Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2002, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 Fréttir DV Samkomulag bæjarvalda og ÍMS um Áslandsskóla: Miskabætur upp á minnst 50 milljónir - segir Magnús Gunnarsson bæjarfulltrúi „Mér sýnist að með samkomu- laginu vegna uppsagnar á rekstr- arsamningi Áslandsskóla séu bæjaryflrvöld að greiða íslensku menntasamtökunum að minnsta kosti 50 milljónir í hreinar miskabætur," sagði Magnús Gunnarsson, bæjarfulltrúi D-lista og fyrrverandi bæjarstjóri Hafn- arijarðar. „Þessi upphæð er fyrir utan allt annað, yfirtöku á samning- um, kaup á búnaði og fleira,“ bætti hann við. „Þar sem núver- andi bæjarstjóri talar um 300 milljónir er um að ræða heildar- greiðslu sem viðkomandi fær fyr- ir að sinna verkefninu út sam- ingstímann. Það er tóm steypa hjá honum að nefna þá tölu í sömu andrá og kostnað bæjarins vegna samkomulagsins við ÍMS.“ Lúðvík Geirsson bæjarstjóri sagði i DV í gær að heildarkostn- aður samkomulags bæjaryfir- valda og ÍMS væri óljós. Hann myndi kynna þær tölur fyrst í bæjarstjórn, áður en farið yrði að fjalla opinberlega um þær. Magnús sagði að málatilbúnað- ur meirihlutans væri „í einu orði sagt skandall“. „í fyrsta lagi er þetta vald- níðsla," sagði Magnús. „í raun og veru eiga hæjaryflrvöld að fara með ákveðinni hægð þegar verið er að skoða réttarstöðu þessara aðila eða einhverra annarra. Það að fara inn á svæði og tilkynna yfirtöku áður en búið er að leysa málið með samningum, það gerir ekki nokkur einasti maður. í mínum huga var það grafalvar- legt mál hvemig staðið var að þessu. Eins og bærinn nálgaðist málið hefur hann miklu verri stöðu heldur en ella í samningaviðræð- um á síðari stigum.“ Magnús sagði að mjög mikil Áslandsskóli Samiö hefur veriö um miskabætur. eftirsjá væri að þeirri tilraun sem ÍMS hefðu staðið fyrir í Áslands- skóla. Það sýndi sig ekki síst í því að foreldrar hefðu verið mjög ánægðir með það sem þar hefði farið fram, jafnvel þó svo að ágreiningur hefði verið uppi með- al starfsfólks. Eftirtektarvert væri þó, og raunar ánægjulegt, að jafnvel þótt bæjaryfirvöld hefðu farið með þvílíku offorsi í málið, sem raun hafi borið vitni, þá hafi eini tilgangurinn verið sá að koma ÍMS frá og losna við Sunitu Ghandi. Allt annað ætti að vera óbreytt, skólastefnan, starfsfólk- ið, kennslugögn og jafnvel skóla- búningarnir. „Ég tel að einkum þrennt hafi komið til þess að svona fór. ÍMS voru að vinna í mjög erfiðu and- rúmslofti þar sem óvinveitt yfir- völd höfðu yfírlýsta stefnu um að rifta samningnum um leið og tækifæri gæfist. Yfirlýsingar for- manns Kennarasambandsins voru ekki til þess aö auka líkur á samkomulagi meðal aðila. Loks var ágreiningurinn í skólanum sem varð til þess að aðilar höfðu tækifæri til að láta kné fylgja kviði, í stað þess að lægja hann með tiltækum ráðurn." -JSS DV-MYND ÞÖK Umferðaröryggisáætlun 2002 til 2007 kynnt F.v.: Kjartan Mgnússon, formaöur, Arnar Guömundsson og Árni Þór Sigurös- son. Fjölmargir innlendir og erlendir sérfræöingar komu aö gerö áætlunarinnar. Umferðaröryggisáætlun 2002 til 2007: Borgin ver milljarði til verkefnisins Samgöngunefnd Reykjavíkur hefur samþykkt gerð nýrrar um- ferðaröryggisáætlunar Reykja- víkur fyrir árin 2002 til 2007. Áætluninni er ætlað að vera mikilvægt stýritæki í allri um- fjöllun um umferðaröryggismál í Reykjavík á ofangreindu tima- bili. Áætlunin verður gerð að- gengileg fyrir borgarbúa ásamt þeim stofnunum og félagasam- tökum sem láta sig umferðarmál varða og gefst þeim kostur að koma með ábendingar og athuga- semdir fyrir 1. desember nk. Með svo víðtæku samráði er ætlunin að auka aðkomu almennings að umferðaröryggismálum og stuðla að jákvæðri viðhorfs- breytingu í málaflokknum. Markmið umferðaröryggis- áætlunarinnar eru m.a. að fækka alvarlegum slysum og dauðaslys- um um 50% á fimmtán ára tíma- bili, 1992 til 2007. Stefnt er að því að ná fram fækkun úr 72 í 36 al- varleg slys eða dauðaslys á ári. Stefnt er að því að fækka minni háttar slysum um 50% að meðal- tali árin 2006 til 2007, miðað við árið 1996, eða fækkun úr 525 í 262 slys. Sérstök áhersla verður lögð á umferðarörggi barna og ung- menna og stefnt þar einnig að 50% fækkun. Reykjavíkurborg mun verja samtals um 1.000 milljónum króna á næstu fimm árum, eða að jafnaði 200 milljónum króna, á ári í verkefni sem hafa aukið umferðaröryggi í för með sér. Það verður m.a. gert með því að draga úr hraða í íbúðahverfum og götuhönnun breytt í þvi skyni. Skynjaratengd gang- brautaljós og strangara eftirlit með akstri gegn rauðu gang- brautarljósi eða gulu blikkandi ljósi áður en gangandi eru komn- ir yfir verður innleitt til aukins öryggis fyrir gangandi vegfar- endur. Hönnun göngu- og hjól- reiðastíga verður bætt og reið- hjólaleiðum fjölgað. Ráðist verð- ur í sérstakar rannsóknir á or- sökum slysa á börnum og ung- mennum. -GG NYR Jeep Cherokee Limited 3,1 disil skráður 8/2002, ekínn 0 km, allt rafdr., minni á sætum, samlitur, 10 diska CD-magasín, gler-topplúga, álfelgur, aksturstölva Einn með öllu. Höfum einnig Cherokee Laredo til sölu. Blfreiðavofkstœðl Grofarvogs Opið á laugardögum frá kl. 12-16 Til solu og synis hja BilahoKlinni, Bíldshöfða 5, sími 567-4949/694-3308. Framkvæmdastjóri FÍB: Allt sem ég sagði í DV stendur „Við erum ánægðir með viðbrögð okkar félagsmanna sem gera einmitt það sem við lögðum áherslu á, að kanna iðgjöldin í okkar tilboði og bera þau saman við iðgjöld hinna félag- anna. En það sem olli þessu upphlaupi um helgina er byggt á misskilningi sem hefur verið leiðréttur. Ég vona að neytendur hafi ekki ruglast í ríminu því allt sem ég sagði í DV á laugardag stendur, þ.e. að hér er um nýjan, hag- stæðari valkost á tryggingamarkaði að ræða,“ sagði Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, við DV í gær. DV birti á laugardag frétt um að FÍB hefði náð samningum við nýtt vá- tryggingafélag, íslandstryggingu, um að annast tryggingar fyrir félagsmenn. Umsjón FÍB-tryggingar yrði í höndum Alþjóðlegrar miðlunar eins og áður en íslandstrygging annaðist vátrygging- amar sjáifar. Fagnaði Runólfúr þvi að hér væri verið að brjóta upp ríkjandi fákeppni á þessum markaði. Fákeppn- in hefði stuðlað að mikilli hækkun ið- gjalda en FÍB-trygging gæti boðið allt að 20 prósent lægri iðgjöld. íslandstrygging sendi hins vegar frá sér fréttatilkynningu í kjölfar fréttar DV þar sem fram kom að menn könn- uðust ekki við að FÍB-félagar fengju allt að 20% lægri iðgjöld hjá félaginu en annars staðar. Iðgjöld hjá félaginu væru „alveg á sömu nótum og hjá hin- um vátryggingafélögunum, enda ekki tilefni til annars vegna afkomu bif- reiðatrygginga hér á landi". Þessar upplýsingar voru í algjörri mótsögn við fullyrðingar FÍB-manna í DV á laugardag og komu þeim í opna skjöldu. Á sunnudag mátti síðan lesa á vef islandstryggingar viðbót við téða fréttatilkynningu þar sem afstaðan hafði mildast nokkuð. Á vef fyrirtæk- isins má lesa að með þessu samkomu- lagi fái félagsmenn FÍB hagstæðustu kjör á bifreiðatryggingum hjá íslands- tryggingu hf., óháð því hvort þeir hafi aðrar vátryggingar þar. „Með þessu bjóðast hagstæð iðgjöld sem eru ekki háð öðrum viðskiptum. íslandstrygg- ing veitir félagsmönnum FÍB ofan- greind sérkjör þar sem FÍB er stór og sterkur félagsskapur sem eftirsóknar- verður er í viðskipti að mati félags- ins,“ segir á vef fyrirtækisins. En í staö þess að tala um ódýrari trygging- ar, þ.e. tryggingar með lægra iðgjaldi, eins og FlB-menn lögðu megináherslu, er talað um hagstæð iðgjöld og hag- stæðustu kjör. Annars kemur fram að íslands- trygging fagni samkomulaginu við Al- þjóðlega miðlun ehf. og FÍB og telur fullvíst að það muni verða öllum aðil- um samkomulagsins tO heOla. -hlh Guðni auglýsir lambakjöt Auglýsing á lambakjöti, sem hljómað hefur á Útvarpi Suðurlandi imdanfarið, hefur vakið óskipta at- hygli. Ekki vegna þess að hún er öðruvísi uppbyggð en gengur og gerist heldur fyrir þær sakir að rödd Guðna Ágústssonar landbún- aðarráðherra hvetur þar hlustendur tO að kaupa lambakjöt. DV spurði Guðna hvort hann hefði lesið aug- lýsingatexta fyrir framleiðendur lambakjöts. „Nei, ég hef ekki lesið inn neinn auglýsingatexta. Það virðist hafa verið tekinn bútur úr viðtali sem Útvarp Suðurland átti við mig og settur í auglýsingu. En þetta gæti aOt eins verið einhver eftirherma," sagði Guðni þegar DV hringdi í hann. Hann bætti við að sér þætti þetta ekki óeðlOegt, Landlæknir auglýsti tO að mynda mjólk. - Þú hefur þá ekki gert neinar at- hugasemdir við auglýsinguna eins og hún er send út? „Nei, það hef ég ekki gert.“ - Áttu ekki von á að aðrir um- bjóðendur þínir, t.d. framleiðendur fugla- eða nautakjöts, bregðist ókvæða við? „Nei, enda er ég góður við þá.“ ___________________________-Mh Ölvaður ökumaður á flótta Rúmlega tvítugur maður gerði tO- raun tO að flýja Hafnarfjarðarlögg- una þegar hann keyrði undir veru- legum áhrifum áfengis í Suðurbæn- um um klukkan sex á sunnudags- morgun. Fimm ungir menn úr Vogum á Vatnsleysuströnd veittu manninum athygli þar sem hann var við að bakka löskuðum fólksbO sínum upp á Reykjanesbrautina nærri Kaplakrika. Hann keyrði svo ýmist á 20 kOómetra hraða eða 80 og fór yfir nokkrar umferðareyjur á ferð sinni um Suðurbæinn. Ákváðu Vogamenn að tilkynna í lögreglu og fylgja eftir ferðum ökumannsins. Þar sem hann stoppaði við nætur- söluna Holtanesti í Hafnarfirði kom lögreglan upp að honum og kveikti á forgangsljósunum. Þá skipti engum togum að hann rauk af stað og hóf ferð sem tók brátt pínlegan enda. Þar sem hann var eltur af lögreglu með blikkandi ljós keyrði hann Suöurbrautina í Hafnarfirði þar tO hann kom að beygju við Hvaleyrarskóla. Þar láð- ist pOtinum að beygja og keyrði hann beint upp í grashól. Lögreglan hafði fjölmennt á þremur bOum en þegar að bílnum kom læsti ökumað- urinn sig inni og sat sem stjarfur meö hendur á stýri. Lögreglan braut rúðu á bílnum og færði ökumann- inn niður á stöð, þar sem hann svaf vært fram á miðjan dag. -jtr Skutu málningarkúlum Allmargar kvartanir bárust lög- reglunni í Garðabæ vegna ung- menna sem sögð voru fara um bæ- inn vopnuð „byssum". Um er að ræða svokallaðar „paintbaO“-byss- ur og skutu ungmennin málningar- kúlum að húsum og bifreiðum viða um bæiim. Lögregla rannsakar mál- ið og eru þeir sem hafa upplýsingar um málið beðnir að setja sig í sam- band við lögregluna í Garðabæ. ____________________________^aþ Spurt á taílensku „Spurt og svarað á taOensku" er yfirskrift námskeiðs sem haldið verður síöar í vikunni í tengslum við Þjóðahátíð Austflrðinga. Þá er ráðgert að fuOtrúi frá Fjölmenning- arsetrinu á Vestfjörðum fari austur á EgOsstaði og stýri námskeiðinu. Um er að ræða viðbót á símsvörun- arþjónustu Fjölmenningarseturs fyrir fólk af erlendum uppruna. Þá er fyrirhugað að næstkomandi laug- ardag verði opnuð símalína á taí- lensku og er númerið 470 470 2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.