Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2002, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2002, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 Fréttir JOV Öldrunarskoðun hjá Hjartavernd leiddi óvæntar staðreyndir í ljós: Riffilkúla fannst í læri Bjarna eftir 60 ár - kom í sveitinni í Gnúpverjahreppi þegar leikfélagi var að skjóta á fisk DV-MYND GVA Bjarnl skoðar kúluna með gelslafræðingnum. Siguröur Sigurðsson geislafræöingur, til vinstrí, spuröi Bjarna Matthíasson hvort hann heföi fariö í aögerö þegar aöskotahluturinn sást á yfirlitsmyndinni. „Nei, " svaraöi Bjarni. „Ég spurði þá hvort hann gæti hafa fengiö i sig byssukúlu, “ sagöi Siguröur. „Þetta kom mjög á óvart, ég haffii ekki hugmynd um að kúlan væri þarna," sagði Bjami Matthíasson lög- reglumaður, 68 ára, sem hefur fengið úr því skorið að hann hefur verið með riffilkúlu í lærinu allt frá því árið 1942, þegar hann var 8 ára í sveitinni í Gnúpverjahreppi. Hann var þá á ferð með félaga sínum sem var mun eldri. „Félagi minn var mjög góður í að skjóta rottur,“ segir Bjarni. „Það var hálfgeröur faraldur í sveitinni. Eitt sinn gengum við niður að á og hugð- umst fara að veiða. Félagi minn sá þá fisk á grynningum, miðaði og skaut niður í vatnið. Ég stóð handan árinn- ar þegar ég fann skyndilega högg og sársauka og féll við. Augljóst var að kúlan hefur fleytt kerlingar og skot- ist í mig. Þegar félagi minn kom sáum við að ég hafði særst við mjaðmakúluna hægra megin. Ég hélt þetta væri bara sár og datt ekki í hug að kúlan hefði farið inn,“ segir Bjarni. Urðum að búa til sögu Bjarni segir þá félaga hafa ákveðið strax að spinna upp sögu þegar heim kæmi til að fá ekki skammir frá hús- bændum enda átti ekki að nota riffil- inn til annars en að skjóta rottur. „Við sögðum báðir að ég hefði rek- ið mig í gaddavírsgirðingu og fengið sárið þannig. Síöan greri þetta og ég kenndi mér aldrei meins þarna," seg- ir Bjami. Fyrir skömmu, 60 árum síðar, tók Bjarni þátt í öldrunarrannsókn Hjartaverndar sem er samvinnuverk- efni við Bandarísku heilbrigðisstofn- unina, NIH. Sigurður Sigurðsson, geislafræð- ingur hjá Hjartavernd, sagði við DV að tilfelli Bjama sé sérstakt, þó svo að af og til komi aðskotahlutir í ljós þegar teknar era röntgenmyndir. Sig- urður hélt fyrst að Bjarni hefði farið í aðgerð og nagli verið skilinn eftir. „Þegar hann sagðist ekki hafa geng- ist undir aðgerð þama spurði ég Bjama hvort verið gæti að hann hefði fengið í sig byssukúlu." „Þegar Sigurður spurði mig að þessu rifjaði ég upp þennan atburð úr sveitinni fyrir 60 árum og var satt að segja talsverðan tíma að átta mig á þessu," segir Bjarni. Byssukúlan frá 1942 er 1,34 sentí- metrar að lengd og 0,93 sentímetrar í þvermál. Hún liggur grannt í lærinu, umvafin fituvef, 3 sentímetra frá lærisslagæð. „Ég hef aldrei fundið fyrir þessu,“ segir Bjami þegar þessar tölur liggja fyrir. Það eina sem gert var að við hreinsuðum sárið og það hvorki bólgnaði eða gróf í þessu. Svo fór ég bara að hlaupa á eftir rollunum í sveitinni." Engin ástæða þykir til að fjarlægja Yfirlitsmynd sem sýnir kúluna vinstra megin. kúluna úr læri Bjarna. Vefur mynd- aðist í kringum kúluna og er hún alls ekki talin munu há honum. Sigurður segir að markmið öldrunarannsókn- arinnar sé að mæla ýmsa þætti: „Það er von manna að þær rann- sóknir sem framkvæmdar verða í öldrunarrannsókninni gefi upplýs- ingar um samband milli mælanlegra þátta snemma á ævi einstaklinga og þróun sjúkdóma i ellinni. Rannsókn- in sem sýndi byssukúluna var ein af fjölmörgum rannsóknum sem til- heyra öldranarrannsókninni," sagði Sigurður. -Ótt Vestmannaeyingar vilja hraöskreiðari ferju: Meiri hraði kostar milljarða - og leiðir til stóraukins rekstrarkostnaðar Mikill áhugi er fyrir bættum samgöngum i Vestmannaeyjum og þá er ekki síst rætt um að stytta ferðatímann, t.d. með mun hraðskreiðari ferju. Ekkert hefur þó verið lagt fram um hversu mikið slíkt gæti kostað. Sam- kvæmt upplýsingum skipahönn- uða myndi ný hraðskreiðari ferja kosta nokkra milljarða króna auk stóraukins rekstrarkostnaðar vegna öflugri véla. Norskt tveggja skrokka herskip kom i gær til Vestmannaeyja og vakti mikla athygli. Ekki síst í ljósi umræðu um betri samgöng- ur milli lands og eyja og vegna þess hversu hraðskreytt þetta skip er. Skipið gengur um 55 sjó- mílur við bestu aðstæður og var t.d. aðeins rúma þrjá tíma að sigla Ölvaðir á stolnum bíl Betur fór en á horfðist er tveir ölv- aðir menn sem stálu bíl í Bolungar- vík enduðu ökuferðina á ljósastaur aðfaranótt sunnudags og eyðilögðu bílinn. Lögreglunni í Bolungarvík var til- kynnt um atburðinn rétt fyrir klukk- an funm á sunnudagsmorguninn. Þá höfðu tveir ölvaðir menn tekið bíl ófrjálsri hendi og ekið áleiðis til ísa- fjarðar. Þegar mennimir vora komn- ir rétt út fyrir bæjarmörkin óku þeb* á ljósastaur og festist farþeginn í flak- inu. Þurfti lögregla að beita klippum til að losa hann úr bílnum. Að sögn lögreglu sluppu mennimir ótrúlega vel úr þessum glæfraakstri og mega þakka fyrir að hafa ekki orðiö öðrum vegfarendum að fjörtjóni. Bifreiðin er hins vegar gjörónýt. -HKr. Hraðskreltt norskt herskip i Eyjum Vestmannaeyingar vilja bættar samgöngur, meö meiri feröatíöni og styttri feröatíma. UV-MYNU ÍjHjUKÖVtllNIY PUrtL/AKoUIV frá Reykjavík til Eyja eða álíka tlma og það tekur Herjólf að sigla til Þorlákshafnar. Heijólfur geng- ur 17 sjómílur og er því 2 klst. og 45 mín. á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Hámarksfjöldi far- þega er 524 manns. Kröfur um samgöngubætur Haldinn var mjög fjölmennur fundur í Eyjum i síðustu viku og þar kom greinilega fram að Vest- mannaeyingar gera stífar kröfur um bættar samgöngur, aukna ferðatfðni og styttri ferðatíma, ekki síst sjóleiðina. Eyjaskeggjar líta á það sem skyldu fjárveitinga- valdsins að sjá til þess að haldið sé uppi samgöngum með þeim hætti sem Vestmannaeyingar telja nauðsynlegt. Sjóðleiðin sé þeirra þjóðvegur. Bárður Haf- steinsson, skipa- hönnuður hjá Skipatækni, sem hannaði núver- andi Heijólf, seg- ir óraunhæft að ætla að ferja af svipaðri stærð- argráðu geti náð meiri siglingar- hraða en 25 míl- um á klukku- stund. Herjólfur, sem er um 70,5 metrar að lengd, gengur um 17 mílur með 7.400 hestafla vélarafli. Bárður telur að til aö ná meiri hraða, um 20 sjó- mílum, þyrfti skipið að vera um 100 metrar að lengd og með 12-14.000 hestafla vélarorku. Með því væri hægt að stytta feröatím- ann milli lands og Eyja um kannski kortér til hálftíma en kostnaðurinn við það yrði grfðar- legur. Þar yrði um að ræða stór- aukna olíunotkun, aukinn kostn- að við viðhald og fleira. Leiða má líkur aö því, miðað við smíðaverð nýju Færeyjaferj- unnar, að ný og hraðskreiðari feija og um 100 metra löng gæti kostað á bilinu 3-5 milljarða króna. Ganghraði yrði þá um 20 sjómílur. Meiri hraði með svo mikilli burðargetu næst varla nema með allt annarri og dýrari hönnun og mun meira vélarafli. Þess má geta að nýja ferjan Nor- röna mun kosta um 7 milijarða króna. Mesti ganghraði hennar verður um 21 sjómíla sem næst með 30.000 hestaíla vélarorku. -HKr. DVWYND KK Eldur við hesthús Slökkviliö höfuöborgarsvæöisins var kallaö út á tíunda tímanum í gærkvöld vegna elds viö hlööu í hesthúsi í Víöidal. Vel gekk aö slökkva eldinn en engir hestar né menn voru í húsinu sem stendur viö Faxaból. Lögreglan innherjar Þórður Friðjóns- son, forstjóri Kaup- hallar íslands, segir engan vafa leika á því að starfsmenn efnahagsbrotadeildar lögreglunnar geti verið innheijar í Baugi samkvæmt lögum fyrirtækisins og þar með óheimilt að eiga viðskipti með hluta- bréf i fyrirtækinu. Stofnanir sem hafa slikar uppiýsingar þurfa að tryggja að þær séu ekki misnotaðar. - RÚV greindi frá. Vatnajökull þynntist hægar Vatnajökull þynntist að meðaltali um 37 cm á því jökulári sem nú er að ljúka, eða frá síðasta hausti, sem er besta afkoma jökulsins frá árinu 1996. Jökullinn hefur verið að þynnast sam- fellt frá árinu 1995, á því tímabili hef- ur jökullinn ails rýrnaö um 1%. - Mbl. greindi frá. Sojasósa innkölluö Hollustuvemd rikisins hefur inn- kallað sojasósu frá Filippseyjum. I sós- unni, sem nefnist DATU PUTY SOY SAUCE, er mikið umframmagn eftiis- ins 3-MCPD - mörg hundruð sinnum meira en leyfilegt er. Efnið er talið krabbameinsvaldandi. ■rr w v Fimm í jarðgangaforvali Vegagerðin hefur valið funm verk- taka eða verktakahópa af þeim sjö sem tóku þátt í forvali á Evrópska efna- hagssvæðinu fyrir jarðgangagerð milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarftarðar ann- ars vegar og Siglufjarðar og Ólafsfjarð- ar hins vegar. Vill lög Sigur Rósar Danshöfundurinn Merce Cunning- ham, sem staddur er hér á landi og samnefndur dansflokkur flytur tvö verk eftir í Borgarleikhúsinu í kvöld, vonast til að íslenska hljómsveitin Sig- ur Rós muni semja tónlist við eitt verka sinna á næstunni. - Mbl. greindi frá. „Fear Factor“ á íslandi Mikill áhugi er á nýrri íslenskri keppni sem kölluð er Hörkutól. Hún á að vera í anda sjónvarpsþáttarins Fear Factor sem hefur verið sýndur á Stöð 2. í gærkvöld höfðu um 150 manns skráð sig í keppnina, en sex þátttak- endur verða valdir úr hópnum. Keppn- in verður haldin í tengslum við bikar- mót Kraftlyftingasambands íslands 2. nóvember. Gott á Flæmingjagrunni Ástand rækjustofnsins á Flæm- ingjagrunni er gott að mati NAFO, Fiskveiöistoftiunar Norður-Atlants- hafsins. Óbreytt stjóm veiðanna á ár- inu 2003 var samþykkt á ársfúndi stofhunarinnar sem haldin var um síðustu helgi í Santiago de Compostela á Spáni. Tafir í Þjóðminjasafni Allt stefhir í að framkvæmdir við Þjóðminjasafnið tefjist enn frekar en veriö hefur þar sem beðið hefur verið um gjaldþrotaskipti vegna verktaka- fyrirtækisins sem ljúka átti verkinu. - RÚV greindi frá. Bíóborgin ekki rifin Óttar Felix Hauksson athafnamaður hefur tekið Bíóborgina á leigu af verk- tökunum sem keyptu húsið sem áður hét Austurbæjarbíó. Hugmynd verk- taka var að rífa húsið og reisa þar stórhýsi með þjónustuíbúðum. Óttar hyggst nýta húsið áfram fyrir fjöl- breytilega starfsemi. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.