Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Qupperneq 14
14 ___________________________________________________________FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2002 Skoðun i>V I leigubílnum „Lítiö rými sem ókunnugir þurfa aö deila smástund. Hreinir og klárir hjá BSR Spurníng dagsins Hvernig finnst þér veðrið hafa verið í sumar? Björn Guömundsson stööumælavörður: Þaö hefur veriö sæmilegt. Jóhanna Óöinsdóttir stööumælavöröur: Sumariö hefur veriö mjög fínt. Karlotta Hlífarsdóttir, í fæöingarorlofi: Þaö hefur veriö ferlegt. Ali Hasein bifvélavirki: Þaö hefur veriö hrikalegt. Davíö Runólfsson vefstjóri: Vonbrigöi. Þóra Atladóttir nemi: Mér finnst þaö hafa veriö fínt, júní var góöur. Gunnar Sigurðsson skrifar:____________________________ í um 20 ár hef ég notfært mér leigubílaþjónustuna starfa minna vegna. Leigubílstjórar eru yíirleitt heiðursmenn og margir hverjir hreinir snillingar. Alkunna er að þeir eru fróðir um menn og málefni líðandi stundar og láta gjarnan gamminn geisa um þjóðmálin við okkur í aftursætinu, gefist tilefni til, eða þeir inntir eftir skoðun. - Og þeir hafa hana margir hverjir eftir að vera búnir að „aka í 25 ár“. Með vinsemd og virðingu í garð stéttarinnar vil ég samt benda leigu- bílstjórum, sumum hverjum, á að stundum getur verið hyggilegt að hugleiða að bíllinn er ekki fyrst og fremst fyrir þá sjálfa heldur kúnn- ana, númer eitt, tvö og þrjú. Leigu- bíllinn er jú lítið rými sem ókunnug- ir þurfa að deila smástund. Það voru því gleðifréttir að sjá og heyra að BSR skuli hafa tekið af skarið í þágu okkar í aftursætinu og sett viðmiðunarreglur um almenna umgengnishætti og hreinlæti „um borð“ í bílum þessarar ágætu stöðv- ar. Þetta verkaði kannski hálf bros- Guöjón Eínarsson skrifar: Nú er að færast fjör í leikinn hjá Flugleiðum. Baugur búinn að næla sér í rúm 8% í flugfélaginu og mun þannig krefjast að fá mann í stjórn. Þetta setur strik í eignarhaldsreikn- ing margra hluthafa Flugleiða, sem ekki vilja fá marga stóra og „óvið- komandi" inn í fyrirtækið. En þetta er tímanna tákn og er ekki seinna vænna að nýtt loft streymi um fund- arrými aðalfundar hjá stjórnmörgu fyrirtækinu. En það eru ekki allir sáttir. Marg- ir spyrja sem svo: Hvaðan fær Baug- ur alla þessa fjármuni? Hvernig get- ur Baugur keypt og fjárfest hér á landi jafnt og erlendis? Ég segi hins „Sá dagur mun samt renna upp, sannið til, að hið opin- bera setur reglugerð upp á margar síður um hollustu- hœtti í leigubifreiðum, ræður 4-5 opinbera eftirlitsmenn um leigubílahreinlœti og allir leigubílstjórar krafðir um hollustueftirlitsgjald, sem á endanum er sótt í vasa okkar viðskiptavinanna. “ lega í fyrstu, en ber fyrst og fremst vott um heilbrigða dómgreind og við- skiptalegt innsæi eins og það gerist best í markaðsþjónustu nútímans. Eftir að BSR tók þetta frumkvæði hef ég orðið þess áskynja að bílstjór- arnir þar eru betur á varðbergi í þessum efnum, og ræði maður þetta við þá virðast þeir taka þessu frum- kvæði fagnandi, allir sem einn - með hæfilegum skammti af gríni eins og vera ber. Þegar maður sér að einhverju fyr- „Úr því að Baugur sem sel- ur okkur ódýru vörurnar í Bónus græðir svona mikið, að hann getur keypt og fjárfest svona í Flugleiðum, hvað hafa þá hinir grœtt sem selja algengar neyt- endavörur, t.d. í matvöru- mörkuðunum og öðrum verslunum, mun dýrar en þeir Bónusmenn? vegar: Er ekki gott að einhver græð- ir? Ekki er svo lítil fyrirlitningin í irtæki er af fullri alvöru umhugað um okkur viðskiptavinina, endurg- eld ég það með velvilja. í þessu til- viki hef ég að mestu flutt mín leigu- bílaviðskipti yfir til BSR og vil þannig styðja þetta ágæta framtak þeirra í verki. Þannig greiði ég þetta framtak með atkvæði úr veskinu. Á liðnum árum hafa hér tröllriðið þjóðfélaginu alls konar og misgáfu- legar reglugerðir frá opinberum aðil- um. Það er því eftirtektarvert að einkafyrirtæki eins og BSR skuli setja eigin starfsreglur um jafn sjálf- sagðan hlut og hér um ræðir. Þeir bíða greinilega ekki eftir því að rík- isvaldið geri þetta fyrir þá. Sá dagur mun samt renna upp, sannið til, að hið opinbera setur reglugerð upp á margar síður um hollustuhætti í leigibifreiðum, ræð- ur 4-5 opinbera eftirlitsmenn um leigubílahreinlæti og allir leigubíl- stjórar krafðir um hollustueftirlits- gjald, sem á endanum er sótt í vasa okkar viðskiptavinanna. - Má ég þá biðja um fyrirtæki á borð við BSR sem byrgir brunninn áður en ríkis- valdið fer að ausa úr honum að óþörfu. garð þeirra fyrirtækja hér sem tapa og rúlla svo með geigvænlegum af- leiðingum fyrir starfsfólk og ríkið sem verður um leið fyrir miklum skakkaföllum. Og þá spyrja hinir aftur, þessir sem ekki hafa fengið nægar skýring- ar á öllu bramboltinu: Úr því að Baugur sem selur okkur ódýru vör- umar í Bónusi græðir svona mikið, að hann getur keypt og fjárfest svona í Flugleiðum, hvað hafa þá hinir grætt sem selja algengar neytenda- vörur, t.d. í matvörumörkuðunum og öðrum verslunum, mun dýrar en þeir Bónusmenn? - Er nú kannski kominn tími fyrir fjölmiölana að vakna af sín- um væra blundi og gera skyldu sína; kanna málin ofan í kjölinn? Hvað hafa hinir þá grætt? Garri Töfralausn í sparnaði dottiö þetta í hug fyrr. Með lokunum á deildum heilabúaðs fólks, alsheimersjúklinga, geðfatlaðra og hvað það nú heitir allt saman, flytjast sjúk- lingamir sjálfkrafa inn á heimili aðstandenda. Þar með hverfur kostnaður ríkisins af þessu bjástri eins og dögg fyrir sólu. Aðstandendur munu bara sjá um sína, enda er það varla ráð- herra eða forstjóra sjúkrahúsanna að kenna að fólk verður veikt. Fólk getur bara sjálfu sér um Loksins hafa íslensk heilbrigðisyfirvöld komið auga á hvemig spara megi í heil- brigðiskerfinu. Blessaður karlinn hann Jón Kristjánsson, ráðherra heilsumála, hefur mátt hafa það slag í slag að standa fyrir framan suðandi sjónvarpsmyndavél- ar með afar vandræðalegar afsakanir á stórkostlegum hallarekstri ríkissjúkrahús- anna. - Það verður bara að reyna að flnna nýjar leiðir til að spara, segir ráðherra og heldur síðan áfram að því er virðist von- lausri baráttu sinni. Þetta ómak hefur Magnús Pétursson, yflrmaður Landspítala, nú tekið af ráðherranum eins og hendi sé veifað. Búið er að fmna lausnina og svei mér ef ekki verður bullandi tekjuafgangur á rekstri sjúkrahúsanna þegar fram liða stundir. Alla vega viröist Jjóst að ríkið getur þeg- ar í stað stöðvað allar fyrirhugaðar byggingar- framkvæmdir og áform um stækkun spítalanna. Á slíku er ekki lengur þörf eftir að töfralausnin var fundin. Spítalamir verða einfaldlega fluttir inn á heimili landsmanna. Sjúkir inn á hvert heimili Það er raunar stórfurðulegt að engum hafl kennt verði það gamalt og sjúkt, missi minnið, tapi glórunni eða fatlist á annán hátt. Það verður siðan bara hlutverk bama og barnabama að sinna foreldrum sínum og öðrum ættingjum - á sinn kostnað. Töfralausn til útflutnings Sú töfralausn sem hér hefur verið fundin upp er þvílík snilld aö hennar verður minnst veglega í öllum helstu hagfræðiritum komandi kynslóða. Hugs- ið ykkur þann hag sem stjómsýslan hef- ur af þessu snilldarbragði. Á örskömm- um tíma mun hlaðast upp tekjuafgangur í heilbrigðisgeiranum sem gefur mönn- um kost á útrás í stað vamarstöðu. Það má t.d. nýta þessa fjármuni í stóraukin ferðalög ýmiss konar sendinefnda á alþjóðlegar samkom- ur. Þar munu íslendingar fá tækifæri til að brill- era og útbreiða fagnaðarerindi hinna nýju sparn- aðarleiða. Þeir sendimenn þurfa ekki aö skamm- ast sín fyrir kotungshátt, enda með fúlla vasa Qár af rekstarafgangi sjúkrahúsa í farteskinu. Cjkrrí Helgarverslun er hagkvæm - hjá þeim sem hafa oþiö. Verslunarhelgar Elín Magnúsdðttir skrifar: Við hjónin vomm á ferð í Holta- görðum sl. sunnudag til að gera inn- kaup. í Holtagörðum voru opnar verslanirnar Rúmfatalagerinn og IKEA að venju. Bónus lokaður vegna „vörutalningar" (hélt að hún væri lið- in tið á tölvuöldi). Er við ætluðum að fara í Húsasmiðjuna, rétt hjá, þá var hún lokuð lika! Hélt að Húsasmiðjan væri alvöruverslun, rétt eins og IKEA og hinar stóru verslanirnar. Við end- uðum með því að fara í BYKO vestur í bæ. Skilja ekki eigendur þessara lok- uðu verslana að helgarnar eru versl- unarhelgar? Þær eru eini timinn til að skoða, kanna og gera verslun. Viku- dagarnir fara í vinnu. Vilja þessar verslanir ekki viðskipti? Sendibréf frá Alþingi Haraldur Sigurðsson skrifar: Hlægilegt hefur verið að heyra og sjá í fréttum Ríkisútvarpsins hvemig þar er reynt að bera blak af þingkon- unni í Samfylkingunni sem ætlaði að senda bréf sín á kostnað Alþingis. Hún bakkaði að vísu eftir að þingfor- seti tjáði sig um málið og boðaði breytingar á reglum um bréfasending- ar þingmanna - en ekki fyrr - og greiddi kostnaðinn sjálf, 170 þúsund að sögn. En RÚV er alltaf samt við sig. Það dregur taum þingmanna vinstri flokkanna. Raunar allra flokka ef út í það er farið, því þetta er ríkisútvarp og það sinnir sínum. Gætir hagsmuna ríkisstarfsmanna, allra sem eins. Sjúkrahúsin fyrir þá veiku Forgangsrööun í sjónmáli? Sjúkrahúshítin Jón Ólafsson skrifar: Hvað er eiginlega í gangi hjá Lands- spítala Háskólasjúkrahúsi? Þar stend- ur aldrei steinn yfir steini i eyðslu- ferlinu. Það er ekki fyrr búið að ganga frá fjárlagarammanum en farið er að heimta viðbótarkvóta svo að spítala- báknið gangi áfram. Þetta er ekkert grin lengur haldi menn það. Þeir sém fara fram úr fjárlögum eiga einfald- lega að víkja sem yfírmenn opinberra stofnana. Þeir fá sín háu laun til að „stjóma“, ekki til að „lúffa“ fyrir starfsfólkinu og krakkastóði þess í gæslunni. Það á ekki heldur að hlaupa til og kaupa sífellt nýjustu og dýmstu lyfin, þótt þrýstingur sé þar um. Sjúkrahúshítin er að fara með ríkis- kassann. Það verður að forgangsraða á sjúkrahús, þar eiga einungis að vera þeir veiku, ekki fólk til hressingar. Einfalt mál, ekki satt? Mótmælt á Austurvelli Halli skrifar: Nú er eggið farið að kenna hænunni þykir mér. Myndlistarkona stóð fyrir mótmælum á Austurvelli sl. mánudag vegna þess að vegarlagning er hafin vegna Kárahnjúkavirkjunar. Hvemig ætlar myndlistin að fá umbun úr rík- iskassanum ef ekki verður virkjað hér eins og hingað til? Þessir örfáu og bijóstumkennanlegu einstaklingar sem mættu á Austurvelli til að lesa kvæði og mótmæla framkvæmdum í landinu þyrftu að kynnast verklegum framkvæmdum meira en þeir virðast hafa gert til þessa. OV Lesendur Lesendur geta hringt alian sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf tii: Lesendasíöa DV, Skaftahlíð 24,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.