Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Qupperneq 26
26 B’IMMffiVDfflHiíGfflRÆGfiSQÍ 2002 Rafpóstur: dvsþort@dv.is - keppni í hverju orði Féll á lyfjaprófi Marokkóski millivegalengdahlaupar- inn Brahim Boulami, sem setti stór- glæsilegt heimsmet í 3000 metra hindr- unarhlaupi í Ziirich fyrir tæpum tveim- ur vikum, reyndist hafa óhreint mjöl í pokahominu þegar hann setti heims- metið glæsilega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá marokkóska frjálsíþróttasambandinu en ekki er getið hvaða ólöglega efni það var sem hinn 30 ára gamli Boulami neytti. -ósk Sævar Þór Gíslason verður í sviösljósinu f kvöld þegar Fylkismenn mæta belgíska liðinu Excelsior Mouscron ytra. Hér sést hann í fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli fyrir tveimur vikum en þá skildu liðin iöfn, 1-1. Á bak við Sævar er miðjumaöurinn Jón B. Hermannsson. DV-mynd E.ÓI Fylkismenn mæta belgíska liðinu Excelsior Mouscron í kvöld: Ætlum okkur að loka dyrunum - Aöalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis, er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Mouscron Johnson til Hauka Körfuknattleikslið Hauka hef- ur heldur betur fengið liösstyrk fyrir næsta vetur en Haukar hafa samið við Bandaríkja- manninn Stevie John- son sem lék frábærlega með Þór Ak- ureyri á síðustu leiktíö. Johnson var einn besti erlendi leikmaður deildarinnar síðasta vetur og var stigahæstur i deildinni með 30,5 stig í leik. Haukar hafa misst nokkra þungavigtarmenn og því ekki slæmt fyrir liðiö að fá þennan mikla skorara. -Ben Mirko farinn frá Blikum Breiðablik hefur orðið fyrir blóðtöku þar sem Mirko Viri- jevic mun ekki leika með liðinu áfram. Samningar á milli hans og Breiða- bliks höfðu náðst fyrr í sumar og áttu Blikar ekki von á öðru en hann yrði áfram. Hann ákvaö siðan að halda til Bandaríkjanna og leika með háskólaliði þar í landi. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu mik- ill missir þetta er fyrir Blika og kemur ekki upp á besta tíma. Blikar hafa hins vegar fengið Eyjólf Jónsson frá Stjörnunni sem lék með Haukum þar á und- an. Þá hefur Valdimar Helgason skipt yfir í Breiðablik frá KR en hann kemur upprunalega frá Breiðabliki. Valdimar hefur leik- ið með yngra landsliði íslands og þykir efnilegur. -Ben Kani og iúggi til Þórs Þórsarar frá Akureyri tefla að öllum líkindum fram tveimur útlendingum á komandi tíma- biii. Bandaríkjamaðurinn heitir Corey Dickinson og lék á írlandi síðasta vetur en hann útskrif- aðist úr þriðju deildar háskóla. Samkvæmt heimildum DV er einnig verið að ganga frá samningi við leikmann frá Júgóslavíu sem er 210 cm. -Ben ÍBV tekur á móti sænska liðinu AIK í Eyjum í kvöld en þetta er seinni leikur liðanna í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Njáll Eiðs- son var hóflega bjartsýnn þegar DV- Sport náði tali af honum í gær. „Við spiluðum vel úti í Svíþjóð en náðum ekki að skora. Það var nátt- úrlega áfall að fá á okkur þetta mark á síðustu mínútunni en vissu- lega eigum við möguleika. Við þurf- um að skora og viö megum heldur „Þetta leggst bara vel í okkur og við erum bara vel stemmdir í þetta verkefni," sagði Aðalsteinn Víg- lundsson, þjálfari Fylkis, í samtali við DV-Sport í gær, en í kvöld kl. 18 á íslenskum tima verður tekist á við belgíska liðið Excelsior Mouscron í seinni leik liðanna í 1. umferð í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. „Við sýndum það í síðasta leik að við getum átt i fullu tré við þá ef gangurinn er þannig hjá okkur, það er fin stemning og menn eru bara spenntir að takast á við þetta lið á nýjan leik,“ segir Aðalsteinn enn fremur. Fylkir eiga erfitt verkefni fyrir höndum en fyrri leik liðanna hér heima lauk með 1-1 jafntefli þar sem ekki gefa færi á okkur. Við leggjum upp með það að fá ekki á okkur mark en það er ljóst að við þurfum að taka meiri séns í sóknarleiknum en við gerðum úti. En við erum á heimavelli og ef við setjum á þá mark í fyrri hálfleik er aldrei að vita hvað gerist,“ segir Njáll. Bakverðirinir Hjalti Jóhannes- son og Unnar Hólm Ólafsson eru tæpir fyrir leikinn í kvöld en á móti kemur að Kjartan Antonsson er Fylkismenn voru síst lakari aðilinn. Aðalsteinn segir fátt hafa komið sér á óvart hjá belgíska liðinu í leikn- um sem fór fram á Laugardalsvelli fyrir tveimur vikum. „Þeir spiluðu nákvæmlega eins og viö höfðum séð af myndböndum og öðru og ég býst við að þeir reyni að spila svipað á morgun (í dag). Þeir voru furðu kraftlausir í fyrri leiknum en reynslan sem ég hef úr svona Evrópuleikjum segir að það sé oft svart og hvítt að keppa á móti þessum liðum heima og að heiman. En þeir eru með gott lið, massífa framherja og sterka miðjumenn og það er það sem við þurfum fyrst og fremst að loka á. Útgangspunktur- inn hjá okkur í leiknum verður að kominn á fullt og Daninn okkar er klár. Líð ÍBV berst á öllum vígstöðvum þessa stundina, þeir eru í undanúr- slitum bikarsins, eru í fallbaráttu Símadeildarinnar og svo er það að sjálfsögðu Evrópukeppnin. Kemur þetta mikla leikjaálag ekki niður á einhverjum vígstöðvanna? „Við æfum átta mánuði á ári til þess að fá að spila leiki og við erum náttúrlega ánægðir meö að fá að halda hreinu og setja á þá eitt mark. Við erum með fljóta framherja sem geta strítt þeim. Ef við náum að loka dyrunum svona framan af leik þá verða þeir óþolinmóðir og þá er ég viss um að þeir fara að gefa færi á sér,“ segir Aðalsteinn. Fylkismenn eru undir miklu álagi þessa dagana og eru enn með í bikar og deild hér heima. Að sögn Aðalsteinn eru minni háttar meiðsl að hrjá nokkra leikmenn sem rekja má til aukins álags. Það kemur ekki í ljós fyrr en rétt fyrir leik hverjir geti verið með og hverjir ekki. En Aðalsteinn segir að svona vilji menn hafa þetta. „Við viljum vera í slagnum alls staðar þar sem við spilum. Við erum í góðu formi og spila sem flesta leiki. Auðvitað væri óskandi að staðan í deildinni væri öðruvísi en svona er þetta bara.“ Njáll segir liðið hafa fáa sjáan- lega veikleika. „Ég hef séð tvo leiki með liðinu og það sem kom mér á óvart er hversu hávaxnir þeir eru. Þetta er sterkt lið, líkamlega sterkt og spila mjög fast en við erum hvergi bangnir," segir Njáll Eiðsson að lokum. -vig mér fmnst bara hálfkjánalegt að segja að þetta sé of mikið fyrir okk- ur. Þetta er bara það sem við höfum alltaf stefnt að. Fyrir fótboltamann á þetta að vera og er vissulega bara draumur," segir Aðalsteinn Víg- lundsson, þjálfari Fylkis. -vig Krister Nordin: Viljum helst skora fljótt Krister Nordin er einn leik- manna AIK en hann á góðar minningar um landið enda skor- aði hann mikilvægt mark fyrir liðið gegn KR þegar liðin mætt- ust í Evrópukeppninni 1996. „Það var mjög eftirminnilegur leikur fyrir mig og gaman að skora svona mikilvægt mark á sínum tíma,“ sagði Nordin þegar blaðamaður DV hitti hann fyrir æfingu sænska liðsins. En með hvaö muniö þiö leggja uppfyrir leikinn gegn ÍBV? „Þetta er auðvitað nýr leikur. Við viljum einbeita okkur að okkar leik, eins og við reynum alltaf að gera, en við vitum að þetta verður erfiður leikur. Það væri mjög gott að skora fljótlega í leiknum en það var mjög mik- ilvægt fyrir okkur að ná tveggja marka forystu í fyrri leiknum," sagði Krister Nordin. -jgi Meö fáa sjáanlega veikleika - segir Njáll Eiðsson, þjálfari Eyjamanna, um sænska liðið AIK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.