Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2002, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2002 Menning DV Astarsöngur undir glugga Beethoven haföi illan bifur á Rossini og kallaöi hann þorpara. Honum fannst hann yfirborðs- kenndur þó hann viðurkenndi að hann hefði hæfileika til að semja ljúfar og áheyrilegar laglínur. Óperan Rakarinn i Sevilla þótti honum ekki merkileg og mun hann hafa sagt þegar hann hafði séö nót- umar að henni: „Rossini hefði orð- ið mikið tónskáld ef kennarinn hans hefði rassskellt hann með reglulegu millibili." Þrátt fyrir þetta er tónlist Rossin- is skemmtileg, grípandi og leiftr- andi af spennu. En þá verður hún líka að vera almennilega flutt og er sérstaklega mikilvægt að gæta að styrkleikabrigðunum. Rossini not- aði gjaman stílbragð sem fólst í því að endurtaka sömu laglínima aftur og aftur æ sterkar uns hápunkti var náð til að skapa spennu. Því miður fékk þetta megineinkenni tónlistar hans ekki að njóta sín á frumsýningu íslensku óperunnar á Rakaranum í Sevilla á fostudags- kvöldið. Hlýtur það að skrifast á hljómsveitarstjórann, Helge Dorsch, sem var ærið fantalegur í túlkun sinni. Hann reyndi fyrst og fremst að ná tilskildum áhrifum með þvi að stjórna á óguðlegum hraða, en hirti ekki um styrkleika- brigðin. Útkoman var hálfleiði- gjöm á köflum, þvi hverjum er ekki sama þó hraðamet séu slegin? Á móti kom að hljómsveitin lék af ótrúlegri snilld, þar var ekki að heyra eina einustu feilnótu og verð- ur það að teljast kraftaverk miðað við aðstæður. Unaöslegur söngur Rakarinn í Sevilla er gamanópera sem fjallar um tilraunir greifa nokkurs til að ná ástum ungrar konu, Rosinu að nafni. Hann nýtur hjálp- ar rakarans Figaro og saman berjast þeir gegn slóttugum tónlistarkennara, Don Basilio, og lækninum Bartolo, en sá síðarnefndi vill giftast Rosinu, sem er skjólstæðingur hans. Greifinn var leikinn af Gunnari Guðbjörns- syni sem hefur ekki sést á óperusviðinu hérlend- is í tæp tíu ár, ef ég man rétt. Biðin var þess virði, Gunnar hefur unaðslega fagra tenórrödd sem naut sín ákaflega vel á sýningunni og sömu- leiðis var leikur hans fjörlegur og sannfærandi. Hann var nánast eins og poppstjama þegar hann söng yfir sig ástfanginn undir glugga Rosinu; það atriði hefur örugglega fallið í kramið hjá kvenþjóöinni í salnum. Ekki alveg eins magnaður var hinn skuggalegi Don Basilio sem var leikinn af Stanislav Shvets. Söngur hans var að vísu sérlega glæsilegur en leikurinn fremur viðvaningslegur. Fróðlegt Þeir brugga Roslnu launráð Stanistav Shvets sem Don Basilio og Davíö Óiafsson sem doktor Bartolo. DV-MYND HARI verður að bera hann saman við Kristin Sig- mundsson sem mun koma fram í þessari upp- færslu síðar. Kristinn hefur margoft simgið aríu Don Basilios, La Calunnia, og í leiðinni sýnt svo kostuleg svipbrigði að áheyrendur hafa nánast velst um af hlátri. Hér var ekkert slíkt uppi á teningnum, og hlýtur maður að spyrja sjálfan sig hvort leikstjóm Ingólfs Níelsar Ámasonar hafi verið nægilega hugmyndarík. Vissulega rann sýningin áfram sæmilega eðlilega en miðað við hve fyndin óperan er var ekki mikið hlegið þama um kvöldið. Opera Hugsanlega var ástæðan sú að stundum var skotið yfir markið í leikstjóminni, t.d. var inn- koma hins ágæta söngvara, Ólafs Kjartans Sig- urðarsonar, eins og ímyndunarfyllirí, þó vissu- lega hafi það verið í stú við ofstopafulla hljóm- sveitarstjómina. Meira sannfærandi var Davíð Ólafsson sem læknirinn Bartolo. Hann var hófsamari í leik sínum og trúverðugur sem gamalt, Ulgjamt fífl; enn fremur hefur hann góða rödd sem hljómaði ágæfiega á sýningunni. Sama má segja um fagra rödd Sesselju Kristjánsdóttur en hún söng kavat- ínuna frægu, Una voce poco fa, sérdeUis vel, sem og annað í óperunni. Leikur hennar var líka í lagi en hún deplaði augunum óþarfiega oft þegar hún söng, hver svo sem ástæðan var. Signý Sæmundsdóttir átti prýðUegan leik sem ráðskonan Berta, og Hrólfur Sæmundsson var sómasamlegur sem þjónninn Fiorello, þótt rödd hans sé annars takmörkuð. Kórinn var líka með aUt sitt á hreinu. Leikmyndin var þægUega látlaus og sama má segja um smekklega búningana. Þetta var því líf- leg sýning þrátt fyrir þá annmarka sem hér hafa verið tíundaðir. Söngvaramir sungu flestir guð- dómlega en hljómsveitarstjórinn hefði mátt slaka aðeins á og leyfa fólki að njóta tónlistar- innar eins og hún var skrifuð. Jónas Sen jslenska óperan sýnir: Rakarinn í Sevilla eftir Gioacchino Rossini. Textl: Cesare Sterbini. Leikmynd: Daöi Guöbjörnsson. Búnlngar: Anna Björg Björnsdóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Stjómandi Kórs ís- lensku óperunnar: Garöar Cortes. Leikstjóri: Ingólfur Níels Árnason. Hljómsveitarstjóri: Helge Dorsch. Tónlist Fögur rödd, leikræn tilþrif Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Guðríð- ur St. Sigurðardóttir héldu tónleika sl. fimmtudagskvöld i Salnum. Þetta var fyrsta skref þeirrra staUna á leiö tU Vesturheims en þær munu á kom- andi vikum halda tónleika í Kanada og víðar. Efnisskráin var fjölbreytt og fuU af óvæntum uppákomum, Uögrað um Norðurlönd með við- komu hjá nokkrum íslenskum tón- skáldum ásamt Sibeliusi og Grieg en stefiian svo tekin suður á bóginn á franska kabaretttónlist. Ingveldur Ýr steig fram á sviðið í fjólurauðum plusskjól og hóf að syngja „Beautiful is she this wom- an“, lítið lag eftir kanadíska tón- skáldið Jean Coulthard sem ásamt öðru stuttu sönglagi eftir sama mynduðu hugljúfan inngang. Ing- veldur söng þau fallega og af stöku næmi fyrir viðfangsefni sínu, sömu- leiðis þrjú lög eftir Sibelius þar sem rödd hennar naut sín vel, hvort sem var á háu eða lágu nótunum, hljóm- mikil og sterk. Athygli vakti skýr og nákvæm textameðferðin en söngkon- an söng aðdáunarlega vel á fimm tungumálum á tónleikunum og virtist vel heima í þeim öllum, t.d. var frábærlega farið með frönsku textana. íslensk sönglagasyrpa var siðust á dagskrá fyrir hlé, vel valin og skemmtileg lög sem öll Guöríöur og Ingveldur Yr Fjölbreyttar og fullar afóvæntum uppákomum. áttu sameiginlegt að falla einstaklega vel að ljóð- unum sem þau voru samin við (þannig að næst- um hefði verið hægt að hlýða á þau og ná merk- ingunni án textans). Voru sönglögin afar vel flutt af Ingveldi sem í mörgum þeirra nýtti sér sína frábæru leikhæfileika - var t.d. skemmtilega hikandi í skondnu lagi Hjálmars H. Ragnarssonar við Ijóð Magneu Matthíasdóttur, Yfirlýsingu, sprenghlægileg í Prinsessunni á baun- inni eftir Geirlaug Magnússon og John Speight, mild og blíð í Lágnætti Þor- steins Erlingssonar og Sigursveins D. Kristinssonar, gustmikil í Litlum þresti Matthíasar Johannessens og Jóns Ás- geirssonar og í „Söngfugli" Þorsteins Gylfasonar og Atla Heimis brugðu þær stöllur báðar óvænt á leik í heimatilbún- um leikþætti við skemmtan áheyrenda. Eftir hlé fluttu þær Haugtussa op. 67 e. Edvard Grieg og túlkaði Ingveldur ólík ljóðin mjög fallega en þegar kom að frönsku skémmtitónlistinni eftir Weill, Poulenc, Satie og Offenbach fór hún beinlínis á flug í litríkri og bráð- skemmtilegri túlkim sinni og er óhætt að segja að sviðsframkoma og leikræn tilþrif séu, ekki síður en hljómfogur röddin, aðal Ingveldar Ýrar. Guðríður St. Sigurðardóttir lék í alla staði ffábærlega vel með á píanóið, leik- ur hennar var hnífjafn og öruggur og fylgdi söngkonunni út í æsar. Þetta voru góðir og vandaðir og oft bráðskemmtilegir tón- leikar og er þeim stöllum óskað góðrar ferðar vestur um haf. Hrafnhildur Hagalín Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Skipulag Reykjavíkur í hádeginu á morgun, kl. 12.05, heldur Guðjón Friðriksson sagnffæð- ingur fyrirlestur í há- degisfundaröð Sagn- fræðingafélagsins sem nefnist „Guðmundur Hannesson og skipulag Reykjavíkur". Fundur- inn fer fram í Norræna húsinu og er op- inn öllu áhugafólki um sögu og menn- ingu. Upp úr aldamótum 1900 voru skipu- lagsmál Reykjavikur samtvinnuð baráttu um bætt heilsufar bæjarbúa. Það er því ekki tilviljun að læknar voru meðal helstu skipulagsfrömuða er byrjað var að huga að þeim málum. Fremstur þeirra var Guðmundur Hannesson, en rit hans Um skipulag bæja (1916) var brautryðj- andaverk. í fyrirlestrinum verður fjallað um hugmyndir Guðmundar og áhrif hans á mótun og skipulag Reykjavíkur- borgar á fyrri hluta 20. aldar. Dagbók frá Höfn f tilefhi af áttræðisaf- mæli Bjöms Th. Bjöms- sonar, listfræðings og rithöfundar, 3.sept. sl. hefur Mái og menning gefið út bókina Hundrað nætur í Höfn, þætti úr Kaupmannahafnardag- bók Francisco de Miranda hershöfðingja veturinn 1787-88, í þýðingu Björns og með skýringum hans. Francisco de Miranda var fæddur í Venesúela árið 1750. Hann varð snemma innblásinn af hug- myndum um frelsi heimalands sins og annarra þjóða Suður- Ameríku undan „spænska okinu“ og helgaði þeirri baráttu V'ÁjndraiV ' ’« lif sitt. í þeim heimshluta er hann kallaður „E1 Precur- sor“, brautryðjandinn, og talinn merki- legasti byltingarforingi álfunnar, við hlið vinar síns Simons Bolívar. Undir lok 18. aldar fór Miranda i mikla menntunarfor um Evrópu og komst meðal annars und- ir vemdarvæng Katrínar miklu i Rúss- landi og uppáskrift hennar greiðir hon- um víða leið að helstu mennta- og valda- mönnum þessa tíma. Veturinn 1787-1788 dvaldi Miranda í Kaupmannahöfn og hélt þar dagbók þar sem hann skráði palla- dóma um menn og málefiii, ástarævin- týri og fleira. Dagbók hans er bráð- skemmtileg aflestrar og veitir ágæta inn- sýn i þessa miklu umbrotatíma. Anna Cynthia Leplar myndskreytir bókina og gerir kápu. Hönnun og tíska Á morgun kl. 12.30 flytur Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður fyrirlestur í Listaháskóla íslands, Skiphoiti 1, stofu 113. Sigríður stofnaði Hugvit & hönnun og hefur rekið það síðan 1995 en einnig verið fastráðinn hönnuður hjá Ikea i Sví- þjóð síðan 2001. Fyrirlesturinn nefnist „Hönnun á norrænum slóðum og ffam- leiðsla í öðrum heimsálfum" og fjallar m.a. um fjöldaframleiðslu vöru sem seld er í öllum heimshomum og vinnuna sem liggur að baki. Á miðvikudaginn kl 12.30 flytur Kim Do Hyon, tískuráðgjafi frá Suður-Kóreu, fyrirlestur í Skipholti 1, stofu 113. Hann stundaði nám við Studio Bercot í París, útskrifaðist þaðan árið 2000 og hefur unnið við sama skóla síðan. Harrn hefur einnig unnið sem ráðgjafi fyrir tísku- hönnuðinn Robert Norman og fyrir Handsome Co, Korea. Fyrirlesturinn nefiiist „Our approach to fashion" og verður fluttur á ensku. Sýnd verða myndbönd og fjallað um nýjungar í tiskuheiminum. Grafík og leikstjórn Á miðvikudag hefst námskeið við Opna listaháskólann þar sem kynnt verða helstu hugtök og aðferðir í þrívídd- argrafik. Kennari er Báröur Bergsson, grafiskur hönnuður, og kennt verður í tölvuveri LHÍ, Skipholti 1. í vikunni hefst líka námskeið í leik- stjórn þar sem skoðuð verða helstu verk- svið leikstjórans og undirbúningur og unnið að greiningu og úrvinnslu á stutt- um senum úr völdu verki. Kennari er Steinunn Knútsdóttir leiklistarkona og kennt verður í Leiklistardeild LHÍ, Sölv- hólsgötu 13.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.