Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2002 DV Utlönd 11 Blair sagður sundra afstóðu ESB til íraks Á meöan George W. Bush Banda- ríkjaforseti og Tony Blair, forsætis- ráöherra Bretlands, tala fjálglega um nauðsyn þess að ráöast inn í írak er almenningur á Vesturlöndum ekki sannfærður um nauðsyn þess. Blair hitti Bush á þriggja tíma fundi um helgina og í kjölfarið lýsti hann því yfir að mesta hættan væri að aðhafast ekkert. Það er mat bresku og bandarísku ríkisstjórn- anna að Vesturlöndum stafi ógn af írak. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, segir sönnunargögn um uppbyggingu íraka á gereyðing- arvopnum vera að hrannast upp. Rökin sem gefín hafa verið upp eru meintar tilraunir íraka til að kaupa búnað nýtanlegan í kjarnorkuvopna- framleiðslu og nýhafln uppbygging á svæðum í írak sem áður hafa verið bendluð við vopnaframleiðslu. Nýjar skoðanakannanir í Bret- landi og Bandaríkjimum benda ekki til þess að tvíeykið hafi fært nógu sannfærandi rök fyrir árás á írak. Samkvæmt könnun sem birtist í Tony Blair Forsætisráöherrann sneri aftur í bresku rigninguna í gær eftir fund meö Bush Bandaríkjaforseta. sunnudagsblaði New York Times telja 64 prósent Bándaríkjamanna að ríkisstjóm þeirra hafl ekki útskýrt nægilega afstöðu sína til íraks. Mik- iU meirihluti vildi að Bandaríkin öfl- uðu sér alþjóðlegs stuðnings ef til árásar kæmi. t könnun breska blaðs- ins Independent kemur fram að 60 prósent Breta vilja ekki að ríkis- stjórn þeirra taki þátt í árás á trak. Þá sagðist helmingur kjósenda Verkamannaflokks Tony Blairs ekki bera traust til forsætisráðherrans í málinu. Margir hafa undanfarið gagnrýnt fyrirætlaða íraksárás og er þar á meðal Bandaríkjamaðurinn Scott Ritter, fyrrverandi vopnaeftirlits- maður í trak. Evrópuríki krefjast þess bæði sjálfstætt og í nafni Evr- ópusambandsins að hvers kyns að- gerðir gegn írak fari í gegnum Sam- einuðu þjóðimar. Belgiski utanrikis- ráðherrann, Louis Michel, kvartaði undan því í gær að skilyröislaus stuðningur Blairs við Bandaríkja- menn útiloki að ESB geti beitt sér að alvöru gegn Bandaríkjunum, ákveði þau að gera einhliða árás á írak. Fjör í flóðum Ungur Taílendingur skemmtir sér konunglega þar sem hann flýtur í plastbala niöur aöalgötu bæjarins Taphan Hin á laugardaginn. Miklar rigningar í noröurhluta Taílands ollu flööum sem kostaö hafa á annan tug manna lífiö. 5522515 Nýkomin stór sending af fimkis-stólum. Full búð af nýjum vörum á góðu verði. BERKLEY & SON CLEOPATRA Vönduð lesgleraugu Heildsöludreifing Reemax ehf. sími 588-2179 • reemax@centrum.is Zambía tekur við genabreyttu korni Stjórnvöld í Zambíu hafa ákveðið að taka við genabreyttu korni frá Bandaríkjunum til þess að fæða 130 þúsund flóttamenn frá nágranna- ríkjunum. Hins vegar situr ríkis- stjórnin fost við sinn keip hvað varðar íbúa Zambíu og neitar að leyfa Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna að gefa þeim komið þar sem það sé eitur. Ríkisstjóm Zambíu var harðlega gagnrýnd fyrir skemmstu þegar hún neitaði að taka við genabreyttu komi sem koma myndi í veg fyrir yflrvofandi hungursneyð í landinu. Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna segist ekki geta komið til móts við þær 2,5 milljónir Zambíumanna sem eru á barmi hungursneyðar nema með genabreyttu komi. Levy Mwanawasa, forseti Zamb- íu, vill ekki að komið komi inn í landið þar sem það myndi menga náttúrulega komframleiðslu í land- inu og þar með loka á útflutning til Evrópu. Forsetinn hyggst senda teymi vísindamanna til Evrópu og Flóittamaöur í Zambíu Yfirvöld Zambíu gáfu grænt Ijós á aö flóttamenn í landinu fengju gena- breytt korn, sem þau kalla eitur. Bandaríkjanna þess að komast að hinu sanna um genabreytt kom. skóli ólafs gauks www.clix.to/gitarskoli Innritun stendur nú yfir í síma 588-3730 eða í skólanum að Síðumúla 17. Fjöl- breytt nám fyrir alla Hægt er að fá leigða heimagítara. Kr. 2.500 á önn. aldursflokka er í boði, bæði byrj- endur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér. Innritun er daglega kl 14-17 VISA Sendum vandaðan CO 588-3730 upplýsingabækling v^-'/ Innritun daglega kl. 14-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.