Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Side 6
6 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 Fréttir íslensk erfðagreining sagði upp 200 starfsmönnum. Gengi deCode rauk upp: Tekjur af rannsóknum standi undir rekstrinum - níu milljarða samningur við lyfjafyrirtækið Merck markar tímamót Gengi deCode, móðurfélags íslenskrar erfðagreiningar hækkaði verulega í gær eftir að fréttir bárust um hagræðingu í rekstri og mikilvægan samstafssamnings. íslensk erfðagreining sagði í gær upp 200 manns sem þýðir að fjöldi starfsmanna fer úr 650 í 450. Tóku uppsagnirnar strax gildi. Nær allir umræddir starfsmenn voru á fjög- urra mánaða uppsagnarfresti og fengu hann strax gerðan upp. Uppsagnirnar eru liður í endur- skipulagningu fyrirtækisins. í til- kynningu frá íslenskri erfða- greiningu segir að ákveðið hafi verið að hagræða í rekstri og stefna að já- kvæðu fjárstreymi frá rekstri strax á næsta ári. Erfltt er að fá áhættufé á hlutabréfamörkuðum þar sem fjárfestar eru ekki eins þolinmóður og fyrir nokkrum árum. Því sé nauðsynlegt að erfðafræðirannsóknir og ýmsar þjónusturannsóknir fyrir lyfjageirann skili fyrirtækinu um- talsverðum tekjum og er gert ráð fyr- ir að þær dugi til að fjármagna rekst- urinn með um 450 starfsmenn. Undanfarið hefur verið lögð sérstök áhersla á að auka sjálfvirkni og framleiðni í grunnrannsóknum fyrirtækisins og því ekki búist við að þessar aðgerðir minnki framleiðnina svo nokkru nemi. Hins vegar gerðu þær fyrirtækinu kleift að viðhalda Eitt verðmætasta fyrirtækið Lyfjafyrirtækin Pharmaco hf. og Delta hf. sameinuðust formlega í gær undir nafni Pharmaco hf. Áætl- að markaðsvirði hins nýja félags í Kauphöll íslands er um 43 milijarð- ar króna, að því er kom fram hjá forsvarsmönnum þess í gær. Þetta mun þvi vera eitt verömætasta fyr- irtæki landsins. Samruni fyrirtækjanna var sam- þykktur á hluthafafundi í Delta í fyrradag og í Pharmaco 22. ágúst síðastliðinn. Starfsemi nýja félags- ins verður tvískipt. Róbert Wessm- an, forstjóri Delta, verður forstjóri rekstrar og Sindri Sindrason, for- stjóri Pharmaco, verður forstjóri fjárfestinga. Starfsmenn eru um 5.300 talsins og samanlögð ársvelta fyrirtækjanna á þessu ári er áætluð 24,6 milljarðar króna. I október næstkomandi tekur ný lyfjaverksmiðja dótturfyrirtækisins Balkanpharma til starfa í Dupnitza í Búlgaríu. Þegar verksmiðjan kemst í gagnið verður heildarlyfja- framleiðsla nýja fyrirtækisins 13,6 milljarðar taflna, þ.e. um 10 millj- arðar í Búlgaríu, um 2,5 milljarðar hjá dótturfyrirtækinu Pharmamed á Möltu og um 1,1 milljarður í verk- smiðjum Delta og Omega Farma á íslandi. -JSS Genginhækkun Gengi deCode, móöurfélags íslenskrar erföagreiningar, hækkaði verulega í gær eftir aö fréttir bárust um hagræöingu í rekstri og mikilvægan samstarfssamning. sterkri lausafjárstöðu á meðan niður- stöður erfðafræðirannsókna fyrir- tækisins verða nýttar til þróunar nýrra meðferðar- og greiningarúr- ræða. Gengið rauk upp Fréttirnar af fækkun starfsfólks ís- lenskrar erfðagreiningar höfðu strax áhrif á gengi hlutabréfa í fyrirtækinu á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinum vestanhafs. Gengið hafði verið á sí- felldri niðurleið undanfarnar vikur og mældist lægst 1,60 fyrr í vikunni. í fyrradag v£ir lokagengið 1,82 en við opnun markaða í gærmorgun rauk gengið strax upp í 2,30. Um miðjan dag var gengið komið í um 2,40 doll- ara á hlut en seig aðeins aftur þegar leið á daginn. Það var 2,19 þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld og nam hækkunin þá 20,3 prósentum Mest nam hækkunin tæplega 50 pró- sentum. Samstarf um offiturannsóknir Á sama tíma og hagrætt var með uppsögnum tilkynnti íslensk erfða- greining um umfangsmikið samstarf við fyrirtækið Merck & Co. en hvort fyrirtæki um sig er leiðandi á sviði erfðafræði og lyfjaþróunar. Er þetta stærsti samningur sinnar tegundar sem gerður hefur verið í heiminum í 2 ár. Munu fyrirtækin vinna sam- an að rannsóknum á erfðafræði offitu og leita lyfjamarkaða sem hægt er að hafa áhrif á með nýjum lyfjum. Markmið samstarfsins, en samningur þar um er til þriggja ára, er að flýta uppgötvun nýrra lyfja gegn offltu sem er orðið eitt alvar- legasta heilbrigðisvandamál Vestur- landa. Samstarflð mun afla Islenskri erfðagreiningu umtalsverðra tekna en verðmæti samningsins gæti orðið allt að 90 milljónir Bandaríkjadoll- ara, eða ríflega 9 milljarðar króna. Þeir sem gerst þekkja segja að auk samningsins sem slíks hafi verið afar mikilvægt fyrir deCode, móður- félag íslenskrar erfðagreiningar, að sýna sérfræðingum fjármálamarkað- arins vestanhafs fram á að mögulegt væri að gera meiri háttar samstarfs- samninga við önnur lyfjafyrirtæki en Hoffman La Roche. Nú sé slíkur samningur í höfn og menn því bjartsýnni á gengi deCode á mörkuðum. -hlh/JSS DV-MYND ÞÖK Formleg sameining Gengiö var formlega frá sameiningu Pharmaco hf. og Deltu hf. í gær. Margir voru viöstaddir þá sögulegu stund þegar þessi tvö lyfjafyrirtæki runnu undir einn hatt. Þeirra á meöal var Björgólfur Thor Björgólfsson, sem sést hér fremstur á myndinni. Vestfirðingar gefa Byggðastofnun falleinkunn: Neikvæðu málin hafa áhrif - segir bæjarstjórinn á ísafirði - ákveðin vonbrigði, segir Kristinn H. Gunnarsson Byggðastofnun fær falleinkunn hjá Vestfirðingum ef marka má niður- stöður nýrrar skoðanakönnunar sem vefmiðill Bæjarins besta á ísafirði stendur fyrir. Þegar tæplega 300 manns höfðu svarað spurningunni: Finnur þú fyrir jákvæðum áhrifum Byggðastofnunar á vestfirskar byggð- ir? höfðu hátt i 80% svarenda sagt nei, 15,59% svarað játandi en 5,76% enga skoðun haft á málinu. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á ísafirði, segir að ein skýringin á þess- ari neikvæðni sé að almenningur á Vestfjöröum skynji ekki starfsemi Byggðastofnunar. Þorri fólks hafi ekki samskipti við stofnunina og auk þess hafl umræðan um hana verið neikvæð síðustu misserin sem hljóti aö hafa áhrif. „Ég held líka að fóík á Vestfjörðum sé orðið dálítið þreytt á þessum byggðamálum og byggðaá- ætlunum. Það vigtar eflaust líka inn í þessi sjónarmið," segir Halldór. Bæjarstjórinn bendir einnig á að opinber umræða sé oft á þann veg að Vestfiröingar upplifi að þeir þurfi að verja að Byggðastofnun veiti fjár- magni til svæðisins en hitt þyki hon- um sýnt að starfrækja beri Byggða- stofnun áfram þótt deila megi um ár- angurinn. Ákveðin vonbrigði Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins, hefur setið lungann af kjörtíma- bilinu sem stjórnarformaður Byggðastofnunar. Hann segir að niðurstöðumar séu ákveðin von- brigði en bendir á að könnun sem þessi sé ekki hrein vísindi þar sem aðeins þeir svari spumingunni sem vilji svara henni. „Hins vegar held ég að meginskýringin á þessu sé sú að öll atvinnuþróun á Vestfjörðum er niður á við. Það finnur almenn- ingur,“ segir Kristinn. Kristni hefur verið borið á brýn að hafa hyglað Vestfirðingum um of meðan hann sat sem stjómarfor- maður Byggðastofhunar en hann segir að þessi niðurstaða sýni að það sem stofnunin hafi gert til að byggja upp atvinnumál hafi ekki dugað til. -BÞ bjíivai/ÍvJJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 19.08 18.50 Sólarupprás á morgun 07.30 07.17 Síödegisflóö 22.20 14.32 Árdegisflóð á morgun 11.00 02.53 Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og smáskúrir en úrkomulítið austanlands. Suöaustan 5-8 m/s og fer aö rigna vestanlands síðdegis. Hiti 2 til 10 stig. Rigning eða skúrir Sunnan 5-10 m/s og rigning eða skúrir en skýjaö og úrkomulítið á austanverðu landinu. Hiti 7 til 10 stig. miu shijþj Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur a HHi 8' Hiti 9“ Hiti 9“ til 13" tii 12° til 11° Virtdur: 5-101"V* Vindur: 5-10 "V* Vindur: 5-10“/» Á t t Suöaustanátt og rigning sunnan- og vestanlands en skýjaö meö köflum og þurrt noröaustan til á landinu. Hlti 8-13 stig. Suölæg átt og vætusamt, einkum sunnarv og vestanlands. Fremur Wýtt í veöri. SuÖlæg átt og vætusamt, einkum sunnarv og vestanlands. Fremur hlýtt í veöri. m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 AKUREYRI skýjaö 8 BERGSSTAÐIR skýjaö 10 BOLUNGARVÍK skúr 8 EGILSSTAÐIR skýjaö 11 KIRKJUBÆJARKL. súld 8 KEFLAVÍK þokumóöa 9 RAUFARHÖFN léttskýjaö 8 REYKJAVÍK skýjaö 9 STÓRHÖFÐI súld 9 BERGEN rigning 12 HELSINKI skýjaö 9 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 12 ÓSLÓ skýjaö li STOKKHÓLMUR 10 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 12 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 5 ALGARVE skýjaö 22 AMSTERDAM skýjaö 16 BARCELONA léttskýjaö 23 BERLÍN skýjaö 12 CHICAGO þokumóða 15 DUBLIN léttskýjaö 16 HAUFAX skúr 14 FRANKFURT skúr 12 HAMBORG skýjað 13 JAN MAYEN súld 4 LONDON alskýjaö 17 LÚXEMBORG skýjað 14 MALLORCA léttskýjaö 25 MONTREAL heiöskirt 14 NARSSARSSUAQ 2 NEW YORK þokumóöa 16 ORLANDO skýjaö 25 PARÍS skýjað 16 VÍN skýjaö 14 WASHINGTON þokumóða 14 WINNIPEG alskýjað 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.