Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2002, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 29 Þyngdar sinnar virði í rækjum Norska knattspymufélagið Vindbjart hefur samþykkt að selja framherjann Kenneth Kristensen til Flekkeroy, en bæði liðin leika í sama riðli í norsku 3. deildinni sem er fjórða deildin í Noregi. Sala þessi væri ekki fréttnæm nema vegna þess að Vindbjart, gamla félag Kristensens, óskaði eftir því að fá kaupverðið greitt i rækjum og vilja þeir fá þyngd knattspymumannsins í þeim „gjaldmiðli". Fulltrúi seljanda segir að hann hafi gert góða sölu þarna því þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi verið í toppformi í vor, þá hafi hann slappað vel af i sumar, etið vel og því þyngst töluvert. -PS Rafpostur: dvsport@dv.is Góður árangur íslendmgs á júdómóti í Bandaríkjunum: Vignissigur Vignir Grétar Stefánsson, 26 ára gamall júdómaður úr Ár- manni, sigraði á opnu júdómóti í Norður-Karólínuríki í Bandaríkj- unum um síðastliðna helgi. Sigur Vignis var nokkuð sann- færandi, en hann vann allar glímumar í sínum þyngdarflokki með fullnaðarsigri. Hann lenti þó i nokkmm vand- ræðum í úrslitaghmunni. Þegar um mínúta var eftir af úr- slitarimmunni var Vignir undir á stigum en náði fullnaðarsigri með bragði eftir misheppnaða sókn andstæðings síns. í mótinu tóku þátt júdómenn frá háskólum, en Vignir er við nám í Clemson-háskólanum í Suður- Karólínuríki og keppir þar fyrir hönd háskólaliðsins. -PS Enska úrvalsdeildin: Chelsea í þriðja sætið Fulham tók á móti grönnum sínum í Chelsea á Loftus Road í gærkvöld og skildu liðin jöfn, 0-0. Eiður Smári Guðjohnsen vermdi varamanna- bekkinn. Hann kom inn á á 74. mín- útu, en hann náði ekki að setja mark SVIÞJOÐ Urslit Elfsborg-Örgryte............2-1 Atli Sveinn Þórarinsson var l liö Örgryte. Gautaborg-AIK...............2-0 Hjálmar Jónsson var á varamannabekk Gautarborgar en Guömundur Mete var ekki í leikmannahópi liðsins. Halmstad-Helsingborg.........2-2 sitt á leikinn. í framlínunni byrjuðu þeir Hasselbank og Zola, en sá síðar- nefndi hefur gert fimm mörk í deild- inni í haust. Chelsea átti í hinu mesta basli með sprækt lið Fulham í fyrri hálfleik og áttu heimamenn skilið að hafa forystu í hálfleik. Það sama var upp á ten- ingnum i síðari hálfleik, leikmenn Fulham voru mun sterkari aðilinn og áttu vamarmenn Chelsea fullt í fangi með spræka sóknarmenn Fulham. Þessi úrslit þýða að Chelsea tyllir sér í þriðja sætið með 13 stig, á eftir Arsenal og Liverpool, en Fulham kemst upp í 6. sætið með 11 stig, jafhmörg og Middlesbro og Man. Utd en betri markatölu. -PS Knattspyrnuleikur í Urúgvæ endaði með ósköpum: Dómarinn myrtur Knattspymudómari í Úrúgvæ var myrtur þegar hann var að dæma knattspyrnuleik þar í landi. Atburðurinn gerðist í borg skammt frá höfuðborginni Montevideo. Þar áttust við tvö lið frá borginni og byrjuðu lætin þeg- ar dómarinn gaf leikmanni ann- ars liðsins rautt spjald. Við það þustu aðdáendur liðs- ins inn á völlinn og réðst einn þeirra á dómarann með jámstöng og barði hann í höfuðið með fyrr- greindum afleiðinum. Þegar æst- ur múgurinn gerði sér grein fyrir þessu hvarf hann á braut, en áður náöist að þekkja brotamanninn. Fjöldi vandamála tengd áhorf- endum á knattspymuleikjum hef- ur verið að aukast en þetta er þó komið sem fyllir mælinn. -PS Meistaradeildin í knattspyrnu heldur áfram í kvöld: Bæjarar mæta Lens Átta leikir fara fram í E-, F-, G- og H-riðlum meistaradeildarinnar i knattspymu í kvöld. í E-riðli tekur Newcastle á móti Feyenoord og verður athyglisvert að sjá hvort lærisveinar Bobby Rob- sons geta haldiö áfram á þeirri braut sem þeir vom á á laugardag þegar þeir sigruðu Sunderland sannfærandi. ! hinni viðureigninni í riðlinum tekur Juventus á móti D^mamo Kiev á heimavelli sínum. I F-riðli halda leikmenn Man. Utd í víking til Leverkusen, en það hef- ur gengið á ýmsu í herbúðum beggja liða það sem af er þessu tímabili. Leverkusen, sem lék til úr- slita i meistaradeildinni í fyrra, hefur byrjað illa í þýsku deildinni, en liðið seldi tvo af sínum bestu leikmönnum fyrir tímabilið sem greinilega hefur tekið sinn tofl. Vandræði Man. Utd em flestum kunn, en þeir em án tveggja lykil- manna sinna, þeirra Roy Keane og Paul Scholes. í sama riðli mun ísra- Þeir Paolo Maldini og Rui Costa verfia í eldlfnunni í kvöld þegar AC Milan mætir Deportivo Coruna í meistaradeildinni. elska liðið Maccabi Haifa reyna að sækja sín fyrstu stig þegar þeir taka á móti Olympiakos frá Grikklandi, en leikurinn fer fram á Kýpur þar sem UEFA leyfir ekki að leikið sé i ísrael vegna ástands mála þar í landi. Evrópumeistaramir frá árinu 2001, Bayem Múnchen, sem töpuðu á dögunum fyrir Deportivo á heima- velli sínum í Múnchen, freista þess að ná í sin fyrstu stig þegar liðið sækir Lens heim. Liðin tvö eiga það sameiginlegt að hafa tapað sínum fyrsta leik í riðlakeppninni en Lens tapaði fyrir AC Milan. Tap Bayem Múnchen var það fyrsta á heima- velli í meistaradeildinni í fimm ár. Leikmenn AC Milan fara til Spánar þar sem þeir mæta Deportivo og verður róðurinn væntanlega þungur fyrir AC Milan ef marka má frammtistöðu Deportivo gegn Bæjurum á dögunum. Rivaldo, sem keyptur var til AC Milan fyrir tímabilið, mætir þama sínum gömlu félaögum en hann lék með Deportivo áður en hann gekk til liðs við Barcelona í H-riðli bíður liðsmanna Barcelona erfítt verkefni en þeir mæta Galatasaray á hinum erfiða heimavelli tyrkneska liðsins og í sama riðli mætast Club Bragge og Lokomotiv Moskva í Belgiu. -PS Blcand í noka Svo gœti fariö að viðureign Michaels Chang, tenniskappans geðuga, gegn Al- ex Corretja í fyrstu umferð opna Hong Kong-mótsins í tennis verði sú síðasta hjá Chang, en hann hefur lýst því yfir að hann muni hætta keppni eftir þetta mót. Hinn 30 ára gamli tennisleikari hefur verið mjög vinsæll utan vallar sem innan og á að baki farsælan feril á tennisvellinum. Nú er Ijóst að Klly Gonzales, leikmað- ur Valencia í knattspymu, verður frá í tvær til þrjár vikur vegna meiösla. Fyr- ir utan það að missa af tveimur leikjum í spænsku deildinni er víst að hann mun ekki leika gegn Spartak Moskvu og Basel í meistaradeildinni. í umfíöllun blaösins um leik Vals og Hauka í Essó-deild kvenna í handknatt- leik kemur fram að Ragnheiður Guð- mundsdóttir hafi skorað sex mörk fyrir Hauka. Rétta nafn hennar RagnhUdur Guðmundsdóttir og er beðist velvirð- ingar á mistökunum. Nú hefur loks verið ákveðið hvenær Roy Keane kemur til yfir- heyrslna vegna ásakana sem bomar hafa ver- ið á hann í kjöl- far útkomu ævi- sögu hans, þar sem hann lýsir því hvemig hann hafi vilj- andi reynt að slasa Alf Inge Haaland í knattspyrnu- leik, en yfirheyrslumar verða þann 15. október næstkomandi. Meira af Roy Keane, en hann hefur ekkert getað leikið að undanförnu vegna meiðsla. Nú er talið að Keane, sem fór í aðgerð á mjöðm, geti leikið að nýju með liðinu eftir mánuð, eða í lok oiúóber. Þetta er mánuði fyrr en áætlað var í fyrstu. Arnar Gunnlaugsson var ekki í leik- mannahópi Dundee Utd á laugardag þegar liðið tapaði fyrir Hearts í skosku úrvalsdeildinni, 2-0. Á heimasióu KA er fréttum þess efnis að Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA, hafi gert átta breytingar á liðinu gegn Fram til að hjálpa sínum gömlu félög- um, vísað á bug. Þar segir að aðeins ein breyting hafi verið gerð á liðinu frá sig- urleik gegn Keflavík þar sem Dean Martin var í leikbanni og gat því af eölilegum ástæðum ekki verið með. Taliö er líklegt að Peter Reid, fram- kvæmdastjóri enska úrvalsdeildarliðs Sunderland, fái að fjúka nái þeir ekki að sigra Aston Villa um komandi helgi. Staða Sunderland er slæm og hefur Pet- er Reid orðið fyrir harkalegri gagnrýni vegna frammistöðu liðsins. -PS Reykjavíkurmót kvenna: KR-konur með aðra hönd á bikar KR-konur eru með aðra hönd á Reykjavíkurmeistaratitlinum í körfúbolta eftir 46-65 sigur á Stúdínum í Kennaraháskólanum í gærkvöld. Stúdinur héldu aðeins í við KR-konur í upphafi leiks en í hólfleik stóð 21-32 fyrir KR. KR hefur nú unnið þrjá leiki og má tapa siðasta leiknum með 18 stig- um án þess að missa Reykjavíkur- meistaratitilinn en hann er á heimavelli gegn ÍS. Hildur Sigurðardóttir skoraöi 17 stig fyrir KR, Hanna B. Kjart- ansdóttir var með 12 stig og 6 frá- köst og Tinna Björk Sigmunds- dóttir skoraði 10 stig, tók 8 frá- köst, stal 4 boltum og gaf 4 stoðsendingar. Þá voru þær Guð- rún Arna Sigurðardóttir og Gréta María Grétarsdóttir með 6 stig hvor og stal Gréta auk þess 4 bolt- um. Hjá ÍS skoraði Hafdís Helga- dóttir 12 stig og tók 8 fráköst, Lára Rúnarsdóttir skoraði 10 stig á aðeins 14 minútum og Þórann Bjamadóttir gerði 7 stig. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.