Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Blaðsíða 24
36 ______________________MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2002 Tilvera X>V Kynnir kín- verska leikfimi Kynning á kínversku leikfiminni Tai Chi verður í kvöld í húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að Háaleitisbraut 11-13 og hefst kl. 20. Leiðbeinandi er kona að nafni Khinthisa sem hefur kennt Tai Chi í tuttugu ár, aðallega í London og Sviss og hefur líka komið tvisvar á ári til íslands síðustu tiu árin. Lærifaðir hennar er Chen Xiowang sem er margfaldur meistari og hef- ur þróað einfold kerfl í þessari kín- versku leikfimi þannig að hún henti til daglegs brúks fyrir önnum kafna alþýðu. Khinthisa verður með sýni- kennslu og svarar fyrirspumum á kynningunni í kvöld og aðgangur er ókeypis. Hársnyrtivörur í úrvaii Stofnuð 1918 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Sími 551 3010 Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000 Upplýslngar fsíma 580 2525 Textavarp IÚ 110-113 RÚV281, 283 og 284 Alltaf á miðvikudögum Jókertölur mlðvlkudags 9 6 0 2 5 I | | | £ DV-MYNDIR GUN. Hott, hott Boöiö var upp á hringferöir um miöbæinn í hestakerru og nutu þær vinsælda yngri sem eidri. Eldsmiðja á götunni Ábúöarmiklir eldsmiðir voru aö störf- um í víkingabás viö aöaigötuna. Að lokinni sögustund Sigurborg K. Hannesdóttir og harmónikuleikarinn Tatu Kantoma voru meö áhrifamikla sögustund meö tónlistarívafi í hinu eld- gamla Duushúsi. Margir þurftu aö þakka þeim á eftir og hér ræöa Margrét Frímannsdóttir og Jón Borgarsson viö Sigurborgu. Létt yfir fólki á Ljósanótt Margir fylgdust með vel heppn- aðri dagskrá Ljósanætur í Keflavík sem haldin var á laugardag, en veðrið lék við gesti. Meðal skemmti- atriða vom teygjustökk, siglingar og útsýnisflug með þyrlu. Sölubásar voru við aðalgötuna og á útisviði komu listamenn fram, nefna má Léttsveit Reykjanesbæjar og Bæjar- stjómarbandið sem gerði feikna- lukku. í Duushúsi og fleiri menn- ingarhúsum var einnig boðið upp á sýningar og tónlistaratriði. Mikla hrifningu vakti þegar víkingaskipið íslendingur sigldi upp að berginu rétt áður en þar hófst tilþrifamikil flugeldasýning. -Gun. Andað lettar Leikararnir og leikstjórinn aö lokinni frumsýningu. Frá vinstri: Elma Lísa Gunnarsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, María Fteyndal, Jóhanna Jónas og Þrúöur Vilhjálmsdóttir. DV-MYNDIR SIGURÐUR JÖKULL Ánægðar með Beyglurnar Brynhildur, Harpa, Sjöfn og Sólveig, vinkonur, og móöir Maríu Reyndal leik- stjóra mættu að sjálfsögöu á sýninguna og skemmtu sér hiö besta. Beyglurnar slógu í gegn í leikritinu Beyglur með öllu er kvennahúmorinn í algleymingi og virtist hann hitta beint í mark hjá báðum kynjum, ef marka má hlát- ursrokur miklar á frumsýningunni í Iðnó á fóstudagskvöld. Leikstjór- inn, María Reyndal, og leikkonum- ar fjórar sem fram koma eru höf- undar handritsins svo þeirra er heiðurinn allur. Eftir sýninguna var svo haldið Beygluball og þar var það kvennahljómsveitin Rokkslæð- Bíógagnrýni Regnbogínn/Smárabíó Drápsvél eða dauðagildra Árið 1961 er kalda stríðið í algleym- ingi. Risamir í austri og vestri kepp- ast um að koma sér upp vopnabúri sem, ef notað yrði, gæti útrýmt jörð- inni ótal sinnum þó að einu sinni væri of oft. En stríð er ekki markmið- ið heldur óttinn við stríð. Mitt í þessu vopnaskaki er verið að leggja loka- hönd á kafbátinn K-19 sem á að vera stolt Rússa í baráttunni um völdin neðansjávar. 1 óðagotinu að sýna Am- eríkönum sem fyrst hvers kyns dráps- vél þeir gætu búið til létu yfirmenn flokksins í Moskvu öryggi áhafhar K- 19 lönd og leið, þannig að þegar hin fullkomna vél lætur úr höfh í Murm- ansk árið 1961 er hún illa undir það búin, það vantar bæði nauðsynlegan búnað og varahluti og óvanir menn standa vaktina þegar vandræðin steðja að. Þeir meðlimir sovéska hers- ins sem em svo óheppnir að verða þess heiðurs aðnjótandi að fá að fara jómfrúrferðina með dauðagildrunni K-19 lenda ekki í striði við andstæð- inginn í vestri heldur við farartækið sjálft og pólitíska yfirmenn í Moskvu sem er sama þótt sendisveinninn deyi ef skilaboðin rata á leiðarenda. Harrison Ford er flottur í hlutverki hins harða skipstjóra Alexei Vostrikov, hann krefst hins ógerlega af áhöfninni og hlífir engum. Nánasta undirmanni hans, Mikhael Polenin (Liam Neeson), var vikið úr stöðu skipstjóra K-19 vegna þess að hann lét tilfinningasemi hlaupa með sig í gön- ur þegar hann lét afdrif áhafnarinnar skipta sig meira máli en ímynd flokksins. Hann er yfirmaður af allt öðru sauðahúsi en Vostrikov, hann er vinur undirmanna sinna, sá sem þeir segja leyndarmál, syngja og drekka með. Togstreita og valdabarátta ein- kenna öll störf í brúnni þar sem Vostrikov ætlar sér að sýna Moskvu og heiminum hvað hann og K-19 geta, sama hvað það kostar, á meðan Polen- in metur mannslif meira en heiðurs- merki. Liam Neeson hefur sjaldan eða aldrei verið betri en í hlutverki hins húmaníska Polenins, leikur hans er dempaður en kraftmikill. Ingvar E. Sigurðsson leikur, eins og alþjóð veit, aukahlutverk í K-19. Hann leikur vélstjórann Viktor Gorelov sem framan af er ekki áberandi en hlut- verk hans verður veigameira þegar á líður og hann er lykilpersóna í einni dramatiskustu senu myndarinnar. Ingvar er ýkjulaust frábær, hann hef- ur lítinn texta og því reynir enn meira á svipbrigði og látbragð. Það er leitt að hann skyldi ekki vera sýni- legri en ég spái því að það eigi eftir að breytast í næstu mynd. Það myndi æra óstöðugan ef telja ætti upp allan þann fjölda (karlkyns)leikara sem kemur fram í K-19 en saman mynda þeir sterka og áhrifamikla heild. Líkt og í kvikmyndinni 13 Days sem fjallaði um Kúbudeiluna 1962 vit- um við vel að ekkert varð úr kjam- orkustyrjöld vegna K-19 þótt heimur- inn væri hætt kominn. En spennan er ólíkt meiri í kafbát langt úti á hafi þar sem hvergi er hjálp að fá en í smekk- lega innréttuðum skrifstofum Hvíta an ásamt plötusnúðunum Gullfossi og Geysi sem sáu um fjörið. -Gun. ■ Mmi. - K 19: ★ ★ ★ Sif Gunnarsdótiir skrífar gagnrýni um kvikmyndir. hússins. Ólíkt Kúbudeilunni eru hins vegar ekki margir sem nauðaþekkja sögu K-19 og afdrif kafbátsins Kúrsk sem enn er fólki ofarlega í minni auka enn á áhrif myndarinnar. Leikstjóran- um Bigelow tekst afar vel, í samvinnu við tökumanninn Cronenweth og Karl Júlíusson sviðsmyndahönnuð, að skapa einstaklega óttalega og inni- byrgða spennu í kafbátnum. Skipstjór- arnir standa andspænis óleysanlegu vandamáli: Báturinn er að drepa áhöfnina en ef hún flýr er hætta á slysi sem gæti haft ólýsanlegar afleið- ingar i fór með sér. Hetjudáð áhafnar- innar er framin af algjörri fómfýsi og enn áhrifameiri vegna þagnarinnar sem umlukti hana í næstum 30 ár. Allar kafbátamyndir sem fram- leiddar hafa verið undanfarin 20 ár hafa verið bomar saman við meist- araverkið Das Boot og K-19 kemur bet- ur út úr þeim samanburði en margar aðrar. Þótt hvorki sé barist ofan eða neðansjávar er spennan nær yfir- þyrmandi því afdrif áhafnarinnar skipta okkur máli. Það eru bara síð- ustu 10 mínútur myndarinnar sem hefði svo gjaman mátt sleppa, þar er skeytt við hjartanlegum endi svo allir fari nú örugglega sáttir heim, en hann virkaði bara uppáþrengjandi eftir ansi magnaða upplifun. Aöalleikarar: Harrison Ford, Liam Neeson, Ingvar E. Sigurösson, Peter Sarsgaard o.fl. Leikstjóri: Kathryn Bigelow Framleiöendur: Kathryn Bigelow, Sigurjón Sighvatsson o.fl. Handrlt: Christopher Kyle Kvikmyndataka: Jeff Cronenweth Tónlist: Klaus Badelt Sviðs- mynd: Karl Júlíusson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.