Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2002 DV Fréttir Ásta Möller þingmaður vill markvissari heilbrigðisþjónustu: Sparnaður spurning um skýrari vinnubrögð - Nú liggur fyrir að rekstur Landspítala - háskólasjúkrahúss sé kominn 600 milljónir króna fram úr áætlun og lyfjakostnaður um 160 milljónir króna. Menn við- urkenna að þetta sé kunnugleg staða á þessum tíma árs en segja að áætlanagerð sé erfið. Er það trúverðug skýring? „Já, að hluta til. Einnig eru þama inni í dæminu ýmsir þættir. Til dæmis hefur skurðaðgerðum verið fjölgað til að minnka biðlista, aukið álag er á fæðingardeild sjúkra- hússins, meðal annars vegna lokana fæðingardeilda sjúkrahúsa í ná- grenni Reykjavíkur. Þá vitum við líka að inn á bráðamóttöku kemur á ári hverju á annan tug þúsunda tO- vika sem heilsugæslan ætti frekar að sinna. Mjög margir hringja á sjúkrahúsið og leita þar ráða vegna smárra og stórra mála. Það eru mál sem mörg mætti afgreiða öðruvísi, til dæmis með því að setja upp síma- torg þar sem fólk gæti fengið ráð- leggingar um hvernig það eigi að bera sig að. Sparnaður í rekstri LSH er því meðal annars spuming um skýrari vinnubrögð og verkaskipt- ingu innan heilbrigðiskerfisins, þannig að LSH sinni ekki verkefn- um sem eru betur komin á höndum annarra, s.s. heilsugæslu, félags- þjónustu eða öldrunarstofnana." - Nú hefur öldrunarþjónustan verið sérstaklega til innræðu und- anfarið. Er hún vanræktur þáttur í heilbrigðiskerílnu? „Já og nei. Ég tel vera rangar áherslur í öldrunarþjónustunni, of mikil áhersla á stofnanir og of lítil á heimaþjónustu og heimahjúkrun. Það hlýtur til dæmis að vera um- hugsunarefni að við erum með hlut- fallslega flest stofnanarými fyrir aldraða hér á landi miðað við önnur vestræn ríki.“ Manneskjulegt og ódýrara - Erum við ekki bara svona góð við gamla fólkið og látum það í ljós með steinsteypu? „Erum við að gera vel við fólk með því að setja það inn á stofnan- ir? Eigum við ekki frekar að gera fólki kleift að vera sem lengst heima hjá sér? Það tel ég vera manneskju- legra fyrirkomulag, sem auk þess er ódýrara. í Danmörku er tO dæmis mjög þróuð þjónusta i heimahjúkr- un og viö eigum að hafa slikt sem fyrirmynd. Hér er við lýði heObrigð- isáætlun og samkvæmt henni eiga 75% fólks sem er áttrætt og eldra að geta dvalist heima og stofnanir að vera tO taks fyrir hina. Ef við setj- um fjölda hjúkrunarrýma fyrir addr- aða í dag i samhengi við þetta þá erum við með 200 rýmum of mikiö. Samt sem áður gera áætlanir ráð fyrir að 400 tO 450 hjúkrunarrými verði byggð tO viðbótar á næstu árum. Ég efast reyndar ekki um að þörfm er veruleg hér á höfuðborgar- svæðinu en víðast úti um land er þetta í ágætu jafnvægi. Samt sem áður frnnst mér mikilvægt að stað- an öU verði endurmetin og þeirri spumingu velt upp hvað sé í raun skynsamlegast að gera. Erum við með réttar áherslur og vOja aldrað- ir ekki aUra helst búa heima eins lengi og hægt er og fá til þess nauð- synlega aðstoð?" - Nú hefúr það verið svona Siguröur Bogi Sævarsson blaöamaöur sunnudagaumræða á íslandi að við eigum að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld, rjúfa ekki kynslóðabilið, gera fólki kleift að búa heima og svo framvegis. Þú ert þar með að segja að við eigum að ræða þetta í beinu samhengi við hvað sé ódýrast í heilbrigðis- kerfinu? „Fyrst og fremst þarf þetta að vera skUvirkt og skynsamlegt kerfi. Við þurfum tO dæmis að staldra við og spyrja okkur hvort það sé menn- ing eða ómenning að beina öldruð- um í svo ríkum mæli inn á stofnan- ir. Er ekki meiri menningarbragur að stuðla að því að þeir geti dvalist heima mun lengur en nú er gert? Almennt tel ég að vandinn í heU- brigðiskerfmu sé spurning um betra skipulag og stefnumótun." Raunkostnaður dregist saman - Nú segir heilbrigðisráðherra að menn hafi ef til viU verið helst til of ákafir að sjá beinan ávmning og spamað af sameiningu sjúkra- húsanna. Ertu sammála því? „Tölur sem við höfum verið að fá benda tU þess að raunkostnaður vegna rekstrarins hafi dregist sam- an, tU dæmis um rúmt eitt prósent mUli áranna 2000 og 2001, sem ég tel vera árangur út af fyrir sig. Ég tel að menn hafi verið að gera óraun- hæfar kröfur um að verulegur ávinningur komi fram strax.“ - í nýlegum pistU á heimasíðu þinni gagnrýnir þú seinagang borgaryfirvalda vegna uppbygg- ingar hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Nú segist heilbrigðisráð- herra í DV í gær vera að vinna í anda viljayfirlýsingar sem hann gerði um þetta efni við borgina fyrir síðustu kosningar. Ber ekki að fagna þessu? „Jú, vissulega ber að fagna því að borgaryfirvöld taki við sér í öldrun- armálum í borginni. HeUbrigðisráð- herra talar þarna um VífOsstaði sem fyrsta kost í málinu en ég spyr á móti: Hefði ekki verið skynsamlegra þarna að huga að því að gera eitt- hvað varanlegra í málinu, í stað þess að endurbæta gamalt hús? Á höfuð- borgarsvæðinu hefur miðað seint í uppbyggingu á þessu sviði og þar held ég að komi meðal annars til að þetta er sameiginlegt verkefni ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélagið á að hafa yfirsýn yfir stöðu öldnmarmála hjá sér og meta þörf fyrir og hafa t.d. frumkvæði að byggingu hjúkrunar- heimila. Að mínum dómi gætu náðst mun markvissari vinnubrögð ef þetta væri alfarið sett í hendur ann- ars aðilans. Þannig gæti frekar myndast raunverulegt forystuhlut- verk eins og oft þarf að vera.“ Finnst þér hafa skort á það? „Hér í Reykjavík er heimaþjón- usta við aldraða á vegum borgarinn- ar - en heimahjúkrun aftur á móti verkefni heilsugæslunnar sem ríkið rekur. Á Akureyri og eins á Horna- flrði, sem bæði eru reynslusveitar- félög, er verkefnið hins vegar alfar- ið á höndum bæjarfélaganna og reynslan af þessu þar er mjög góð. Tekist hefur að samhæfa krafta og standa vel að þessu. Það eru að mín- um dómi góð vinnubrögð og skörp sýn á hvemig vinna má með mOdu markvissari hætti víða í heObrigðis- þjónustunni." Styrkur að vestan - ung söngkona hlýtur styrk á aldarafmæli Önnu Karolinu Nordal Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran hlaut á fóstudaginn styrk úr sjóði Önnu Karolinu Nor- dal, 400.000 kr. Guðrún Jóhanna fæddist 1977 og hefur menntast í söng hér heima, m.a. hjá Rut Magn- ússon, og í Guildhall School of Music i London. Þaðan lauk hún mastersgráðu 2001 og stundar nú nám við óperudeOd sama skóla. Verðlaunaafhendingin var haldin sérstaklega hátíðleg vegna þess að þá voru rétt hundrað ár liðin frá fæöingu Önnu Karolinu. Hún var Vestur-íslendingur, fædd 6. septem- ber 1902 í Kanada. Foreldrar hennar DV-MYND TEITUR Styrkur að vestan Þóröur Júlíusson, frændi Önnu Karolinu, afhendir Guörúnu Jóhönnu styrkinn. voru báðir fæddir hér heima, móðir- in, Rósa Davíðsdóttir Nordal, að Kristnesi í Eyjaflrði, og faðirinn, Lárus Bjami Rafnsson Nordal, á Akranesi. Anna Karolina Nordal var mjög músíkölsk, lagði m.a. stund á píanó- leik og var organleikari um skeið í báðum íslensku kirkjunum á Gimli. En hlutskipti hennar varð að annast gamalt fólk, fyrst foreldra sína eftir að móðir hennar veiktist. Eftir and- lát hennar hélt Anna Karolina hús með fööur sínum og vann jafnframt við hjúkran á elliheimOinu Bethel á Gimli. Hún kom aldrei tO íslands en hug sinn tO íslendinga sýndi hún með því að stofna sjóð árið 1990 til að styrkja unga söngvara og fiðluleik- ara. Anna lést árið 1998. t sjóðstjórn eru nú Jónas Ingi- mundarson píanóleikari, Vigdís Ezradóttir, forstöðumaður Salarins, og Þórður Júlíusson fyrir hönd fjöl- skyldu Önnu. í bígerð er að tengja styrkveitinguna framvegis við Vest- urfarasetrið á Hofsósi og heimkynni Önnu í Kanada. Mun Guðrún Jó- hanna að líkindum halda tónleika á báðum stöðum. Fyrstu tónleikar hennar voru í Salnum sl. laugardags- kvöld við geysigóðar undirtektir.-SA REYKJAVÍK AKUREYRI Sólariag í kvöld 20.16 20.01 Sólarupprás á morgun 06.35 06.20 Síðdegisflóó 20.01 00.34 Árdegisflóð á morgun 08.26 12.59 Víða léttskýjað Suðlæg átt, 3-8 m/s og skýjaö með köflum en austlægari átt á morgun. Hægari og víða léttskýjað noröan- og austanlands. Hiti 10 til 20 stig og hlýjast norðaustantil. Mun svalara í nótt, einkum inn til landsins. V Skýjað með köflum Austlæg átt, 8-13 m/s viö suðurströndina en annars hægari. Rigning sunnanlands en skýjað með köflum og úrkomulaust norðvestantil. 1 «sð?iðfí Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur O o Hiti 9° Hiti 10° Hiti 10° til 16° til 18° til 16° Vindur: 8-13 >»/» Vindur: 5-15‘V* Vindun 4-12 ">A Austlæg átt, rígning sunnan- og suðaustantil. Skýjaö meö köflum. Suöaustlæg átt, skýjaö meö köflum. Skúrir og súld meö köflum sunnarv og suövestantil. Suöaustiæg átt, skýjaö meö köflum. Skúrir og súld meö köflum sunnarv og suövestantil msF;' Logn Andvari Kul Gola Stinningsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassviðri Stormur Rok Ofsaveður Fárviðri m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,6-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 skyjaö 11 BERGSSTAÐIR rigning 10 BOLUNGARVÍK alskýjað 13 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 12 KIRKJUBÆJARKL. skýjað 11 KEFLAVÍK alskýjaö 9 RAUFARHÖFN skýjað 8 REYKJAVÍK skýjaö 8 STÓRHÖFÐI skýjað 8 BERGEN skýjað 11 HELSINKI þokumóða 16 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 18 ÓSLÓ 15 STOKKHÓLMUR 12 ÞÓRSHÖFN alskýjað 10 ÞRÁNDHEIMUR skýjað 12 ALGARVE heiðskírt 17 AMSTERDAM þokumóða 15 BARCELONA skýjaö 21 BERUN skýjað 15 CHICAGO heiöskírt 18 DUBUN skýjað 8 HAUFAX léttskýjað 16 FRANKFURT þoka 15 HAMBORG skýjað 14 JAN MAYEN rigning 8 LONDON skýjaö 12 LÚXEMBORG léttskýjaö 13 MALLORCA léttskýjaö 22 MONTREAL heipskírt 21 NARSSARSSUAQ þokumóöa 5 NEWYORK heiðskírt 20 ORLANDO hálfskýjaö 25 PARÍS skýjaö 16 VÍN léttskýjað 14 WASHINGTON heiðskírt 14 WINNIPEG alskýjaö 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.