Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2002 Tilvera DV Catch Me if You Can Tom Hanks og Leonardo Di Caprio. Náðu mér ef þú getur Það verður erfitt fyrir Steven Spielberg að fylgja eftir Minority Report sem þykir meðal bestu kvik- mynda hans. Þá er ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur þar sem viðmiðunin er meðal annars Jaws, Jurassic Park, E.T og Close Encouter of the Third Kind, svo einhverjar séu nefndar. Það er því sjálfsagt gáfulegt hjá hon- um að slá á létta strengi í næstu mynd og í vetur verður frumsýnd gamanmyndin Catch Me if You Can, þar sem Spielberg leikstýrir stór- stjömunum Tom Hanks og Leon- ardo Dio Caprio i laufléttri mynd þar sem Di Caprio leikur Frank W. Abgagnale, sem fyrir átján ára af- mælisdaginn sinn hafði unnið sem læknir, lögfræðingur og flugmaður. Auðvitað er hann ekkert að þessu, en meðfæddir hæfileikar hans til að blekkja fólk gerir honum allar götur færar og hann hefur notfært sér þessa hæfileika sína út í ystu æsar. Til sögunnar kemur FBI-löggan Carl Hanratty (Tom Hanks) sem hefur heitið því að koma Frank undir lás og slá. Hver er kötturinn og hver er músin í þessum leik þeirra félag kemur ekki í ljós fyrr en í vetur þegar myndin verður frumsýnd. Það verður spennandi að sjá hvort Spielberg tekst að gera gam- anmynd í sama gæðaflokki og flest- ar kvikmynda hans. Ef miða á við einu gamanmynd hans hingað til, 1941 (1979) þá verður róðurinn þungur. Lífshlaup Davids Gales Alan Parker er ekki afkastamik- ill leikstjóri. Hann gerir þetta eina kvikmynd á þremur árum. Síðasta kvik- mynd hans var Angela’s Ashes (1999) og þar áður var það Evita (1996). Nýjasta kvikmynd hans ,The Life of Dav- id Gale, verður frumsýnd í vetur. Um er að ræða sakamálamynd með Kevin Spacey, Kate Winslet og Laura Linney í aðalhlut- verkum. Aðalpersónan er David Gale (Spacey), nákvæmnismaður sem hefur ávallt lifað eftir settum reglum. í einu vettvangi hrynur veröld hans þegar hann vegna utan- aðkomandi aðstæðna, sem hann ræður ekkert við, er ákærður fyrir nauðgun og morð á meðkennara sínum, Constance Harraway (Linn- ey). Hann er dæmdur til dauða og þegar þrir dagar eru til aftökunnar ákveður hann að taka tilboði blaða- konunnar Bitsey Bloom (Winslett) og leyfa henni að taka einkaviðtal við sig. Viðtalið reynist annað en Bloom bjóst við og áður en hún veit af er hún komin á fullt við að bjarga lífi Gales. Alan Parker hefur ekki gert margar sakamálamyndir en ef The Life of David Gale er í sama gæða- flokki og Midnight Express, Angel Heart og Mississippi Buming er von á góðri kvikmynd. -HK The Life of David Gale Kevin Spacey í hlutverki hins dauðadæmda kennar. Frumsýningar í kvikmyndahúsum: íslensk teiknimynd, dularfull tákn og lítil geimvera Slgns Reynt að ráða í táknin. Joaquim Phoenix og Mel Gibson í hlutverkum sínum. Sumum kann að virðast að það hljóti að vera ódýrara að gera teiknimynd heldur en leikna kvikmynd. Það þarf jú ekki að borga leikurum háar upphæð- ir. Það er nú samt öðru nær. Stóru teiknimyndimar frá Walt Disney og öðrum kvikmyndaverum í Hollywood eru eins dýrar og aðrar kvikmyndir. Ástæðan er að það er ótrúlega langur vinnutími sem liggur í hverjum ramma í gerð þessara kvikmynda eigi vel að fara og það er ótrúlegur fjöldi manns sem vinnur við tölvur við gerð slíkra kvikmynda svo allt sé nú sem best úr garði gert. Þessar hugleiðingar eru í tilefni af því að á morgun verður frumsýnd ný teiknimynd frá Disney, Lilo & Stitch, og í dag er frumsýnd fyrsta íslenska tölvugerða teiknimynd- in, Litla lirfan ljóta. Sú mynd er aðeins hálftíma löng en að baki henni liggur margra ára vinna. Þriðja myndin er svo Signs frá hinum athyglisverða leik- stjóra, M. Night Shyamcilan. Litla lirfan Ijóta Litla lirfan ljóta, sem er fyrsta þrí- víða íslenska tölvugerða teiknimyndin, verður frumsýnd í Smárabíói og Borg- arbíói Akureyri. Myndin er hálftíma löng og var upphaflega ráðgert að hún yrði eingöngu seld á myndbandi og sýnd í sjónvarpi, en eftir því sem myndin hefur tekið á sig endan- legri mynd og fleiri hafa séð hana hefur skapast mikil umræða um að myndin eigi fullt erindi í kvikmynda- hús. Sagan er lítið ævintýri sem gerðist fyrir ekki svo löngu á agnarlitlu laufblaði á ósköp smáu tré. Á þessu agnarlitla lauf blaði var ofurlítil lirfa sem einmitt þennan dag var að opna augun í fýrsta sinn. Hún var svo ósköp smá og fingerð. Lirfan litla lendir i ýmsum ævintýrum í garðin- um. Leiðinleg bjalla agnú- ast út í hana. Hún hittir vinaleg- an orm, er lögð í einelti af suö- andi býflugu og gömul grimm kónguló reynir að plata hana. Og eins og þetta sé ekki nóg þá hún gripin af þresti sem ætlar að hafa hana í matinn fyrir ungana sína. Litla lirfan ljóta er að stíga sín fyrstu skref hér á ís- landi, en myndin sem núna er að fara í sýningu er upphafið að ævintýri sem ekki sér fyrir endann á. Hún hefur þegar ver- ið seld í varp til ni Litla lirfan Ijóta Randa- fiugan ræðir við litlu lir- funa. Enginn veit hvernig þau myndast. Er þetta gabb eða eru þetta merki utan úr geimn- um? Auk Mels Gibsons leika í myndinni Joaquin Phoenix, Rory Culkin (litli bróðir Macaulay), Abigail Breslin, Cherry Stone og M. Night Shyamal- an, sem leikur sjálfur eitt hlutverkið. Lilo og Stitch Stich er hér kominn í Hawaii-pils og er Lilo að kenna honum húladans. að vinur hennar og félagi yrði geim- vera, Stitch, sem i orðsins fyllstu merk- ingu hrapar úr himingeimnum til jarð- ar. Stitch kemur frá ftarlægri plánetu og er í raun tilraunadýr sem hefúr sloppið frá húsbændum sínum og brot- lendir á jörðinni. Nú vill svo til að Stitch likist hundi og Lilo, sem fyrst verður vör við Stitch, tekur hann upp á sína arma og eins og nærri má geta verður handagangur I öskjunni þegai- kemur í ljós hvað Stitch kann fyrir sér. Stitch & Lilo hefur víðast hvar feng- ið góðar viðtökur, bæði hjá almenningi og gagnrýnendum, þó hún eigi sjálfsagt aldrei eftir að teljast meðal frægustu teiknimynda Walts Disneys. Sá sem á hugmyndina og skrifar handritið heitir Chris Sanders, teiknari og handritshöf- undur sem unnið hefur hjá Disney-fyr- irtækinu í fimmtán ár. Hefur hann komið nálægt mörgum frægum teikni- myndum. Lilo & Stitch er fyrsta teikni- myndin sem hann bæði skrifar handrit að og leikstýrir. -HK Lilo og Stitch Lilo og Stitch er nýjasta teiknimyndin frá Walt Disney. Nú er ekki verið að byggja á klassísku ævintýri heldur er um frum- samið handrit að ræða. Gerist myndin á Hawaii en þar býr Lilo, lítil og einmana stúlka sem óskar sér við stjömuhrap að hún eignist einhvem félaga. Henni verður að ósk sinni en sjálfsagt hefði Lilo aldrei dottið í hug valin tú að taka þátt í keppni sem heitir Car- toon Forum. sem er sam- keppni evr- ópskra teikni- myndagerðar- manna. Keppn- inni lýkur í Wales í haust þar sem hún verður eitt af 70 verkefn- urra landa. Búið er að semja sjónvarps- þáttaröð með Lirfunni og félög- um í aðal- hlutverki. Þetta er 26 þátta röð sem er í raunrnm annað verk- efni þótt það beri sama nafn. Þátta- röðin var um sem verða sér- staklega kynnt dreif- ingaraðúum, fjárfestum og öðmm í þessum teúmimyndageira. Gunnar Karlsson er höfundur myndarinnar. Hann er meðal annars kunnur fyrir mynd- skreytingar sínar og söguna af Grýlu. Litla lirfan ljóta er gerð eftir sögu Friðrúcs Erlingssonar. Signs Signs er nýjasta kvikmynd M. Night Shyamalan og er þetta þriðja kvikmynd hans. Shyamalan varð heimsfrægur þegar hann sendi frá sér The Sixth Sense. Önnur mynd hans, The Unbreakable, þótti ekki eins vel heppnuð en með Signs þykir hann hafa fest sig í sessi sem einn athyglisverð- asti leikstjóri Bandaríkjanna. Signs er kvikmynd og er best að fara fáum orðum um efni hennar. Hún er kvikmynd sem þarf að upplúa en sagan gengur út á að undarleg og dularftúl mynstur taka að sjást á býli einu, þar sem bóndinn Graham Hess (Mel Gib- son) býr. Svona mynstur, sem eru í raun hringir, skomir í gróðurinn, hafa sést víða síðustu tuttugu og fimm árin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.