Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2002 x>v Fréttir Landið meira eða minna sambandslaust í níu klukkustundir: Fjármálamarkaður- inn lamaðist - Friðrik Skúlason ehf. flytur hluta starfsemi sinnar úr landi vegna ástandsins Fjármálamarkaðurinn var lamaður í allan gærdag vegna bilunar sem varð í Cantat-3 sæstrengnum laust eftir klukkan sex í gærmorgun. Engin við- skipti voru með hlutabréf í Kauphöll Islands, sem er háð fjarskiptum við Svíþjóð vegna Norex-samstarfsins, og engin gjaldeyrisviðskipti voru mögu- leg á millibankamarkaði. Landssíminn haíði ekki komið á varasambandi um gervihnött íyrr en laust eftir klukkan þrjú síðdegis í gær. Tjón fyrir markaöinn Björn Hákonarson á gjaldeyrisborði íslandsbanka segir þetta klárlega hafa valdið ijármálafyrirtækjunum tjóni, enda hafi þau tekjur af viðskiptum með hlutabréf og gjaldeyri. Heilsdagstekjur Grafarvogur: Brotist inn um bjartan dag Tveir nítján ára piltar brutust inn i heimahús í Hamrahverfi í Grafarvogi skömmu fyrir hádegi í gær. Þegar lögreglan náði á staðinn hlupu piltamir eins og eldibrandar á brott en annar þeirra náðist á hlaupunum. Hinn náðist svo á vappi í hverflnu og veitti hann eng- an mótþróa. Þegar verksummerki voru skoðuð kom í ljós að þeir höfðu brotið upp stormjám á glugga og troðið sér þar inn. Eitthvert fát hefur komið á strákana þvi þeir skildu eftir töskuna með þýflnu.-jtr af þessari starfsemi hafi þama fallið niður. Velta með gjaldeyri á milli- bankamarkaði sé að jaínaði um fjórir milljarðar króna á dag. Bjöm segir að tjón viðskiptavina fjármálafyrirtækjanna sé erfltt að meta; hugsanlega hafi einhveijir haft hagsmuni af því að kaupa eða selja til- tekin hlutabréf á þessum degi og óhætt sé að fullyrða að lömun gjaldeyris- markaðarins hafi komið sér illa fyrir fyrirtæki sem stunda inn- eða útflutn- ing og gátu ekki orðið sér úti um þann gjaldeyri sem viðskipti þeirra kreQast. „Þetta kom á mjög óþægilegum tíma fyrir hlutabréfamarkaðinn þar sem stór viðskipti höfðu orðið í gær með hlutabréf í íslandsbanka og við hefðum átt að sjá viðbrögð við þeim viðskipt- um í dag,“ sagði Bjöm við DV í gær. „Þetta var líka á slæmum tíma fyrir gjaldeyrisviðskipti því eftir lokun i gær [fyrradag] tilkynnti Seðlabankinn hvemig hann hygðist standa að kaup- um á gjaldeyri í varasjóði sína. Mark- aðurinn túlkaði fréttimar frekar nei- kvætt og í dag má segja að krónan hafi veikst í kjölfarið, án þess að nokkur viðskipti yrðu. Menn breyttu sem sagt söluverðinu án þess að hægt væri að láta reyna á það í viðskiptum og það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í framhaldinu." Netfyrirtæki flýja land Bilunin í Cantat hafði víðar slæm áhrif. Ýmis fyrirtæki eru háð því að vera í stöðugu netsambandi við er- lenda viðskiptavini. Friðrik Skúla- son ehf. síar til dæmis tölvuveirur Helgi lagði Hannes Þaö bar til tíðinda á Skákþingi íslands í gær að Helgi Áss Grétarsson lagði Hannes Hlífar Stefánsson að velli og hleypir með því smáspennu í toppbar- áttuna. Þá náði Bragi Þorfinnsson þriðja og síöasta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli með sigri á Sævari Bjarnasyni. Bragi þarf nú að ná 2.400 skák- stigum til að fá titilinn. Fyrir mótið hafði hann 2.362 skákstig og hefur hækk- aö um 24 stig. Hannes er efstur með 8 vinninga þegar tveimur umferðum er ólokið, Helgi annar með 6,5 vinninga og Bragi þriðji með 6 vinninga. Tíunda og næstsíðasta umferð verður tefld á morgun. Teflt er í hátíðarsal íþrótta- húss Gróttu á Seltjarnarnesi og eru áhorfendur velkomnir á keppnisstað á meðan húsrúm leyfir. AGFA^p fyriraugað FILMUR & FRAMKOLLUN STÆKKUM SETJUM Á GEISLADISKA YFIRUTSMYND FYLGIR FRÍTT MEÐ Gæða framköllun HEIMSMYNDIR ...mmmmmmmmmmmmmm.;... i ■■ in i., Smiðjuvegi 11,- gul gata -, 200 Kópavogur, sími 544 4131. „Oþolandi ástand" Friðrik Skúlason, sem er háður því að geta veitt erlendum fyrirtækjum þjón- ustu á Netinu, ætlar að flytja hluta starfseminnar úr landi vegna þess hve ótryggt netsambandið er við útlönd. úr tölvupósti margra erlendra stór- fyrirtækja, en getur ekki fylgst með þjónustunni á meðan Netið liggur niðri. Friðrik Skúlason gagnrýnir ástandið harðlega: „Meðan netsam- band við útlönd er jafn óstöðugt og raun ber vitni geta fyrirtæki sem eiga allt sitt undir að geta veitt þjón- ustu til erlendra fyrirtækja í gegn- um Netið á engan hátt staðið undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar. Rökrétt afleiðing þessa er að fyrirtæki í þekkingariðnaði flytjast eitt af öðru úr landi svo þeim sé kleift að standa undir væntingum erlendra viðskiptavina," segir Frið- rik og bætir viö að fyrirtæki hans sé að undirbúa að flytja hluta starf- seminnar úr landi vegna þessa. Þá olli bilunin mikilli röskun á starfsemi í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Þó þurfti ekki að tak- marka flugumferð um íslenska flug- stjórnarsvæðið fyrir utan minni háttar takmörkun á umferð á Kefla- víkurflugvelli í gærmorgun. „Teleglobe að kennau Sem fyrr segir kom Landssíminn ekki á varasambandi um gervihnött fyrr en síðdegis í gær. Íslandssími hf. kom hins vegar á varasambandi um klukkan hálf ellefu um morgun- inn, sem þýðir að viðskiptavinir þess fyrirtækis komust í samband við umheiminn um það leyti. Heiðrún Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Landssímans, segir fyrir- tækið engan veginn geta sætt sig við að það skyldi taka níu klukku- stundir að koma á fullnægjandi varasambandi um gervihnött, en Landssíminn sé háður tæknimönn- um annars fyrirtækis um varasam- bandið. Þetta er kanadíska fyrirtæk- ið Teleglobe, sem jafnframt sér um rekstur Cantat-3 strengsins. „Við ákváðum strax um morgun- inn að óska eftir varasambandi og munum kanna í framhaldinu hvers vegna það tók Teleglobe svo langan tíma að koma því á,“ segir Heiðrún og bætir við að Teleglobe eigi í fjár- hagskröggum, sé raunar í greiðslu- stöðvun, og kannað veröi hvort það hafi ekki lengur burði til að sinna þessari þjónustu. íslensku fjarskiptafyrirtækin ætla að fjárfesta í nýjum sæstreng ásamt Færeyingum og er stefnt að því að lagningu hans verði lokið áður en næsta ár er úti. Áætlaður kostnaður er um sex milljarðar króna en Heiðrún telur að vinnu við nýja strenginn verði hraðað í ljósi atburða gærdagsins. -ÓTG Sala Orcahópsins á hlut íslandsbanka: Bar mjög brátt að - lokahnykkur á væringaferli og valdabaráttu Söluna á ríflega fimmtungshlut Orca-hópsins í íslandsbanka bar að með mjög bráðum hætti samkvæmt öruggum heimildum DV. Væringar hafa verið um skeið innan bankans sem rekja má til mála, tengdra Tryggingamiðstöðinni, og valdabaráttu en með söl- unni er endanlegt skref stigið. „Það er nýtilkomið að þeir skyldu ákveða að bakka út,“ segir heimildar- maður DV úr innsta hring en Bjami Ármannsson, forstjóri ts- landsbanka, segist ekki geta tjáð sig um aðdraganda viðskiptanna eða hvort sexmenningamir sem selja nú hafi hagnast á viðskiptunum. Hlutur sexmenninganna verður brátt boðinn út og mun almenning- ur fá kost á að kaupa einhvem hluta. Bjami segir ekki ákveðið hve hátt hlutfall verði boðið til almenn- ings að svo stöddu. Ekkert hámark hefur verið á eign í íslandsbanka til þessa og stendur ekki til að breyta því en Bjami segir að við fyrirhugaða sölu nú á hlutn- um, sem losar rúma 11 millj- arða, muni bankinn leitast við að tryggja dreifíngu. „Við munum miða viö það í okkar sölu að ná fram meiri breidd í hluthafahópnum og hyggjumst ná því á næstu vikum og mánuðum. En hvað svo verður er ekki i okkar höndum. Við munum ekki setja neinar reglur eða takmarkanir um það,“ segir Bjami. „Þetta skref hefur engin áhrif á eiginlega starfsemi bankans heldur er það einfaldlega hlutverk okkar að vinna að svona eignasölu," segir Bjami. -BÞ Bjami Ármanns- son Fær mestan kvóta Samherja hf. á Akureyri hefur verið úthlutað mestum kvóta á nýju fiskveiöiári sem hefst um næstu mánaðamót. Fiskistofa hefur sent útgerðarfyrirtækjum veiðileyfi og tilkynningar um aflaheimildir. Það skip sem fær mestan kvóta að þessu sinni er Kaldbakur EA, skip Útgerð- arfélags Akureyringa. Nýbrauð hættir Nýbrauð í Mosfellsbæ hættir framleiðslu um næstu mánaðamót. Öllu starfsfólki, 20 manns, hefur verið sagt upp störfum. Fyrirtækið var lýst gjaldþrota í júní sl. Ný- brauð hafa einkum selt sín brauð í Bónusi en í gær ákvað síðamefnda fyrirtækið að beina viðskiptum sín- um annað. Framkvæmastjóri Ný- brauða sagði í samtali við mbl.is að þá hefði verið sjálfhætt. Opna eftir bruna Verslanir í Fákafeni eru óðum að komast aftur í gang eftir stórbrun- ann sem varð í Teppalandi þann 7. ágúst sl. Húsgagnaverslunin Exó og innrömmunarverslunin Miró ráð- gera að opna aftur á mánudag og Teppaland á þriöjudag. Saumalist opnar hins vegar fyrir helgina en á öðrum stað, Síðumúla 15. Sjómönnum fækkar Rúmlega 100 sjómenn eru nú á starfssvæði Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavikur, samanbor- ið við 229 á sama tíma í fyrra. Enn uppsagnir hjá OZ Fjarskiptafyrirtækið OZ sagði í gær upp átta starfsmönnum á skrif- stofu fyrirtækisins í Reykjavík. Að- eins sex starfsmenn eru eftir hjá OZ hérlendis en meginstarfsemi fyrir- tækisins hefur veriö flutt til Montr- eal í Kanada. Guðjón Már Guðjóns- son, stjórnarformaður OZ, sagði í samtali við RÚV í gær að aðgerðim- ar væru til þess fallnar að styrkja starfsemina í Kanada. Hækka ekki strax Hækkun á heimtaugaleigu hefur verið frestað til 1. desember. Land- síminn tilkynnti þetta formlega í gær en heimtaugaleiga nemur 75% af fastagjaldi sem fólk greiðir vegna heimilissíma. Frestun hækkunar- innar er vegna tilmæla Póst- og fjar- skiptastofnunar. ísland lítt spillt ísland telst til minnst spilltu ríkja heims. Þetta kemur fram í skýrslu Transparency Intemational. Norð- urlöndin em í efstu sætum; ísland í því flórða. -aþ f ókus Á MORGUN Lukkudýrið I Fókus, sem fylgir DV á morgun, er rætt við ungan kvenna- skólanema, sem hefur unnið sér helst til frægðar að klæöa sig upp sem rauða ljónið á heimaleikjum KR. Hilmar Guðjónsson hefur annars haft það fyrir stafni í sum- ar að æfa leikrit sem er samvinnuverk- efhi nokkurra framhaldsskóla á höfuð- borgarsvæðinu. Þá er rifjuð upp saga bolsins og nokkrir þekktir einstaklingar fengnir til að velja sinn uppáhaldsbol. Rætt er við Gerði Kristnýju Guðjóns- dóttir sem hefur skrifað bók um þjóðhá- tíðina í Eyjum og fór Fókus á stjá í Verzló þar sem hausttíska nokkurra nemenda var tekin fyrir. Leiðarvísir um skemmtana- og menningarlífið má svo finna á sínum vanalega stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.