Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Qupperneq 17
16 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plótugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Nöturleiki lokana Enn einu sinni blasir nöturleikinn við á íslenskum sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum. Enn einu sinni vilja stjórnendur grípa til þeirra óyndisúrræða að loka deildum og senda sjúklinga út á guð og gaddinn. Á íslandi gerist þetta nokkuð reglulega rétt eins og lokanir deilda séu liður í langtímastefnu stjórnvalda í heilbrigðisgeiran- um. Efalítið eru margir landsmenn hættir að kippa sér upp við þessi tíðindi, enda eru þau ekkert nýmeti á siðum blaða og í fréttum ljósvakans. En hér er um líf og heilsu að tefla. Á bak við þessi tíð- indi er fólk sem margt hvert er sárþjáð og má síst við því óöryggi og þeirri niðurlægingu sem felst í því að vera hafnað af heilbrigðiskerfinu. Á bak við þessi tíðindi eru einnig aðstandendur sem margir hverjir standa ráðþrota frammi fyrir erfiðum verkefnum við að sinna veiku fólki inni á heimilum sínum. Á bak við þessi tíðindi er sorg og svívirða. Stjórnendur sjúkrahúsa eru að gefast upp á verkefni sinu. Og láta það bitna á sjúku fólki. Nýjasta dæmi þessa er einkar ógeðfellt. Blásið er í lúðra og sagt að deild fyrir heilabilað fólk verði lokað nær fyr- irvaralaust. Sjúklingum verði gert að yfirgefa spítalann sem fyrst með þeim orðum að allsendis óvist sé hvort hægt verði að koma þeim fyrir á öðrum deildum. Útlit sé fyrir að aðstandendur fái það hlutverk að taka við þjáðum ættmennum sínum ef engin önnur úrræði séu fyrir hendi. Og þeir fái sem fyrr örfáa daga til að breyta heimilum sín- um í sjúkrastofur og óska eftir leyfi frá störfum. Enda þótt allt hafi reynst í plati í þetta skiptið er framkoma af þessu tagi óþolandi ókurteisi við fólk sem þarf á öllu öðru að halda en hranalegum fyrirskipunum frá stjórnendum innan úr marmarahöllinni við Eiriks- götu. Þeir geta ekki endalaust níðst á sjúku fólki i við- leitni sinni til að vekja athygli á fjárhagsvanda stofnunarinnar. Það er ekki sérlega geðfellt að ráðskast með alvarlega sjúkt fólk, segja að það verði að fara einn daginn en að það megi vera hinn daginn. Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður gagnrýnir þessa aðför að sjúklingum harkalega í DV i gær. Hann vandar stjórnendum sjúkrahússins ekki kveðjurnar og er eðlilega nokkuð mikið niðri fyrir. Þessi flokksbróðir heilbrigðis- ráðherra segir að spítalinn velti 21,5 milljörðum króna á ári og enginn þurfi að segja sér að ekki sé hægt að finna þær 19 milljónir króna sem þurfi til að halda þessari deild opinni til áramóta. Þetta er hárrétt hjá þingmanninum sem segir stöðuna vera skelfilega. Athyglisvert er að þingmaðurinn segir stjórnendur spítalans ekki hafa haft neitt samráð við ráðherra heil- brigðismála í þessu efni. „...ráðherra vissi ekkert um þessa lokun,“ segir þingmaðurinn og gagnrýnir stjórnend- urna harkalega fyrir að hafa ekki haft samráð við ráð- herrann um jafnviðkvæma aðgerð og lokun deildar fyrir heilabilaða er. Það hljóti að þurfa að leita álits ráðherra, þó ekki væri til annars en að hann geti fylgst með og verði ekki alvarlega kjaftstopp í umræðunni. Vitaskuld eru stjórnendur spítalans í erfiðri stöðu. Þeim er skammtaður peningur úr ráðuneytunum. Og þeim er vissulega gert að sinna verkefnum sem ná langt út fyrir eðlilegt hlutverk spítalans sem á fyrst og síðast að vera sjúkrahús en ekki hjúkrunarheimili eða vistheimili. Stjórnvöld verða að setjast niður og setja spítalanum markmið. Þau vantar. Það afsakar samt ekki fáránlega að- gerð á borð við þá að ætla að loka deild fyrir heilabilaða án fyrirvara. Sér er nú hver bilunin. Sigmundur Ernir FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2002 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2002 17 DV Skoðun Stærðfræði tilfinninganna „Sjálfsagt er nokkuð um að valdhafar séu að yrkja, annaðhvort í laumi eða til að birta opinberlega og það vœri eflaust fróðlegt að kanna það sérstaklega. En svona í svipinn man ég eftir nokkrum þjóðarleiðtogum sem voru eða eru í senn Ijóðskáld og foringjar: Maó formaður, Stalín og Karasic, leiðtogi Serba. “ Friðrik Rafnsson j Kjallari______________ Af og til heyrist því fleygt að Ijóðlistin sé meira og minna komin að fótum fram, ekkert sé ort af viti iengur, að nánast sé hætt að gefa út Ijóðabækur og þegar það gerist kaupi þær bara einhverjir örfáir sérfræðingar. Sjálfsagt er eitthvað til í þessu og það má með réttu segja að bók- mennta- og fjölmiðlalifið hafi lítið snúist um ljóðlistina undanfarin ár. Hins vegar veit ég af áralangri reynslu minni sem ritstjóri Tímarits Máls og menningar (blessuð sé minn- ing þess) að mjög mikið er ort í þessu landi og margt af því er glettilega gott, þótt það fari kannski ekki ýkja hátt. Við eigum skara af skáldum sem eru fyrir löngu búin að „sanna sig“, mörg yngri skáld hafa gert merki- lega hluti og mér þykir ekki ótrúlegt að margt ungskáldið sé að bauka ým- islegt í tölvunni sem á eftir að koma á óvart. Mér segir nefnilega svo hug- ur um að vel ort og hnitmiðað ljóð verði æ meira það skjól og næði sem fólk á eftir að leita í til að ná áttum í háværum og ágengum heimi. Stæröfræði tilfinninganna Stundum er sagt að rökfræði og stærðfræði séu náskyld fóg. Eitt leið- ir af öðru í ákveðnu orsakasamhengi og sé það rofið er svarið einfaldlega rangt. Skýrt dæmi um þetta er sagan af stúdentinum sem var i prófi og fékk eftirfarandi spumingu: „Er þetta spurning?" Svarið var einfalt og auövitað hárrétt:„Ef þetta er spurning þá er þetta svar.“ Svo eru eflaust til ýmsir aðrir meiðar af þess- um greinum, grunnstærðfræði og heimspeki sem brýtur mannsandan- um nýjar lendur, en það er ofvaxið mínum takmarkaða skilningi. Ástæðan fyrir því að ég er að viðra þetta er sú að einhvern tímann las ég eða heyrði þá skilgreiningu á góðri ljóölist að hún væri nokkurs konar „stærðfræði tilfmninganna“. Með þessu var átt við að skáldið hefði safnað saman reynslu, athugunum, tilflnningum og þekkingu, eimað það síðan vel og vandlega, þangað til ekk- ert stóð eftir nema aðalatriðin, hnit- miðuð hugsun, meitluð sýn, tilfinn- ing í hnotskum, tær snilld. Dæmi: ljóð Stefáns Harðar Grímssonar. Ljóörænan Hins vegar er fátt hvimleiðara en upphafin tilflnnigavella í bundnu máli, sú sem birtist okkur sautjánda júní og í hátíðarræðum stjómmála- manna. Þá er ljóðlistin notuð sem op- inbert stjómtæki, leið til að lappa upp á þjóðarstoltið eða spinna ljóð- rænan blekkingarvef, glansmynd sem allir eiga að geta speglað sig í og síðan unað glaðir við sitt þann átj- ánda þrátt fyrir nöturlegan hvers- dagsleika. Skuggalegasta birtingarmynd þessa er það þegar valdhafi finnur hjá sér þörf fyrir að fara að yrkja þess konar ljóð, þegar ljóðrænan fer að höggva skörð í vitsmunalífið, þeg- ar menn fara að skoða sig í „fegrandi blekkingarspegli ljóðrænunnar" eins og ágætur rithöfundur orðaði það. Sjálfsagt er nokkuð um að valdhaf- ar séu að yrkja, annaðhvort í laumi eða til að birta opinberlega og það væri eflaust fróðlegt að kanna það sérstaklega. En svona í svipinn man ég eftir nokkmm þjóðarleiðtogum sem voru eða eru í senn ljóðskáld og foringjar: Maó formaður, Stalín og Karasic, leiðtogi Serba. Fleiri hugmyndaskáld Eins og allir vita er löng hefð fyr- ir því aö höfðingjar láti yrkja um sig lofkvæði og sú hefð er sums staðar enn við lýði. Fyrir nokkrum árum, nánar tiltekið árið 1998, kynntist ég lítillega manneskju frá Hvíta-Rúss- landi sem sagði mér að forsetinn þeirra væri ákaflega lýrískt þenkj- andi sál og vissi ekkert notalegra en að lesa lofkvæði um sjálfan sig, eða jafnvel heyra það lesið opinberlega. Þannig tók hún dæmi af valdabar- áttu sem hafði verið háð innan rit- stjórnar þarlends menningartímarits og snerist um það hvor tveggja kvenna, heimildarkona mín eða önn- ur kona, ætti að verða ritstýra. Sú sem ég hitti ekki var liðtækt ljóö- skáld sem var nokkuð innundir hjá forsetanum og það kom sér heldur betur vel í þessari valdabaráttu. Hún tók sig nefnilega til og orti há- stemmda lofgjörð til forsetans, birti og var samstundis ráðin ritstýra menningartimaritsins. Hin konan var hins vegar snarlega send i út- legð, þar sem ég hitti hana og fékk að heyra söguna. Bráðabirgðaniðurstaða þessara litlu hugleiðinga er því sú að upphaf- in og væmin ljóðræna og stjórnmál fari ekki mjög vel saman, eins og dæmin hér að ofan sanna. Og við ís- lendingar eigum meira en nóg af ljóðrænum stjórnmálamönnum af þessu tagi. Hins vegar væri óskandi að við ættum fleiri framsýna, dríf- andi og skapandi stjómmálamenn, fólk sem heföi leikandi vald á stærð- fræði tilfinninga og hugmynda. Dellubylgjur rísa hátt „Það er líka minnt á það, sem sýnist liggja í augum uppi: ótta starfs- manna. í samrunafagurgalanum er aldrei haft hátt um að það standi til að segja upp fjölda fólks, þó vita allir að einmitt það hangir efst á spýtunni. “ — Á aðalfundi Landssímans Umræða á okkar dögum einkennist af grimmri einstefnu. Ríkjandi við- horf eða óskhyggja verða að sjálfsögðum sannleika sem allir taka undir ef þeir vilja ekki aumingjar og afdalakarlar heita. Deliur flæða yfir: litlir lækir verða að stórflóð- um sem sópa burt öllu skynsamlegu viti. Og þegar eitt slíkt flóð er hjá liðið rís annað eins og ekkert væri. Ekki er langt síöan sú della réð ríkjum að Japanir hefðu smíðað lyk- ilinn að miklum og öruggum hag- vexti. Þeir fáu sem leyfðu sér að efast um japanska mynstrið, eins og hag- fræðingurinn Paul Krúgman, voru því aðeins hafðir með á umræðupalli að menn vildu hafa einhvern til að hlæja að. Svo sprakk japanska blaðran, Krugman var í snatri lyft í spá- mannatölu og allir sem einn reyndu að fljóta áfram á ofurtrú á bandarísk- um kauphallarsiðum og boðorðinu Grægði er Góð. Glæpsamleg bók- haldsævintýri alfrjálsra stórfyrir- tækja hafa nú greitt þeim trúarbrögð- um þung högg en ekki er að efa að trúarþörfin mun finna sér nýjan far- veg fyrr en nokkum varir. Gamla hagkerfiö Ein dellan var sú að allir sem vit og djörfung hefðu skyldu segja skilið við gamla hagkerfið svonefnda. Með því var átt við þann iðnað sem framleiðir hluti sem fólk hefur lengi haft þörf fyrir: fatnað, maskínur, húsgögn, matvæli. Slík iðja var aðeins fyrir fátæk héruð heimsins sem ekki áttu hátæknikosta völ og eigendur fyr- irtækja sem ekki höfðu gáfur til að heyra kall tímans. Menn skyldu moka upp gulli með þvi að stunda netsölu, framleiða margmiðl- unarefni, finna gen og lagfæra þau, stofna sjónvarps- stöðvar, spá í næstu kynslóð farsíma. Eins og aOir vita em það einkum fyr- irtæki á þessu sviði sem hafa hmnið eða riðað til falls að und- anfomu. Hins vegar má sjá það í am- erískum blöðum að ef efnahagsástand færi nú að lagast þá benti allt til þess nú þegar að það yrði að þakka einmitt þeim dráttarklámm „gamla hagkerfisins" sem vaskir menn á uppleið vildu fyrir skemmstu ekkert af vita. Sameiningartrúin Engin trú hefur verið boðuð af meiri ástríðu en trúin á sameiningu fyrirtækja. Ótal sinnum höfum við séð og heyrt yfirboöara stórra fyrir- tækja, sem áður bitust og bölvuðust sem tveir hrútar í einni kró, stíga fram settlega og elskulega og fulla af áfengri bjartsýni og lýsa því að nú sé byrjuð farsæl gleðitíð. Tveir straum- ar sameinast, tvö tölvukerfi, tvö stjórnkerfi, tvær markaðsdeildir, tvenns konar þekkingarforði og úr þessu mun verða til nýtt afl sem tryggir hagræðingu og arð og vinnu og mun sækja fram bæði heima fyrir og út fyrir landamæri. Þetta lítur vel út, enda segja viðskiptavitringar að röksemdir fyrir samruna séu alveg gallalausar. Skotheldar - fyrir öllu öðru en röksemdum reynslunnar. Því þótt kenningin sé flott er fram- kvæmdin hin ömurlegasta. í nýlegu yfirliti um þessi efni í Newsweek er vitnað í kannanir hag- fræðinga beggja vegna Atlantsála sem leiða þetta hér fram: Tveir þriðju af samrunafyrtækjum standa sig verr en þau fyrirtæki sem saman runnu. Samruninn skapar ekki gróða heldur miklu heldur töp. Flest samrunaferli eru sóun á verðmætum. Tólf af tutt- ugu stærstu samrunadæmum ársins 2000 leiddu til þess fljótt að verð hlutabréfa i fyrirtækjunum lækkaði. Og þessi sannindi eru ekki ný: síðan 1960 hafa samrunafyrirtæki að meðal- tali staðið sig 17% verr en sjálfstæðir keppinautar þeirra, hvort sem spurt er um framleiðni, hagnað, tækninýj- ungar eða markaðshlutdeild. Klóra sér í haus Menn eru að sönnu farnir að klóra sér í hausnum yfir þessari útkomu. Einn bendir á ævintýralegan her- kostnað af samruna, annar á ótal möguleika fyrir ráðamenn fyrirtækja til að hafa rangt við í eigin þágu, sömuleiðis er margt fjasað um það hve erfitt reynist einatt að stilla sam- an starfshætti ólíkra fyrirtækja (fyr- irtækjamenning heitir það víst). Það er líka minnt á það, sem sýnist liggja í augum uppi: ótta starfsmanna. í samruncifagurgalanum er aldrei haft hátt um aö það standi til að segja upp fjölda fólks, þó vita allir að einmitt það hangir efst á spýtunni. Og ótti manna við að missa starf sitt (og finna ekki annað ef þeir eru fertugir orðnir) dregur úr þeim kjark og hæfileika til að standa sig sæmi- lega - enda hafa þeir séð það og heyrt þúsund sinnum að engu og engum megi treysta. Síst því að menn eigi von á því að metin verði aö verðleik- um þeirra frammistaða í starfi - öllu heldur eiga þeir von á því að ekki að- eins starf þeirra gufi upp heldur og það sem þeir höfðu safnað sér til líf- eyris líka. Þeir eiga ekki einu sinni von á lág- markssamúð - miklu líklegra að þeir verði í einhverjum yfirlætislegum markaðspistli taldir „hallærislegir" samkvæmt þeirri kaldranalegu for- múlu, að sekir eru ekki þeir sem tapa fé og fyrirtækjum heldur þeir sem verða undir í einhverju deÚuflóðinu og týnast þar. Sandkom sandkorn@dv.is Með nýtt hlutverk í Eyjafréttum segir frá því að Þró- unarfélag Vestmannaeyja hefur verið án framkvæmdastjóra síðustu mán- uði eftir að Þorsteinn Sverrisson hætti störfum. Ný stjórn Þróunarfé- lagsins hélt sinn fyrsta fund eftir kosningar á fimmtudaginn og þar var ákveðin stefnubreyting sam- þykkt. Ákveðið var að ráða ekki nýjan framkvæmda- stjóra, heldur fela nýráðnum bæjarstjóra, Inga Sigurðs- syni, stjórn félagsins til næstu átján mánaða. Ekki þyk- ir ljóst hvort nýi bæjarstjórinn er svo öflugur að vera tveggja manna maki. Þykir ýmsum hitt sennilegra að ráðgjafastörf, sem fráfarandi bæjarstjóri, Guðjón Hjör- leifsson, fær greitt fyrir, séu nú að skúa sér svo um muni. Því sé ekki lengur þörf á að nýi bæjarstjórinn sinni vinnu sinni og geti því hæglega tekið að sér önn- ur hlutverk... Mikið fagnaðarefhi Háskólanum á Akureyri hefur bæst liðsauki með ráðningu Birgis Guð- mundssonar, fyrrum fréttastjóra DV. Birgir verður verkefnisstjóri við und- irbúning stofnunar félagsvísinda- deildar, auk þess sem hann mun starfa við kennslu í rekstrar- og við- skiptadeild. Birgir hefur áratuga- reynslu af fjölmiðlun og heyrst hefur að meðal hugmynda sé að bjóða upp á fjölmiðlanám við nýju deildina á Akureyri auk annarra hefðbundinna félagsvísindagreina. Er þessi nýbreytni, ef af verður, fagnaðarefni meðal blaðamanna. Ummæli Manngarmar í miðbænum BK-! „Mikil umræða hefur verið undan- I farið um nektardansstaði. Borgar- JW) stjórn Reykjavíkur ákvað að banna Pjf einkadans á þessum stöðum þannig að . úr varð að dansinn var fluttur í Kópa- / vog. Ég er mjög á móti því að hafa f nektarbúllur í miðbæ Reykjavíkur, I þar eiga þær ekki heima. Það getur E— enginn borið á móti því að slíkum stöðum fylgja óhjákvæmilega óttalegir manngarmar sem venjulegt fólk hefur engan sérstakan áhuga á að mæta í miðbænum. Hins vegar er spurning hvort ekki sé allt í lagi að hafa þessa staði í úthverfum. Fullorðin kona sagði við mig á dögunum að það ætti alls ekki að loka nektarstööum eða banna þá heldur færa þá í sérstakt hverfi því þá væri minni hætta á að pervertar væru að abbast upp á unglingsstúlkur og aðrar konur á götum borgarinnar. Ekki veit ég hvort forráðamenn borgarinn- ar hafi gert könnun eða skoðað lögregluskýrslur varð- andi slíkt en það væri kannski ástæða tfl. Ætli það sé minna um það en áður að menn liggi á gluggum íbúöar- húsa eða sýni á sér kynfærin á almannafæri?“ Elín Albertsdóttir í Vikunni Dalvík er mér kærust ■ „Allir hafa þessir staðir sinn sjarma. Gaman er að sjá hvernig mörg sveitar- félög reyna í vaxandi mæli að fanga at- hygli ferðamanna með ýmsum hætti. Skemmtilegt dæmi um þetta er á Borg- arfirði eystri. í sveitarfélaginu búa ein- ungis um 120 manns vel úr alfaraleiö. Þar hafa heimamenn á mjög athyglis- verðan hátt reynt að skapa sér sér- stöðu. Allir þekkja steinsmiðju Álfasteins á Borgarfirði. Þá er heilmikið gert úr fuglaskoðun á staðnum. Þannig er hægt að ganga upp á svokallaðan Hafnarhólma við Höfn þar sem er mikið fuglalif. Loks má nefna að Borg- firöingar opnuðu nýlega Kjarvalsstofú ... Mér fannst skemmtilegt að koma í Mjóafjörð. Þangað haíði ég oft ætlað en aldrei orðið úr. Þar er nú mikið fiskeldi og hafa nýlega verið reist íbúöarhús af því tilefni. Hins vegar þótti mér dapurt að koma til Seyðisfjarðar. Þar er flest i niöurníðslu ... Sá staður sem er mér þó kærastur í nýja Norðausturkjördæminu er Ðalvík. Kannski af því að ástkona mín yndisleg er þaðan. Ég féll algerlega kylliflatur fyrir staðnum." Guöjón Ólafur Jónsson á Hrifla.is Landsvirkjun og virkjanaframkvæmdir „Lengi má deila um hagkvœmni einstakra virkjana en einfaldur hlutfallareikn- ingur úr ársskýrslu segir líka sinn sannleika. Þetta mikið er selt og þetta mikið greitt fyrir það.“Á fundi Landsvirkjunar. Kynning á arðsemi. Guömundur G. - Þórarinsson Vf ” verkfræöingur Kjallari___________ í ársskýrslu Landsvirkjun- ar fyrir árið 2001 kemur fram að fyrirtækið selur orku til stóriðju á kr. 1,24 pr. kWh en til almenningsveitna á kr. 3,03 pr. kWh. Þetta þarfnast skýringa. Landsvirkjun selur 4956 GWh til stóriðju en 2242 GWh til almenn- ingsveitna. Fyrir þetta greiðir stór- iðjan 6,17 miújarða en almennings- veitumar 6,79 milljarða. Einfaldur hlutfallareikningur sýnir að al- menningsveitumar greiða 144% hærra verð en stóriðjan pr kWh. Einhvem tíma minnir mig aö Landsvirkjun hafi talið 40-50% dýr- ara að virkja fyrir almenning en fyr- ir stóriðju. Þá passa þessar tölur Úla saman. Margt kann að koma til. Hér er aðeins um eitt ár að ræða. Sala á umframorku getur skekkt dæmið þar sem hér er um meðalverð for- gangsorku og afgangsorku að ræða o.s.frv. Eigi aö síður væri áhugavert aö sjá þetta skýrt í ársskýrslu Landsvirkjunar. Lengi má deila um hagkvæmni einstakra virkjana en einfaldur hlutfaflareikningur úr ársskýrslu segir líka sinn sannleika. Þetta mik- ið er selt og þetta mikið greitt fyrir það. Mér virðist að almenningsveit- umar noti um 14% orkunnar sem afgangsorku og ólíklegt er að stóriðj- an noti mikið meira. Að vísu var orkusamningurinn til jámblendi- verksmiðjunnar á sínum tíma að miklum hluta afgangsorka en ég hélt að það hefði breyst. Þjórsárver núna? Samkvæmt áætlunum höfum við varla virkjað nema 20-25% virkjan- legrar vatnsorku í landinu. Það þýð- ir að hæglega gætu um 75% verið ónýtt. Nú eru Þjórsárverin með aflra viðkvæmustu svæðum lands- ins. Hvers vegna þurfum við endi- lega að ráðast í nýtingu vatnsins þama nú? Vissulega er framkvæmd- in mjög hagkvæm. Vatnið má nýta niður allar Þjórsárvirkjanimar. En það hleypur ekkert frá okkur. Hvers vegna virkjum við ekki eitthvað af þessum 75% frekar? Landsvirkjun segist ekki vera til- búin með neitt annað á þeim tíma sem til stefnu er. Hvemig stendur á því? Hvemig stendur á því að menn eru eingöngu tilbúnir með við- kvæmasta hluta landsins? Er það skrýtin forgangsröð? Hefur Lands- virkjun staðið í stykkinu? Þetta þarf að skýra. Jarðvarmavirkjanirnar Miklar áætlanir eru uppi um virkjun jarðgufu til rafmagnsfram- leiðslu. Sérstaklega þarf að fara var- lega í virkjun háhitasvæðanna í ná- grenni við mesta þéttbýlið. Allir vita að ending jarðhitasvæðanna er háð hraða nýtingarinnar. Vatns- rennslið þvær varmann úr berginu. Þannig endist svæöið styttra ef mik- ið er tekið hratt. Svæði sem endist 30 ár við 800 MW aflframleiðslu end- ist e.t.v. 80 ár með 400 MW aflfram- leiðslu. Þá er þess að gæta aö nýting jarð- varmasvæðis er oft um 12-14% við raforkuframleiðslu en miklu hærri, 35-90% ef um hitaveitu til upphitun- ar er að ræða, aflt eftir aðstæðum. Því þarf að nýta svæðin í grennd við höfuðborgina með gætni þannig að byggðinni sé tryggður nægur varmi tÚ upphitunar. Öðru máli gegnir með jarðhitasvæðin uppi á hálend- inu og fjarri byggð. - Því má ekki vaða beint af augum við orkuöflun til stóriðju. Jarðvarmavirkjanir kalla á miklar og tímafrekar rann- sóknir en eru fljótlegri í byggingu en vatnsaflsvirkjanir. Margs er að gæta og umræðan þarf að snúast um aðalatriðin. Ella skilur almenningur ekki og þá má taka undir orð karlsins sem sagði: „Þá blöskraði ég og síðan blöskraði frú Ingibjörg sig.“ +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.