Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2002 Sport Lokaumferðin í motokrossi fer fram um helgina: Hnífjöfn keppni - átta stig skilja Qóra efstu menn Lokaumferðin í KFC-DV-Sport ís- landsmótinu i motokrossi fer fram um helgina og hefur spennan sjald- an eða aldrei verið meiri. Fjórir ökumenn eru í einum hnapp á toppnum og geta þeir allir tryggt sér sigur samanlagt i síðustu umferð- inni. Einar Sigurðsson á KTM er efstur fyrir lokaumferðina með 144 stig, Viggó Öm Viggósson á TM er með 143 stig, Ragnar Ingi Stefánsson á Kawasaki er með 142 stig og í fjórða sæti Reynir Jónsson á Hondu með 136 stig. Það eru því aðeins átta stig sem skilja fjóra efstu mennina að en sigurvegarinn í lokaumferðinni get- ur fengið alls 60 stig í sinn hlut. Allir þessir fjórir kappar hafa ek- ið mjög vel í sumar og verður fróð- legt að fylgjast með þeim í síðustu umferðinni. Viggó Öm Viggósson keyrði mjög vel í síðustu keppni og vann með fullu húsi stiga en það hefur enginn annar leikið eftir í sumar. Mikilvægt aö eiga startiö Einar Sigurðsson á KTM er boru- brattur fyrir keppnina um helgina. „Þetta er fin braut en hún er rosa- lega drullug núna. Hún mun þó batna fyrir helgina því að það á að keyra meiri sand í hana. Ég ætla að eiga startið en það er mikilvægt núna í drullunni." Viggó Öm Viggósson, sem keppir á TM, hefur litlar áhyggjur af drull- unni. „Mér líst bara vel á að það sé drulla í brautinni enda skemmti ég mér sjaldan betur en þá. Þetta er með skemmtilegri brautum og það verður mikilvægt að fá gott start til að fá hreina braut og góðar línur,“ sagði Viggó. Ragnar Ingi Stefánsson, sem keppir nú á Kawasaki, er varkárari í yflrlýsingunum. „Það er búið að rigna mikið sem er frekar slæmt þegar keppnin er svona jöfn. Þegar á líður keppnina myndast djúp fór og því verður að ná góðu starti svo maður fái ekki drulluna frá öðrum yfir sig og geti keyrt með hrein gleraugu.“ Reynir Jónsson, sem hóf keppni í vor fyrir Honda, telur sig eiga jafngóða möguleika og hinir. „Ég tel mig eiga góða möguleika um helgina enda gekk mér vel í brautinni siðast og átti hröðustu hringi, þannig að mig vantar ekki hraðann í þessari braut. Svo er það bara spuming um úthaldið og að klára hvert mótó.“ -ósk/NG Ragnar Ingi Stefánsson, fyrrum íslandsmeistari, veröur eflaust í sviösljósinu á Kawasaki-hjólinu sínu um helgina þegar siöasta umferö íslandsmótsins í motokross fer fram á Selfossi. Ragnar er f þriöja sæti fyrir síöustu umferöina en hann er aöeins tveimur stigum frá efsta manni, Einari Sigurössyni á KTWI. ----------* Asgeir Böövarsson meö laxinn sem hann veiddi á bananafluguna sem Þóröur Pétursson hnýtti, en hann hefur hnýtt flugur af stakri snilld fyrir mörg fyrirtæki landsins. DV-mynd Magnús Laxá í Aðaldal veik fyrir ákveðinni gerð af flugu: Stenst ekki bananafluguna „Hún hefur gefið vel, flugan sem Þórður Pétursson hnýtti fyrir Ban- ana-fyrirtækið, enda eru litimir í henni veiðilegir, gulur og blár,“ sagði Magnús Jónasson, en hann var að koma af bökkum Laxár í Að- aldal þar sem hann hefur leiðbeint veiðimönnum i sumar. Veiddi 19,6 punda fisk „Ásgeir Böðvarsson veiddi 19,6 punda lax á þessa flugu og það var fjörug barátta við fiskinn sem var virkilega gaman að fylgjast með. Laxinn tók Qugu númer sex. Helgi Héðinsson var á svæði fjög- ur fyrir skömmu og veiddi þar þrjá laxa á þessa Qugu,“ sagði Magnús Jónasson enn fremur í samtali við blaðamann DV-Sport í gær. Laxá í Aðaldal er að skriða í sömu töluna og hún var i fyrra en þá endaði áin í 1.042 löxum. Meira af laxi en í fyrra Veiðimenn sem DV hefur rætt við segja að heldur meira sé af laxi í Laxá en var fyrir ári. Maðkurinn hefur verið bannaður. Hann tíndi ekki upp nýja laxinn sem gekk í ána í sumar fyrir neðan Æðarfossa. Það hefur verið nóg að gera hjá honum Þóröi Péturssyni við að hnýta Qugur fyrir fyrirtæki, milli þess sem hann leiðbeinir veiði- mönnum á árbakkanum í Aðaldal. „Það hefur verið nóg að gera við að hnýta Qugur fyrir fyrirtæki og leiðbeina veiðimönnum,“ sagði Þórður er við hittum hann við Laxá fyrr í sumar þar sem hann var með veiðimenn. „Hann hnýtti Qugu fyrir okkur hjá Ingvari Helgasyni og hún hefur verið reynd víða í sumar, falleg Quga,“ sagði Helgi Ingvarsson veiði- maður í samtali við DV, en hann hefur veitt i nokkrum laxveiðiám í sumar með góðum árangri. -G. Bender Serena Williams í banastuði á Opna bandaríska Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams var í banastuöi á Opna bandaríska meistaramótinu í gær og vann rússnesku stúlkuna Dinuru Safinu örugglega, 6-1 og 6-0. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.