Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Blaðsíða 9
HVlTA HÚSIÐ / SlA 4- Malcolm in the Middle wm j M Hinir feiknavinsælu þættir um Malcolm í miðið hafa svo sannarlega slegið í gegn á íslandi. Þættirnir fjalla um hinn óvenjugreinda Malcolm sem á litla samleið með flölskyldu sinni. Fyrsta flokks fjölskylduskemmtun. Á fimmtudögum kl. 20.00. m í Haukur i horn CSI: Crime Scene Investigation Hinn Ijóngáfaði Grissom og félagar hans kryfja líkama og sál glæpamanna til mergjar, leysa gátur og varpa vondum köllum sem herja á Las Vegas í steininn. Á mánudögum kl. 21.00. Haukur í homi með Hauki Sigurðssyni eru stutt og smeJlin innslðg sem verða ó dagskró SKJÁSEINS, alta daga. Hinn eini sanni Haukur fer út á meðal fólks. spjallar við það og spyr spuminga um það sem er að gerast I þjóöfélaginu og/oða um efni sem fólk 6 að vita og þekkja en hefur kannski gleymt. Alla virka daga kl. 20.50 og 21.50. The Bachelor Piparsveinninn Alex sem lýsir sjálfum sér sem „heillandi, fyndnum og gáfuðum“ getur valið úr 25 ungum og heillandi konum. Þær eru boðnar og búnar til fylgilags við hann og í þáttunum má sjá hvernig honum gengur að finna fjallið eina. Hver þeirra hreppir hnossið? Á þriðjudögum kl. 20.00. Innlit/útlijt Survivor taíland Vinsælasti raunveruleikaþáttur heims snýr aftur og nú færist leikurinn til Taílands. Sextán þátttakendur setjast að á djöflaeyjunni Taratuo sem áður geymdi fanga af verstu gerð og há þar baráttu við veður vond, hættuleg kvikindi og hver annan. Á mánudögum kl. 20.00. Meinhornlð Jay Leno færir áhorfendum gráglettna blöndu brandara, skemmtiatrlöa, gamansamra gesta og vinsælla hljómsveita. Jay Leno á heima á SKJ ÁEINUM. Mánudaga til fimmtudaga kl. 22.50. Law & Order: Criminal Intent í þáttunum er fylgst með störfum lögregludeildar í New York og glæpamönnunum sem hún eltist við. Áhorfendur upplifa glæpinn frá sjónarhorni þess sem fremur hann og síðan fylgjast þeir með refskákinni sem hefst er lögreglan reynir að finna brotamennina. Á mánudögum kl. 22.00. Judging Amy Hinir vinsælu þættir um dómarann Amy Gray byrja aftur í haust og fáum við að sjá Amy, Maxine, Peter og Vincent kljást við margháttuð vandamál ( starfi og leik. Á þriðjudögum kl. 22.00. Everybody Loves Raymond Raymond er nánast óþolandi á heimili en Debra elskar hann samt. Sama á við um foreldra hans og bróður, þótt kærleikurinn geti verið kekkjóttur á köflum. Á laugardögum kl. 20.30. Heiti potturinn Gestum er boðið í sérsmíðaðan heitan pott í stúdíói SKJÁSE/A/S sem Finnur Vilhjálmsson sér til þess að kraumi af spennandi umræðu, gríni og tónlist í beinni útsendingu. Rætt verður við gesti um málefni líðandi stundar, menningu og skoðað hvað ber hæst um helgina. Auk þess mæta sérlegir fulltrúar „Séð og heyrt“ og upplýsa okkur um ástir og öríög fræga fólksins. Á föstudögum kl. 19.50. TheJamie Kennedy Experiment Jamie Kennedy er uppistandari af guðs náð en hefur nú tekið til við að koma fólki í óvæntar aðstæður og fylgjast með viðbrögðum þess. Að sjálfsögðu er allt tekið upp á falda myndavól því hér eru alvöru kvikindi á ferð. Á laugardögum kl. 20.00. Guinness World Records Þátturinn er byggður á heimsmetabók Guinness og kenmr þar margra grasa Hann er spennandi, forvitnilegur og stundum ákaflega undaríegur. Ótnjleg afrek fólks af ólíku sauðahúsl. Á miðvikudögum kl. 20.00. Hér er á-ferðinni skemmtiþáttur með „fræðilegu“ ívafi þar sem valinkunnir popparar glíma við spurningar um popptónlist og poppmenningu síðustu 50 ára. Keppendur þurfa einnig að ieysa margvíslegar þrautir, svo sem að spila og syngja lög sem spurt er um, hoppa í París eða spila leikinn TOPP, HOPP OG POPP. Stjórnendur þáttarins eru Felix Bergsson og Gunnar Hjálmarsson (betur þekktur sem Dr. Gunni). Á laugardögum kl. 21.00. Innlit/útlit snýr aftur á SKJÁEINUM, fjórða veturinn i röð. Valgerði Matthíasdóttur til halds og trausts verður sem fyrr Friörik Weisshappel og nýr liðsmaður þáttarins er Kormákur Geirharðsson, fyrrum stórkaupmaður í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Á þriðjudögum kl. 21.00. Hafðu við s SKJÁRS/VA/ býður fjölbreytta dagskrá í vetur með gamalkunnum andlitum í bland við margt nýtt og spennandi. SKJÁRE/A/A/ er skemmtilegri - og alltaf ókeypis. vetursetu kjáinn Q SKJÁR EINN The Practice Lögfræðingamir Donnell, Young, Dole & Fruitt leggja ýmislegt í sölurnar til að skjólstæðingar þeirra megi um frjálst höfuð strjúka. Helsti andstæðingur þeirra er jafnframt tryggur vinur, saksóknarinn Helen Gamble, og verða árekstramir harðari fyrir vikið. Á sunnudögum kl. 21.00. 25 september Gi rlfriends Gamanþáttur um fjórar vinkonur sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna og neita alfarið aö skrifa upp á að konur séu konum verstar. Á föstudögum kl. 20.30. TheDrew Carey Show Magnaðir gamanþættir um búðarlokuna Drew Carey frá Cleveland, Ohio. Drew á þrjá furðulega vini og enn furðulegri óvini. Á fimmtudögum kl. 21.30. Nú á dagskrá þriðja veturinn I röð, kraftmelri og fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Fólk verður áfram þáttur um allt sem við kemur dagiegu lífi íslendinga og Fólki er ekkert mannlegt óviðkomandi; Tfska, heilsa, kjaftasögur, fordómar, mannleg samskipti og fólk í sinni fjölbreytilegustu mynd. Á miövikudögum kl. 21.00. Silfur Egils hefur fest sig í sessi sem mikils metinn vettvangur pólitískrar og málefnalegrar umræðu. í vetur mun Egill Helgason brydda upp á ýmsum nýjungum. Gestir hans eru undantekningalaust sérfræðingar á sínu sviði og óhræddir við að segja skoðun sína. Á sunnudögum kl. 12.30. Endursýndur kl. 21.45 sama kvöld. Law & Order Refurinn Lennie Briscoe og hinn geðþekki Reynaldo Curtis leysa sakamál í New York og leita uppi glæpamenn. Á miðvikudögum kl. 22.00. TheKing of Queens Þættimir vinsælu um sendilinn íturvaxna, Doug Heffeman, hina indælu eiginkonu hans, Carrie, og algerlega truflaöan tengdaföður, snúa aftur í september. Áfimmtudögum kl. 21.00. According to Jim Heimilisfaðirinn Jim, leikinn af Jim Belushi, er síótandi og alltof fyrirferðarmikill, eiginkonu sinni, mági og mágkonu til mikils ama. Undir óhefluðu yfirborðinu er Jim þó mesta gæðaskinn. Á fimmtudögum kl. 20.30. SpyTV Umsjónarmenn SpyTV leiða venjulegt fólk í smellnar og óvæntar gildrur, taka upp bráðfyndin viðbrögð þeirra og við njótum. Á sunnudögum kl. 20.00. Will & Grace Hommavinirnir hugumstóru, Will og Jack, elda enn grátt silfur saman með dyggri aðstoð frá Grace og Karen. Kvartett sem kemur sífellt á óvart. Á sunnudögum kl. 20.30. Hálfdán Steinþórsson og Kolbrún Bjömsdóttir stýra hinum sívinsæla stefnumótaþætti í vetur. Þau munu brydda upp á nýjum og spennandi liðum sem gera keppnina enn skemmtilegri. Þátturinn er í beinni útsendingu. Á föstudögum kl. 22.00. Temptation Ástralla_______________________ Ein paradísin tekur við af annarri og nú flykkjast pörin til Ástralíu þar sem þeirra bíður hópur sjóðheitra fressa og læða. Fengitíminn er hafinn og endar ekki fyrr en tekist hefur að sundra pörunum eða styrkja samband þeirra. Magnaðir þættir. Á fimmtudögum kl. 22.00. Charmed Þokkanomirnar þrjár eru umsetnar af illum öndum og öðrum verum frá heiminum að handan, en meðan þær standa saman er öllu hægt að bjarga. Á föstudögum kl. 21.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.