Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Blaðsíða 10
10 Útlönd DV Saddam Hussein. Saddam bætir viö í kvennabúrið Saddam Hussein, hinn 65 ára ein- valdur í Irak, er ekki við eina fjölina felldur þegar konur eru annars vegar og hefur nú bætt fjórðu eiginkonunni í kvennabúr sitt. Sú hamingjusama heit- ir Imam Husweish, 27 ára gömul og dóttir eins af ráðherrum í ríkisstjóm íraks. Húner bæði litfríð og ljóshærð eins og móðir hennar sem er þýsk að uppruna. Hún er samt engin venjuleg ljóska þvi hún er verkfræðingur að mennt. Það er samt fyrsta kona Sadd- ams, Sadia, sem skipar fyrsta sætið í hjarta einræðisherrans. Hún hefur boðið Imam velkomna í hópinn en hún fær þó ekki að sænga með Saddam nema hún sé sérstaklega tilkölluð. Hinar tvær eiginkonur íraksforseta eru Samira Shahbandar, sem var gift einum af flugsljórum Iraqi Airways, þegar Saddam gimtist hana. Flug- stjórinn gaf hana þá eftir fyrir ein- ræðisherranum. Sú þriðja í rööinni er síðan Nehal al-Hamdani. Ekki er vitað annað um hana en að hún er ættuð frá bænum Mosul. -GÞÖ Kosið á Græn- landi í desember Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku heimastjómarinnar, boðaði í gær til þingkosninga á Grænlandi hinn 3. desember næst- komandi. Boðað var til kosninganna eftir hótanir frá stjórnarandstöðuflokkn- um Inuit Ataqatigiit um vantrausts- tillögu á stjórnina vegna annarrar umræðu um ríkisreikningana fyrir árið 2001. Þar var framúrkeyrsla á nokkrum sviðum. Inuit Ataqatigiit sat í grænlensku heimastjóminni með Siumut, flokki Motzfeldts, fram á haustið 2001. Með ákvörðun Motzfeldts hefur kosning- unum á Grænlandi verið flýtt lítið eitt því að öllu eðlilegu hefði ekki átt að kjósa fyrr en í febrúar. Franz Fischler Sjávarútvegsstjóri ESB á ekki auö- velt verk fyrir höndum aö jafna ágreining um fiskveiöistefnuna. ESB íhugar mála- miðlun í fisk- veiðistefnudeilu Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins ætlar að leggja fram mála- miðlunartillögu á fundi í nóvember í þeirri von að jafna megi ágreining suðurrikjanna annars vegar og norðurrikjanna hins vegar um breytingar á fiskveiðistefnu sam- bandsins. Til stendur að gera róttækar breytingar á fiskveiðistefnunni og einn af homsteinunum er að fækka mjög flskiskipum í lögsögu ESB, ef það mætti verða til að vemda fiski- stofnana. Ef það nær fram að ganga munu þúsundir togarasjómanna missa vinnuna. Leyniskyttumorðin í Bandaríkjunum: Bandaríski herinn kemur til hjálpar Donald Rumsfeld, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að láta bandaríska herinn taka þátt í leitinni að leyniskyttunni sem myrt hefur níu manns og sært tvo á síðustu fjórtán dögum í nágrenni höfuðborg- arinnar Washington og er ætlunin að nota njósnavélar hersins til þessarar mestu leitar sem fram hefur farið að morðingja í Bandaríkjunum. Um er að ræða njósnavélar búnar hátæknibúnaði sem festa minnstu hluti á filmu á jörðu niðri og ætti það að auðvelda mjög leitina að leyniskyttunni sagði einn talsmanna hersins sem vildi ekki láta nafns síns getið. „Við gefum sem minnstar upp- lýsingar um málið til að spilla ekki fyrir rannókninni," sagði talsmaður- inn. Eftir tilræðið i fyrrakvöld, þar sem 47 ára gömul kona, Linda Franklin, starfsmaður alríkislögreglunnar FBI, var skotin til bana úti fyrir verslunar- Vísbendinga leitað Bandaríski flugherinn mun taka þátt í leitinni aö leyniskyttunni sem myrt hefur níu manns og sært tvo á síö- ustu fjórtán dögum. miðstöð í bænum Falls Church, hafa þrjú vitni gefið sig fram og herma óstaðfestar fréttir að eitt þeirra hafi séð mann, dökkan á hörund, stíga út úr ljóslitum sendiferðabíl í bíla- geymslu verslunarmiðstöðvarinnar i aðeins fjörutíu metra fjarlægð frá morðstaðnum og yfirgefa vettvang strax eftir árásina. í fréttinni sagði einnig að vitnið hefði getað gefið ein- hverjar uppiýsingar um númersplötu bílsins. Lögreglan hefur þó ekkert viljað staðfesta, en sagðist þó hafa fengið mikilvægari upplýsingar vitna heldur en áður, sem vonandi leiddu hana á sporið. Fjöldi upplýsinga hefði borist og væri nú verið aða vinna úr þeim. í kjölfarið birti lögreglan myndir af tveimur gerðum bíla, Chevrolet Astro og Ford Econoline, í viðbót við mynd- imar af boxbilnum með brotna aftur- ljósið sem birtar voru um helgina. REUTERSMYND Hugsað um gamla fólkiö Taílensk skólabörn fengu tækifæri í morgun til aö æfa sig í aö mæla blóöþrýstinginn í gömlu fólki sem liggur á sjúkra- húsi einu í Bangkok. Um þrjátíu krakkar tóku þátt í eins dags umönnunarnámskeiöi fyrir gamalmenni og alzheimer- sjúklinga. Krakkarnir gera sér vonir um aö geta látiö gott af sér leiöa í mánaöarskólafríi fram undan. Afganskir flóttamenn streyma aftur heim til ættjarðarinnar sem dvalið hefur I útlegð svo árum skiptir og eiga sumir erfitt með að dylja harm sinn þegar þeir sjá hve öm- urlegt ástandið er í gamla heimaland- inu eftir hörmungar áralangra átaka. Flestir eru þó ánægðir með að vera komnir aftur heim og horfa bjartsýnir til framtíðarinnar þrátt fyrir litla von um atvinnu eða húsnæði. Hamid Karzai, forseti landsins, er nýkominn frá efnahagsráðstefnu Mið- Asíuríkja sem fram fór í Istanbúl í Tyrklandi, en þar samþykktu þátt- tökulöndin og þar á meðal Pakistan, Irán, Tyrkland og Aserbaidsjan að stofna hjálparsjóð til hjálpar uppbygg- ingunni í Afganistan. Auk þess var á ráðstefnunni samþykkt ályktun þess efnis að alþjóðasamfélagið stæði við gefin loforð um milljarða efnahags- aðstoð við afgönsku þjóðina, en þau loforð hafa aðeins verið efnd að hluta til á þessu ári. Þegar um það bil ár er frá falli tali- banastjómarinnar í Afganistan eru flóttamenn famir að streyma í stríð- um straumum aftur inn til landsins og er talið að allt að tíu þúsund manns bætist í hópinn vikulega af þeim millj- ónum sem flúið höfðu stríðshrjáð landið síðustu áratugina eða allt frá því í Sovétstríðinu og síðan í grimmi- legri borgarastyijöld áður en ógnar- stjóm talibana tók völdin. Flestir hafa hingað til komið yfir landamærin frá Pakistan, en að sögn talsmanna Flóttamannahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, er nú aukinn straumur yfir landamærin frá íran. Fyrsta stopp þeirra sem koma i yfir- hlöðnum rútum frá íran er í móttöku- búðum nálægt borginni Herat, en þar hafa verið reistar tjaldbúðir í löngum röðum sem flóttamennimir verða að gera sér að góðu í fyrstu. Það hljóta að vera ömurlegar móttökur fyrir fólkið Ungur flóttamaöur Um tíu þúsund flóttamenn snúa aftur heim til Afganistans á viku hverri frá nágrannaríkjunum. Þrýstingur á IRA John Reid, Norð- ur-írlandsmálaráð- herra bresku stjóm- arinnar, sakaði írska lýðveldisherinn og Sinn Fein, pólitískan bandamann hans, um að draga úr trausti manna á heimastjóm héraðsins og þrýsti á IRA og aðra vopnaða hópa lýðveldissinna að leggja niður vopn. Lítið miðar gegn hungri Fátækt, styrjaldir og pólitískt skeytingarleysi hafa gert að engu tO- raunir til að draga úr hungri í heim- inum um helming fýrir 2015, að því er segir í skýrslu SÞ. ísraelsher heldur burt Gyðingalandnemar sögðu í morgun að ísraelski herinn myndi yfirgefa landnemabyggð nærri Vesturbakka- borginni Nablus. Herða tökin á kakóborg Stjómarherinn á Fílabeinsströnd- inni herti tök sín á kakóframleiðslu- borginni Daloa í gær eftir að þeir náðu henni úr höndum uppreisnar- manna eftir harða bardaga. Samkeppni um farsíma Færeyingar geta vænst þess að far- símareikningar þeirra lækki í næsta mánuði þegar nýtt fyrirtæki, Kali, ætlar að fara að keppa við færeyska landssímann á farsímamarkaðinum. Solana vill meiri vöid Javier Solana, ut- anríkismálastjóri Evrópusambandsins, hvatti i gær til þess að embætti hans fengi aukin völd inn- an sambandsins til að auka vægi þess í aþjóðamálum. Sol- ana sagði að hann væri að reyna að efla traust manna á utanríkisstefhu ESB en fjárframlög til þess væru hlægileg. Grunaður um aðstoð Finnska lögreglan sagði í gær að hún hefði handtekið unglingspilt sem grunaður væri um að hafa aðstoðað feiminn efnafræðinema við að búa til sprengjuna sem varð sjö að bana í verslanamiðstöð skammt frá Helsinki í síðustu viku. Maturinn ekki skoðaður Saksóknari í París tilkynnti í gær að hann myndi ekki hefja rannsókn á um tvö hundruð millj- óna króna matar- reikningi Jacques Chiracs, núverandi forseta, og eiginkonu hans frá því hann var borgarstjóri Parísar. Kosningarnar ógildar Yfirkjörstjórn í Serbíu hefur form- lega ógilt forsetakosningarnar um helgina en flokkur Kostunica Júgóslaviuforseta lýsti engu að síður yfir sigri og hét að berjast gegn úr- skurðinum. Mikið veltur á Irum Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, sem fer með forsæti í ESB, sagði í gær að stækkun þess væri í uppnámi ef írar sam- þykktu ekki Nice-sáttmálann í þjóðar- atkvæðagreiðslu um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.