Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 35
4 fimmtudagur
IJ 19/9
•Kr ár
MTónleikar á Kringlukránni
Þóra Jónsdóttir og Pétur Þór Benediktsson
halda tónleika á Kringlukránni í kvöld. Þau eru
tónlistarnemar sem eru að prófa nýja en þó
gamla hluti. Á efnisskránni eru m.a. lög eftir
Neil Young, Tom Waits, Tori Amos, Lennon og
Mc Cartney og reyna þau að setja eigin svip á
lögin. Tónleikarnir hefjast kl. 22.
BBuff á Gauknum
Hinir eldhressu og þrælskemmtilegu strákar í
Buffi spila á Gauki á Stóng í kvöld milli kl. 21
og 1. Pétur, Hannes og Beggi í þanastuði.
•Klassík
■Á leið til Vesturheims
Ingveldur Ýr söngkona og Guðriður St. Sigurð-
ardóttir píanóleikari eru á förum til Kanada í
lok septembermánaðar. í tilefni þess munu
þær halda tónleika ! Tíbrá-tónleikaróðinni i
Salnum í Kópavogi kl. 20.00. Tónleikana
nefna þær „Á leið til Vesturheims" en þar
flytja þær m.a. kanadísk lög eftir tónskáldið
Jean Coulthard við Ijóð Haida indíana; þekkt
lög eftir Sibelius; lagaflokkinn Haugtussa eftir
Grieg og nýleg íslensk lög eftir ýmsa höfunda,
auk blöndu af frönskum kabarettlögum.
Tónleikaferðin til Kanada er skipulögð af Þjóð-
ræknisfélagi Islendinga í Norður-Ameriku og
hefur fengið myndarlegan stuðning ýmissa að-
ila. Þær stöllur munu ferðast um íslendinga-
byggöir í Kanada og halda tónleika með fjöl-
breyttri dagskrá íslenskra og evrópskra laga i
öllum helstu borgum vestanhafs auk Minnea-
polis í Bandarikjunum. Þá munu þær jafnframt
vera með sérstakar dagskrár fýrir nemendur á
leikskóla- og grunnskólaaldri þar sem þær
kynna islenska tónlist auk þess sem þær
verða með fyrirlestur við háskólann í Man-
itoba.
•Leikhús
■Fullkomitt brúftkaup
Framhaldsskólasýningin Fullkomið brúðkaup
er sýnd í Loftkastalanum kl. 20 í kvöld. Hér er
á ferðinni dúndurfarsi sem fjallar um vand-
ræði brúðguma sem er á leið upp að altarinu.
Það er Magnús Geir sem leikstýrir hópnum
sem er settur saman af rjómanum af leiklist-
arlífj framhaldsskólanna. Pör í giftingarhug-
leiðingum ættu ekki að láta þessa sýningu
fram hjá sér fara. Miðasala i sima 5523000.
■Gesturinn
í kvöld kl 20 sýnir Borgarleikhúsið verkið
Gestinn á litla sviðinu. Á þessari vitfirttu en al-
varlegu nótt reynir Freud að átta sig á hinum
furðulega Gesti. Trúleysinginn Freud sveiflast
Talsvert hefur verið rætt og ritað um frumburð hljómsveitarinnar Leaves sem kom út ó dög-
unum. Sumir vilja meina aó Breathe sé úrvalsplata en aórir segja hana einfaldlega eftiröp-
un á því sem veriö hefur í gangi í breskri tónlist síóustu ár. Nú gefst þér tækifæri til aó
leggja dóm á þetta því Leaves halda útgáfutónleika í kvöld.
Útgáfutónleikar Leaves
á Nasa í kvöld
Frumburður Leavés, Breathe,
kom út hér á landi í byrjun mán-
aðarins. Hafa íslenskir plötu-
kaupendur strax tekið henni vel
og fór platan í þriðja sæti sölu-
listans í fyrstu vikunni. Lögin
Breathe, Race og Catch hafa þar
hjálpað talsvert til enda hafa þau
fengið að hljóma talsvert í ís-
lensku útvarpi undanfama mán-
uði. Næsta smáskífa af plötunni
er Silence og kemur hún út 28.
október.
Stór túr um Bretland og
Evrópu
Undanfarna mánuði hefur Lea-
ves verið dugleg við tónleikahald
víða um heim. Þeir piltar eru
hvergi nærri hættir og framund-
an er stór túr um Bretland og
Evrópu. Þar eru þeir aðalnúmer-
ið á öllum tónleikum. Leaves
byrja í Liverpool og færa sig svo
yfir til Newcastle, Edinborgar,
Middlesborough, Leeds, ShefEI-
eld, Manchester, Bristol og enda
svo í London.
Þá fara þeir yfir til Skandinav-
íu og spila í Osló og Stokkhólmi
þaðan sem þeir fara til Þýska-
lands og leika á þrennum tón-
leikum. 8. nóvember leika Lea-
ves í Kaupmannahöfn þar sem
íslendingar fjölmenna væntan-
lega, daginn eftir fara þeir til
Amsterdam, þá Parísar og svo
enda þeir í Brussel.
Koverlag í kvöld?
Útgáfutónleikar Leaves verða
svo haldnir á Nasa í kvöld. Hús-
ið opnar klukkan 21 og er forsala
í verslun Japis á Laugavegi.
Miðaverð er 2.000 krónur og seg-
ir í fréttatilkynningu að tak-
markað magn af miðum verði í
boði. Öruggt má telja að hljóm-
sveitin renni í gegnum plötuna
eins og hún leggur sig I kvöld og
hver veit nema áhorfendur verði
gladdir með eins og einu kover-
lagi en þeir piltar hafa nokkrum
sinnum verið staðnir að því
áður.
Strákarnir í Leaves kynna plötuna
sína fyrir landanum á útgáfutónleik-
um á Nasa í kvöld.
á milli þess að halda að hann standi frammi
fyrir Guð og grunsemda um að gesturinn sé
geðsjúklingur sem sloþþið hefur af geðveikra-
hæli þá um kvöldið. Höfundur er Eric -
Emmanuel Schmitt en helstu leikendur eru
þau Gunnar Eyjólfsson, Ingvar E. Sigurðsson,
Jóna Guðrún Jónsdóttir og Kristján Franklin
Magnús. Leikstjóri er Þór Tulinius en miða-
pantanir fara fram í síma 568 8000.
■Beyglur með öllu
Leikverkiö Beyglur með öllu verður sýnt í Iðnó
í kvöld, kl. 21. Það er tilvalið að skella sér á
Tjarnarbakkann á undan þar sem boðið er upp
á sérstakan beyglumatseðil. Miðaþantanir í
síma 5629700. Hér er á ferð kvennahúmor
eins og hann gerist bestur i boði Skjallbanda-
lagsins.
■Sellófon
Sellófon er kærkomin innsýn inn I daglegt líf
Elinar sem hefur tekið að sér það hlutverk í líf-
inu að halda öllum hamingjusömum, nema ef
til vill sjálfri sér. Á gamansaman hátt er
skyggnst inn i líf Elínar sem er tveggja barna
móðirí ábyrgðarstöðu hjá tölvufýrirtæki á milli
þess sem hún tekur til sinna ráða til þess að
viðhalda neistanum í hjónabandinu. Björk Jak-
obsdóttir er handritshöfundur en hún er jafn-
framt eini leikarinn í sýningunni. Verkið er sýnt
i Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld kl 21. Upp-
selt er á sýningu kvöldsíns.
•Opnanir
■Hildur i Gallerí Gangur
Hildur Bjarnadóttir opnar sýningu í Gallerí
Gangur, Rekagranda 8. Opnunarathöfnin er
milli kl. 17 og 19. Sýningin nefnist „The Yarn
Twirel".
■Upplifun í Kringlunni
Kl. 19 verða opnaðar i Kringlunni tvær sýning-
ar á verkum fimm listamanna. Hér er annars
vegar um að ræða skúlptúrsýningu Gerðar
Gunnarsdóttur, Guðrúnar Oyahals, Ingu Elínar
Kristinsdóttur og Sörens S. Larsen og hins
vegar sýningu Péturs Gauts Svavarssonar á
nýjum olíumálverkum. Sýningarnar eru hluti af
dagskrá þemadaga í Kringlunni, Upplifun n
Hönnun, lífsstill, tíska og munu verkin standa
á mismunandi stöðum í Kringlunni.
Þaö er Gallerí Fold i Kringlunni sem stendur
aö sýningunni. Guðrún 0yahals er verslunar-
stjóri gallerisins í Kringlunni en hún á jafn-
framt verk á sýningunni
Upplifun í Kringlunni lýkur þann þann 29. sept-
ember. Verkin á sýningunni eru öll til sölu.
•Fyrir börn
■Foreldramorgnar
Foreldrarmorgnar í Bústaðarkirkju hefjast á
ný í dag og eru milli kl. 10 og 12 í umsjón
Lovísu Guðmundsdóttur.
|
— í f* 1
m L ! ™ 1
•Fundir og fyrir-
lestrar
■Origins of autobiographical
memory
Á vegum sálfræöiskorar Háskóla íslands flytur
Katherine Nelson, Ph.D., prófessor viö New
York háskóla, erindið: Origins of autobiograp-
hical memory. Þar verður meöal annars fjallað
um þróunarfræðilegan og menningafræðileg-
an mun á starfsemi minnis. Katherine Nelson
hefur langan og glæsilegan feril að baki í rann-
sóknum í sálfræði og árið 1999 hlaut hún við-
urkenningu fyrir rannsóknarstörf sín frá Soci-
ety for Research in Child Development. Hún
hefur einnig verið ritstjóri og setið í ritsjórn
timarita á borð við
Cognitive Development, Child Development og
Developmental Psychology. Fyrirlesturinn verð-
ur haldinn kl. 16.30 til 17.30 í hátíðasal Há-
skóla íslands, Aöalbyggingu, og er öllum op-
inn.
|£°kusa.
Ifokus-is
StendurþlJ
fyrir^
einhverjuy