Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2002 DV í augsýn er nú frelsi Þegar þjóðfélagshópur er að berjast fyrir þvl að vera tekinn alvarlega er kannski ekki hægt að ætiast til að hann þori að gera grín að sjálfum sér eða þoli að gert sé grín að honum. Þannig var staðan hjá konum lengi vel en ekki lengur, það sýna Beyglur með öllu. Saiurinn var fullur af gömlum og ungum rauðsokkum þegar Skjall- bandalagið frumsýndi verk sitt í Iönó á fóstudagskvöldið og því vel viðeig- andi að nota gamla rauðsokkulagið „Áfram stelpur" í sýningunni. Undir laginu dansaði Elma Lísa Gunnars- dóttir í hlutverki Ólafar, frelsaðrar súludansmeyjar, og í svipinn var það aðalgrínið - að horfa á erótískan dans við þetta gamla baráttulag og hlusta svo á stúlkuna tala með sannfæringar- hita trúboðans um það dásamlega frelsi að geta notað fallega likamann sinn og fengið peninga fyrir, það hefði nú ekki verið hægt fyrir þrjátíu árum! En smám saman dýpkaði merking textans. Er ekki frelsið endanlega í augsýn þegar við getum hlegið eins innilega að sjáifum okkur og á þessari sýningu? Leiklist Beyglur með öllu rekja eina rót sína til Dario Fo en aðra og nýrri til bresku gamanþáttanna Út í hött (Smack the Pony) þar sem kvennahúmor hefur komist til fulls þroska. Eins og ensku snillingamir gera Beyglumar í því að afskræma kvenfólk, sýna án samúðar, viðkvæmni eða annarrar væmni hvað það er vitlaust og bilað og kúgað af kröfum karlasamfélagsins og við hlæj- um okkur skökk að þessum fígúrum - eitt viðhaldið talaði meira að segja með rödd Marge Simpson! En undir- textinn er allt annar. Hann bendir sí- fellt á að svona séu konur klárar, þær geti búið til þessar drephlægilegu per- sónur og skapað þær sprelllifandi á sviðinu. Boðskapur leikkvennanna og höfundanna er ljós: Konur geta allt - það þarf ekki að vorkenna þeim. Beyglur með öllu eru revía, samsett úr mörgum atriðum. Upphafsatriðið var orðlaus sena á hárgreiðslustofu þar sem leikkonumar fjórar bjuggu til tónverk með skrjáfi í glansblöðum og stappi. Býsna Qott. Rammann mynd- DV-MYND SIGURÐUR JÓKULL Viljum við heyra sannleikann - eða bara eitthvað sætt? Beyglurnar Þrúöur Vilhjálmsdóttir og Jóhanna Jónas. aði svo umræðuþáttur í sjón- varpi undir stjóm Maríu Línu Mogens (Jóhanna Jónas) sem gaf tóninn fyrir framhaldið. Þar kom fram í máli strekktra og stifra kvensérfræðinga að vandamál kvenna væru mörg og meðal annars þau að þær eru vanskapaðar og vanmetnar, hræddar og vanhæfar, ólæsar á tilfinningar sínar og jafnvel al- gerlega ólæsar yfirleitt! Atriðin voru misjöfn og mis- góð en allar fengu leikkonurnar tækifæri til að njóta sín. Sminkurnar á bak við (Elma Lísa og Arndis Hrönn Egilsdótt- ir), sem bíða eftir að púðra þátt- takendur, fóru alveg inn í leggöng í sínum samræðum og hálfdrápu áheyrendur úr hlátri. Enn betra atriði var samtal eig- inkonunnar og viðhaldsins á klóinu í höndum þeirra Elmu Lisu og Þrúðar Vilhjálmsdóttur, og Jóhanna Jónas var afar sann- færandi sem óframfæmi sjálf- styrkingarþerapistinn. Enn einn hápunkturinn var áðurnefndur dans Elmu Lísu. Hún er hörku- dansari eins og hún sýndi líka í frábærum stælingum á barbí- brúðunni Britney Spears. í heild má fullyrða að áheyr- endur vora að bonda alveg rosa- lega við persónurnar á sviðinu og verkið var alveg fullkomlega að gera sig - svo gripið sé til málfars Beyglnanna. Og við get- um tekið undir með sminkunni þegar hún segir: Lífið er Qókið, hvort sem maður er karl eða kona, maður verður bara að vera sáttur inni í sér! Ekki má gleyma leikstjóranum Maríu Reyndal sem heldur öllu spQ- verkinu saman og gangandi - ábyggilega fram á næsta vor. Silja Aðalsteinsdóttir Skjallbandalagið sýnir í lönó: Beyglur með öllu. Texti: Leikhópurinn. Leik- mynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Leik- gervi og búningar: Ásta Hafþórsdótt- ir. Ljósahönnuður: Halldór Örn Ósk- arsson. Tónlistarstjóri: Úlfur Eldjárn. Dramatúrg: Kristín Eysteinsdóttir. Leikstjóri: Maria Reyndal. Myndlist Steinar við Lón Örn Þorsteinsson: Skúlptúr, 2002. Steinarnir öðlast nýtt líf, verða að skepnum úr undirdjúpunum, marbendlum, ást- þrungnum amöbum eða útafliggjandi tótemum. Rétt fyrir norðan Hofsós, þar sem er að myndast fallegur byggðarkjami í kringum vestur- fara og menningarsamskipti ís- lands og Kanada, er einn af þeim dýrmætu áningarstöðum sem íslenskir ferðalangar láta sér stundum sjást yfir á hrað- ferðum milli hamborgarastaða. Hér á ég við Lónkot, þar sem er að finna ferðaþjónustu með heimsborgaralegri matseld og ýmislegri afþreyingu. Regluleg- ur þáttur í starfsemi ferðaþjón- ustunnar era sumarsýningar á verkum íslenskra myndhöggv- ara; þar hafa sýnt Gestur Þor- grímsson, Páll Guðmundsson og nú síðast Öm Þorsteinsson. Það er óvenjulegt einkenni á þessu sýningarhaldi að listamönnun- um býðst að vinna verk sin á staðnum, úr fjörugrjóti og öðru grjóti sem þar er að ftnna, en siðan er verkunum komið fyrir sumarlangt á Qötunum allt um kring, þar sem þau dvelja í nánum tengslum við uppruna sinn og óviðjafnanlega náttúru. Innan hrings og utan Sjálf ferðaþjónustan í Lónkoti hefur nú dreg- ið saman seglin eftir sumarvertíð, en enn um sinn gefst lysthafendum tækifæri til að skoða sýningu á höggmyndum Amar Þorsteinssonar þar í túnfætinum. Þessi sýning er sennilega sú best heppnaða sem haldin hefur verið á staðn- um tfí þessa. Kemur þar tvennt tQ: sérstaklega gjöfult samband myndhöggvarans við fjörugrjót- ið í Lóni og umgjörðin sem höggmyndum hans hefur verið sköpuð. Gerð hefur verið voldug hringlaga mön úr mold og torfi. Inni í henni er hringlaga vettvangur úr möl, þar sem kúra sjö höggmyndir Amar. Þarna myndast ákafiega fal- legt samræmi mQli grárra höggmyndanna með sínum hvelfdu formum, hringlaga malarvett- vangsins og íðfigrænnar manarinnar sem skýl- ir myndunum fyrir veðri og vindum. Jafnvel mætti halda því fram að hér hafi orðið tfi eins konar staðbundið (site specific) umhverfisverk, sömu ættar og súlur Richards Serra í Viðey. Meldingar frá efninu Um sjálfar höggmyndir Amar er það að segja að þær eru rök- rétt framhald af öðrum verkum sem hann hefur verið að höggva, tálga og steypa hin síð- ari ár. Höfuðatriði í högg- mynda- og tálgunarlist hans er virðing fyrir útliti og samsetn- ingu þess efnis sem hann er með undir höndum hverju sinni. Örn leggur mikið upp úr því að ganga ekki gegn efninu, heldur fer hann um það nærfæmum höndum og meitli uns það „meldar sig“, ef svo má segja, gefur tfi kynna hvað í því „býr“. í framhaldi af þeirri „meldingu" reynir listamaðurinn að koma tfi móts við steininn. Frá náttúrunnar hendi hefur veðurbarið og ávalt fjörugrjótið í Lónkoti í sér sterka skírskot- un tfi hins lífræna, lífríkisins og lífshvatanna. Þetta áréttar Örn með hæfilegri mótun og ristun yfirborðsins; hann mýkir eggjar, hnykkir á bungum og dreg- ur fram athyglisverð smáatriði, en lætur vera aö brjóta upp heilræn form steinanna. Við þessa meðferð öðlast þeir nýtt líf, verða að skepnum úr undirdjúpunum, marbendlum, ástþmngnum amöbum eða útaQiggjandi tótemum. Hér að Lónkoti hefur sem sagt orðiö til mjög virðingarvert samstarf milli staðarhaldara, listamanna og náttúrunnar sem vonandi verður framhald á. Aðalsteinn Ingólfsson Menning Það verður að flytja Tónlistarfólk hefur fagnað ummælum Rumons Gamba, nýs aðalstjómanda Sin- fóníuhljómsveitar íslands, um íslenska tónlist í viðtali hér á menningarsíðu sl. miðvikudag og segir að þetta sé fyrsti að- alstjórnandi árum saman sem hafi lýst yfir áhuga á að Qytja íslensk verk, bæði eldri verk og ný. Verður spennandi að fylgjast með framvindu mála þar á bæ. Einnig fannst mörgum ansi skemmti- legt að sjá að Gamba hallmælir ekki Há- skólabíói eins og venja er. Hann er raun- sær ungur maður sem veit að hann þarf að vinna í þessu húsi næstu árin og er ákveðinn í að gera eins gott úr hlutunum og hægt er. Ráðið er, segir hann, að kynnast húsinu vel, nýta sér (hugsan- lega) kosti þess og reyna markvisst að vinna gegn skavönkunum þannig að ár- angurinn verði eins viðunandi og verða má fyrir tónleikagesti hljómsveitarinnar. Hús eru hvert með sínu lagi og sjálfsagt hafa þau öll bæði kosti og galla, það er verkefni stjórnenda að kynnast hvoru tveggja og vinna út frá því. Það verður að sýna Tónskáld þroskast ekki nema þau fái að heyra verk sín fiutt, segir Gamba i viðtalinu, og það sama á vissulega við um leikskáld. Við getum ekki búist við að eignast góð leikverk nema leikskáldin séu leikin. Þess vegna eru það góð tíðindi fyrir íslenska leikritun að Þjóðleikhúsið skuli ætla að einbeita kröftum sínum að henni á næstu mánuðum og árum. Þetta ákvað yfirstjóm hússins eftir að hafa kallað nokkur leikskáld í Leiksmiðju Þjóðleikhússins síðastliðinn vetur og beðið þau meðal annars að velta fyrir sér hvað leikhúsið gæti gert fyrir íslenska leikritun. Svarið var einfalt: Það verður að sýna ný verk. Þetta efidi umræður innan hússins um íslenska leikritun, og í vor sem leið var haldið tíu vikna námskeið með 20 þátt- takendum á vegum Þjóðleikhússins og Endurmenntunarstofnunar. Umsjón með námskeiðinu höfðu Karl Ágúst Úlfsson og Hlín Agnarsdóttir en einnig komu að því Stefán Baldursson, Melkorka Tekla Ólafsdóttir og Þórhallur Sigurðsson. Hluti þessa hóps heldur áfram i vetur en nú verður námskeiðið alfarið á vegum hússins. Nœring er nauðsyn Öll þessi vinna og umræður voru svo frjóar að þær höfðu mótandi áhrif á dagskrá komandi vetrar í Þjóðleik- húsinu eins og komið hefur fram. Þá verða sýnd sex ný ís- lensk leikrit eftir bæði þjálfuð og lítt þjálfuð leik- skáld sem samanlagt skoða furðumarga kima íslensks samfélags og þjóðarsálar. Þar að auki eru tveir höfundar á starfs- launum hjá húsinu með bindandi samn- ing um uppsetningu, þau Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir og Kristján Þórður Hrafnsson. Og enn hefur Þjóð- leikhúsið krækjur sínar í nokkrum leik- skáldum í viðbót, reyndum höfundum á borð við Birgi Sigurðsson og Karl Ágúst Úlfsson og lítt reyndum á borð við Lindu Vilhjálmsdóttur, Ásdísi Thoroddsen og Pál Baldvin Baldvinsson. Fjölbreytnin I menningargróðrinum er aödáunarverð, það finnur maður ekki síst þessar siðsumarvikur þegar allir keppast við að kynna starfsemina fram undan, en ef ekki kemur til næring í formi uppsetninga, lifandi flutnings og útgáfu þá er til lítils að planta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.