Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Blaðsíða 10
10 Utlönd MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2002 DV ^SAL^ Sími 562-1717 *v MATTHIASAR Miklatorgi - á besta stað Nissan Patrol disil turbo 1991. VW Golf Joker 1998, V. 980 þ. ek. 71 þ„ beinsk. V. 760 þ. Éygp .. Æ&Æ Iveco Turbo dfsil 1991, Hyundai Starex, ek. 132 þ. bensín, beinsk., 3/99, ek. 70 þ. V. 780 þ. V. 1.690 þ. Áhv. 930 þ. Z 3 1 telfeliaÐiSfM iii. jr" 131Mr\ : ; aar - - ’ ■ * Sjá fleirl myndir á www.bilalif.is BMW 525 turbo dísil intercooler MMC Pajero, stuttur, 9/99, 1992, sjálfsk., 6 cyl. ek. 41 þ„ sjálfsk. V. 590 þ. V. 2490 þ.Áhv. 1400 þ. Hyundai Starex bensfn, Jeep Cherokee Grand Limited beinsk., 2/99, ek. 60 þ. 1999, ek. 55 þ. V. 1690 þ.Áhv. 1100 þ. V.3370þ. Volvo 460 1995, ek. 129 þ„ sjálfsk. V. 490 þ. Ford Puma 4/99, ek. 39 þ„ beinsk. V. 1280 þ. b ílaía >,w,w.wl d i la l i f & Fyrirætlanir al-Qaeda breyttust: Vildu hrapa á kjarnorkuver Alræmdu hryðjuverkasamtökin al-Qaeda ætluðu upphaflega að steypa farþegaþotum inn i banda- rísk kjamorkuver, að því er tveir af helstu samstarfsmönnum Osama Bin Ladens segja í viðtali við arab- ísku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Samtökin hættu hins vegar við kjamorkuárásimar í bili af ótta við að þau myndu missa stjórn á ástandinu í kjölfarið. Al-Jazeera, sem er í Qatar, mun á flmmtudag- inn birta viðtal við Khalid Sheikh Mohammed og Ramzi Binalshibh. Þeir eru báðir á topp-tíu lista banda- rísku alríkislögreglunnar, FBI, yfir eftirsóttustu menn í heimi og eru settir rúmir tveir milljarðar króna til höfuðs hvorum þeirra. Höfundur heimildarmyndarlnn- ar, Yosri Fouda, var tekinn á leyni- legan stað í Pakistan, þar sem hann dvaldist í tvo daga á meðan hryðju- verkamennirnir tveir vörpuðu ljósi á árásimar á Bandaríkin þann 11. september í fyrra. Hann segir þá ekki hafa skilað sér myndbandsupp- tökum af viðtölunum en hann held- ur eftir hljóðupptökum. í viðtölunum kemur fram að fiórða flugvélin, sem talið var að hafi veriö beint að Hvíta húsinu, átti að lenda á þinghúsinu, en far- þegar náðu að yfirbuga flugræningj- ana. Arásimar voru vel skipulagðar og fór fiöldi manna í frumkönnunar- leiðangra til Bandaríkjanna á und- an flugræningjunum. Mohammed og Binalshibh áttu samskipti í gegn- um tölvupóst og þóttust vera kærustupar. Þann 29. ágúst var dag- setning árásanna gefin og liðsmönn- um al-Qaeda í Evrópu og Bandaríkj- unum sagt að hverfa á brott. Pappalögga í Litháen Yfírvöld í Eystrasaltsríkinu Litháen hafa komiö upp þrjú hundruö pappalögg- um á gatnamótum í höfuöborginni Vilnius í þeim tilgangi aö auka öryggi á götunum. Pappalöggurnar eru settar upp nærri 90 skólum borgarinnar, en kennsla er nýhafin. 1. vcrðinuit 2. vetmum 3. verðfaun Aukaverðlaun Þú getur lagt inn myndir í keppnina hjá KODAK EXPRESS um land allt, sent þær beint til DV, Skaftahlíð 24,105 Reykjavík eða sent þær á stafrænu formi á sumarmynd@kodakexpress.is. Merktu myndina "SUMARMYNDAKEPPNI 2002“ Kodak DX-3600 Easy Share KodakAdvantix T-700 myndavél að verðmæti: að verðmæti: Kodak Advantix T-570 að verðmæti: »1® Kbdak Einnota myndavél + framköllun + sumarglaðningur Nepal: Maóistar myrtu 49 lögregluþjóna Þúsund maóískir skæruliðar gerðu í gær árás á lögreglustöð í hliðum Himalajafialla austur af Katmandu, höfuðborg Nepals, og myrtu að minnsta kosti 49 lögregluþjóna. Skæruliðamir hófu baráttu fyrir kommúnísku eins flokks kerfi árið 1996. Þeir vilja kollvarpa stjórnar- skrárbundnu konungsveldi í Nepal, sem þeir segja spillt stjórnarkerfi með lénsskipulagi. Meira en 4800 manns hafa látist í borgarastríðinu í landinu, sem er eitt af tíu fátækustu ríkjum heims. Aðeins tvö lík skæru- liða fundust eftir árásina sem stóð í meira en 5 tima. Þeir lögreglumenn sem gáfust upp fyrir skæruliðunum voru líflátnir á staðnum. Yfirvöld í Nepal íhuga að lýsa yfir neyðar- ástandi i landinu vegna árásarinnar. Hvítir menn flýja frjósamar jarðir Tugir hvítra bænda flúðu í gær af frjósömum jörðum sínum norðan við Harare, höfuðborg Simbabves, eftir að stjómvöld sendu út lokatil- skipun um að þeir skuli rýma jarð- ir sínar fyrir svörtum bændum. Hvítum var sagt að yfirgefa jarðim- ar í gær, eflegar yrðu þeir hand- teknir. Að minnsta kosti tveim hvít- um bændum var haldið í gíslingu á bóndabæjum sínum af blökkum mönnum sem gerðu tilkall til jarða þeirra. 50 þúsund af 13 milljónum Simbabvemanna era hvítir. mssacs Saddam boðar kosningar Saddam Hussein íraksforseti hefur kveðið upp þann úrskurð að forseta- kosningar verði haldnar í írak 15. október næstkom- andi, að því er kem- ur fram í íröskum fiölmiðlum. Saddam hlaut 99,96 pró- sent atkvæða í síðustu kosningum árið 1995 og greiddu 99,47 prósent þjóðarinnar atkvæði. írskur múgur lamdi löggur Um 80 manna hópur af krá í hverfi lýðveldissinna í Belfast á Norður-írlandi réðst á fimm lög- reglumenn í reglubundnu eftirliti aðfaranótt sunnudags. Einn þeirra er alvarlega slasaður. Afhöfðaði dóttur sína íranskur maður afhöfðaði sjö ára dóttur sína á dögunum vegna gruns um að frændi hennar hefði nauðgað henni. Krufning leiddi í ljós að stúlkan var óspjölluð. Baskar brjóta bann Um þúsund manns mótmæltu I Baskaborginni San Sebastian í gær þrátt fyrir bann stjórnvalda. Baskneska lögreglan mátti ekki við margnum og ákvað að draga sig í hlé til að forðast alvarlegt uppþot. Fagna 11. september Bresk-múslímski öfgahópurinn al-Muhajiroun hyggst halda ráð- stefnu um jákvæð áhrif hryðju- verkaárásanna á Bandarikin á árs- afmæli árásanna. Tengir Kína við hryðjuverk Chen Shui-bian, forseti Taivans, sakar Kínverja um að hrella þjóð sina með hryðjuverka- töktum. Tilefni um- mæla hans er ný skýrsla frá kín- verska hemum sem mælir með takmarkalausum hern- aði, meðal annars dreifingu tölvu- vírusa. Hermannaveiki í Noregi Tveir miðaldra menn hafa greinst með hermannaveiki í bænum Stafangri i Noregi. Sjö manns létust í fyrra þegar faraldur gekk yfir landið. Uppgjör hjá Heider f —r <21 varakanslarinn Sus- A 1 -v; anne Riess-Passer 1 issinnuðum meiri- Heiders í gær. Auk þess sagði fiármálaráðherra lands- ins sig úr Frelsisflokki Heiders, en ástæðan var valdabarátta milli Heiders og Riess-Passer. Schröder töfraði þjóðina Gerhard Schröder Þýska- landskanslari bar ótvírætt sigur úr býtum í lokakappræðum hans og Edmunds Stoiber í þýsku kosninga- baráttunni. Eitt helsta deilumálið var yfirvofandi árás Bandaríkjanna á írak, sem Schröder hafnar ein- dregið. Kanslarinn þótti hnyttinn og valdsmannslegur í kappræðunum en Stoiber var stirður og fúllyndur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.