Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Page 32
AGFA ^ APS FILMUR Á BETRA VERÐI Framköllunarverð á APS filmum Gæða framköllun HEiMSMYNDIR ACFA<$> Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz Loforð er loforð Smiöjuvegi 11,- gul gata -, 200 Kúpavogur, slmi 544 4131 FIMMTUDAGUR 29. AGUST 2002 Sími: 533 5040 - www.allianz.is Formaður Læknafélagsins um sparnað LHS: Þetta er eins og hver annar sirkus - þar sem vitlaust er gefið í upphafi hvers árs „í mínum augum er þetta eins og hver annar sirkus. Það er vitlaust gefið í upphafi hvers árs. Síðan stíga menn fiflalegan dans til að koma skoðunum sínum á ástandinu á framfæri" Þetta sagði Sigurbjöm Sveinsson, formaður Læknafélags íslands, við DV í morgun, spuröur áhts á þeim áætlun- um um spamaðaraðgerðir sem uppi hafa verið á undanfómum dögum hjá yfirstjóm Landspítala Háskólasjúkra- húss. í gær hvarf yflrstjómin frá þeirri ákvörðun sinni að útskrifa heilabilaða sjúklinga af deild L4 á Landakotsspít- ala. Þær aðgerðir áttu að vera liður í spamaði spítalans fram til áramóta. Nýtt tilboð í Arcadia Stjórn Arcadia, sem á og rekur meðal annars verslanakeðjumar Topshop, Top Man og Miss Selfridge, hefur nú til umfjöllunar nýtt tilboð frá breska viðskiptajöfrinum Philip Green sem hljóðar upp á 408 pens á hlut. Áður hafði tilboði Greens upp á 365 pens á hlut verið hafnað. Nýja til- boðið þýðir að Arcadia er verðmetið á 770 milljónir punda eða vel yfir 100 milljarða króna. Baugur er stærsti einstaki hluthafi í Arcadia, með 20 prósenta hlut. Sam- kvæmt fréttum Reuters og BBC styð- ur Baugur kauptiiboð Greens að því gefnu að Baugur geti keypt fyrrnefhd- ar verslanir út úr fyrirtækinu. Með kaupum Greens yrði þó til stærsta verslanakeðja Bretlands í fatnaði með yflr 30 prósenta markaðshlutdeild en Green á þegar verslanakeðjuna Bhs. Gengi hlutabréfa í Arcadia hefur hækkað mjög síðustu misseri, var undir 50 pensum í nóvember 2000 en fór yfir 400 pens í apríl eftir mikinn viðsnúning í rekstri. Gengið er nú rétt undir 400 pensum. Ekki náðist í talsmenn Baugs í morgun. -hlh 112 EINN EINN TVEIR neyðarlInan LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRAUÐ HVAR ER NU GAMLA 5AMBANDIH? Sigurbjörn Sveinsson, Niðurstaðan varð sú, að sjúklingam- ir verða fluttir á aðrar deildir, en rúmum á öldrun- arsviði verður fækkað á annan tuginn til áramóta. Sigurbjöm sagði að hvers konar rót með fúllorðið fólk sem ekki hefði andlega getu hefði mjög slæm áhrif á líkamlega og andlega heilsu viðkom- andi. Allar breytingar á högum fullorð- ins, heilbrigðs fólks, sem þýddu að það þyrfti að skipta um umhverfi, gætu verið því þungbærar andlega og jafhvel mglað það, hvað þá ef um veika ein- staklinga væri að ræða, sem væru illa áttaðir. Fráleitt væri að nálgast það vandamál á þeim forsendum að þetta fólk væri hvort eð er ruglað. „Heilbrigðiskerfið er fyrir fólkið," sagði Sigurbjöm. „Það verður að reka þetta kerfi með mannúð að leiðarljósi, því hún er grundvöllur þess.“ -JSS DV-MYND SIGURÐUR JÖKULL Rætt um upplýsingaiðnað Starfsfólk Skýrr hf. og gestir fögnuöu í gær 50 ára afmæli fyrirtækisins. Einn maöur hefur unniö i hálfa öld hjá fyrir- tækinu en þaö er Óttar Kjartansson. Undanfarin ár hefur hann unniö aö gerö veglegrar bókar sem kom út á afmæl- inu. Þar er lýst framvindu fyrirtækisins fram á okkar daga. Starfslok Óttars eru því einstaklega glæsileg. Hér ræöa þeir saman í gær, Óttar Kjartansson og forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og eflaust hefur veriö rætt um uþþ- lýsingaiönaöinn sem svo er kallaöur og Skýrr vinnur aö. Enn fellur deCODE: Gríðarlegt fall frá upphafi skráningar Gengi hlutabréfa í deCODE genetics á hlutabréfamarkaði Nasdaq féll niður í 2,03 dollara í gær og hefur aldrei ver- iö lægra. Nam lækkunin 13,62% í við- skiptum með 99.500 hluti. Opnunar- gengi í gær var 2,45 dollarar á hlut, en í viðskiptum dagsins fór það aldrei hærra en í 2,51 dollar. Er markaðsvirði fýrirtækisins nú um 10 milljarðar króna. Fyrir helgina féll gengið niður í 2,3 dollara og stóð við opnun markaða í gærmorgun í 2,35 dollurum. Þykir þessi staða afar slök, ekki síst í ljósi til- kynninga félagsins undanfama mánuði um ýmislegan árangur af starfseminni. Það virðist þó ekki skila sér í auknu trausti fjárfesta á félaginu. Virðist álit á líftæknifýrirtækjum almennt vera lágt um þessar mundir og mun verra en á flestum framleiðslufyrirtækjum. Fallið er gríðarlegt frá því fyrirtækið var fyrst skráð á markaði á genginu 18 fýrir tveim árum og fór hæst í 29 dollara á hlut. Nettó tap fýrir- tækisins á fýrri helmingi ársins nam 16,8 milljón- um dollara þrátt fýrir verulega veltuaukningu. Ne&d er aukning á kostnaði vegna Páll Magnússon. rannsóknar og þróunarvinnu fýrirtæk- isins. Páll Magnússon, framkvæmda- stjóri upplýsinga- og samskiptasviðs ís- lenskrar’ erfðagreiningar, segir það stefnu fýrirtækisins að gefa ekki um- sögn um gengi þess á markaði. Við- skipi með hlutabréf fýrirtækisins á markaði séu óháð daglegum rekstri. „Við eram afskaplega vel fjármagnað fýrirtæki og eigum mikið fé,“ segir Páll. Þá bendir hann á að fýrirtækið sé stöðugt að skila auknum tekjum og kynna margvíslegan árangur. Greini- legt er þó að það virðist engin áhrif hafa haft í þá átt að auka tiltrú fiárfesta á fýrirtækinu. Almar Guðmundsson, hjá greining- ardeild íslandsbanka, segir enn langt í land að fiárfestar hafi afskrifað kaup á hlutabréfum í deCODE. Fyrirtækið sé þó lítið á bandarískan mælikvarða og hafi lækkað meira en önnur fyrirtæki í liftæknigeiranum. Ástæðan fýrir því að menn selji geti einfaldlega verið sú að fiárfestar hafi sett sér ákveðin mörk og selji þegar gengið er komið niður fýrir það, óháð því hvort þeir tapi þá miklu eða ekki. Harrn segir að fyrir- tækið geti trúlega enn haldið skrán- ingu á markaði þó gengið fari niður í 0,1 dollar. Hins vegar breytist viðhorf verulega til þeirra fýrirtækja sem fari niður fyrir 1 dollar þó það þýði ekki endilega að menn hætti að versla með þeirra hlutabréf. -HKr. Lögreglan gerir húsleit hjá Baugi Starfsmenn efnahagsbrotadeildar rík-l islögreglustjóra gerðu húsleit í höfúð-* stöðvum Baugs Group hf. að Skútuvogi í gærkvöld. í tilkynningu sem Baugur hef-1 ur sent Kauphöll Islands segir m.a.: "Til-1 efiii húsleitarinnar er kæra frá forsvars- manni bandaríska heildsölufýrirtækisins < Nordica Inc., um meint refsivert athæfi | stjómarformanns og forstjóra Baugs, en kæran tengist, aö sögn lögreglu, boðaðri stefnu hans á hendur Baugi vegna upp- j gjörs í tengslum við sht á samstarfr Baugs Group hf. og Nordica Inc. Felast hin meintu refsiveröu brot, sem stjómar-1 formaður og forstjóri Baugs er sakaðir' um í kærunni, í ólögmætri auðgun, m.a. með samþykki rangra reikninga útgefh- um af Nordica Inc." Sfióm Baugs Group hf. telur, að fengnu áhti lögmanna og endurskoðenda. felagsins, að ávirðingar í kæra forsvars-1 manns hins bandaríska heildsölufýrir- tækis séu tilhæfulausar. Auk þess séu, verulegir formgallar á úrskurði Héraðs- dóms Reykjavíkur til handa lögreglu um' húsleit vegna rannsóknar á grundvehi kærunnar. Loks virðist að alvarlegs mis-1 skUnings gæti þar í málavaxtalýsingu á I eðh og umfangi viðskipta Baugs Group hf. Og Nordica Inc. -hlh ( Sambandsleysi íslands kom útlendingum spánskt fyrir sjónir: i i i i i i i i i i Skaðar imynd landsins erlendis Talaðu við okkur um •MSSSSf* - segir forstöðumaður hjá Landsbankanum Halldór Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir algjörlega óviðunandi að ástand á borð við það sem var á fiármálamörkuðum í gær skuli geta skapast, en bætir við að sem hluthafi í Íslandssíma sé hann stoltur af að því fyrirtæki skuli hafa tekist að koma á fiarskiptum við út- lönd tiltölulega fljótlega. Fjármálamarkaðurinn íslenski var lamaður í gær vegna bilunar- innar í Cantat-3 sæstrengnum. Eng- in viðskipti voru möguleg í Kaup- höh íslands og miUibankamarkaður með gjaldeyri lá niðri. Tryggvi Tryggvason, forstöðu- maður fiármálamarkaða hjá Lands- bankanum, telur að ímynd mark- aðarins erlendis hafi beðið hnekki. „Ég held að mesta tjónið sem sambandsleysið í gær oUi hafi ver- ið ímyndartjón. Útlendingum kom það mörgum spánskt fyrir sjónir að landið gæti verið sambandslaust í heUan dag. Þeim þótti það afar sérkennUegt að ekki væri öflugra varakerfi tU stað- ar en raunin var,“ segir Tryggvi. Halldór J. Kristjánsson Hann segir erfitt að benda á beint fiárhagslegt tjón, þótt ekki sé hægt að útUoka að einhverjir hafi beðið skaða af því að geta ekki átt að- kaUandi viðskipti á þessum mörk- uðum. Takmörk séu fyrir því hve lengi markaðurinn þoli aö liggja niðri en viðskipti hefiist með eðli- legum hætti í dag og verði væntan- lega líflegri en eUa í kjölfar stöðvun- arinnar í gær. En það sé ímynd íslenska fiár- málamarkaðarins sem helst hafi skaðast, „og ímyndina er erfitt að bæta,“ segir Tryggvi. -ÓTG Sjá umfjöHun á bls. 2 Auðbrekku 14, sími 564 2141 WETLANDS JAKKAR BUXUR VÓÐLUR HÚFUR i i SPORTVÖRUGERÐIN HF. SKIPHOLT 5, S. 562 8383

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.