Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Blaðsíða 34
34 Helqarblacf X>V LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 Prinsessan opnar sig Leoncie Martin er mörqum kunn undir lista- mannsnafninu Indi/erska prinsessan. Hún seqir DV frá uppvexti sínum á Indlandi, kqn- þáttahatri íslendinqa oq íslenskra tónlistar- manna oq áformum sínum um að flqtja aft- ur til Indlands oq fqlqja eftir nqjum qeisla- diski sínum, Sexq Loverboq. Leoncie Martin er indversk aö uppruna og fædd á eynni Goa á Indlandi. Hún kom fyrst til íslands 1983 og hefur búið hér síðan með stuttu hléi fyrir fimm árum þegar hún bjó í Danmörku um hríð. Leoncie er tónlistarmaður sem semur, útsetur og leikur sína eigin tónlist og syngur sína eigin texta á ýmsum tungumálum. Hún syngur á ensku, íslensku, dönsku, arabísku og hindí sem er eitt af indverskum tungumálum. Hún gefur út sína eigin geisladiska. Það er sanngjarnt að segja að Leoncie hafi verið um- talaður listamaður þann tíma sem hún hefur starfað á íslandi. Hún hefur að mörgu leyti lent í þann flokk fólks sem margir virðast elska að hata. Hún hefur alla tíð verið umtöluð og alltaf þegar hún hefur komið fram og sagt álit sitt á íslensku þjóðinni og íslensku samfé- lagi hefur það vakið athygli og umtal. Nýi geisladiskurinn hennar heitir Sexy Loverboy og er sá fjórði í röðinni en áður hafa komið út: My Iceland- ic Man sem kom út árið 1985, Story from Brooklyn sem kom út 1991 og Love Messages from Overseas sem kom út fyrir tveimur árum. Leoncie hefur lengst af staðið úti á jaðrinum í ís- lenskum tónlistarheimi og sjaldan komið fram á skemmtistöðum eða í útvarpi og sjónvarpi sem alla jafna eru heimavöllur vinsælla tónlistarmanna. Hún hefur mikið skemmt í einkasamkvæmum og margir þekkja auglýsingar hennar úr smáauglýsingadálkum DV þar sem hún auglýsir krafta sína. í tilefni þess að fimmti geisladiskur Leoncie er að líta dagsins ljós fór DV í heimsókn til listamannsins sem býr við Vallargötu í Sandgerði ásamt eiginmanni sínum til 20 ára, Viktori Albertssyni, sem styður af alefli við bakið á eiginkonu sinni á listferli hennar. Viktor er aö sögn Leoncie hennar sérlegur lífvörður, umboðsmaður, fylgdarmaður og aðdáandi. Heimili indversku prinsessunnar er innréttað i sér- stökum stíl sem ber yfirbragð meiri skreytistíls og lita- gleði en almennt gerist á íslenskum alþýðuheimilum. Húsfreyja tekur gestum vel og býður til sætis í eldhúsi og býður upp á karamellur. Vil vera fullkomin Leoncie er uppfærð í sitt fínasta púss í tilefni heim- sóknarinnar en virðist samt örlítið taugaóstyrk þótt það hverfi fljótt. Við byrjuðum á þvi að tala um nýja geisladiskinn. „Þar eru lög bæði á íslensku, ensku,og dönsku. Þegar ég bjó í Danmörku varð ég mjög hrifin af landi og þjóð og það hentaði mér mjög vel að búa þar því ég var mik- ið á ferðinni. Ég læri tungumál auðveldlega og finnst danska fallegt mál. Goa, þar sem ég er fædd, var áður portúgölsk nýlenda og þar er talaö mál sem heitir konkani og ég syng á því líka. En ég vil ekki syngja á neinu tungumáli fyrr en ég hef náð fullkomnu valdi á þvi og ég æfi mig mjög mik- ið áður en ég syng opinberlega,“ segir Leoncie og stekk- ur í þeim töluðum orðum upp og sækir fax frá ind- verska sendiráðinu í Ósló og sýnir mér. í því þakka menn fyrir geisladiskinn nýja og segjast hafa hlustað á hann af gleði og ég sé að þetta skeyti gerir lukku hjá Le- oncie. Síminn sagði: Elíld ég - Leoncie er sinn eigin útgefandi og segir að það sé dýrt að standa í eigin útgáfu. Hún sendi 10 fyrirtækjum beiðni um stuöning við útgáfu disksins eins og alsiða er en fékk alls staðar neikvætt svar. „Mér finnst að allir listamenn sem fá ríkisstyrk eigi að endurgreiða hann þegar verkið skilar hagnaði svo aðrir listamenn geti notið góðs af. Svo mætti líka fella niður alla styrki og lækka einfaldlega skatta á almenn- ingi. Síminn var fljótur að segja nei við mig og VÍS líka. Það er samt stórt tryggingafélag sem hefur stolið pen- ingum okkar árum saman og aldrei bætt okkur neitt öll þau ár sem ég hef verið búsett á íslandi. Það er há upp- hæð ef maður margfaldar allt sem við höfum greitt þeim gegnum árin en þeir vilja ekki styrkja okkur Leoncie Martin, indverska prinsessan, segist hafa mætt andúð og kynþáttafordómum á íslandi en nýtur þó vaxandi vinsælda. Hún hyggst innan skainms flytja af landi brott fyrir fullt og allt þótt hún þurfi vegabréfsáritun til Indlands sem íslcnskur ríkisborgari. DV-mynd ÞÖK I LAUGARDAC neitt,“ segir Leoncie og hér verður vart nokkurrar beiskju í máli hennar. Sú beiskja á eftir að skjóta oftar upp kollinum í samtali okkar því ekki er of mikið sagt að Leoncie sé afskaplega reið kona og vonsvikin að mörgu leyti. Hún telur að ríkisstyrkir eins og það fé sem íslensk stjórnvöld leggja til þess að kynna íslenska menningu erlendis og styrkja listamenn eigi að dreifast með öðr- um hætti. Hún bendir á mörg dæmi, eins og styrki Kvikmyndasjóðs og styrki sem íslenskir tónlistarmenn hafa fengið til ferðalaga erlendis, og fleira. Öllu þessu telur Leoncie að hún ætti að geta fengið hlutdeild í ef eitthvert réttlæti væri til í heiminum. Frændsemi og ltlíkuskapur „Mér finnst það óréttlátt hvemig íslensk stjórnvöld velja fólk gegnum frændsemi og klíkuskap til að aug- lýsa ísland erlendis. Þetta er fólk sem hefur hvorki menntun né hæfileika. Mér finnst að þetta fólk eigi að endurgreiða sina styrki svo aðrir fái notið þeirra. Kannski ekki Leoncie því hún er ekki hvít en aðrir listamenn. Ég verð óskaplega reið þegar ég hugsa um þetta. KODA, sem eru samtök danskra tónlistarmanna, buð- ust til þess að fjármagna diskinn Love Messages en þeg- ar það boð barst var ég búin að fjármagna hann sjálf. Lars von Trier leikstjóri fékk 90 milljónir af íslensk- um skattpeningum gefins en það halda allir í Dan- mörku að hann sé fífl enda gerði hann kvikmynd sem heitir Fávitarnir. Ég hringdi í Kvikmyndsjóð og vildi fá að vita hvernig á þessu stæði. Það vildi enginn segja mér hvort einhver hefði grætt á myndinni." - Okkur langar til þess að vita hvort Leoncie hafi aldrei leitað eftir samstarfi við íslenska útgefendur en hún segist varla nenna að tala um það. Og þó. „Fyrst þegar ég kom til landsins fór ég niður í Skíf- una og talaði við Jón Ólafsson og lét hann hafa kassettu með tónlistinni minni. Hann sagðist ætla með hana til Bretlands en svo heyrði ég ekkert. Ég gerði aðra tilraun til þess að ná sambandi við hann 1993 en þá gat ég bara talað við einhverja undirmenn sem ég hef ekki áhuga á.“ Kerlingar sem hata mig Leoncie flutti til Danmerkur 1997 og flutti síðan aftur heim og segist ætla að flytja aftur úr landi í haust, ekki seinna en um áramót. Er hún þá ekki ánægð á íslandi? „Ég er ánægð með ísland og venjulega íslendinga. En það er vont fólk í stjórnmálum, kerlingar í ráðuneytum sem hata mig og ef þær fá tækifæri til að gera mér óleik þá nota þær það. Það er vegna þess að ég þori að segja frá hlutunum eins og þeir raunverulega eru. Ég hika aldrei við að segja sannleikann. Ég flúði ekki land heldur ákvað að nota tækifærið og ferðast og halda tónleika og græða mikið af peningum og það gerði ég og skemmti mér. Svo fannst mér ég vera orðin nógu sterk til þess að koma aftur.“ Dansari eða tónlistarmaður - Eitt viðkvæmasta mál sem hægt er að ræða við ind- versku prinsessuna varðar starfsferil hennar og snýst um feril hennar við dans i ýmsum samkvæmum og hvort það sé yfirhöfuð rétt eða ekki að hún hafi starfað sem fatafella eða nektardansmær. „Þetta er stórkostlegur misskilningur sem sumir vilja endilega trúa. En ég er ekki dansmær heldur tón- listarmaður. Það er alltaf verið að draga þetta upp. Ég fór í sjónvarpið til Þorfinns Ómarssonar 1996 og þá var hann að dylgja um þetta. Ég var hjá Steinunni Ólinu og hún dró þetta fram. Þetta er óviðeigandi og er ekki til neins nema koma höggi á mig.“ Leoncie segist upphaflega hafa komið til íslands sem tónlistarmaður og söngvari og starfað sem slíkur í Glæsibæ fyrstu árin eftir að hún kom en það var að hennar sögn Þorsteinn Viggósson, næturklúbbaeigandi í Kaupmannahöfn, sem útvegaði henni starf á íslandi. En henni gekk ekki vel að komast inn í tónlistarheim- inn. „Björgvin Halldórsson og fleiri sem réðu hverjir fengju að koma fram komu í veg fyrir að ég fengi að koma fram á Broadway og víðar. En ég læt ekki neinn stöðva mig í því að komast inn í tónlistarheiminn svo ég ákvað að fara aðrar leiðir og fór að dansa. Þegar ég byrjaði á því þá vildi tónlistarmennirnir hafa mig til að skemmta sér. Þá vildu þeir tala við mig. Ég hef aldrei orðið fyrir aðkasti frá öðrum tónlistar- mönnum, hvorki í Indlandi, Danmörku né Bretlandi, aðeins hérna. Tónlist mín var útilokuð úr Rikisútvarp- inu í 16 ár á sama tíma og ríkisstjórnin styrkti viðvan- inga. Ég skora á hvem sem er af þessum hæfileikalausu íslensku tónlistarmönnum og kynþáttahöturum sem alltaf hafa unnið gegn mér að leika á hljóðfæri á sama sviði og ég fyrir framan stóran hóp áhorfenda af hvaða þjóðerni sem er nema íslensku. Þá skulum við sjá hvað þeir eru flinkir." Lærði tónlist frá bamæsku Leoncie leggur ríka áherslu á það að hún sé mennt- aöur tónlistarmaður með bakgrunn i tónlistarlegu og trúarlegu umhverfi. „Faðir minn var tónlistarmaður sem lék á saxófón, trompet og fleiri hljóðfæri. Hann kenndi mér að lesa að skrifa nótur þegar ég var mjög ung og hann sendi mig og bróður minn, sem var eldri en ég, til tónlistarkenn- UR 28. SEPTEMBER 2002 H&lcj&rblcici 13 “\T 39 ara. Það var mjög mikil áhersla lögð á að lesa nótur og leika eftir nótum eitthvað sem maður hafði aldrei séð áður. Ég var mjög góð í því enda faðir minn góður kennari. Ég lærði tónlist og píanóleik við Trinity Col- lege í London og lauk prófum þaðan. Siðan fór ég til píanókennara og lærði djass. Ég ákvað þegar ég var pínulítil að verða tónlistar- maður og þegar ég var að hlaupa í skólann með bæk- urnar mínar á bakinu þá fór ég stundum snemma að heiman og kom við í kirkjunni og spilaði á orgelið smá- stund áður ég ég hljóp áfram í skólann. Tónlist er ekki fyrir fúskara sem glamra á gítar eða eitthvað eftir eyranu. Ef þú þyrftir að fara til heila- skurðlæknis þá myndir þú ekki treysta einhverjum sem hefði lesið bækling. Þú vilt fá atvinnumann og ég er at- vinnumaður eins og heilaskurðlæknir í tónlistinni en hér á íslandi er fullt af skottulæknum í tónlistinni." Svartir eru betri en hvítir - Hvaða tónlist hlustaði Leoncie á sem hafði áhrif á hana? „Mér finnst svart fólk syngja betur en hvítt fólk. Ég hlustaði á Blood Sweat and Tears, Tom Jones, Shirley Bassey og Barry White. Mér finnst George Michael æð- islegur en hann er samt hvítur. Ég minnist ekki á neinn islenskan tónlistarmann nema Eirík Hauksson. Hann var fínn.“ - Hefur þú þá aldrei átt neitt samstarf við íslenska tónlistarmenn? „Nei, þeir hafa haldið sig frá mér, í hæfilegri fjar- lægð. Ég bað einu sinni Bjarna Arason að syngja með mér en hann var dónalegur. Erpur er skemmtilegur og ég átti mjög frábært viðtal við hann. Hann sagðist vilja gera dúett með mér en svo hef ég ekki heyrt neitt. En hverjum er ekki sama. Ég get fengið hvern sem er til að koma fram með mér svo mér er alveg sama.“ Kynþáttafordómar Það er freistandi að spyrja Leoncie hvort hún hafi orðið vör við fordóma sem tengja mætti við kynþátt hennar eða litarhátt. Það stendur ekki á svörunum því Leoncie segir að mjög margir, sérstaklega tónlistar- menn, hafi fordæmt hana vegna kynþáttar. „Þegar ég gaf út fyrstu plötuna mína, Icelandic Man, var ég með svart hár og leit út eins og Indverji. Það var ekki gott. Nú er ég með ljóst hár og lít út eins og Evr- ópubúi og þá er allt í lagi. Ég er blanda úr Indverja og Portúgala svo ég get litið út eins og ég vil. Af hverju er svona viðkvæmt á íslandi að tala um kynþáttafordóma. Ég var alltaf útilokuð frá því að fara í Eurovision þegar Ríkisútvarpið var að halda keppnina. En nú er sama útvarpið að spila sömu tónlistina og þeir vildu ekki senda í keppnina. Fyrst eftir að ég kom til íslands var maðurinn minn að reyna að vera umboðsmaður minn því ég talaði ekki íslensku. Hann mætti alls stað- ar kjaftæði og fordómum sem voru fyrst og fremst vegna þess að ég er lituð en líka vegna þess að ég er menntuð í tónlist og það virðast íslenskir tónlistar- menn ekki þola. Svo er ég ekki tengd neinum í íslensku samfélagi sem skiptir greinilega öllu máli. Að eiga frænda sem þekkir einhvern sem hefur áhrif.“ Svo segir Leoncie mér söguna af því þegar hún vildi fá tónlist sína spilaða á Bylgjunni. Þar gekk hún frá einum til annars uns ákvörðunin varð síöast á borði Bjarna Arasonar sem réö hvaöa lög eru spiluð. „Ég var í sambandi við Guðmund Atlason og síðan Bjarna sem sagði þvert nei og var fljótur að því. Og hvað, er hann ekki að gæta sinna eigin hagsmuna því hann er sjálfur söngvari? Svona ráða fúskararnir yfir mér sem er atvinnumaður í tónlist." Til hvers þarftu pening? Leoncie segist finna aukinn meðbyr frá fólki og meiri viðbrögð. Hún hefur sett diskana sína i sölu í Þrumunni í Keflavík, Japis og Skífunni á Laugavegi. „Ég mun aldrei aftur selja diska í Hljómalind. Ég er búinn að reyna að fá borgað hjá þeim siðan fyrir síð- ustu jól en þeir borga mér ekkert. Faðir minn þurfti að fara í dýra skurðaðgerð á síðasta ári og öll systkini mín vildu borga og ég hringdi i Hljómalind og bað um pen- inga fyrir diskana mína og hann spurði bara: Til hvers viltu peninga." - Leoncie hefur verið gift Viktori Martin, aðstoðar- manni og eiginmanni sínum, í tuttugu ár en hún vill ekki segja okkur hvar eða hvernig þau kynntust. „Þetta er gott hjónaband og ég er stolt af því. En ég mun aldrei draga fjölskyldu mína inn í sviösljósið með mér. Það er mitt einkalíf og á að vera það áfram." Leoncie segist ætla að fylgja eftir þessum nýja geisla- diski en halda síðan aftur út I heim og að þessu sinni alfarin og halda til Indlands fyrst þar sem hún segir að hún myndi selja allt upplagið eins og skot. En mun hún ekki sakna íslands? „Ég mun sakna margra íslendinga og ég mun sakna hreina loftsins og rigningarinnar en ég verð að fara. Ég er tilbúin að fara. Ég hef ekkert að gera hérna lengur.“ -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 222. tölublað - Helgarblað (28.09.2002)
https://timarit.is/issue/201213

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

222. tölublað - Helgarblað (28.09.2002)

Aðgerðir: