Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Blaðsíða 39
.
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002
H&lQarblaö DV
43 <
Óskiljanlegur
glæpur
- sem framinn var í stundargeðshræringu
Hlaupár er aðeins á fjögurra ára fresti og
29. febrúar er þvísérstakur afmælisdagur.
Þann mánaðardag árið 2000 fæddist barn
íháskólabæ íCarolina íBandaríkjunum.
En örfáum mfnútum eftir fæðinguna var
barnið mgrt. Og I. mars 2001, þegar litla
stúlkan hefði orðið eins árs ef allt hefði
verið með felldu, var móðirin dæmd til
langrar fangelsisvistar.
Christina Fiske var á margan hátt ósköp venjuleg 21
árs stúlka sem var á öðru ári i háskólanámi. Hún var
afburðanemandi í framhaldsskóla, var í skátahreyfíng-
unni og sótti kirkju reglulega.
Þegar hún kom í háskólann tók hún íbúð á leigu og
starfaði í kvikmyndahúsi með fram náminu. Til að
auka tekjur sínar enn frekar passaði hún börn á kvöld-
in og var vel látin af öllum sem henni kynntust eða
hún starfaði fyrir.
Þegar stúlkan var sautján ára skildu foreldrar henn-
ar. Hún varaðist að láta skilnaðinn ganga nærri sér til-
finningalega og hélt góðu sambandi við bæði móður
sína og fóður eftir að þau skildu að skiptum.
Þegar kom að háskólanámi flutti Christina í eigin
íbúð og ekki leið á löngu þar til hún kynntist 22 ára
gömlum manni, David Parlier, en hann bjó í sömu
blokk.
Þau urðu brátt elskendur og þótt þau héldu áfram að
leigja sína ibúðina hvort dvöldu þau yfirleitt saman
ýmist í hennar íbúð eða hans.
Sumarið 1999 varð Christine barnshafandi en lét
engan vita af ástandi sínu. Þegar hún heimsótti for-
eldra sína gekk hún í víðum og allt of stórum fötum og
hún hætti að vera eins mikið með David vini sínum og
áður.
Ólétta konan óttaðist að hann mundi slíta sambandi
þeirra ef hún skýrði honum frá því að hún gengi með
barn hans og hún gerði allt sem hún gat til að leyna
Móðir Christine huggar dóttur sína í réttarhöldunum þar sem hún
var ákærð fyrir að hafa myrt barn sitt.
Christine Fiske var vel látin af ölluiii sem liana þekktu og fyrirmyndar-
nemandi. En svo framdi hún hræðilegaii glæp.
hann hvemig komið var fyrir henni. Þijá síðustu mán-
uði meðgöngutímans neitaði hún að sofa hjá honum og
bar því við að hún væri með sýkingu í kynfærunum.
Hún hló að elskhuga sínum þegar hann bar upp á
hana að hún væri vanfær.
Stutt milli lífs og dauða
Það var svo 29. febrúar 2000 að Christine fæddi barn-
ið í baðherberginu í íbúð sinni þar sem hún sat á sal-
erninu. Þar fæddist i heiminn vel sköpuð stúlka, brún-
eygð, með hrokkið hár.
Barnið grét og var að byrja að anda þegar Christine
ákvað að stytta því aldur. Hún tók um háls stúlkunnar
og sleppti ekki takinu fyrr en barnið var hætt að gráta.
Annar handleggurinn slóst út í loftið áður en grátur-
inn þagnaði og líkaminn varð lífvana.
Við yflrheyrslur lögreglunnar hélt unga konan þvi
fram í fyrstu að það hefði liðið yfir sig þegar hún vafði
líki barnsins í handklæði á gólflnu. Framburður henn-
ar var mjög á reiki og sagðist hún stundum hafa misst
meðvitund við fæðinguna og þegar hún rankaði við sér
heyrði hún barnsgrát og hafi hún þá í fáti sálgað barn-
inu.
Hún viðurkenndi að hafa spennt greipar um háls
barnsins, sett hönd fyrir vit þess og þrýst á brjóstið.
Líkskoðun leiddi í ljós að dauðameinið var kyrking.
Þegar barnið var látið stakk Christine líkinu í svart-
an sorptunnupoka og stakk honum í farangursgeymslu
í bíl sínum og ók yfir í næsta lögsagnarumdæmi. Hún
ók að ruslagámi á bak við kvikmyndahúsið sem hún
starfaði í og kastaði pokanum þar ásamt tveim rusla-
pokum. Síðar sama dag fannst barnslíkið í sorpmót-
töku.
Við líkskoðun kom í ljós að barnið fæddist lifandi og
verksummerki sýndu að það hafði verið kyrkt af ásettu
ráði. Innvortis blæðingar voru í hálsi og brjósti. Nafla-
strenguinn var skorinn.
Áverkar voru á höfði líksins og skurðir á líkaman-
um sem orðið höfðu þegar gámurinn var tæmdur og
innihaldinu ekið í sorpmóttökuna.
Dagfarsprúður morðingi
Rannsóknarlögreglumenn sögðu að athygli þeirra
hefði beinst að Christine Fiske þegar hún tilkynnti að
hafa fengið skilaboð frá einhverri Amanda á símsvara
sinn og hefði hún sagst hafa alið barn á gólfi baðher-
bergis. Við rannsóknina kom einnig í ljós að vinur
hennar hafði gengið á hana fyrr um daginn og krafist
svara um að hún hefði alið barn, en hann grunaði
hvernig komið veu. Hún viðurkenndi fyrir honum
hvað borið hafði til.
Blóðugar pappírsþurrkur fundust í bíl hennar og
einnig var blóð í gólfteppi bílsins.
Morðið á nýfæddu barninu olli uppnámi í bænum
þar sem Christine bjó. Þessi unga og geðþekka stúlka
var vel liðin og engum datt í hug að neitt misjafnt væri
til í fari hennar. Kennslukona sem kenndi henni í
framhaldsskólanum sagði að hún hefði verið fyrir-
myndarnemandi, samviskusöm og mjög umhugað um
að ná góðum námsárangri. Hún var kurteis í tímum og
bar aldrei á neinni misklíð milli hennar og kennara
eða skólasystkina. Kennslukonan sagði að Christine
hefði gætt barns hennar á kvöldin nokkrum sinnum og
hefði henni aldrei komið annað til hugar en að treysta
henni fullkomlega. Kennslukonan var því furðu lostin,
eins og aðrir, þegar upp komst hvemig stúlkan fór með
eigið barn.
Móðir Christine lýsti dóttur sinni sem besta vini sín-
um sem ánægjulegt væri að umgangast. Hún kvað
hana hafa staðið sig eins og hetja þegar þau hjónin
skildu. Ári síðar varð hún stoð og stytta móður sinnar
þegar faðir hennar lést og sjálf var Lenaire Harrison
greind með krabbamein í brjósti. I því mótlæti missti
Christine aldrei móðinn og hélt ró sinni hvað sem á
dundi.
Sálfræðingur sem greindi ástand Christine sagði við
réttarhöldin að hún væri haldin móðursýkislegri til- (
gerð, sem gæti brotist út í leikaraskap, og væri það eitt
af einkennum persónuleika hennar. Það gæti hafa átt
þátt í þeim ofsalegu viðbrögðum sem hún sýndi eftir að
hún fæddi barn sitt á svo óvenjulegan hátt.
Við fæðinguna skaðaðist sjálfsímynd hennar og hún
skildi ekki ástandið og átti erfitt með að hafa stjórn á
gjörðum sínum, bar sálfræðingurinn fyrir rétti.
Þrátt fyrir að stúlkan og fiölskylda hennar nytu sam-
úðar vegna þessa hörmulega atburðar, sem að mörgu
leyti var venjulegu fólki óskiljanlegur, minnti rann-
sóknarlögreglumaður sá sem fór með yfirstjórn rann-
sóknarinnar á það í réttarsal að barnið hefði átt sinn
rétt til að lifa og lýsti verknaðinum sem alvarlegum
glæp gegn barni sem væri versta ofbeldi sem hægt
væri að fremja gegn hjálparvana ungviði.
Christíne játaði sig seka um ofbeldisverknað
og manndráp.
Verjandinn kallaði til níu vitni í fimm klukkustunda
löngum réttarhöldum. Báru þau sakborningi hina
bestu sögu og sögðu hana elskulega og saklausa stúlku
sem væri annt um mannorð sitt.
Hann bað réttinn um að sýna barnsmorðingjanum
tillitssemi og miskunn og gefa stúlkunni tækifæri til
að byrja upp á nýtt og lifa eðlilegu lifi. Hann dró fram
þá lýsingu að Christine kynni vel að gera fólki til geðs
og láta gott af sér leiða en hefði orðið illa á í messunni
þegar hún gerði hið gagnstæða, en í hennar hugar-
heimi kynni hún ekki að gera neinum illt eða gera
fólki á móti skapi. Nú þarfnaðist hún skilnings og mis-
kunnsemi. Fangelsisvist bætir engan en mundi aðeins
eyðileggja líf þessarar ungu konu.
Saksóknarinn gerði lítið úr þessum röksemdum og
spurði hver talaði máli barnsins sem stúlkan myrti.
Það hefur engan stóran hóp stuðningsmanna í þessum
sal, eins og konan sem ól það og myrti. Hann benti á
að verðir laganna hefðu rannsakað málið eins og hvert
annað morðmál og komist að því með hvaða hætti
barnið var myrt og hver vann verknaðinn. Saksóknar-
inn kvaðst tala máli barnsins sem ekki fékk að lifa.
Þegar það reyndi að ná andanum, eins og náttúran
býður eftir fæðinguna, hjálpaði móðirin því ekki held-
ur hið gagnstæða. Hún varnaði því að draga að sér
lífsandann.
Þegar dómarinn kvað upp úrskurðinn sagði hann að
ákærða hefði komið róti á líf fólks í nánasta samfélagi
og sært það og reitt til reiði. Hann sagði að vinir henn-
ar og fiölskylda hefðu þegar skýrt sér frá því að
ákærða hefði þegar kveðið upp dóm yfir sjáifri sér sem
mundi fylgja henni ævilangt því verknaðurinn mundi
fylgja henni alla tíð.
Christine var dæmd í 7 ára og 10 mánaða fangelsi
hið minnsta en 10 ára og 2 mánaða fangelsi í hæsta
lagi. Hún situr því inni núna og á ekki von á að verða
sleppt næstu sex árin. Það er gjaldið sem hún greiðir
fyrir að segja unnusta sinum ekki frá því að hún væri
barnshafandi af ótta við að þá yfirgæfi hann hana.
r