Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Blaðsíða 10
10 DV LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, stmi: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Hagsmunalýðrceði Bandarískt stjórnkerfi er um margt sérstakt. Það er knúið áfram af næsta óheftri einstaklingshyggju og kraftur peninganna fær þar að leika lausari hala en menn eiga að venjast á öðrum byggðum bólum. Núna, þegar dregur nær þingkosn- ingum í Bandaríkjunum og hundr- uð þingmanna í fulltrúa- og öld- ungadeildinni kalla eftir stuðningi almennings í landinu, staldra marg- ir við og spyrja hverjir ráði raun- verulega á bökkum Potomac-árinnar. Eru þingmenn lands- ins beittir meiri þrýstingi en þeir geta ráðið við. Enginn þrýstihópur í Bandaríkjunum er virkari og sterk- ari í hagsmunagæslu sinni en heilbrigðisgeirinn. Engin at- vinnugrein í Bandaríkjunum eyðir jafn miklum fjármunum í þessum efnum og engin önnur grein kemst í hálfkvisti við heilsugeirann hvað varðar útsjónarsemi í almannatengslum og áhrifabraski. Það er raunar svo að heilsugeirinn hefur á sínum snærum fleiri áróðursmenn í fullu starfi í höfuðborg- inni Washington en sem nemur fjölda allra þingmanna landsins, eða alls 623 starfsmenn. Það er dágóður þrýstingur. Af fyrirtækjum sem tengjast heilsu og sjúkdómum eru lyfjafyrirtækin fyrirferðarmest. Á árunum 1997 til 2001 er talið að þau hafi varið alls á fimmta milljarð íslenskra króna til að hafa bein áhrif á löggjafarsmíðina i Washingtonborg. Á síðasta ári einu nam þessi upphæð nærri einum milljarði króna. Og áróðursmeistarar lyfjarisanna eru ekki af verri endanum. Hagsmunaher þeirra í höfuðborginni hefur á að skipa 23 fyrrverandi þingmönnum á Bandaríkjaþingi og 340 fyrrverandi starfsmönnum þings og ráðuneyta. Margir þingmenn vestra hafa gagnrýnt þennan ofurþrýst- ing heilsufyrirtækjanna sem með herbrögðum sínum vilja laga löggjöf landsins að sínum hagsmunum - og helst fá landsmenn til að bryðja meira af lyfjum, helst þeim nýjustu og dýrustu. Skeytin hafa vissulega gengið á milli demókrata og repúblikana en þeir fyrrnefndu segja dæmi þess að lyfja- fyrirtækin hafi tekið beinan þátt í vinnslu nýrra laga um hlutdeild rikisins í kostnaði af lyfseðilsskyldum lyfjum. Repúblikanar segja þetta fásinnu og „hlægilegan áróður". Eftir stendur að lyfjafyrirtækin og önnur fyrirtæki sem tengjast heilbigðisvanda bandarísku þjóðarinnar hafa aukið þrýsting sinn í valdaborginni miklu á síðustu árum. Þau kaupa til sin sífellt fleira og reyndara fólk úr innsta hring stjórnmálanna og embættismannakerfisins til að reka á eft- ir ráðum sínum. Gagnrýnendur þessa gegndarlausa áróðurs segja augljóst að áróðurinn virki á þingheim og benda með- al annars á aukinn hlut heilsufyrirtækjanna í að kosta kosn- ingabaráttu „hliðhollra“ þingmannsefna. Jeff Trewhitt, talsmaður bandarískra lyfjaframleiðenda, segir í nýlegri blaðaúttekt um málið að hagsmunavarsla þeirra sé „þátttaka í lýðræðislegri umræðu.Við erum að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og það er öllum í lófa lagið að hlusta á okkur eða loka fyrir eyrun“. Margir neyt- endafrömuðir eru á öðru máli og segja risana eyða meiru í áróður en rannsóknir og telja að máttur peninganna skekki völdin. „Við höfum ekki aðgang að sjóðum lyfjarisanna, en þeir reyndar ekki að okkar mannauði," segir einn þeirra. Það er forvitnilegt að fylgjast með þessari umræðu um einn anga lýðræðisins. Og enginn þarf að velkjast í vafa um að það kostar sitt að reka stjórnmálaflokka og kosningabar- áttu. Kjósendur eiga að vita hvaðan þeir peningar koma. Það er ekki aðeins stjórnmálamönnunum og flokkum þeirra til góða heldur og fyrirtækjunum sem styðja við bakið á lýð- ræðinu með eðlilegum hætti. Og hagsmunagæsla er góð og gild. Það er ekkert óeðlilegra við það að talsmenn fyrirtækja tali sig hása fremur en pólitíkusar. Bara að það sé ljóst. Sigmundur Ernir Varðstaða um óreiðuna Olafur Teitur Guðnason blaðamaður 1 liðinni viku urðu tíðindi sem vöktu aö því er virtist meiri fógnuð en hitt. Þó eru þau hvort tveggja i senn: stórundarleg og alvarleg. Nefnd þriggja lögspekinga komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði ver- ið rétt af Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra að veita fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs tímabundna lausn frá störfum. Alvarlegt Það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa að þeir vandi sig sem hafa heimild til að eyða peningum okk- ar skattgreiðenda. Þar má engan skugga bera á. Öllum geta orðið á mistök en viðvarandi hirðuleysi og óreiða á ekki og má ekki líðast und- ir neinum kringumstæðum. Erfitt er að imynda sér annað en að hverjum þeim sem les álitsgerð lögspekingahópsins fallist hendur, slíkt er hirðuleysið við meðferð op- inberra fjármuna sem þar er lýst. Raunar er erfitt að ímynda sér að hægt sé að standa sig öllu verr í þessum efnum en sá gerði sem á endanum var refsað fyrir það af ráðherra en settur aftur i embætti af lögspekingunum. Allir sem hafa heimild til að ráð- stafa opinberu fé geta litið á niður- stöðu lögspekinganna og andað létt- ar. Það er sannarlega alvarlegt. Óreiðan Af einhverjum völdum hafa flest- ir fjölmiðlar eytt meira púðri i alls kyns samsæriskenningar um brott- vikningu framkvæmdastjórans en óreiðuna sem var ástæða hennar. Af þeim sökum er kannski flestum gleymt að Ríkisbókhald hafi gert athugasemdir við uppgjör ferða- reikninga Kvikmyndasjóðs allt frá árinu 1996. Þessi mál voru enn í ólestri þremur árum síðar (!) „þrátt fyrir mikinn eftirrekstur af hálfu Ríkisbókhalds, mörg samtöl við for- stöðumann og ítrekuð loforð af hans hálfu um að ráða þar bót á“, svo að vitnað sé í bréf Ríkisbók- halds til menntEunálaráðuneytisins í desember 1999. í september 2001 var ráðuneytinu svo tilkynnt, að vegna alvarlegrar stöðu viðskiptareiknings fram- kvæmdastjórans vegna ferðakostn- aðar treysti Ríkisféhirðir sér ekki lengur til að greiða Kvikmynda- sjóði upp í ferðakostnað nema ráðuneytið gæfi um að bein fyrir- mæli í hvert sinn. í janúar 2002 gerði Ríkisbókhald enn og aftur al- varlegar athugasemdir við skil á gögnum og stöðu bókhalds hjá Kvikmyndasjóði. Framkvæmda- stjóranum var gefinn frestur út febrúar til að standa skil á gögnum en það hafði hann enn ekki gert um miðjan mars. Þá var Ríkisendurskoðun falið að rannsaka bókhaldið. Niðurstað- an var einföld og skýr: Stofnunin gerir „alvarlegar athugasemdir við skil og vörslu á gögnum og stöðu bókhalds sjóðsins," svo að vitnað sé í bréf ríkisendurskoðanda. Hann minnir á að bæði Ríkisbókhald og Ríkisendurskoðun hafi gert „marg- ar og ítrekaðar athugasemdir á liðnum árum við þessa þætti í rekstri Kvikmyndasjóðs en með litlum árangri". Ríkisendurskoð- andi lýsir umsýslu framkvæmda- stjórans sem „viðvarandi hirðu- leysi“. Framkvæmdastjórinn hafi „virt að vettugi allar grundvallar- reglur, sem gilda um bókhald ríkis- ins og vörslu bókhaldsgagna". Þegar upp var staðið fundust ekki reikningar fyrir erlendum ferðakostnaði framkvæmdastjórans að fjárhæð 363 þúsund krónur. Grundvallarspurning þessa máls er ekki hvers vegna framkvæmda- stjórinn var leystur frá störfum, heldur hvers vegna það var ekki gert löngu fyrr. Undarlegt Eftir þennan lestur skyldi maður ætla að opinber embættismaður þurfi beinlínis að kveikja vísvitandi í bókhaldi sínu og efna til svall- veislu af því tilefni - fjármagnaða með síðustu ávísuninni í sviðnuðu tékkheftinu - til að réttlætanlegt sé að leysa hann frá störfum vegna bókhaldsóreiðu, fyrst lögspeking- arnir töldu að það hefði ekki verið réttlætanlegt i þessu tilviki. Reynd- in er hins vegar allt önnur. Lögin eru - rétt eins og niður- staða Ríkisendurskoðunar - einföld og skýr: „Nú hefur embættismaður fjárreiður eða bókhald með hönd- um og má þá veita honum lausn um stundarsakir ef ætla má eða víst þykir að óreiða sé á bókhaldi eða fjárreiðum, bú hans er tekið til gjaldþrotaskipta eða hann leitar nauðasamninga.“ Glöggir lesendur taka eftir því að samkvæmt lögunum er nóg að Hér skal minnt á það að í máli Áma Johnsens hömruðu fjölmiðlar á því að menntamálaráðuneyt- inu hefði verið gert við- vartumað sitthvað mætti betur fara í bók- haldi Árna. Greinilegt var að fréttamönnum fannst að þá þegar hefði átt að grípa til róttækra aðgerða. Nú hefur menntamálaráðherra gripið inn í. Hvar eru fagnaðarlœtin ? „grunur“ leiki á um bókhalds- óreiðu til að leysa megi mann frá störfum um stundarsakir. í þessu tilviki var óreiðan beinlínis sönn- uð. Lögspekinganefndin segir jú sjálf að Ríkisendurskoðun sé treystandi til að fella endanlega dóma um fjársýslu ríkisstofnana. Og hafi einhver verið í vafa um að Ríkisendurskoðun hafi gefið bók- haldi Kvikmyndasjóðs óreiðustimp- il tekur ríkisendurskoðandi sjálfur af allan vafa í DV í dag. Svar hans er - eins og flest annað í máli þessu - einfalt og skýrt: „Já.“ Lögspekinganefndin var hins vegar 1 vafa, en eftir að hafa slegið úr og í segir hún í niðurstöðukafla álitsins að rannsókn Ríkisendur- skoðunar hafi EKKI leitt í ljós óreiðu á bókhaldi eða fjárreiðum! Nú er niðurstaða lögspekinganna bæði margræð og óljós um margt. Ráðuneytið er til dæmis sagt hafa vanrækt að leggja sjálfstætt mat á niðurstöðu Ríkisendurskoðunar sem þó er sagðt endanlegur dómari í málum sem þessum. Sagt er að brotinn hafi verið andmælaréttur sem þó er viðurkennt að eigi ekki við í málinu samkvæmt lögum. En lítum fram hjá því. Eftir stendur að nefndin telur að það hafi EKKI verið óreiða á bókhaldi Kvikmyndasjóðs. Það er 1 besta falli undarleg niðurstaða. Skatt- greiðendur þessa lands hljóta að vona innilega að hún sé röng; sé hún það ekki má nánast fullyrða að aldrei verði hægt að víkja embætt- ismanni úr starfi vegna bókhalds- óreiðu. Vindhanar umræðunnar Stundum blása vindar umræð- unnar öðruvísi en ætla mætti. Og stundum er raunar logn þegar flest- ir töldu allra veðra von. Nýlegt dæmi um það er að lítið fór fyrir mótmælastöðum fulltrúa eldri borgara þegar Reykjavíkurlistinn felldi nýverið tillögu sjálfstæðis- manna í borgarstjóm um að lækka fasteignaskatta eldri borgara. Það er hins vegar lögmál að fjöl- miðlar taka rækilega við sér þegar grunsemdir vakna um að brotala- mir séu í bókhaldi embættismanna. Hér skal minnt á það, að í máli Árna Johnsens hömruðu fjölmiðlar á því að menntamálaráðuneytinu hefði verið gert viðvart um að sitt- hvað mætti betur fara í bókhaldi Árna. Greinilegt var að fréttamönn- um fannst að þá þegar hefði átt að grípa til róttækra aðgerða. Nú hefur menntamálaráðherra gripið inn í. Hvar eru fagnaðarlæt- in? Þau heyrast ekki, því skyndilega fmnst fjölmiðlum brotalamir í bók- haldi ekki lengur merkilegar. Þeg- ar óreiðan blasir við vill enginn sjá hana. Þess í stað á embættismaður- inn núna djúpa samúð fréttamanna sem spyrja hann kumpánlega hvort inngrip ráðherrans sé ekki bara pólitík! Áherslur sem þessar eru ekki til þess fallnar að stuðla að bættri meðferð opinberra fjármuna en valda svo sem ekki stórtjóni. Þegar lögspekingar eru famir að taka að sér varðstöðu um óreiðuna er hins vegar ofsalega illt í efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.