Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Blaðsíða 11
11
FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2002
X>v _______________ Útlönd
Andstaða Sádi-
araba er fyrirlitleg
- segir Ken Adelman, helsti ráðgjafi Donalds Rumsfelds
Ken Adelman, fyrrum aðstoðar-
framkvæmdastjóri bandaríska þjóð-
aröryggisráðsins og núverandi ráð-
gjafi Donalds Rumsfelds, vamar-
málaráðherra Bandaríkjanna, hefur
lýst fyrirlitningu sinni á andstöðu
Sádi-araba við fyrirhugaðar hemað-
araðgerðir gegn Saddam Hussein
íraksforseta. Þetta kom fram í við-
tali hans við BBC-fréttastofuna í
gær og sagðist Adelman telja að all-
ir helstu bandamenn Bandaríkja-
manna myndu styðja fyrirhugaðar
aðgerðir þegar á reyndi.
Aðspurður um ummæli prins
Saud al-Faisal, utanríkisráðherrá
Sádi-Arabíu í gær, þar sem prinsinn
hélt því fram að tilraun til að koma
Saddam frá völdum myndi aldrei
takast og að það ætti að vera
ákvörðun írösku þjóðarinnar hver
stjómaði landinu, sagði Adelmann
að Sádar óttuðust aðeins öflugt og
traust riki íraka eftir Saddam.
„Þeir óttast í raun að fá sterkt
Donald Rumsfeld
Ken Adelman, helsti ráögjafi Rumsfelds,
er haröoröur í garö Sádi-araba.
lýðræðisríki sem nágranna. Ríki
sem er opið, ríkt af olíu og með já-
kvæða framtíðarsýn,“ sagði Adel-
mann
Þær fréttir bárust frá Bretlandi í
gær að þarlend stjómvöld hug-
leiddu nú að setja írökum algjöra
úrslitakosti varðandi kröfur Örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna um
vopnaeftirlit í landinu en í yfirlýs-
ingu frá bresku ríkisstjóminni í
gær kom ekki fram hver viðbrögð
Breta yrðu ef írakar yrðu ekki við
kröfum ráðsins.
Ónefndur embættismaður í Hvíta
húsinu sagði í viðtali við Reuters-
fréttastofuna í gær að bandarísk
stjórnvöld myndu gera allt til að
koma Saddam frá völdum, hvort sem
vopnaeftirlit yrði leyft eða ekki.
„Stjórnarskipti í landinu em ekki
aðeins nauðsynleg vegnavopnamáls-
ins,“ sagði embættismaðurinn og
bætti við að Saddam væri einnig
hættulegur stuðningsmaður hryðju-
verkaaflanna í heiminum og af hon-
um stafaði mikil ógn á svæðinu.
REUTERS-MYND
Króksi horfir á sjónvarpið
Tíu ára gamall taílenskur skóladrengur, Wattana Thongjon, á heldur óvenjulegt gæludýr, rúmlega meterslangan
krókódíl sem, hefur fengið nafniö Kheng. Hér má sjá Wattana og fööur hans, ásamt króksa, heima í stofu aö horfa á
sjónvarpið. Faöirinn fann krókódílinn nýfæddan í tjörn einni fyrír þremur árum.
Fulltrúum á ráðstefnu SP kippt niður á jörðina:
Nelson Mandela dregur upp
dökka mynd af þorpinu sínu
Nelson Mandela, fyrrum forseti
Suður-Afríku, kippti fulltrúum á
umhveríisráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Jóhannesarborg niður á
jörðina í gær þegar hann lýsti öm-
urlegum aðstæðum í gamla heima-
þorpinu sínu í Austur-Höfðahéraði.
„Þegar ég fer heim, eins og ég
geri oft, til sveitaþorpsins og hér-
aðsins þar sem ég ól aldur minn
sem bam og unglingur tekur það
mig sárt aö horfa upp á fátækt fólks-
ins og eyðileggingu umhverfisins,"
sagði hinn 84 ára gamli Mandela um
þorpið sitt, Qunu.
„Það sem veldur mestum sárs-
auka er skorturinn á hreinu vatni,“
sagði forsetinn fyrrverandi þegar
hann opnaði sýningu um leiðir til
að útvega fátækum bæjarfélögum
hreint vatn. Það er einmitt eitt af
REUTERSTUYND
Mandela mlnnlr á þorplð sitt
Nelson Mandela, fyrrum forseti
Suöur-Afríku, talaöi um fátækt í
bernskuþorpinu sínu í gær.
helstu umræðuefnum ráðstefnu SÞ
þar sem tugir þjóðarleiðtoga og tug-
þúsundir fulltrúa funda fram í
næsta mánuð.
Annað helsta mál ráðstefnunnar
er hvemig draga megi úr fátækt í
heiminum um helming fyrir árið
2015 án þess að valda tjóni á um-
hverfmu og þar eru ríkir og fátækir
ekki á eitt sáttir um leiðir.
Eitthvað miðaði í rétta átt í gær
en hins vegar mættust stálin stinn
þegar niðurgreiðslur til bænda á
Vesturlöndum voru annars vegar.
Slíkar niðurgreiðslur takmarka eða
koma í veg fyrir innflutning land-
búnaðarafurða frá Afriku og Asiu.
Um tvö hundruð fátækir bændur
frá nágrannahéruöum Jóhannesar-
borgar mótmæltu á götum úti í gær
og kröfðust aukins verslunarfrelsis.
Lokaumferðin
>
EFTIRLYSTIR!!!
*
KOMIÐ OG SJÁIÐ ÞESSA MENN SLÁST
TIL SÍÐASTA BLÓÐDROPA UM
íslandsmeistaratitilinn!