Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Qupperneq 1
r
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
DAGBLADID VÍSIR__________ 196. TBL. - 92. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2002 VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK
Tuttugu manna hópur sendur á ráðstefnuna í Jóhannesarborg:
Kostar skattgreiðendur
um hálfa milljón á dag
íslenska sendinefndin á ráöstefnu
Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra
þróun, sem haldin er í Jóhannesar-
borg í Suður-Afríku, er skipuð tuttugu
fulltrúum; tveimur ráðherrum, fjórum
þingmönnum, átta embættismönnum
úr ráðuneytum, tveimur frá Reykja-
víkurborg, einum sendiherra, tveimur
frá fijálsum félagasamtökum og einum
frá Þróunarsamvinnustofnun íslands.
Hjá utanríkisráðuneytinu fengust
þær upplýsingar að kostnaður við fór
aðalskipuleggjanda fararinnar sé um
400 þúsund krónur fyrir þá 14 daga
sem hann dvelst í Jóhannesarborg en
um 250 þúsund fyrir þá 10 daga sem
sendiherrann dvelst þar. Hjá Land-
vemd er gert ráð fyrir að það kosti um
300 þúsund krónur að senda formann
félagsins á ráðstefnuna, en för hans er
fjármögnuð með styrk frá umhverfis-
ráöuneytinu. Kostnaður við för hvors
fulltrúa Reykjavíkurborgar er ríflega
430 þúsund krónur.
Af þessum upplýsingum að dæma
má gera ráð fyrir að kostnaður við för
hvers og eins sé að jafnaði um 3-400
þúsund krónur. Eftir því sem næst
verður komist er kostnaður allra
greiddur úr opinberum sjóðum, utan
að skrifstofa Alþingis telur að þrir
þingmannanna ferðist á eigin kostnað.
Samkvæmt því kostar hópurinn skatt-
greiðendur fimm til sjö milljónir
króna, eða að minnsta kosti hálfa
milljón á dag þá tíu daga sem ráðstefn-
an stendur.
Talsverðar efasemdir hafa verið
uppi um gagnsemi ráðstefnunnar.
Hún hefur þannig verið uppnefnd
„Ráðstefna hinna útvöldu" í fjölmiðl-
um í Suður-Afríku og minnt er á erfið-
leikana sem bæði Evrópusambandið
og Bandaríkin valda fátækari ríkjum
heims með hvers kyns viðskiptahindr-
unum, einkum hvað varðar viðskipti
með landbúnaðarafurðir.
Alls verða fulltrúar á ráðstefnunni
um sextíu þúsund og fuUyrt er að
kostnaður við hana sé ekki undir tíu
miUjörðum króna.
Tryggvi Felixson, framkvæmda-
stjóri Landvemdar, segist vona að ráð-
stefnan stuðli að verulegum framför-
um í umhverfisvemd og efnahagslegri
veUerð fátækra í heiminum. Það dragi
hins vegar nokkuð úr vonameistanum
að Bandaríkin virðist ekki ætla að
sirrna því leiðtogahlutverki sem þeim
sé ætlað.
Spurður hvort nauðsynlegt hafi ver-
ið að senda svo stóran hóp svarar
Tryggvi: „Ég efast ekki um að menn
heföu sloppið fyrir hom með minna.
En það þarf ákveðinn fjöida tU þess að
geta fylgst með og sérstaklegá tU að
geta rekið mál á borð við orkumál og
málefni hafsins sem við íslendingar
ætlum að vinna að á ráðstefnunni."
Tryggvi undirstrikar mikilvægi þess
að forsætisráðherra sæki ráðstefnuna;
það séu skUaboð inn í íslenskt samfé-
lag um mikUvægi málsins.
íslensku sendinefndina skipa Davíð
Oddsson forsætisráðherra og Siv Frið-
leifsdóttir umhverfisráðherra; þing-
mennimir Katrin Fjeldsted (D); Kol-
brún HaUdórsdóttir (U); Kristján Páls-
son (D) og Þórunn Sveinbjamardóttir
(S); Þórir Ibsen frá utanríkisráðu-
neyti; Magnús Jóhannesson, HaUdór
Þorgeirsson og Hugi Ólafsson frá um-
hverfisráðuneyti; Guðmundur Áma-
son og IUugi Gunnarsson úr forsætis-
ráðuneyti; Þorgeir örlygsson og Helgi
Bjamason frá iðnaðarráðuneyti; Bjöm
Dagbjartsson, sendiherra í Suður-Afr-
íku, og Sighvatur Björgvinsson, fram-
kvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofn-
unar íslands; Ellý Katrín Guðmunds-
dóttir, forstöðumaður Umhverfis- og
heilbrigðisstofu Reykjavíkurborgar,
og Kolbeinn Óttarsson Proppé, for-
maður umhverfis- og heUbrigðisnefnd-
ar Reykjavíkur; Ólöf Guðný Valdi-
marsdóttir, formaður Landverndar, og
Hjörleifur Guttormsson, formaður
Náttúravemdarsamtaka Austurlands.
-ÓTG
Móðir og tveir
synir létu lífið
Fjórir palestínskir borgarar, þar af
þrír úr sömu fjölskyldunni, móðir og
tveir synir, 17 og 23 ára, létu lífið í
skriðdrekaárás ísraelsmanna á þorpið
Sheikh Ajli á Gaza-strönd í nótt. Að
sögn sjónarvotta réðust ísraelar á
þorpið í skjóli myrkurs á einum ellefu
skriðdrekum með aðstoö árásar-
þyrlna og munu fjórar sprengjur hafa
lent á húsi al-Hajeen-f]ölskyldunnar
þar sem fólkið lést. Sá fjórði sem lést
var 20 ára gamaU gestkomandi frændi
fjölskyldunnar.
Þetta var önnur árás Israelsmanna
á Gaza-svæðið á síðustu þremur dög-
um og ein sú harðasta sem gerð hefur
verið síðan yfirstandandi ófriður
hófst fyrir nær tveimur árum, en fyrri
árásin var gerð á þriðjudaginn af sjó.
ísraelar drógu herlið sitt tU baka
þegar leið á morguninn, en að sögn
palestinskra yfirvalda var ekki hægt
að huga að hinum særðu fyrr en her-
liðið var horfið á brott, þar sem aUar
aðkomuleiðir voru lokaðar.
Á myndinni hér tU hliðar sjáum við
palestínska sjúkraliða flytja særa
landa sína á sjúkrahús í morgun.
■ NÁNARI UMFJÖLLUN
Á BLS. 10
ENSKA
ÚRVALSDEILDIN:
Leeds
tapaði
óvænt
HAUSTTÍSKAN í
DV-INNKAUPUM:
Grófar
peysur og
skinn