMX.com Þetta þykir ein besta síðan til að ná sér í tónlist á og er ekkert nema gott um það fyrirbæri að segja. Nagportal.net Fylgstu með íslensku bloggurunum. IMDB.com Bókstaflega allt um kvikmyndir. Þú flettir upp leikurum, myndum eða leikstjórum og lest nýjustu fféttimar. FHM.com Fyrir strákana, góðar rembugreinar og fallegar stelpur. Cames.yahoo.com Það er ekki alltaf hægt að ná fjórum í bridds og hvers vegna ekki að spila það bara á Netinu í staðinn? Gras.is Fótbolti og aftur fótbolti, fréttir, spjall og flest allt sem til þarf. bMnprMSSpylsur f ó k u s 12 19. júlf 2002 IHHPmr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.